Vísir - 31.10.1974, Page 2

Vísir - 31.10.1974, Page 2
TÍSKSFTR: Hvaö mundir þú taka til bragðs ef óvenju mikill jarftskjálfti yrði? Asgeir Guðmundsson, húsa- smiður: —Þaö færi nú eftir hvar ég væri staddur i bænum. Ef ég væri 1 vel byggðu húsi, færi ég bara niður i kjallara. Ragnhildur Jónsdóttir, af- greiðslustúika: —Ég hugsa að ég mundi hlaupa út. I jarðskjálfta, þegar ég var tólf ára og í skól- anum, hlupum við öll fram á gang þó ég skilji nú ekki hvaða gagn var I þvi. Bjarni Bjarnason: 84 ára: — —■ Ég mundi bara fara neðst niður I kjallara, ef hann væri rammlega steyptur og djúpt niðurgrafinn svo ég dræpist nú örugglega ekki. Magnús Jónsson atvinnu- leysingi: — Ég mundi byrgja fyrir augun og beygja mig i háskalegustu tilfellunum. Elisabet Jónsdóttir húsmóðir: — Ég mundi foröa mér út úr húsinu hið fyrsta. Ég treysti ekki einu sinni húsinu, þó það sé úr steini I svoleiðis tilfelium. Ragnheiður B jörnsdóttir , optiker: — Ég hugsa að ég mundi safna saman öllu þvi verð- mætasta sem ég ætti, það er að segja ef timi ynnist til, og hlaupa út. Annars veit maður aldrei hvað maður gerir, þegar svona skeður, fyrr en að þvi kemur. Vísir. Fimmtudagur 31. október 1974. ■hhbbbbb MBBaSMHWMMiligHI LESENDUR HAFA ORÐIÐ Landsleikurinn hafinn Útgerðarmenn og nómsmenn berjast um titilinn Grandvar skrifar: Sjaldan eða aldrei hafa slikar kröfur og ' nú heyrast verið settar fram, varðandi óhóflegar styrk — og lánveitingar, og enn eru það sömu hóparnir, sem eigast við um að ná hylli fjár- veitingavaldsins, nefnilega út- gerðarmenn og námsmenn, hópar sem aldrei virðast verða mettir, hversu vel sem viö þá er gert. verið fram einkum þegar vitað er, að eins og nú árar er hvergi af neinu að taka neins staðar, hvorki úr fjárhirzlum hins opinbera né fyrirtækja. En það er ekki einasta, að kröfurnar séu tilgangslausar, óaðgengi- legar, heldur eru þær settar þannig fram, að þær vekja óhug og óbeit hjá fólki, eins og orða- lagið „þrátt fyrir undangengna aðstoð hefur ekkert áunnizt, og krefst fundurinn þess, að rikis- Staðan i þessum árlega lands- leik eða keppni um lánin virðist vera 0:0, a.m.k. eftir fréttatil- kynningum frá keppendum sjálfum að dæma, þvi báðir aðilar staðhæfa, að ekkert hafi áunnizt, og standi þessir hópar i sömu sporum, þótt i raun hafi fjármunum verið ausið svo gegndarlaust i báða þessa hópa, að almenningi ofbýður. Hins vegar ætti það ekki að vera neitt vafamál, að sama lögmál skuli gilda, varðandi lán og styrki til þessara tveggja hópa, útgerðarmanna og náms- manna, og gilda fyrir alla aðra, einstaklinga og fyrirtæki, þ.e. aö aðeins þeir, sem skara fram úr og sýna eða hafa sýnt árangur, fái styrki ef miður gengur, og lán einungis þeir, sem sýna tilburði til þess að reka fyrirtæki sin af hagsýni, og námsmenn sem leggja út i verðmætaskapandi nám eða þjóðhagslega hagkvæmt. Það að ausa lánum og styrkj- um á báða bóga, án tillits til notagildis er vitavert, enda löngu fordæmt af ábyrgum aðilum i þjóðfélaginu. Kröfupólitikin, sem helriðiö hefir þjóðfélaginu, einkum siðasta áratug, er ein helzta orsök þess efnahagsvanda, sem viö er að fást i landinu i dag. Kröfur þær sem nú berast frá áðurnefndum hópum i þjóð- félaginu eru þó með þeim ósvifnustu, sem settar hafa valdiðsjái til þess, að veitt verði aukin rekstrarlán með hag- kvæmum kjörum”. Eða ...mikið vantar enn á, að lána- mál námsmanna séu þar með afgreidd á viðunandi hátt....að- kallandi að gera breytingar á framfærslugrundvelli náms- manna....hækkun fjárframlags vegna breyttra úthlutunar- reglna og hækkunar hlutfalls námslána af umframfjárþörf námsmanna". Það er eflaust hægt að beita ýmsum talnaleikjum til að sýna fram á, að einstakar starfsgreinar skorti aukið rekstrarfé og að námsmenn búi við þrengri kost en æskilegt væri. En að setja fram kröfur um aukin lán og styrki til ákveð- innar heildar, án tillits til afkomu og framtiðarmöguleika hvers einstaks fyrirtækis fyrir sig eða frammistöðu og nota- gildis hverrar námsgreinar fyrir sig er auðvitað fjarstæða sem ekki er mark takandi á. Mál er að stinga við fótum. og yrði þá fyrst mark tekið á ef stjórnvöld sýndu tilþrif i þá átt. Eins og er á þjóðin of marga aðila viðriðna sjávarútveg og sem ekki verðskulda að sitja við austurtrog hins opinbera og eins og er á þjóðin of marga náms- menn, sem lötra á gamaltroðnum slóðum úreltra menntabrauta til þess eins að öölast ' „framfærslustyrkinn”. Landsleikinn um styrkja- og lánabikarinn þyrfti að stöðva meðan enn stendur 0:0. Líkar ekki hraðamœlingar lögreglunnar GIsli Jónsson verkfræðingur hringdi: „Mér finnst ég sjá lögregluna oftar við hraðamælingar i góð viðri og góðu skyggni heldur en þegar dimmviðri er og slæm færð. Þetta finnst mér nokkuð öfugsnúið, þegar tilliter tekið til þess að mun alvarlegra er að aka hratt i slæmri færð og slæmu skyggni. Ástæðan fyrir þvi að ég vek máls á þessu, er sú að i morgun (29. okt.) fylgdist ég með hraðamælingum lögreglunnar á Hringbraut. Þetta var um 11 leytið. Veðrið og færðin voru eins góð og hugsazt gat. Ég spurði lögregluþjón sem þarna var við mælingarnar, hvort þeir sektuðu bila sem væru á 60 km hraða. Hann sagði að svo væri, enda væri há- markshraði þarna 45 km. Þetta finnst mér vera að þjóna öfugum tilgangi. Allir vita, og viðurkenna, þar á meðal lögreglan sjálf, að venju- legur aksturshraði á þessari götu i góðu skyggni er um 60 km. Ef einhver héldi sig viö 45 km hámarkshraða, þá færu allir fram úr honum. Og þar sem flestir aka þarna á 60 km hraða, þá er undir hælinn lagt, hverjir lenda I þessum aðgerðum lög- reglunnar. Þetta finnst mér ekki hvetja menn til þess að vinna með lög- reglunni, þar sem það reitir menn fyrst og fremst til reiði. Það er ekki hægt að kalla það of hraðan akstur, þótt menn fylgi eðlilegum umferðarhraða. En það er þá fyrst tilgangur með þessum ökuhraða- mælingum og sektum vegna hraðabrota, þegar menn sýna virkilega af sér vitaverð athæfi. Þess vegna er nauðsynlegt að lögreglan sinni þessum mælingum í slæmu skyggni og slæmri færð, þvi þeir sem þá aka hratt, eru hinir einu sönnu sökudólgar”. Við báðum Óskar Ólason, yfirlögregluþjón hjá Reykjavikurlögreglunni, að útskýra sjónarmið lög- reglunnar, Hann sagði, að fyrst og fremst hefði það ekki við rök að styöjast að lögreglan mældi aðeins umferðarhraða i góðu veðri. „Við höfum veriðmeð mælingar næstum því á hverjum einasta degi þennan mánuð, án tillits til veðurs, enda höfum við gert hraða- mælingar á 40 til 50 götum i borginni. Hraðamælingar okkar þarna á Hringbrautinni eru vegna hinnar miklu umferðar gangandi vegfarenda, sér- staklega fólks frá Háskól- anum. Þarna er lika biðstöð strætisvagna. Þess vegna er sérstök ástæða til þgss að menn minnki hraðann á þessum stað. A þvi vill hins vegar verða misbrestur, og menn halda gjarnan sinum aksturshraða gegnum þennan hluta Hringbrautarinnar”. Óskar sagði einnig, að lög- reglan setti sér ákveðin mörk hvenær bilar væru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur. Óneitanlega þætti þvi sumum súrt að vera neðst i þeim mörkum og bentu gjarnan á að „hinir” hefðu ekið miklu hraðar. Dagheimili handa drykkjusjúkum „Mikil er trú þin”, varð mér á aö hugsa, þegar maður var aö leggja fallegu grænu þökurnar yfir blettinn við bið- stöðina i Hafnarstræti — Lækjartorg einn sólskinsdag i haust. íslendingar ganga á grasinu. Þeir eru enn úttroðnir bæði ég og aörir af sérhyggju sveita- mannsins, sem er oftast einn á ferð og þarf ekki að hugsa sem hópur. Tvær lappir yfir eina grasflöt vinna engin spjöll, en þúsund sinnum tvær lappir eyðileggja hana alveg og gera þar svað, sem fegurst átti að skína. En það er fleira, sem óprýðir fagran stað en fótspor hugsunarlauss fólks. Lækjartorg, Austurvöllur, Arnarhóll og Leifsstyttuflötin eru að verða og að mörgu leyti orðin fegurstu svæði borgar- innar en eru daglega troðin af ógæfufólki, sem hvergi á höfði sinu að halla. Það eru drykkju- sjúklingarnir. Ekki þannig að þeir gangi öðrum fremur á grasinu. Siður en svo. Þar ganga ailsgáðir ekki siður með stolti og steigurlæti. En hvað verður úr fallegu svæðunum, ef þar blasir aðal- lega við hryggðarmynd þeirra, sem troðið hafa eigin sál i svaðið undir járnhæli eitur- neyzlunnar og eru um leið talandi tákn um mistök i uppeldi og menningarviðleitni borgar og þjóðar með öll sin finu fyrir- heit. Nú er fjarri mér að amast við þvi, að þessir vesalingar leiti á þessar slóðir. Og hvað er eðli- legra en skjálfandi og sjúkur maður leiti i skýlið á Lækjar- torgieða sólskiniðá Austurvelli. Þessir menn eru ekki verri en við hin þótt istöðuleysið hafi leikið þá grátt. Og að sjálfsögðu þrá þeir yl og skjól i stormum hausts og vetrar. En — það er skömm að þeir skuli þurfa að leita i þessi skjól, sem eiga að vera friðlýstar vinjar friðar og fegurðar i borg- Or þvi að við ölum nöðru áfengisgræðginnar við hjarta- staö, þá verðum við að búast gegn böli þvi, sem hún veitir, Dagstofa eða dvalarstaður handa drykkjusjúklingum utan við alfaraleið er algjör nauðsyn. Það leit vel út i fyrra að dreng- irnir sem vaka i gistiskýlinu I Þingholtsstræti gætu lika komið þar upp dagstofu fyrir drykkju- sjúka. Þetta má ekki dragast lengur. Það er ekki hægt að hrekja allslausan út á gadd i vetrarstormum. Burt með drykkjusjúklinga úr skraut- görðum borgarinnar, búum þeim viðeigandi skýli annars staðar, meðan sú meinsemd er alin, sem heitir drykkjuskapur. Katólska kirkjan i Vinarborg hefur svona dagstofu. Hamborg hefur svona skýli. Gæti Hjálparstofnun kirkj- unnar og Reykjavikurborg ekki tekið höndum saman um stofnun og starfsrækslu dagheimilis fyrir drykkju- sjúklinga — helzt strax?. Arelius Nielsson

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.