Vísir - 28.10.1974, Blaðsíða 8

Vísir - 28.10.1974, Blaðsíða 8
8 Visir. Mánudagur 28. október 1974. Verðþróun á loðnumjölsmörkuðum Verö á islenzkum sjávarafurð- um hefur jafnan verið óstöðugt og er verð á fiskmjöli þar engin undantekning, siður en svo. Verösveiflur á loðnumjöli og loðnulýsi urðu með eindæmum miklar á árunum 1972 og 1973. Á þessu ári (1974) fór verðið lækkandi á ioðnumjöli alit frá ársbyrjun. Margir vildu halda dauðahaldi i verðið, eins og það hafði verið hæst á árinu 1973. Sá misskilningur varð rikjandi, að islenzkir framleiðendur og yfir- völd hér á landi gætu selt mjölið á kostnaðarverði eða þvi verði, sem þeir ákvæðu sjálfir, án tillits til markaðsverðs erlendis. Á erlendum mörkuðum er, að sjálfsögðu, við að etja samkeppni frá mörgum aðilum, sem bjóða fram hliöstæöa vöru á markaðs- verði. Verðiö á fiskimjöli hafði náð hámarki um US$ 10,2 fyrir proteiningunu i tonni tvisvar á árinu 1973 I um það bil einn og hálfan mánuð I hvort sinn. 1 seinna skiptið stafaði hækkunin af oliukreppunni og algeru veiðibanni i Perú fram i marz 1974. Þess hafði veriö vænzt, að Pólverjar yrðu aðalkaupendur loðnumjöls frá Islandi, sem framleitt myndi verða á loðnuvertiðinni 1974, eins og þeir höfðu verið á árinu 1973 Þetta fór þó á annan veg. Pólverjar skáru niður áætlun um innflutning til landsins á fisk- mjöli á árinu 1974 úr 300 þúsund tonnum niður i 160 þúsund tonn. Taliö var að þessi niðurskurður væri gerður vegna gjaldeyris- skorts og ástandsins innanlands i Póllandi. Þrátt fyrir minnkandi kaup á fiskmjöli, buðust Pólverjar til þess að kaupa allt það loðnumjöl, sem Islendingar vildu selja þeim af framleiðslu ársins 1974. Minna varö úr kaupunum en efni stóðu til. Leiddi það til stór- tjóns fyrir Islenzka framleiðend- ur loönumjöls og landiö i heild. Astæðurnar fyrir þvi að svo illa tókst til eru raktar siðar i þessari grein. Kemur Höröur Guðmundsson Albertssonar þar mjög viö sögu, svo sem siðar mun sagt verða og tilgreind hans eigin orð þvi til sönnunar. I siðari hluta nóvember 1973 virtust Pólverjar vilja greiða fyr- ir proteinein i nguna I loðnumjöls- tonni US$ 10,20. Var komu þeirra vænzt til Islands i lok nóvember eöa byrjun desember. En pólska sendinefndin kom ekki til Islands fyrr en i byrjun janúar 1974. Var þá komið annað hljóð I strokkinn, þvi að þá vildu þeir ekki greiöa hærra verð en US 6,50-7,50 fyrir proteineininguna I tonni, mis- munandi eftir afhendingartima. Misráðin verðlagning Viö ákvöröun yfirnefndar Verðlagsráðs sjávarútvegsins hinn 20. jan. 1974 áætlaði nefndin hins vegar að fyrir loðnumjölið myndi fást ÚS$ 9.50 fyrir proteineiningu i tonni og sala á 25.000 tonnum loðnumjöls myndi takast til Póllands á þvi veröi. Var verðið á loðnu til bræðslu miðað við þetta háa verð á mjölinu fram til 20. febrúar 1974, þótt komið væri I ljós, að Pólverjar höfðu reynzt ófáanlegir til að greiða meira fyrir mjölið en US$ 6,50-7.50, eins og áður er getiö. Þaö fer ekki á milli mála, að yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarút- vegsins urðu á alvarleg mistök, þegar hún ákvað hinn 20. jan. 1974 að loðnuverð til bræöslu skyldi allt fram til 20. febrúar miðað við, að US$ 9,50 fengjust fyrir protein- eininguna i tonni. A þeim grund- velli var loðnuverðið til skipta ákveöið kr. 3,75 fyrir kg., allt fram til 20. febrúar, þótt eðlilegra hefði verið að ákveða verðið i byrjun til janúarloka. Þessi ákvörðun og slðari verðákvaröanir nefndarinnar á loönuverðinu á vertiöinni virtust gerðar meira af óskhyggju en raunsæi og höföu mikii áhrif til hækkunar kaupgjalds og verölags i landinu. Svo fór, að loðnuveiðin varð mest á þessu fyrsta verðtimabili. öfugt við það, sem búizt hafði ver- iö viö eftir reynslu fyrri ára. Þegar loks tókst sala til Pól- lands á elleftu stundu, greiddu þeir US$ 6,50 fyrir proteineiningu I tonni cost and freight. Síðar lækkaði verðið á fiski- mjöli allt niður i US$ 3,80, en fyrri hluta ársins 1972 hafði það verið enn lægra, eða aöeins 1,00 til 1,10 pund, þ.e. USS$ 2,,33 til 2,50 proteineiningin i tonni. Á þessu ári hefur loðnumjöl frá tslandi þó ekki verið selt á lægra veröi en US$ 4,30 proteineiningin c.i.f. Afleiðingarnar uröu þær, að á met-loðnuvertiö uröu verk- smiöjurnar I heild fyrir mörg hundruö milljóna króna tapi og sumar þeirra berjast við gjald- þrot. Meöal vanskilaskulda hjá sum- um verksmiöjanna eru um 60 milljónir króna, sem ógreiddar eru fyrir loönu til útgerðarmanna og útgeröarfélaga, en þeir hafa sumir hverjir ekki getaö greitt skipverjum aö fullu aflahlut af þessum sökum. Harðar þáttur Guðmundssonar Albertssonar Þegar fiskmjölsverðið var farið að lækka á erlendum mörkuðum eins og áþreifanlega kom I ljós I ársbyrjun 1974, voru skiptar skoðanir um það, hvort fram- leiðendur fiskmjöls ættu að sætta sig við hið ört lækkandi verð eða blða átékta. Höröur var allra manna bjart- sýnastur um þaö, aö verö á loönu- mjöli myndi hækka en ekki lækka. Sveinn Benediktsson Lét hann þessa skoöun slna I Ijós I mörgum dreifibréfum og eigi siöur I viötölum. í dreifibréfi frá 1. marz 1974 segir hann ma.: „Orð hefur verið haft á, um markaðsbréf okkar, að ánægju- legt væri að finna þá miklu „bjartsýni”, sem þar kæmi fram um mjölmarkaði okkar nú i nánustuframtið. Þá kom og fram I einu blaði Reykjavikur, vægt sagt hvassyrt ásökunargrein um meðferð sölu á mjöli og lýsi. Undirritaöur vill gjöra þá at- hugasemd við hið fyrra, að frem- ur en orðið „bjartsýni”, eigi hér við orðið „raunsæi”. Eða tilraun tilaðfinna raunsæi úr ölium þeim meginatriðum, sem hljóta að byggja upp áhrifavald I markaðs- sveiflum. Svo og að greina timamörk þeirra..... ...„Hin timabundna veiði og framleiðsla aðalm jölmagns okkar, úr loðnunni, svo og „tekknisk” óvissuatriði vegna framleiðslu, sem hafa þarf sem fyrirvara I fyrirframsölum, gjörir okkar söluaðstöðu verri en flestra annarra mjölseljenda, og hættir til aö „slita keðjuna” I söl- um okkar á timabilinu ca. ágúst/- janúar ár hvert. Sérstaklega er þetta þó áþreifanlegt þegar verðsveiflur eru miklar. Þvi að vl meiri, sem sveiflurnar eru, vl meiri er yfirleitt tilhneiging kaupenda til að spyrna við fótum, og þá verða atriði eins og veiöifyrirvari að stóratriði, þó það I eðlilegum og rólegum markað teljist tiltölulega eðlilegt smáatriði. Af þessum ástæðum, aðallega, er okkur svo mikil nauðsyn á tim- um eins og rikt hafa á mjöl- mörkuðum okkar slðan I ca. ágúst s.l., að gjöra okkur grein fyrir áhrifavaldi og siöan grundvelli markaössveiflanna, þ.e. hverjar séu likur fyrir framgangi tilbúinnar sveiflu, eins og t.d. lækkun „markaðsverðs mjöls”, sem verið hefur rikjandi siðan ca. 25. janúar s.l. Ahrifavald lækkunar er búið að sýna sig nú 1 rúman mánuð. En nú er hinn sanni grundvöllur að ná aftur yfirhöndinni, þ.e. mjöl er nú ört hækkandi vegna þess, að hið tilbúna áhrifavald lækkunar fær ekki staðizt. Hinar raunhæfu kringumstæður fyrirsjáanlegrar raunverulegrar vöntunar á Fisk roteini eru nú að veröa ráðandi. purningin er nú aðeins, hversu langt upp markaðurinn fer.” í dreifibréfi hans frá 8. marz 1974 segir m.a.: „Verð á mjöli hefur haldið áfram að styrkjast, og er ekki ástæða til að ætla annað en svo fari fram, sem nefnt var i siðasta bréfi.” tbréfiHarðarfrá 28. marz 1974 segir m.a.: „Að gefnu tilefni vill undir- ritaður geta þess, að I þau skipti, sem hér hafa undanfarið verið ræddar verðbreytingar til þess ætlað að nálgast hugsanlega kaupendur, þá höfum við EKKI verið þvi mótfallnir. Rétt er hins- vegar, að við höfum eindregið verið á móti þvi að sinna þvi furöulega og óraunhæflega lága verði, sem nokkrir aðilar hafa látiö hafa sig I að hlusta á og eyða tima annarra i að ræöa. Ástæður okkar fyrir þeirri afstööu eru: 1. Ef menn nenna að leita stað- reynda og beita siðan einhverri hugsun, ætti hverjum öðrum en þeim, sem kvarnir hafa I höfðinu, að vera Ijóst, að ALDREI slðast- iiðna tvo mánuði hefur verið raunhæfur grundvöllur að meta fiskmjöl að verðgildi undir U.S.$ 7.50 á einingu. Og enn ekki sjáan- leg raunveruleg ástæða til að selja undir US$ 8.00 per einingu. 2. Hráefnisverð fyrir fyrsta verðtlmabil var sett svo óeðlilega hátt, og verksmiðjurnar látnar hafa alla áhættuna af verðbreytingum. Þetta er hér sagt með það I huga, að menn áætluðu að framleiða 70-80 þúsund tonn af mjöli, en verðiö sett á grunni þess verðs, sem selzt höfðu aðeins tæp 20 þúsund tonn. Þegar við bætist öll sú hækkun i framleiðslu og flutningskostnaði, sem varð 1. marz, hlýtur hverjum ábyrgum manni að vera ljóst, að stutt sé i þá staðreynd, að verk- smiðjurnar horfist I augu við hugsanlegt gjaldþrot. Það er ekki á færi annarra en kannski þeirra sem riki geta talist I rlkinu, að selja framleidda vöru ódýrara en hún er keypt/ og/eða framleidd, og geta vænr* þess að halda áfram eins og ekkert hafi i skorizt. — Framleiðendur hafa verið settir i núverandi aðstöðu. ög þeir eiga um tvennt að velja, annaö hvort aö selja á þvi af- sláttarverði, sem einhverjir þeirra hafa sýnt hug á aö sinna, og væntanlega siðan að pakka saman flestir. Eða taka ábyrga, réttlætanlega og eðlilega afstöðu (áhættu?) til ástandsins, og þeirra möguleika, sem ætla má að markaðir skapi þeim, til að sjá fótum sinum forráð. Það hefur ennþá ENGINN TAPAÐ NEINU, sbr. núverandi verð, srb. línurit. Vextir koma enn ekki inn i dæmið, þvi hartnær ómögulegt hefur verið að fá skip til flutnings, jafnvel fyrir áður selt mjöl. Endurtekið skal hér, að i bréf- um okkar er og hef ur verið leitazt við að benda á staðreyndir. Rétt er, að lögð hefur verið áherzla á að benda á atriði þau, sem til þess gætu verið fallin að styðja hag framleiðanda. Ljóst má þó öllum vera, að HVERGE (sic) hefur verið dregin fjöður yfir þann möguleika hinna veikjandi áhrifa. Enda vart ástæða til, þegar þau einmitt á sama tima eru rlkjandi. „Þeir hinir sömu, sem hér reyna að „blammera” „bjartsýni” okk- ar, fletta með framkomu sinni ofan af eigin ábyrgðarleysi, skort á raunsýni, og áberandi tilhneyg ingu til að velta allri ábyrgð af eigin herðum yfir á aðra, væntanlega af þvi þeir hvorki kunna né geta bctur.” „t Ijósi þess er að ofan greinir, er erfitt að gjöra sér grein fyrir ástæðum til aö hefja sölur nú undir U.S. dollar: 8.00-8.10, eink- anlega þar sem nú fer i hönd sá tlmi (april/júni), sem kjúklingar og smá grisir eru að koma i fóðr- un i helztu markaðslöndum okkar hér I Norðurálfu. Aður héfur veriö tæpt á þvi, að hvergi séu raunverulega til óseldar birgðir fiskimjöls nema hér á tslandi. Það mætti i fullri alvöru hreyfa þvi, að eins og er, virki tsland eins og birgða- skemma fyrir þurfandi, ódekkaða neytendur fiskmjöls i Norður- evrópu. Neytendur vita af magninu óseldu, og álita réttlæt- anlega áhættu að bíða. Þegar sölur fara að verulegu marki i gang, er ekki ómögulegt, að kaupendur komi fram með slik- um hætti, að hækkunar mætti vænta að verulegu leyti. Það hefur fyrr sýnt sig, að ekkert viröist ómögulegt I þessum efnum.” Dreifibréfum Harðar. fækkaði eftir þvi sem markaöurinn féll meira. Slðast kom eitt bréf I mai. Slðan þagði kempan þunnu hijóði, þegar með öllu hafði tekið fyrir sölur á loðnumjöli frá þvi I lok aprflmánaðar fram I september 1974. Þeir framleiðendur, sem tekið höfðu ráðleggingum hins sjálf- umglaða manns og ekki selt nema hluta af loönumjölsframleiðslu sinni meðan þess var kostur að ná viðhlitandi verði, nöguðu sig i handarbökin fyrir að hafa hlitt ráðum um að selja ekki mjöl- framleiðslu slna I tæka tlð I hinum ört lækkandi markaði. Er markaðshorfur á mjölinu skánuðu og unnt reyndist að fá kaupendur að liðlega heimingi loönumjölsbirgðanna, sem þá voru eftir, fyrir US dollar 4,30 til 5,10 taidi Höröur eftir 5 mánaða þögn, aö spor hans frá þvi .1 vor væru nægilega sandorpin til þess aö vera gleymd og grafin. Hóf hann slna fyrri iðju I dreifibréfi dags. 12. okt. 1974. Bréf þetta fékk hann birt I dag- blaðinu VIsi hinn 19. okt. s.l. Er ritsmlö þessi rituö I sama anda og kóngar gáfu til kynna visdóm sinn forðum daga, meðan þeir voru og hétu: „Vér einir vitum”. Tilgangurinn með þessari Harðar-ritsmlð virðist vart geta verið annar en sá aö klóra yfir og hylja hinar hrapallegu ráöleggingar sinar á s.l. vorí til framleiðenda loðnumjöls og annars fiskmjöls. Hörður fullyrðir, að tölur þær um áætlaða framleiðslu Perú i október/desember 1974 ”3-4 mill- jónir tonna og 650/860 þúsund tonn fiskmjöls” sé algjör heima- tilbúningur minn. I vor höfðu Perúmenn ákveöið að veiða fram i malmánuð aðeins 1.000-1.500 þúsund tonn af ansjóvetu, sem þeir siðan hækkuðu upp I 2.380 þúsund tonn. Úr þessum afla framleiddu þeir 547 þúsund tonn af mjöli. Sjávarútvegsráðherra Perú hefur á fundi Alþjóðasambands fiskmjölsframleiðenda, sem er nú haldinn I Lima, sagt að veiðikvót- inn fyrir tlmabilið okt.-des. 1974 hafi verið ákveöinn allt aö 2.500 þúsund tonna. Um þessa yfir- lýsingu ráðherrans farast „Oil World” svo orð hinn 18. okt. 1974: „Hin raunverulega spurning er sú, hvort og að hve miklu leyti muni verða farið fram úr þessum kvóta.” Að fengnum þessum upplýsingum er það síður en svo fjarstæöa að segja að rætist vonir Perúmanna um veiði til mjöl- og lýsisframleiðslu, þá kunni veiðin I haust að fara upp I 3-4 milljónir tonna. Engin vetði til bræðslu var á þessum tlma I fyrra hjá Perúmönnum. Mjölframleiðslaii á árinu 1973 nam aðeins 423.000 tonnum eða um 1/5 hluta þess, sem hún hafði verið áður en ofveiöin á ansjóvetunni kom fram I ört minnkandi veiöi árin 1972 og 1973. Línurit um söluverð Perú’manna á fiskmjöli cif Hamborg sanna litið um raunverulegt verö, sökum þess, að þeir hafa margsinnis selt mjölið langt undir skráðu veröi til þess að reyna að ná sölu á sem mestu magni. Hversu hátt hið raunverulega verð er, eða hverjir séu sérskilmálar, kemur þá stundum.ekki fram fyrr en löngu slðar. Það er illa farið með timann að eltast við firrur Harðar. T.d. telur hann það mjög vltavert af mér að skýra frá birgðum af fiskmjöli I landinu. Veit hann ekki, að öllúin helztu erlendum innflytjendum á fiskmjöli I Evrópu og einnig I Amerlku er kunnugt um þessar birgðir? Mun Hörður sjálfur hafa lagt sig mjög fram um að kynna hugsanlegum kaupendum birgðir loðnumjöls og annars fiskmjöls. Er það sjálfsagt mál I sambandi við sölu. Hörður rengir, að Haraldur Haraldsson hjá Andra h/f fari rétt með að Perúmenn hafi um miðjan september s.l. selt mjöl á US dollar 3,80 proteineininguna i tonni cif. Slldarverksmiðjur rik- isins fengu staðfest'hjá einum kaupanda mjölsins i Þýzkalandi aö þetta væri rétt með farið. Þegar rætt er um hvort sala á fiskmjöli eða öðrum varningi, eignum eða hlutum, sé góð eða léleg, verður að miða við þann tlma, þegar salan fer fram, en ekki allt aðra tíma, er aðstæður kunnaað veia gjörbreyttar, en slikur ruglingur kemur fram hjá Herði. S a m k v æ m t áskorun fiskim jölsframleiðenda og ákvörðun þáverandi sjávarút- vegsráðherra, Lúðviks Jósefs- sonar, voru þeir Þórhallur Asgeirsson, ráðuneytisstjóri I viðskiptaráðuneytinu og Gunnar Petersen hjá firmanu Bernhard Petersen, sendir til Pólands á páskum 1974. Skyldu þeir gera úr- slitatilraun um sölu á loðnumjöli til Póllands, en óseldar birgðir af þvi voru þá um 40 þúsund tonn. Þegar til Póllands kom, skýrðu Pólverjar frá þvi, að þeir hefðu þá alveg nýlega keypt frá tveim löndum samtals 17.500 tonn af fiskmjöli á US dollar 6,38-6.46 proteineinunguna og vildu þvi ekki greiða meira en US dollar 6,50 fyrir eininguna til íslenzkra framleiðenda cost. and freight pólska höfn. Buðust þeir til að kaupa allar óseldar loðnu- mjölsbirgðir landsins á þessu verði. Þvl miður voru Pólverjum ekki seld nema 17.100 tonn af loðnumjöli upp i þetta tilboð og leiddi það til þess aö selja varð loðnumjölið á miklu lægra verði siðar. AUt fimbulfamb Harðar um þessa sölu er ein botnleysa frá upphafi til enda. Sendimen n i rnir fengu almennar þakkir frá þeim mjöl- framleiðendum, sem seldu, fyrir aö hafa bjargað þcssum hluta loðnumjölsins frá enn meira verðhruni. Hinir, sem ekki seldu, sátu eftir með sárt enni. Loðnumjölsmarkaðirnir kolféllu „Hörður „skildi ekki fyrr en skolliö hafði i tönnunum” og fisk- mjölsmarkaðurinn var kolfallinn, aö „raunsæi” það sem hann gumaði af, hafði brugöizt. Þá varð honúm fyrst fyrir að kenna Perúmönnum ófarirnar: I dreifibréfi slnu 29. april 1974 kveöur hann svo að orði: „Með tiivlsan til fyrri bréfa, fær nú sá orðrómur vaxandi fylgi, að Perú ætli ennþá einu sinni að verða uppvist að blekkingum. Visvitandi eða af nauðþurft. Það er nú fullyrt, að þeir ætli að setja" veiðikvóta ársins I 4 milljónir tonna i staö 3 milljóna, sem þýðir 2 milljónir fyrri hluta árs, (Þ.e. ca. 400 þúsund tonn af mjöli I stað áður áætlaðra ca. 300 þúsund). Orðrómi þessum heyrðist fleygt þegar i siðari hluta marz mánaðar.” „Um nýafstaðna sölu á Islenzku loönumjöli til Póllands er það eitt gott aö segja, og gott er að vita, að óseldar birgðir hafa minnkað að sama skapi. — Varla verður séð mikið annað áunnið við að selja islenzkt mjöl niður fyrir Perúmjöl.” Lok Harðar þáttar. Þjóðarnauðsyn að hagnýta loðnuna Loönuveiðarnar og afurðir þær sem úr loönunni fást, mjöl, lýsi og fryst loðna til útflutnings og I- beitu hafa tvö siðustu árin verið ein helzta grein sjávarútvegsins. OHukreppan hefur orðið loðnu- veiðunum og vinnslu loðnunnar þung i skauti. Verðbólgan, innlend og erlend, samfara margfaldri hækkun á veröi ýmsra nauðsynja til starf- semi sjávarútvegsins á sjó og i landi og fiskiðnstöðva i landi, hefur nú sligað fjölda fyrirtækja. Þegar haft er I huga, aö loönan mun vera nær eina fisktegundin hér við land, sem fiskifræðingar telja að vænta megi að gefi góða veiði á komandi vertlð 1975 og jafnframt haft i huga, að þegar hefur verið lagt i glfurlegan kostnað viö loðnuflotann, veiöarfæri og annan útbúnað hans og einnig i stofnkostnað og undir- búning verksmiðjanna til mót- töku og vinnslu aflans, er þjóðar- nauðsyn að þessi auðsuppspretta verði hagnýtt eftir þvi sem föng leyfa. Allir ættu að vera sammála um að stuðla að þvi að svo megi verða. Sveinn Benediktsson P.S. Ég hefi leyft mér að.láta prenta með feitu letri nokkrar linur i bréfum Harðar, en tilvitnanir i bréfin eru innan gæsalappa. s.B. Þvœttingi um sölu loðnumjöls svarað

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.