Vísir - 28.10.1974, Blaðsíða 12

Vísir - 28.10.1974, Blaðsíða 12
12 Vlsir. Mánudagur 28. október 1974. Loksins Arsenal-sigur en ekki án sársauka! Englendingar eru ihaldssamasta þjóð veraldar — að breyta einhverju þar i landi, sem unnið hefur sér hefð, jaðrar nánast við glæp meðal enskra. Englendingar fylgjast vel með árangri lands- liðs sins i knattspyrn- unni — stoltir mjög, þegar það sigrar, en heimurinn er að farast ef það tapar. En að gera eitthvað fyrir landsliðið, svo það nái árangri, er önnur saga. Að fella niður leiki til að iandsliðsmennirnir geti æft saman, kemur ekki til mála ef það er á kostnað einhvers mótsins — deilda- keppnin gengur fyrir heimsmeistara — eða Evrópukeppni, félög fyrir landi. Enski landsliðseinvaldurinn, Don Revie, fór fram á i siðustu viku.að leikjum i 1 deild og nokkrum i 2. deild, yrði frestað á laugardag vegna hins þýðing- armikla leiks Englands við Tékkóslóvakiu á miðvikudag i Evrópukeppni landsliöa. Sá leikur gæti ráðið úrslitum i riðl- inum — en Revie fékk engan hljómgrunn, þrátt fyrir sex klukkustunda viðræður við Alan Hardaker, framkvæmdastjóra 1. deild Arsenal — WestHam 3-0 Burnley — Everton 1-1 Chelsea — Stoke 3-3 Coventry — Carlisle 2-1 Derby — Middlesbro 2-3 Ipswich-Man. City l-l Liverpool — Leeds 1-0 Luton—Tottenham 1-1 Newcastle-Leicester 0-1 Sheff. Utd. — Birmingham 3-2 Wolves —QPR 1-2 2. deild Aston Villa — Sheff. Weds. 3-1 Bristol City — Notts Co. 3-0 Cardiff —Oldham 3-1 Hull — Sunderland 3-1 Manch. Utd. — Southamtpon 1-0 Millvall — WBA 2-2 Nottm.For, — BristolRov. 1-0 Orient — Norwich 0-3 Oxford — Fulham 2-1 Portsmouth — Blackpool 0-0 YorkCity —Bolton 1-3 Strax I fyrsta leiknum stinga úrslitin i augun. Loksins — eftir 13 leiki án vinnings allt frá 24. ágúst — tókst Arsenal að krækja sér i tvö stig og það á kostnað þess liðs, West Ham, sem ekki hafði tapað i átta leikjum. Nokkuð á annan mánuð. En sig- ur Arsenal kom ekki án sárs- auka. I lok leiksins var gamla landsliðskempan, Alan Ball, sem tvibrotnað hefur á fæti, borinn á börum af leikvelli illa snúinn á ökkla. Ekki er vitaö hve hann verður lengi frá leik að þessu sinni — en Arsenal má ekki við neinu og framundan er kaldur vetur i vopnabúrinu. Terry Mancini, leikmaðurinn, sem keyptur var fyrir „smá- pening” i vikunni — 5.4 milljónir króna — lék sinn fyrsta leik i vörn Arsenal og komst vel frá léiknum. Þeir John Radford og Liam Brady skoruöu fyrir hlé — og á 48. min. tryggði Brian Kidd Alan Ball slasaðist á ökkla — Arsenal vann sinn fyrsta leik í tvo mánuði og það gegn West Ham. Alan Ball borinn af leikvelli. Liverpool eykur forustuna ensku deildaliðanna. Revie hefði eins getað beðiö Hardaker og samstarfsmenn hans að stööva sólina — svo útilokuö var málaleitun landsliðseinvalds- ins. Nei, deildakeppnin fyrst á Englandi — siöan landsliðið, þó svo öll önnur lönd Evrópu, sem einhvers mega sin i knatt- spyrnu, vinni á allt annan hátt. Þar er landsliðiö I fyrsta sæti — allt annað verður aö vikja. 1 dag er landsliðshópur Revie splundraður. Þeir tveir leikmenn, sem mest hafa skor- að aö undanförnu, Trevor Francis, Birmingham, og Alan Clarke, Leeds, illa meiddir og geta ekki leikið á miövikudag — Colin Todd, Derby, meiddist fyrr i vikunni, og sá leikmaður, sem valinn var i hans stað i landsliðshópinn, Alan Ball, Arsenal, borinn á börum af leik- velli Arsenal á laugardaginn — slasaður. Fleiri skrámaðir og bólgnir, þó svo læknar geti lapp- að upp á þá fyrir landsleikinn þýðingarmikla. En hverju breytir þaö i herbúöum fram- kvæmdastjórnar deildakeppn- innar?. — Engu, og þeir herrar eru enn þeirrar skoðunar, að England eigi svo mikið úrval leikmanna að engu skipti þó nokkrir hinna beztu slasist fyrir stórleik landsliðsins. Hafa ekk- ert lært af áföllum enska lands- liðsins siðustu árin. Eru enn við sama staðnaða heygarðshornið. Deildakeppnin verður aö halda sini^ striki. En nóg um það. Litum'á úr- sltiin á laugardag: sigurinn fullkomlega með góöu marki. Viö sigurinn komst Arsenal úr neðsta sætinu — eft- irlét þaö Luton Town vegna hagstæöari markatölu, en bæði liðin eru meö niu stig. Liverpool heldur stefnu sinni á enska meistartitilinn og hefur nú eins stigs forustu i 1. deild eftir sigur á laugardag á þvi liði, sem nú er handhafi titilsins, Leeds United. Lengi vel leit þó út fyrir, aö ensku meistararnir ætluöu að ná i stig hjá bikar- meisturunum. Hvert sæti og stæði á vellinum — 54.996 áhorf- endur — var skipað og áhorf- endur sáu sóknarloturnar dynja á vörn Leeds lengstum. Kevin Keegan og Steve Heighway voru fremstir i öldufaldinum — hvað eftir annað geystust þeir að marki Leeds, en allt brotnaði á hetjulegri vörn Norman Hunter og Gordon MacQueen þar til á 77. min. Ray Kennedy skallaði þá knöttinn inn i vitateiginn eft- ir aukaspyrnu Tommy Smith og Heighway á ofsahraöa sendi knöttinn I netið. Leeds fékk sina fyrstu hornspyrnu á 80.min. Það segir meira um gang leiksins en löng frásögn. Alan Clarke kom inn sem varamaður — stokk- bólginn á rist, og eftir leikinn tilkynnti hann Don Revie, landsliðseinvaldi, að þýðingar- laust væri að reikna með honum I landsleikinn gegn Tékkum. Bryan Hamilton skoraði fyrir Ipswich eftir 16 min. gegn Manch. City — fyrsta mark liðs- ins i sex leikjum eða 480 minút- ur. Markið kom eftir horn- spyrnu og Ipswich var betra lið- ið I leiknum fyrri hálfleikinn. En góður leikur Rodney Marsh kom Manchester-liðinu á sporið og hann var vel studdur af Colin Bell, sem jafnaði á 66. min. þar með heldur City öðru sæti I deildinni. Ahorfendur 25.171. Middlesbro náði Ipswich að stigum með fimmta útisigri sin- um á keppnistimabilinu. Bæði liðin hafa 18 stig ásamt Everton. Mistök markvarðar Derby, Col- in Boulton, leiddu til fyrsta marks Middlesbro, sem John Hickton skoraði á 11. min. Hick- ton átti heiðurinn af næsta marki Yorkshireliðsins, sem Al- an Foggon skoraði, en fyrir hlé tókst Francis Lee að laga stöð- una 11-2 fyrir Derby. A 48. min. kom David Mills Middlesbro I 3- 1 og þannig stóð, þar til Alan Hinton skoraði annað mark Derby meö siðustu spyrnu leiks- ins. Áhorfendur 24.036. Martin Dobson, enski lands- liðsframvörðurinn hjá Everton, náði forustu fyrir lið sitt gegn slnum gömlu félögum i Burnley á 36. min. með snilldarleik. Hann splundraði vörn Burnley — gaf siðan á John Conolly og Gary Jones beið og skallaöi sið- an inn fyrirgjöf kantmannsins. Þremur min. siðar jafnaði Ray Hankin með skalla. Everton sótti mjög i lokin, en tókst ekki aö knýja fram sigur. Peter Noble bjargaði þá snilldarlega, þegar Mike Lyons virtist hafa sigurmarkiö i hendi sér. Áhorfendur 22.515. Óvænt voru úrslitin i New- castle, þar sem leikmenn áttu i meiri erfiðleikum með vindinn en mótherjana. Hvorugt markið komst i hættu fyrr en slöustu fimm minúturnar — og Frank Worthington gaf á Steve Earle, sem skallaði knöttinn yfir markvörð Newcastle, Iam McFaul. Löngu innköstin hans Ian Hutchinson björguðu Chelsea frá tapi gegn Stoke. Strax á 13. min. náði Miðlandaliðið forustu meö marki Jimmy Greenhoff, en risinn I Chelsea-vörninni hinn 1.95 m hái Micky Droy, jafnaði á 27. min. eftir innkast Hutchin- son. Sean Haselgrave kom Stoke i 2-1, en tveimur min. sið- ar tókst Droy að skalla knöttinn — eftir innkast Hutchinson — fyrir fætur Chris Garland, sem jafnaði I 2-2. Stoke náði forustu I 3ja sinn með marki Jimmy Robertson, sem hafði komið inn sem varamaður, aðeins til að sjá John Farmer missa knöttinn eftir hásendingu á lokasekúnd- um leiksins os Hutchinson átti auövelt með að skora og jafna. Sheff. Utd. náöi tveggja marka forustu gegn Birming- ham fyrir hlé með mörkum Bill Dearden og Alan Woodward. A 57. min. minnkaði Bob Hatton muninn i eitt mark — en von Birmingham að bjarga stigi varð litil, þegar Trevor Francis varð að yfirgefa völlinn vegna vöðvaslits. Möguleikar hans að leika sinn fyrsta landsleik á miðvikudag eru nánast engir. Keith Eddy skoraði úr vita- spyrnu fyrir Sheff. Utd. en tveimur min. fyrir leikslok skoraði Archie Styles annað mark Birmingham. tJlfarnir sóttu og sóttu gegn QPR, en Lundúnaliðið skoraði. Don Givens tvivegis á 33ju og 65. min., en allt, sem úlfarnir uppskáru, var eitt mark. Ken Hibbitt skoraði sjö minútum fyrir leikslok. Larry Lloyd, mið- vörðurinn sterki, sem Coventry fékk frá Liverpool i sumar, skoraði bæði mörk liðs sins gegn Carlisle. Á 11. og 65. min. eftir hornspyrnur. Það nægði til sig- urs — Frank Clarke — bróðir Leeds-Alans — skoraði mark Carlisle. Ralph Coates kom inn sem varamaður hjá Tottenham i slðari hálfleik og blés strax lifi I Lundúnaliðið. Martin Chivers skoraöieftir sendingu hans á 67. min. Það nægði þó ekki til sig- urs. Gamla Manch.Utd.-kemp- an hjá Luton, Johnny Aston, jafnaði á lokaminútunni. 1 2. deild hefur Manch. Utd. enn fjögurra stiga forustu. Vann Dýrlingana frá Southampton með marki Stuart Pearson á laugardag — en Pearson kom nú inn aftur eftir að hafa misst af þremur leikjum vegna meiðsla. Hann skoraði á 56. min. Norwich, sem féll niður úr 1. deild i vor eins og Manch. Utd. og Southampton, vann at- hyglisverðan sigur i Lundúnum gegn Orient og tryggði annað sætið I deildinni betur, þar sem Sunderland tapaði heldur óvænt i Hull. Á Skotlandi var úrslitaleikur deildabikarsins háður milli Glasgow-Celtic og Hibernian. 1 hörkuskemmtilegum leik sigr- aöi Celtic, 6:3. Skoraði tvö fyrstu mörkin, Jimmy Jonstone og Dixie Dean, en staðan i hálf- leik var 2-1. Wilson kom Celtic svo I 3-1, en þá varö fyrirliðan- um, McNeil, á að skora sjálfs mark — 3-2. Það stóð ekki lengi ■ — Déan skoraði tvivegis og I Murrey kom Celtic I 6-2 áður en Joe Harper skoraði 3ja mark Edinborgarliðsins. Það var svo mikið talað um Port Vale I gær — togarann með knattspyrnunafninu, er strand aði I Héraðsflóa — að rétt er að gera þess hvernig Port Vale, liðinu I 3. deild, vegnaði á laug- ardag. Port Vale lék þá I heima- borg sinni, Burslem, útborg Stoke, og sigraði Crystal Palace 2-1. Góöur sigur og liðið hifði sig upp fyrir miðja töflu. Að lokum — staðan. 1 Liverpool Man.City Ipswich Middlesbro Everton Stoke Burnley Sheff. Utd. Derby Newcastle West Ham Birmingham Wolves Coventry Carlisle Leicester Chelsea Leeds QPR Tottenham Arsenal Luton . deild 14 10 1 8 4 15 15 14 15 14 15 15 15 14 15 15 15 14 15 13 14 14 14 14 14 15 8 2 7 4 4 10 6 5 22- 8 21 19-16 20 19- 10 18 22-16 18 20- 17 18 23- 18 17 24- 24 16 22:26 16 23-21 15 19- 20 15 25- 25 14 22-23 14 16- 17 14 20- 24 14 13-14 13 17- 18 12 16- 23 12 16-16 11 13-17 11 17- 21 10 15-20 9 13-22 9 Manch. Ud. Norwich Aston Villa Sunderland Hull City WBA York City Nottm.For. Oxford Bristol City Blackpool Bristol Rov. Fulham Bolton Notts. Co. Oldham Orient Millvall Portsmouth Southampton Sheff. Wed. Cardiff 2. deild 15 11 3 14 8 14 14 15 14 15 15 14 13 15 14 14 13 15 13 14 15 15 14 15 14 25- 7 25 21- 9 21 24- 9 19 23- 9 19 19-25 16 17- 11 15 21-19 15 18- 21 15 15- 20 15 11- 10 14 14-13 14 13- 16 14 16- 11 13 14- 13 13 14-20 13 14- 16 12 11-18 12 15- 22 11 12- 21 11 18-23 10 12- 22 9 13- 25 8 hsim

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.