Vísir - 28.10.1974, Blaðsíða 11

Vísir - 28.10.1974, Blaðsíða 11
10 Vlsir, Mánudagur 28. október 1974. Foreman þyngri og stal senunni George Formen, heimsmeistarinn i þunga- vigt, reyndist þremur pundum þyngri cn Muhammad AIi, þegar kapparnir voru vigtaöir I Kinshasa á laugardag. Foreman var 220 amerisk pund, 99,79 kiló, cn Ali 216.7 pund eöa 98.27 kiló. Dómari hefur veriö valinn til aö stjórna leikn- um — hinn 47 ára Godfrey Amarteifio frá Accra, eöa að minnsta kosti telja allir, aö honum hlotnist hinn mikli hciöur Ferill hans sem dómari er frábær, en mestu máli skiptir þó, aö hann er Afrikubúi. Greinilegt, aö þcir I „svörtu Afriku” geta ekki sælzt á aö dómari leiksins veröi hvitur. Gengiö hefur veriö frá flcstuin atriöum. Þannig ræöur þaö ekki úrslitum þó annar hvor hnefaleika- kappanna veröi slcginn niöur þrivegis I lotu — þaö veröur að gcra enn betur út um leikinn. Ef annar livor liggur I lok lotu veröur taliðáfram, þó svo hjallan haföi glumiö. Dómarinn frá Ghana hefur veriö kunnur sem sllkur frá 1952 — alþjóðlegur frá 1960. Hann dæmdi úrslita- leikinn i Mexikó 1968, þegar Foreman varö Olymplumeistari I þungavigt, og undanúrslit i Róm, þegar Ali — þá Cassius Clay — sigraöi og varð siöar Olympiu- ■neistari. Einnig dæmdi hann á Olympiuleikunum I Tokió 1964. Þegar kapparnir voru vigtaöir stal Foreman „scnunni” frá Ali — klæddur afrikukönskum búningi og heilsaöi meö kveöju „svarta aflsins”. Ilonum var fagnaö mjög af 6000 inanns. Ali var vigtaöur á undan, cn stóð siöan tvo metra frá Fore- man og geröi sig líklegan hvaö eftir annaö til aö ráöast á heims- meistarann. Keppni þeirra veröur á miövikudag. -hslm. PUMA handboltaskór og körfuboltaskór ALLAR STÆRÐIR VERÐ FRÁ KR. 1.748,- PÓSTSENDUM Umsjón: Hallur Símonarson Vtsir. Mánudagur 28. október 1974 r Hrun gegn Ungverjum - Viðar skoraði síðustu sjö mörkin — Jafnt framan af en undraverð markvarzla setti íslenzka liðið úr sambandi og Ungverjar skoruðu ellefu síðustu mörkin í fyrri hólfleik. Tap 14:31 Eftir að Ungverjar höfðu gert jafntefli við Sviss 18:18 og ís- lendingar unnið Vestur- Þjóðverja 18:15 i 4ra ianda landakeppninni i handknattleik i Sviss á iaugardaginn var búist við geysilega skemmti- legum úrslitaleik á milli íslands og Ungverja- lands i borginni Möhlin á sunnudeginum. Bæði liðinvoru þá með þrjú stig, en Ungverjar með örlitið hag- stæðari markatölu. Allt gekk vel hjá báðum fyrstu minúturnar og Tóragas á úhorfendur Fejenoord sigraöi Ajax 2-1 I 1. deildinni hollenzku I gær og hefur þar meö 16 stig eftir átta leiki. PSV Eindhoven, sem sigraöi Haarlem I gær 3-2, hefur einnig 16 stig eftir 8 lciki — en Ajax aöeins 12. t Belglu geröu Brugge og Standard Liege jafntefli án þess mark væri skoraö. Leikiö var I Brugge. A Spáni vann Real Madrid stórsigur, 5-0 á Espanol. Barcelona vann llka öruggan sig- ur 3-1 gegn Salamanca. Stórsigur Jón Sigurösson, sem kosinn var „bezti leikmaöur Reykjavlkurmótsins I körfuknattleik” hampar hér bikarnum, sem hann og félagar hans unnu til meö þvl aö sigra KR I gærkveldi. Nú bróst Símon ekki — Skoraði úr bóðum vítaskotunum ó síðustu sekúndu úrslitaleiksins á milli KR og Ármanns í Reykjavíkurmótinu í körfuknattleik, og Ármann sigraði 78:77 Svo til sama staöan og I úrslita- lcik tslandsmótsins I körfuknatt- leik I vor á milli Kr og Ármanns, kom upp I leiknum á milli þessara sömu félaga i úrslitaleiknum I Reykjavlkurmótinu I gærkveldi. Nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum og staöan 77:76 fyrir KR. Armenningar voru meö boltann og undir körfunni var brotiö á. Slmoni Ólafssyni og hann fékk 2 vitaköst, eins og I úrslitaleiknum i tslandsmótinu. 1 þeim leik brást honum boga- listin — mistókust bæði skotin og KRvarð þar með tslandsmeistari. Sjálfsagt minnugur þess gaf hann sér nú góðan tima og miðaði vel og vandlega. Fyrraskotið fór niö- ur i gegnum körfuhringinn — og staðan þar með 77:77 — og einnig það siðara og Armann þar með komið yfir 78:77. KR-ingarnir fengu boltann, en mistókst að skora, og þar meö var leiknum lokið — Armann var Reykjavikurmeistari og Simon hafði greitt með vöxtum fyrir misheppnuðu vitaskotin úr úr- slitaleiknum i íslandsmótinu. Leikurinn i gærkvöldi var mjög skemmtilegur og fjörugur eins og oftast þegar þessi tvö lið mætast. Þau skiptust á að hafa yfir þar til staöan var 36:36, en þá fékk Jón Sigurðsson Armanni tvær villur i sama upphlaupinu — var með tvær fyrir — og þorði þjálfarinn þá ekki annaö en að taka hann útaf, þá tók KR liöiö vel við sér og komst 4 stigum yfir fyrir hálfleik. t siðari hálfleik komst KR upp I 61:52, en missti þá Kristin Stefánsson út af vegna meiðsla og siðan Bjarna og Þröst með 5 vill- ur. Við það fór allt úr skorðum og Armann jafnaði 66:66 er 6 minút- ur voru eftir. Voru þær geysilega skemmtilegar, enda munurinn aldrei meiri en eitt eða tvö stig og aðeins 1 stig er timaflautan gall. Jón Sigurðsson lék allan siðari Aukaverðlaunin til Ármenninga Aö loknum leik Ármanns og KR I Reykjavlkurmótinu I körfu- knattleik I gærkveldi voru tveim leikmönnum Ármanns færö sér- stök verðlaun frá Körfuknatt- leiksráöi Reykjavlkur. Ráöiö haföi ákveöið aö gefa þeim leikmanni veglega styttu, sem væri meö beztu útkomuna úr vltaskotum I öllu mótinu og einn- ig bezta leikmanni mótsins. Slmon Ólafsson Ármanni var meö beztu útkomuna úr vítunum — tók 52 vitaköst og skoraöi úr 40 þeirra, en það gerir 76,2%. Næst- ur honum kom Kolbeinn Kristins- son ÍR meö 50:36, eða 72,0% og nafni hans Pálsson úr KR varö þriöji. Bezti leikmaöurinn var kosinn Jón Sigurðsson Ármanni, en þaö sæmdarheiti hefur hann hlotiö hvað eftir annað I Reykjavikur.og tslandsmóti á undanförnum ár- um. —klp— hálfleikinn með þessar 4 villur og fékk aldrei þá fimmtu. Hann átti llka stjörnuleik bæði I vörn og sókn og var allt I öllu hjá Ar- manni. Kristinn Stefánsson var langbeztur KR-inga og hélt Slmoni alveg niðri þar til hann meiddist. Þá opnaðist allt hjá KR og Simon fór að blakta. Bæöi liöin sýndu mjög góðan leik á köflum og i heildina var þetta með betri leikjum og gefur góð fyrirheit um Islandsmótið, sem nú er að hefjast. Þrir aðrir leiícir fóru fram I Reykjavíkurmótinu um helgina. A föstudaginn sigraöi KR Fram 90:50 og 1S sigraöi Val 81:45. 1 gærkvöldi léku svo 1R og Valur og sigruðu IR-ingar 87:68. —klp — Víkings- stúlkurnar úr leik? Tveir leikir fóru fram i Reykja- vikurmótinu i handknattleik kvenna i gær, en þriðji leikurinn sem átti að fara fram féll niður ■ — leikur KR og Þróttar. Valur sigraði 1R 18:5 og Ár- mann sigraði Viking 10:7. Þar með má telja nokkuð vist að Vik- ingsstúlkurnar, sem höföu for- ustu eftir fyrstu 3 umferðir móts- ins séu úr leik og að baráttan verði eins og oftast áður á milli Fram og Vals. Margir leikir fóru fram i mót- inu um helgina, og vakti þar einna mesta athygli leikur 1R og Breiðholtsliðsins nýja, Leiknis, i 1. flokki karla. Þeim leik lauk með sigri 1R 17:13. —klp— Atletico Bilbao gegn Atletico Madrid var óvæntur I gær 3-0. I Júgóslavlu vann Split ágætan sig- ur 2-0 á útivelli gegn Sloboda. Þar voru athyglisverð úrslit I leik Rauöu stjörnunnar og Partizan, Stjarnan vann 3-1. 1 Austur- Þýzkalandi léku Dynamo Dres- den og Magdeburg á laugardag- inn og varö jafntefli 3-3. Á ttaliu tapaöi Roma heima fyrir AC Milano 0-1 og þar varð iögreglan aö nota táragas til aö stööva grjótkast áhorfenda. AUt varö „vitlaust” eftir aö dómarinn haföi dæmt mark af Roma i fyrri hálfleik vegna rangstöðu. Eftir leikinn átti aö „drepa dómarann” og þá greip lögreglan til táragas- Marteinn Geirsson — skoraöi slö- asta mark fslandsmótsins. er nokkuð var liðið á leikinn, var staöan 5:4 fyrir Ungverja. En þá urðu þáttaskil I leiknum. Ungverjarnir keyrðu upp hraðann og skoruðu 11 — ELLEFU — mörk I röð án þess að islenzka liðið gæti svarað fyrir sig með einu einasta marki. Það sem gerði útslagið var markvörður Ungverja, Bela, sem hefur leikið yfir 100 lands- leiki, og oft áður verið íslending- um erfiður. Hann á það til að verja ótrúlegustu skot, sama hvar og hvernig þau koma á hann, og það gerði hann á þessum kafla. Hvað eftir annað varði hann þrumuskot af linu — greip boltana frá Axel og Einari Magnússyni — varði viti eins og að drekka vatn og bókstaflega lokaði markinu. 1 hvert sinn sem hann varði, þreif hann upp boltann og kastaði honum fram á einhvern sem stóð óvaldaður, og hann gat brunað að marki og skorað auðveldlega. Á þennan hátt skorðu Ung- verjarnir 11 mörk í röð fyrir hálf- leikog varstaðan þá 16:4. Fyrst i siðari hálfleik jafnaðist leikurinn aftur, en er á leið þutu Ung- verjarnir aftur af stað og bættu enn við markatöluna. Höfðu þeir fleiri mörk i forskot þegar nokkrar minútur voru eftir en þá tók Viðar Simonarson til sinna ráða, og skoraði 7 mörk i röð fyrir islenzka liðið. En það nægði skammt — Ungverjarnir sigurðu með 5 marka mun i þeim hálfleik eða i allt með 17 marka mun — 31:14. Þar með voru þeir sigur- vegarar i mótinu — hlutu 5 stig af 6 mögulegum — Islendingar urðu I 2. sæti með 3 stig, en Vestur Þjóðverjar og Svisslendingar fengu 2 stig. . Viðar Simonarson skoraði helming marka islenzka liðsins i þessum leik, eða 7 talsins. Ólafur H. Jónsson, Einar Magnússon og Pálmi Pálmason skoruðu 2 mörk hver og Axel Axelsson skoraði nú aðeins 1 mark en hann átti ara- grúa skota, eins og fleiri landar hans i þessum úrslitaleik mótsins. — leik sem hann og fleiri koma eflaust til með að muna vel og lengi, enda hann einhver versta útreið, sem Islendingar hafa fengið i landsleik i hand- knattleik ilangan tima. -klp- Keflavík mœtti ekki! Keflvikingar tnættu ekki I leik- inn gcgn Gróttu i Reykjanesmót- inu i handknattleik I gær og komst Grótta þar meö átakalaust I úrslit I mótinu og mætir Haukumá sunnudaginn kemur. Tveir aörir leikir fóru fram I gær. FH sigraöi Aftureldingu 36:21 — 57 marka leikur — og Stjarnan sigraöi Akranes 18:17. FH í 3ju umferð? — Leikur gegn svissneska liðinu St. Otmar í 2. umferð Fimleikafélag Hafnarfjaröar leikur viö svissneska liöiö St. Otmar St. Gallen I 2. umferö Evrópukeppninnar I handknatt- leik og ef aö likum lætur ættu ls- landsmcistararnir aö vera nokk- uö öruggir meö aö komast I 3. um- ferö. Birgir Björnsson, landsliös- þjálfari og þjálfari FH, ræddi viö forustumenn St. Otmar I gær I Sviss — og reyndi aö fá þá til aö leika báöa leikina hér heima. Hvorki gekk né rak I þeim viö- ræöum — og enginn árangur haföi fengizt I morgun, en þó meiri llk- ur á, aö liöin leiki sina heimaleiki á tslandi og I Sviss. Forráöamenn Göppingen, þýzka handknattleiksfélagsins, sem Geir Hallsteinsson lék með, ræddu við Gunnar Einarsson I Sviss, en eins og við höfum áður skýrt frá hér I blaðinu hafa þeir i Göppingen lengi haft áhuga á Gunnari. Ekkert var þó samið, en Göppingenmenn ætla að ræða betur við Gunnar, þegar hann leikur meö FH I Evrópukeppninni i Sviss. Litlar lfkur eru þó á að Gunnar fari til Göppingen I vetur — hann lýkur stúdentsprófi I vor. Dregið var I Basel i Sviss I Evrópukeppnina á laugardag og var niðurstaöan þessi: FH — St. Otmar (FH á fyrri leik- inn heima) Spartacus Búdapest, Ungverja- landi — Balanmano Gnanollers, Spáni. Universite club Paris, Frakk- landi — Gummersbach, Vestur- Þýzkalandi. Lokomotive Sofia, Búlgar’u — Borac Banja Luka, Júgósl&viu. Sasja handball club, Belgiu — ASL Vorwaerts, Frankfurt-an- der-Oder, A-Þýzkalandi. 1. mai, Moskva, Sovét — Steaua Búkarest, Rúmeníu. HV Sittardia Sittard, Hollandi — KFUM, Arósum. Skoda Pilsen, Tékkóslóvakiu — Refstad, Noregi. —hsim. Kórónan ó vitleysuna! Fram og Valur léku „kæruleik- inn” úr 1. deildinni I knattspyrnu 1 bandbrjáluöu veöri á Melavellin- um á laugardaginn, og var þessi leikur kórónan á alla vitleysuna 1 þvl móti. Leiknum lauk með sigri Fram 2:1 — sömu úrslit og i leiknum, sem kærður var. Kristinn Jörundsson skoraði fyrsta markið fyrir Fram, og var staðan þannig i hálfleik. Jóhannes Eðvaldsson jafnaði siðan fyrir Val og stóðu leikar svo þar til rétt fyrir leiks- lok. Þá fengu Framarar boltann og óðu upp. Linuvörðurinn veifaði rangstöðu og hættu þá allir og biðu eftir flautu dómarans, sem aldrei gall við. Þá stóð Marteinn Geirsson með boltann við mark Vals og eftir að hafa horft á dómarann i dágóða stund sendi hann boltann i netið — fram hjá Sigurði Dagssyni, sem var að rölta út úr markinu til að ná i hann. Út af þessu urðu mikil læti og varð Inga Birni Albertssyni visað af leikvelli fyrir að mótmæla markinu og aðrir fengu að sjá „gula spjaldið”!! Sú er nú Já, en þó hún hefði ~ ^Xfalleg! veriö gömul norn, hefðum við orðið að bjarga henni J 4 ' I J Ólafur líka til Standard? — Belgíska félagið hefur óhuga ó að fá bróður Ásgeirs Sigurvinssonar í sínar raðir Hinum góökunna bakverði úr Vestmanna- eyjum, ólafi Sigurvinssyni, hefur vc-riö boöiö aö gera samning við sama félag og bróöir hans, Asgeir Sigurvinsson, leikur meö I Belgiu, hinu þekkta liöi Standard Liege. „Jú, það er rétt, aö þetta hefur veriö oröaö viö mig — sagöi Ólafur er viö töluöum viö hann I Vestmannaeyjum I gær. Asgeir bróöir talaöi unt þetta viö mig I sima I fyrradag, en þá var hann aö scgja mér frá þvl, aö hann heföi gert samning viö Standard til þriggja ára. Hann sagði, aö þetta gæti komiö sterklega til greina, en gat litið sagt mér aö svo komnu máli. Ég er ekki búinn aö gera þaö upp viö mig, hvort ég tek þessu boði. Ég hef nægan tlma til aö hugsa mig um, því að þetta kemur ekki til fyrr en I fyrsta lagi I sumar og þaö getur margt breytzt þangaö til. Þaö er fátt þvi til fyrirstööu aö ég fari. Ég hef lokið minu námi og fjölskyldan er ekki stór — bara ég og konan og eitt barn. En ég á eftir aö fá nánari fréttir af þessu og get þvi ekki sagt meira aö sinni” —klp— Hundur beit hann Þegar viö vorum aö tala viö forráðamenn islenzka landsliðsins I handknattteik i Sviss I gærkvöldi, var sambandið allt I einu rofið og svissneskur maöur baö um aö læknir yröi sóttur á stundinni. Viö tjáöum honum aö það yröi of langt aö senda hann héöan frá tslandi og báö- um liann um aö fara I annan síma. Þegar okkar maður kom svo aftur I simann.tjáöi hann okkur.aö einn islenzku leikmannanna, Guöjón Erlendsson markvöröur Fram, hefði rétt áður verið bit- inn i höndina af hundi, sem þarna væri á hótelinu. Hann hafi ætlaö aö klappa honum, ef voffi brugðizt illur viö og bitið hann i höndina. Væri veriö aö biöa eftir lækni, og hann aö koma á fullri ferö. Sáriö væri ckki mikið, en mönnum þætti samt rétt aö láta búa um þaö og hreinsa til öryggis. —klp— Japan HM-meistari í kvennaflokki í blaki Japönsku stúlkurnar léku sér aö þeim sovézku og uröu heimsmeistarar I blaki I Mexikó I nótt. Japönsku stúlkurnar voru fljótari og ákveönari og tókst aö hefna fyrir tapiö 1970 á HM I Sofia og á Olympluleikunum I Munchen 1972. Bezti leikur, sem þær hafa nokkru sinni sýnt eins og úrslitin bera meö sér 15-10, 15-6 og 15-4. Lokastaðan I riölinum var þessi. 1. Japan 5 5 0 239-114 15-1 2. Sovét 5 4 1 209-173 12-3 3. S-Kórea 5 3 2 239-217 10-8 4. A-Þýzkal. 5 2 3 185-183 7-9 5. Rúmcnia 5 1 4 142-200 3-12 6. Ungverjal. 5 0 5 106-233 1-15 Úrslitaleikurinn i karlaflokki verður háður I kvöld milli Póllands, sem enn hefur ekki tapað leik, og Japan. Japan nægir ekki einu sinni sigur I leiknum — þá veröa Sovétrlkin heimsmeistari. 1 nótt sigruöu Sovétrlkin Tékkóslóvakiu meö 18-16, 15-12 og 15-5 — og Pólland vann Rúmeniu I gær 15-4, 15-10 og 15-9. | Sovétrikin sigrutu A-Þýzkaland, núver- andi heimsmeistara, 17-15, 15-2 og 18-16 | á laugardag. Staöan fyrir úrslitaleikinn I dag er | þannig: 1. Pólland 2. Sovét 3. Japan 4. A-Þýzkal. 5. Tékkósl. 6. Rúmenia 0 254-183 12-6 1 257-213 14-4 1 229-196 9-7 3 245-255 9-11 4 259-284 8-13 5 164-277 4-15 —hslm. Japanskt í fimleikum Japaninn Shigeru Kasamatsu varö heimsmeistari samanlagt i fimleikum I Varna á laugardaginn eftir mikiö einvigi viö sovézka fimleikamanninn Nikoiai Andrianov og munaöi aöeins 0.125 stigum á þeim I lokin. Keppnin var mikill sigur fyrir japönsku fimleikamennina, sem hlutu einnig 3.4 og 5. sæti. Mikil taugaspenna setti svip sinn á úrslitakeppnina — og sá sovézki féll niöur I 3ja sætiö eftir slakan árangur á hestinum. Hins vcgar sýndi hann meistaralega hæfni I hringjunum og virtist sem hann væri aö ná heimsmeistaratitlinum. En slæm „lending” af tvlslá kostaöi hann tignina. Úrslitin uröu þessi. 1. Kasamatsu, Japan, 115.500 stig. 2. Andrianov, Sovét, 115.375 3. Kenmotsu, Japan, 114.750 4. Kajiyama, Japan 114.650 5. Tsukahara, Japan, 114.600 6. Mikaclyan, Sovét, 114.175 7. Thuene, A-Þýzkaland, 114.000 8. Szanjna, Pólland, 113.725. —hsim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.