Vísir


Vísir - 31.10.1974, Qupperneq 1

Vísir - 31.10.1974, Qupperneq 1
VÍSIR 64. árg. — Fimmtudagur 31. október 1974 — 215. tbl. Port Vale kominn að Togarinn Port Vale var dreg- inn af strandstað við ósa Lagar- fljóts á miðnætti i nótt. Fyrr um daginn höfðu vitaskipið Arvak- ur og varðskipið Ægir togað I hann i sameiningu, en slitið all- ar taugar. A flóðinu rétt um miðnætti tókst þeim þó að losa um togar- ann og draga hann á flot. Hann var^Iðan tekinn i tog og dreginn til Seyðisfjarðar. Þar liggur hann nú við bryggju og verður afhentur eigendunum. Ekki hafa skemmdir verið kannaðar, en er togarinn var dreginn til Seyðisfjarðar höfðu bryggju dælur varðskipsins vel undan við að dæla sjó úr togaranum. Við strandið flæddi sjór yfir vél ina og er hún þvl ógangfær. Trú- lega verður togarinn dreginn ut- an eftir helgina og er nú norskur dráttarbátur á leið til landsins I þeim tilgangi. —JB MSBB ITALSKAR NUNNUR OPNA DYRNAR — Sjá bls. 6 LÆKNAR NIXONS GAGN- RÝNDIR — Sjá bls. 5 © 200 þúsund krónur boðnar í bílflakið — baksíða Innflutningur ýmissa vara frjáls frá nœstu áramótum — baksíða Komu seint og staflast upp - bls. 3 Kröfurnar á nœsta leiti? — Sambandsstjórnarfundur Alþýðusambandsins um helgina, og hœgt að boða verkföll frá og með morgundeginum „Verkalýðsfélögin En það er sambands- hafa ekkert tilkynnt stjórnarfundur Alþýðu- okkur um kröfur sinar. sambandsins nú um mánaðamótin, og þá verða þessi mál rædd ásamt öðrum málum,” sagði Snorri Jónsson, varaforseti Alþýðusam- bandsins, i viðtali við blaðið i gær. Snorri sagði, að á þennan fund kæmu 50 til 60 fulltrúar verka- lýðsfélaga af öllu landinu. Hann sagði, að fundurinn væri yfirleitt haldinn um þetta leyti árs. Um 70 verkalýðsfélög hafa sagt samningum sinum lausum. Frá og með morgundeginum geta þau allflest boðað verkfall með viku fyrirvara. En þrátt fyrir að þau hafitryggtsér þetta tromp, bólar ekkert á kröfugerðum. „Nei, við höfum engar kröfur fengið frá verkalýðsfélögunum, og við rekurn örugglega ekki á eftirsliku”, sagði Ólafur Jónsson, framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins, er blaðið hafði tal af honum. „Nú, og meðan ekkert sérstakt gerist, þá verður unnið eftir gömlu samningunum, með þeim láglaunabreytingum, sem lög- festar voru”, bætti hann við. „En það er ljóst, að atvinnu- vegirnir eru ekki I þeirri aðstöðu að geta samið um launabætur núna,” sagði Ólafur. -ÓH. í miðri olíukreppunni: Hagstœðari olíusamningar en í ár — Kaupum á nœsta ári olíuvörur af Rússum fyrir nœr sex milljarða ,,l>að er óhætt að segja, að samningarnir, sem gerðir hafa verið við Rússa um oliukaup á næsta ári, séu hagstæðari en áð- ur,” sagði Björgvin Guðmunds- son, deildarstjóri i viðskipta- ráðuneytinu I viðtali við VIsi I morgun. „Eitt mikilvægasta atriðið er það, að nú skuli falla niður hálft prósent yfirgreiösla á gasoliu og benzíni, sem I gildi var I ár,” sagði Björgvin. „Það munar um minna. Þetta er geysilega mikill samningur, bæöi að magni til og verömæti,” hélt hann áfram. Og gaf síðan upp tölur I þvl sambandi: „1 þessum samningum milli viðskiptaráöuneytisins og rúss- nesku oliusölunnar, N.A.F.T.A., sem undirritaöir voru I Moskvu á föstudaginn 1 siðustu viku, er samið um kaup á 300 þúsund tonnum af gasolíu, 100 þúsund tonnum af fuelollu og 80 þúsund tonnum af benzlni. Verðmæti þessa magns erum 50 milljónir dollara.eða lauslega umreiknað i kringum sex milljarðar is- lenzkra króna. Verð á öllum tegundum er miöað við skráningar á heimsmarkaði án yfirgreiðslu, eins og að framan greinir.” Ollukaupin eru alltaf lang- stærsti liður viðskipta okkar við Rússa og til viðmiðunar má geta þess að á siöasta ári flutt- um við inn vörur frá Sovétrlkj- unum fyrir rúma tvo milljarða á meðan útflutningurinn nam ekki nema rúmum 900 milljón- um. Af tveim milljörðunum voru liðlega 1600 milljónir greiddar fyrir olluvörur. — ÞJM. Stöðumœlar aftur á Laugaveginn? — baksíða Mól að huga að ís og hólku ökumenn voru þakklátir Jóni Múla I morgun, þegar hann varaði þá við ísingu á götum borgarinnar og i nágrenninu. Sem betur fór, var þetta þó ekki verulegt og viða aðeins bleyta. En þegar Bj. Bj. tók meðfylgjandi mynd fyrir VIsi, var meiri alvara á ferðum, Isinn var andheldur og engin rigning. En nú er kominn sá timi, að huga þarf að is og hálku, og heldur var veðurspáin kuldaleg i morgun: skúrir eða slydduél.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.