Vísir - 31.10.1974, Blaðsíða 5
Vísir. Fimmtiidágur '31. október 1974.
5
/
^UTER í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND U msjón Haukur Helgason
AUGA
FYRIR
AUGA
Tveir menn voru myrtir og
tveir unglingar særðust skotsár-
um, annar alvarlega á Norður-ír-
landi i gærkvöidi.
Þá hafa 17 mótmælendur og
kaþólikkar látið lifið, siðan IRA
myrti dómara i Belfast fyrir
mánuði.
Lögreglan segir, að maður,
sem var mótmælendatrúar, hafi
veriðmyrtur i gærkvöldi i eldhús-
inu á heimili sinu. Einu skoti var
skotið gegnum gluggann. Kona
hans var að elda kvöldmat.
Lik manns iannst i London-
derry i aftursæti i bifreið, sem
hafði verið komið með á bensin-
stöð nokkru áður. ökumaðurinn
kom sér burt, og sprenging varð i
bilnum.
Seint i gærkvöldi var skotið á
tvo kaþólska unglinga, 14 og 18
ára. Maður hringdi til blaða og
sagði, að þetta hefði verið hefnd
fyrir morðið á manninum i eld-
húsinu fyrr i gærkvöldi.
Sjóliðar gerðu órós og
björguðu gíslunum
105 STUNDA VÍTI ENDAR
Fimmtán sjóliðar
réðust snemma i morg-
un inn i kapelluna i
Scheveningen-fangels-
inu til að handtaka
fangana fjóra og 15
gisla þeirra.
Sjóliðarnir öskruðu og skutu
upp i loftið til að skelfa fangana,
sem voru vopnaðir. Þessu úr-
valsliði hollenzka hersins tókst
þannig að binda enda á 105
klukkustunda fangauppreisn án
blóðsúthellinga.
Kees Peyster lögreglustjóri i
Haag segir, að einn fanganna
hafi reynt að skjóta, en hann
hafi misst kjarkinn, þegar
margir sjóliðanna, sem eru
hávaxnir menn sérstaklega
þjálfaðir i návigi, skutu yfir höf-
uð hans.
Peyster sagði á blaðamanna-
fundi, að sjóliðarnir mundu hafa
drepið fangana, ef þeir hefðu
skotið. Arásin var gerð kl. 4 að
staðartima. Hermennirnir
munu hafa notað logsuðutæki og
soðið sundur læsinguna á kap-
ellunni.
Yfirmaður i lögreglunni
skýrði frá þvi, að þetta hefði
verið i annað sinn, sem sjóliðar
reyndu að frelsa gislana.
Þeir hefðu laumazt upp að
hurð kapellunnar snemma á
miðvikudagsmorgun og reynt
að brjóta upp en flúið, þegar
fangarnir heyrðu hávaða og
urðu varir um sig. Hurðin var
lokuð innan frá og lykillinn i.
Fangarnir voru vopnaðir
tveimur skammbyssum, og þeir
höfðu nokkra hnifa.
Gislarnir virðast hafa sætt
sæmilegri meðferð. Þeir fengu
mat og drykk reglulega, meðan
samningaviðræður stóðu yfir
milli stjórnvalda og uppreisnar-
manna.
Báðir aðilar lögðu jafnan
áherzlu á, að þeim lægi ekkert
á.
Upphaflega voru gislarnir 22,
en sjö voru siðan látnir lausir.
Siðast höfðu fangarnir sleppt
hjartveikum manni, 61s árs.
Fangarnir höfðu krafizt þess
að fá flugvél til að komast burt,
en stjórnvöld töfðu málið, með-
an árás hermanna var undirbú-
in.
Flugvélarræninginn Nuri
vildi einnig, að fyrrum félagi
hans, Tanima, slægist i hópinn.
Tanima var i fangelsissjúkra-
húsinu eftir að hafa verið i
hungurverkfalli. Hann sagðist
hins vegar vilja afplána dóm
sinn. Þessi afstaða olli
ringulreið hjá uppreisnarmönn-
um, og við það fengu stjórnvöld
meiri tima til að ráða ráðum
slnum.
Japönum gekk betur
Þetta var annað málið af
þessu tagi i Hollandi á sex vikna
timabili. Þrir japanskir vinstri
sinnaðir skæruliðar héldu 11
manns, meðal þeirra sendi-
herra, gislum i franska sendi-
ráðinu i 100 klukkustundir. Þeir
fengu að fara brott i flugvél og
fóru til Sýrlands.
Fangarnir virðast hafa haft
þetta sem fyrirmynd.
FRJÁLSIR
Gislarnir frjálsir og kátir I morgun. Lengst til hægri er stjórnandi
kórsins i kapellunni i Scheveningen, Ton van Nunspeet. Myndin er
tekin, þegar gislarnir óku brott frá fangelsinu I strætisvagni.
Nixon áfram í lífshœttu
Lœknar sœta gagnrýni
Nixon var enn í lifshættu i
morgun. Blóðþrýstingi og starf-
semi hjartans er haldið í horfinu
með tækjum á gjörgæzludeild
Memoriai sjúkrahússins i Long
Beach (Langasandi), og flokkur
sérþjálfaðra hjúkrunarkvenna
leggur nótt við dag til að bjarga
lifi hans.
Sumir telja, að Nixon skorti
lifsvilja.
Ron Ziegler, sem var blaðafull-
trúi Nixons, er hann var forseti,
og er enn starfsmaður Nixons,
sagði við fréttamenn: ,,An efa
var Nixon nærri látinn i fyrra-
kvöld.”
Margir hringdu til sjúkrahúss-
ins og buðu blóðgjafir eða sendu
Nixon beztu kveðjur og óskir um
bata. Blóm streymdu til sjúkra-
hússins og heimilis Nixonfjöl-
skyldunnar við Kyrrahaf, en það
er 80 km fyrir sunnan sjúkrahús-
ið. Fólki var sagt, að ekki þyrfti
blóð.
Einungis nánustu ættingjum
Nixons, svo sem konu hans og
tveim dætrum, var leyft að koma
inn I herbergið. Hann er eini sjúk-
lingurinn á efstu hæð i sjúkrahús-
inu, sem er sjö hæðir.
Talsmaður einkalæknis Nixons,
dr. Lungrens, varði lækna i gær
fyrir gagnrýni i sjónvarpsþætti i
New York. Gagnrýnendur sögðu,
að læknarnir hefðu ekki skeytt
um einkenni blæðinga, sem áður
hefðu komið fram, og þeir hefðu
sett of stóra klemmu á ranga æð
til að stöðva hreyfingu blóðtappa.
Talsmaðurinn sagði: „Það er
mjög erfitt að taka ákvörðun i
fjarlægð.” Læknarnir, sem höfðu
með Nixon að gera, hefðu vitað
bezt. Dr. Lungren og skurð-
læknarnir hefðu haft aðgang að
niðurstöðum margs konar rann-
sókna og skýrslum um heilsufar
Nixons.
Þrir skurðlæknar stóðu að þvi á
þriðjudaginn að láta klemmu á
æð i vinstra læri ofarlega til að
hindra rás blóðtappans, sem þeir
höfðu fundið daginn áður.
En einn sérfræðingur heldur
þvifram, að venjulega sé klemm-
an sett i æð i maga til að stöðva
blóðtappa i fótum og nára. Hann
segir, að með aðferð sinni hafi
„það komið yfir læknana, sem
þeir hafi helzt viljað varast.”
Suður-Afríku bjarg-
að á elleftu stundu
Verður kyn-
þáttastefn-
unni breytt?
Aðild Suður-Afrlku að Samein-
uðu þjóðunum var bjargað með
þreföldu neitunarvaldi, hinu
fyrsta af þvi tagi i sögu samtak-
anna. Ekki hefur verið bitið úr
nálinni, þvi að fulltrúar Afriku-
rikja á Allsherjarþinginu ætla að
beita nýjum aðferðum.
Meirihlutinn i öryggisráðinu
samþykkti i gærkvöldi brott-
rekstur Suður-Afriku, en Banda-
rlkin, Bretland og Frakkland
beittu þá neitunarvaldi. Fundur-
inn var hinn mesti æsingarfund-
ur. Tiu riki vildu brottrekstur, en
tvö, Austurriki og Costa Rica,
greiddu ekki atkvæði.
Afrikufulltrúar voru reiðir yfir
afstöðu Vesturveldanna. Þeir
Ihuga, hvort bera skuli fram til-
lögu á Allsherjarþinginu um að
banna fulltrúum Suður-Afriku að
taka þátt i störfum þess það, sem
eftir er af fundartíma nú. Fund-
um á að ljúka 17. desember.
Allsherjarþingið hafði sam-
þykkt hinn 30. september að visa
á bug aðild fulltrúa S-Afriku og
skjóta málinu til öryggisráðsins.
Frá þeim tima hafa fulltrúarnir
ekki mátt greiða atkvæði. Sendi-
herra Suður-Afriku, Roelof
Botha, er sagður munu fara heim
til að sannfæra stjórn sina um
nauðsyn á breytingum i stjórnar-
fari, til að halda megi aðild að
S.Þ.
Nú er helzt talið, að stjórnin
geti faiiizt á að breyta nokkuð til i
kynþáttamálum við að halda sæt-
inu.
Menn óttast, að með brott-
rekstri muni Suður-Afrika
einangrast og samband versna
jafnvel við gamlar vinaþjóðir.
TÍTO FAGNAÐ
Danir hafa tekið vel á móti Titó Júgóslaviuforseta, sem nú er þar I
opinberri heimsókn. Blöð hafa lýst honum sem afreksmanni frá þeim
timum, er hann stjórnaði skæruliðum I baráttu við nasista. Danska
stjórnin vill efla samskiptin við hið óháða kommúnistariki. — Hér
heilsar Margrét drottning upp á Titó við komuna.