Tíminn - 12.05.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.05.1966, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 12. maí 1966 TIMINN Frambjóðendur hafa orðið HVERS fíGA ÞÆR AÐ GJALDA? Þessa dagana sitja nemend- ur barna- og gagnfræðaskól- anna yfir prófverkefnum og hugsa með feginleik til þeirr- ar stundar, er þolraun próf- anna lýkur og nýjum áfanga er náð í skólagöngunni. Skól- unum fer senn að ljúka að þessu sinni og langt sumarfrí skólafólksins bíður framundan. Þetta langa sumarfri skólaæsk- unnar er víst séríslenzkt fyrir- bæri og hefur bæði kosti og galla, svo sem allir þekkja. Áð- ur fyrr þótti sjálfsagt að koma börnum og unglingum borgar- innar á sveitaheimili yfir sum- artímann. Fengu þau þá tæki- færi til að taka þátt í fjöl- breytilegum störfum sveita- fólksins og komust í lifandi samband við skepnurnar, en fátt er börnum og unglingum eins hollt og að umgangast dýr. Sveitadvölin var því hvort tveggja í senn fyrir hina ungu kaupstaðarbúa lærdómsríkur skóli, þar sem ekki var lært af bókum, heldur með því að starfa með hinum eldri og reyndari. Einnig bauð hún upp á nægileg og fjölbreytileg verk efni, sem létu tímann líða fljótt, bæði í leik og starfi. I ■ Nú hefur sú breyting á orð- ið, svo sem kunnugt er, sam- fara stækkun borgarinnar og fólksfækkun sveitanna, að sí- fellt færri kaupstaðarbörn kom ast á sveitaheimili yfir sumar- tímann og er það mikill skaði Nokkuð hefur verið reynt að bæta úr þessu og hafa bæði einstaklingar og félög haft for- göngu um sumardvalarstarf- semi barna og unglinga í ýms- um aldursskeiðum og notið til þess nokkurs fjársstuðnings frá borginni. Þetta áhugamanna- starf hefur verið ómetanlegt og leyst' mikið og þarft verk- efni af höndum þótt engan veginn hafi vandinn þar með verið leystur. Þegar á því fór að bera, að erfitt væri fyrir foreldra að fá verkefni fyrir börn sín yfir sum artímann og þau höfðu ekkert við að vera nema leik á göt- imni, a.m.k. þar sem leikvelli skorti, hóf borgin sjálf að skipuleggja og reka vinnuskóla starfsemi. Fyrir yngri börnum allt að 11 ára aldri voru svonefndir Skólagarðar settir á stofn. Hef- ur sú starfsemi gefið góða raun og margt barnið unað sér vel við ræktunarstörfin. Gall- inn er bara sá, að ekki hefur verið hægt að fullnægja et’tir- spurninni eftir plássi í Skóla- görðunum og þarf að ráða bót á því. Vinnuskóli Reykjavíkur var svo stofnsettur fyrir unglinga 12—15 ára og eru verkefni marg vísleg enda fá unglingar þar inokkurt kaup. Aðsókn að Vinnuskólanum hefur verið breytileg, var á sl. ári um 540, 225 drengir og: 317 — stúlkur. Einn stór ljóður befur þó ver- ið á starfsemi Vinnuskólans og ekki fengist ráðin bót þar á, þótt sá er þetta ritar hafi gert ítrekaðar tilraunir til þess og flutt tillögur í borgarráði og borgarstjórn þar um. Drengir eru teknir í skólann 12 ára gamlir eða á þvi ári, sem þeir verða 13 ára. Stúlkur eru hins vegar ekki teknar í skólann fyrr en 13 ára eða á því ári, sem þær verða 14 ára. Þetta er mjög slæmt varðandi stúlkurnar, þar sem afarerfitt er að koma 12 ára stúlkum til sumarstarfa, svo som foreldrar þekkja margir hverjir af eigin raun. Myndast þarna, að því er stúlkurnar varðar, eyða milli Skólagarðanna og Vinnuskól- ans. Innan nokkurra daga ljúka um 700 tólf ára stúlkur vor- prófunum sínum úr barnaskól- unum í Reykjavík. Framund- an er á.m.k. þriggja mánaða frí, þar til þær byrja í skól- anum aftur. Stór hópur þess- ara stúlkna hefur að engu sér stöku að hverfa og getur ekki fengið nein störf við sitt hæfi á sumri komanda. Þær eru dæmdar til þess hlutskiptis, gegn eigin vilja og foreldra sinna, að verða iðju leysinu að bráð eða fara til starfa í frystihúsum borgarinn ar og vinna þarf störf, sem Kristján Benediktsson fullorðnum einum hæfa, en ekki 12 ára unglingum. Hér verður að hlaupa undir bagga með þarfir þessa aldursflokks stúlknanna í huga jafnt og ann arra aldursflokka. Vinnuskólinn verður að koma á fót starf- semi fyrir þær 12 ára stúlkur, er þess óska og ekki hafa önn- ur verkefni. Ég þykist þess hins vegar fullviss, að ráða- menn borgarinnar ætli sér ekk- ert að gera í þessu máli á sumri komanda og er það hryggi legt. Hins vegar mun ég ekki láta þetta mál niður falla í borgarstjórn Reykjavíkur. Kristján Benediktsson. BARNAMÚSIKSKOUNN FLYTUR APASPIL r GíÞÉ-Reykjavík, mánudag. Hinir árlegu nemendatónlcikar Barnamúsíkskólans verða með nokkuð nýstárlegu sniði í vor. 2 nemcndur skólans auk kennara og Kristins Hallssonar óperusöngv- ara, frumflytja næstkomandi laug- dag bamasöngleikinn Apaspil eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Söguþráðurinn er um apa, sem flýr úr búri og hafnar hjá börn- um á skólabekk. Þetta virðist frem ur gáfaður api, því að námið vefst furðulega lítið fyrir honum og allt gengur eins og í sögu, þar til grimm persóna, dýratemjari kem- ur til sögunnar og breytir atburða- rásinni, en sjón er sögu ríkari, verður hér ekki fjölyrt um efnið, en það er við hæfi barna frá aldr- inum 5—12 ára, spennandi, létt og áheyrilegt að sögn Stefáns Edel KOSNINGASKRIFSTOFUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS SauSárkrókur — Suðurgata 3, sími 204. Kópavogur — Neðstatröð 4, sími 4-15-90. Hanarf jörður — Norðurbraut 19, sími 5-18-19 — og Strandgötu 33, sími 5-21-19. Keflavík — Framnesvegur 12, sími 1740. Akureyri — Hafnarstræti 95, sími 1-14-43 og 2-11-80. Vestmannaeyjar — Strandvegur 42, sími 1080. Garðahreppur — Goðatún 2, sími 52261, 52262 og 52263. stein skólastjóra Barnamúsikskól- ans. Apinn er leikinn af Júlíönu Kjartansdóttur, en hún er 9 ára gömul og nemandi 3. bekkjar skól- ans, dómari. er kemur við sögu er leikinn af Árna Árnasyni, sem er í framhaldsdeild skólans, kenn- arinn er leikinn af Sigríði Pálma- dóttur kennara, og dýratemjarinn af Kristni Hallssyni ópersusöngv- ara, auk eftirtalinna koma fram 20 börn aðallega úr 3. bekk. Svo sem fyrr segir er söngleik urinn eftir Þorkel Sigurbj örnsson, og hefur hann einnig samið við tónlist sina. Hann stjórnar sjálfur tónlistinni, en leilkstjórn hefur með höndum Baldvin Halldórsson. Undirleik annast aðallega kenn- arar við skólann og hljóðfæraleik- arar úr sinfóníuhljómsveitinni. Leikið er á 6 hljóðfæri, píanó fjórhent, flautu klarinett, fiðlu, selló og slaghljóðfæri. Áformað er, að leikurinn verði fluttur 3svar sinnum í Tjarnarbæ en Leikfélag Reykjavíkur hefur góðfúslega lánað húsið til þess arna. Frumsýning verður 14. maí, Framhald á 14. síðu. HRINGEKJA I BÆJARSTJORN KEFLAVIKUR Fyrir svo sem þrem vikum sendu nokkrar Keflvískar sálir bæjarstjóm Keflavikur áskorun um að láta fara fram atkvæða- greiðslu um opcun áfengisútsölu í Keflavfk um icið og kosningar til bæjarstjórnar 22. maí n.k. Var erindi þetta samþykkt á fundi bæj arstjórnar með 5 atkvæðum, beggja fulltrúa Alþýðuflokksins, annars fulltrúa Framsóknarflokks- ins, og tveggja fulltrúa Sjálfstæð- isflokksins. Hjá sátu 2, fulltrúi Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks. Til grundvallar afgreiðslu málsins lá þá engin viljayfirlýs- ing frá neinum þæjarfulltrúum um það hvort hann myndi greiða at- kvæði með opnun vínbúðar eða ekki, enda einungis um það að ræða hvort almenningi væri gef- inn kostur á að segja til um, hvort í Keflavík skyldi vera op- in vínsala eða ekki, en slík at- kvæðagreiðsla fór fram fyrir nokkrum árum, og hlaut þá út- salan ekki fylgi. Fréf*ir af þessari samþykkt bæj- arstjórnar birtust í Morgunblaðinu daginn eftir, við hliðina á heims- fréttum, og fljótlega var gefin út auglýsing um að þessi atkvæða- greiðsla færi fram samhliða bæj- arstjórnarkosningunum, og senni- lega útbúin kjörgögn til að hafa við hendina. Samþykktin mæltist að sjálfsögðu misjafnlega fyrir. einkum meðal templara, sem hófu strax mótmælasöfnun gegn at- kvæðagreiðslunni, undir forystu Hilmars Jónssonar, bókavarðar, og Framhald á bls. 14. Frá B-listanum í Reykjavík Hafið samband við hverfaskrifstofurnar. — Gefið upplýsingar um nýja kjósendur og kjósendur listans, sem eru fjarverandi eða verða fjarverandi á kjördag. Allir til starfa fyrir B-listann. Hverfaskrifstofur eru á þessum stöðum: Fyrir Melaskólann: Hringbraut 30 sími: 12942 Fyrir Miðbæjarskólann: Tjarnargata 26 sími: 15564. Fyrir Austurbæjarskólann: Laugavegur 168 sími: 23519. Fyrir Sjómannaskólann: Laugavegur 168 sími: 23518. Fyrir Laugarnesskólann: Laugavegur 168 sími: 23517 Fyrir Álftamýrarskólann: Álftamýri 54 sími: 38548- Fyrir Breiðagerðisskólann: Búðargerði,7 simi: 38547. Fyrir Langholtsskólann: Langholtsvegur 91 símar: 38549 og 38550 Allar hverfa skrifstofurnar eru opnar frá kl. 2—7 og 8—10, nema hverfismiðstöðin að Laugavegi 168 sem er opin frá kl. 10—12 og 1—7 og 8—10. Sími 23499. Kjörskrársímar. Upplýsingar um kjörskrár eru gefnar í-35-19. símum 2-34-99 og Sjálfboðaliðar. Stuðningsfólk B-listans, Iátið skrá ykkur til starfa og útvegið scm allra flesta til að vinna fyrir B-listann á kjördegi. Þeir sem vilja lána BÍLA Á KJÖRAG, eru vinsamlegast beðn- ir að tilkynna það skrifstofu flokksins Tjarnargötu 26. Símar: 16066, 15564, 12942 og 23757. VINNUM ÖLL AÐ GLÆSILEGUM SIGRI B-LISTANS Utankjörstaðakosning. Allar upplýsingar varðandi utankjörfundarkosningu er hægt að fá á skrifstofu flokksins Tjarnargötu 26, sfmar: 19613 16066 — 15564 — 12942 og 23757. Kosning fer fram f Búnaðarfélags húsinu við Lækjargötu kl. 10—12, 2—6 og 8—10 alla virka daga. Sunnudaga kl. 2—6. Fteiri konur-fleiri Framsóknarmenn í borgarstiórn tr' íf i; i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.