Tíminn - 12.05.1966, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.05.1966, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 12. maí 1966 I □ TIMINN ÍÞRÓTTIR J3 Það dugði ekki til! Fyrsíi leikurinn í Reykja- vikurmóti 1. flokks var háð- ur á Melavellinum í fyrra- kvöld og mættust KR og Valnr. Þegar liðin hlupu inn á völlinn, var lið KR óneit- anlega sigurstranglegra, því í liðinu voru stór nöfn eins og EUert Schram, Bjarni Felixsson, Gunnar Felix- son og fleiri meistaraflokks- menn frá því í fyrra. En stóru nöfnin dugðu KR ekki í þessum leik, því Valur vann með 2:1, og var sá sigur sanngjam. Næstu leikir í 1. flokki verða háð- ir n.k. laugardag. Akureyrskir knattspyrnumenn búa sig undir íslandsmótið í Noregi! Æfingaaðstaða sama og engin á Aknreyri. Akureyrsku knattspyrnumennirnir fara í 6 daga keppnisför til Noregs - og byrja í íslandsmótinu strax á eftir. j Alf.-Reykjavík, miðvikudag. — Síðasta undirbúningi fyrir íslands- mótið í knattspyrnu munu akur- eyrskir knattspyrnumenn haga á erlendri grund! Þeir eru senn á förum til Noregs þar sem þeir munu leika nokkra leiki, len að því búnu koma þeir aftur heim og leika gegn Þrótti fyrsta leik- inn í íslandsmótinu. Það er mjög óvenjulegt, að ís- lenzk knattspyrnulið leggi land undir fót á þessum árstíma, en hér er um mikið nauðsynjamál fyr- Sterkari vörn Rvík- ur gerði gæfumuninn Rvík sigraði Akranes í gærkvöldi 3:1 Alf—Reykjavík. Skemmtilegasti og bezti knatt- spyrnuleikur sumarsins til þessa, var leikinn á Melavellinum í gær kvöldi,,,^ þá sigraði Reykjavík Akranes í hinni árlegu bæja- keppni með 3:1. Bæði liðin sýndu góð tilþrif, en það, sem gerði gæfumuninn, að sigurinn féll í skaut Rvíkiu-, var mun sterkari vöra, og átti miðvörðurinn, An- ton Bjarnason, stærsta þáttinn í Því. En sá leikmaður, sem mesta at hygli vakti í gærkvöldi, var Her- mann Gunnarsson, hinn ungi mið herji Vals, sem sýndi afár góð til þrif og skoraði tvö af mörkum Rvíkur. Rvík hafði 1:0 yfir í hálfleik og skoraði Hermann markið eftir lag legt samspil Valsmannanna Ingv ars og Reynis, en það var Reynir sem gaf knöttinn fyrir mark og Hermann skoraði viðstöðulaust. Á 10. mín í síðari hálfleik skoraði Axel Axelsson 2:0 fyrir Reykja- vík, glæsilegt mark af 25 metra færi. Á 30. mín. skoraði svo Her mann 3:0 úr mjög þröngri stöðu við endalínu, umkringdur 4 Skaga mönnum. Eina mark Akraness skoraði Guðjón Guðmundsson á 35. mín, en allan heiður af und- irbúningi átti ungur nýliði, Rún ar Hjálmarsson. Eftir atvikum voru þessi úrslit sanngjörn, en þó má segja, að Skagamenn hefðu átt að uppskera aðeins meira, t.d. bjargaði Rvík tvisvar á línu. Lið Akraness kom sannarlega á óvart með hina mörgu ungu menn. Flest gömlu ljónanna eru horfin, en þó léku Jón Leósson og Þórður Jónsson með og voru báðir góðir. Hjá Rvík voru einkum Hermann og Anton beztir en í heild náði liðið ágætlega saman og varði heiður höfuðborgarinnar með sæmd. Þess skal getið, að Eyleif ur lék ekki með. Hannes Þ. Sigurðsson dæmdi vel. Real Madrid sigraöi Úrslitaleikurinn í Evrópubikar keppninni í knattspyrnu, keppni Framhaldsaðal- fundur Fram Framhaldsaðalfundur Knatt- spyrnufélagsins Fram, verður hald inn mánudaginn 15. maí í félags- heimilinu og hefst kl. 20.30. — Venjuleg aðalfundarstörf. Vormót ÍR Vormót ÍR fer fram á Melavell- inum 24. mai næstkomandi, og verður keppt í eftirtöldum grein- vum. Kúluvarpi, hringlukasti, 100 m iilaupi fullorðinna og drengja, 800 m. hlaupi, langstökki. hástökki og 4x100 m. boðhlaupi. Mótið hefst kl. 8. meistaraliða, milli Real Madrid og Partizan var leikinn í Brussel í gærkvöldi og lauk honum með eins marks sigri Real Madrid 2:1. Þar með var Real Madrid orðið Evrópubikarmeistari í 7. skipti. Fyrri hálfleikurinn í leiknum í gærkvöldi þótti mjög lélegur og var ekkert mark skorað í honum. En í síðari hálflelk brá til hins betra og léku þá bæði liðin mjög vel. Partizan náði forustu a 11. mínútu, en Real Modrid jafnaði skömmu síðar, 1:1. Og þegar nokk ug var liðið á hálfleikinn skoraði Madrid sigurmarkið. Real Madrid stillti upp ungum leikmönnum í þessum leik og má segja, að þeir hafi þarna fengið eldskírn sína. Þeir stóðust próf ið vel, sérstaklega í síðari hálf- leik og hafa lyft Real Madrid aftur upp á toppinn i evrópskri knattspyrnu. Þess má til gamans geta, að Partizan er fyrsta austantjalds liðið, sem kemst svona langt i Evrópukeppni meistaraliða. ir Akureyringa að ræða, því þeir hafa átt afar erfitt með að æfa vegna vetrarríkis fyrir norðan. Og enn ríkir vetur konungur fyrir norðan, og enginn völlur tilbúinn til að leika á. Þrátt fyrir hina erfiðu að- stöðu, hafa Akureyringar æft af miklu kappi og verið mjög áhuga- samir, en það sem þá vatnar fyr- ir mótið, er að komast á völl og geta leikið æfingaleiki. Það hljóp heldur betur á snærið hjá þeim nýverið, þegar þeim bauðst ferð til Noregs með hagkvæmum kjör- um, og voru forráðamenn knatt- spyrnumála á Akureyri ekki sein- ir á sér að taka því boði. Hreinn Óskarsson, formaður Knattspyrnu- ráðs Akureyrar, upplýsti okkur um það, að akureyrsku knatt- spyrnumennirnir myndu halda ut- an þann 23. maí og koma heim aftur 28. maí. í ferðini er ráðgert að leika þrjá leiki, hinn fyrsta í Álasundi. Hreinn skýrði enn fremur frá því, að verið væri að ganga frá leikjum í Lillehamm- er og Osló. Tveim dögum eftir að heim verður komið, eða 30. maí, leika Akureyringar sinn fyrsta leik í fslandsmótinu gegn Þrótti. Vaxandi á- hugi á glimu f yrir norðan Fjórðungsglímumót Norðleöd- ingafjórðungs var háð á Akureyri laugardag«nn 31. apríl s.L Þátt- takendur voru fimm, þrír frá Ung- mennasambandi Eyjafjarðar og tveir frá íþróttabandalági Akur- eyrar. Þetta er í fyrsta skipti sem Fjórðungsglímumót Norðlend- ingafjórðungs er háð. Keppt var um fagurt glímuhorn, sem Kaup- félag Eyfirðinga gat til þessarar keppni. Úrslit glímunnar urðu þau, að sigurvegari varð Þóroddur Jó- hannsson frá Ungmennasambandi Eyjafjarðar. Úrslit: Þóroddur Jóhannsson, UMSE Valgeir Stéfánsson, UMSE Sigurður Sigurðsson, ÍPA Ólafur Ásgeirsson, ÍBA Einar Benediktsson, UMSE Svona leika Brazilíu- menn sér með knöttinn Brazilía er töfraland knatt- spyrnunnar, og það er því ekki óeðlilegt, að önnur lönd sækist eft- ir knattspyrnumönnum frá þessu suðlæga landi. Nýlega fengu Svíar sendingu frá Brazilíu, Ireneu So- uza, sem við sjáum hér á mynd- inni sitjandi á herðum þjálfara síns hjá félaginu Sundbyberg. 4 v. 3 v. 2 v. 1 v. 0 v. Drengjaglíma íþróttabanda- lags Akureyrar. Samtímis Fjórðungsglímumóti Norðlendingafjórðungs var háð á Akureyri drengjaglíma fþrótta- bandalags Akureyrar. Þátttakend- ur voru fjórir.' Úrslit: 1. Haraldur Guðmundsson, 3 v. 2. HSfldór Jónsson, 2 v. 3. Áskell Jónsson, 1 v. 4. Már Vestmann 0 y. Mótið hófst kl. 4 stundvíslega þ. 30. apríl sl. í íþróttasal barna- skólans á Akureyri, með því að formaður íþróttabandal'ágs Akur- eyrar, fsak Guðmann, flutti snjalla ræðu um gildi íþrótta almennt og tildrög þessarar fyrstu fjórðungs- Framhald a bls 15 Svona geta Brazilíumenn leikið sér með knöttinn endalaust — og að því er virðist fyrirhafnarlítið. Ef til vill á þessi ungi Brazilíu- maður eftir að setja svip sinn á sænska knattspyrnu. En vel á minpst, hvenær hefja stóru félög- in á íslandi innflutning á Brazilíu- mönnum? Sundmót á Selfossi Sundmeistaramót Selfoss fer fram í Sundhöll Selfoss laugar- daginn 28. maí og hefst kl. 5 síðdegis. Keppnisgreinar: 200 m. bringusund karla og kvenna, 100 m skriðsund karla og kvenna, 50 m baksund karla og kvenna, 50 m flugsund karla og kvenna, 4x50 m skriðsund karla og kvenna. 4x50 m fjór- sund karla, 50 m bringusund sveina og telpna (14 og yngri) 50 m skriðsund sveina og telpna (14 og yngri) Þátttaka tilkynnist fyrir 24. maí til Helga Björgvinssonar Austurgötu 13, Selfossi, sími 159 eða í Sundhöll Selfoss sfma 227. Ungmennafélag Salfoss.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.