Tíminn - 12.05.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 12.05.1966, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 12. maí 19GG $ « TO t 4 60 búa í hóteli skammt frá. Húsvitjað var á öllum hótelum í hverfinu, en eini maðurinn sem til greina kom að væri sá sami og lögreglan leitaði var Victor Manael Martins, 31 árs gamall Portúgalsmaður. Martins hafði farið á brott í Chrysler-bíl ásamt manni sem virtist vera Ginja. Benhamou lögregluforingi naut eltingaleiksins og hafði heppnina með sér. Frekari rannsókn leiddi í ljós að Ginja og da Silva Brazao höfðu skilið eftir farangur í litlu hóteli í Étoile-hverfinu, tæpan kílómetra frá aðalstöðvum Alþjóð- lögreglunnar í Rue Paul Valéry. Þrír lögreglumenn voru settir á vörð í næsta herbergi, og í ágúst gengu Ginja, Brazao og Martins í gildruna ásamt nýjum manni, Mexikíó búa að nafni Manuel Mauro Pristo y Crespo. Við leit í herbergi Martins fundust mörg vegabréf, öll með mynd hans en sitt á hvert nafn. Eitt þeirra var Robert Emil Hudec og annað Juan Ortega-Ramirez, svo þau vega- bréf hafði hann sýnt demantakaupmönnunum í Amsterdam og Feneyjum. í fórum Ginja fundust ógrynni af plöggum sem vörðuðu allan bófaflokkinn, þar voru reikningar frá hótelum, bíla- geymslum og veitingahúsum á nöfnin Costa-Carbal, Martins og Valdez, og sýndu að hann var gjaldkeri hópsins. í far- angri hans voru einnig nákvæmir reikningar, þar sem sjá mátti hvað bófamir höfðu haft fyrir stafni næstum hvem einasta dag frá því þeir fóru frá New York. Loks fannst á Martins, öðm nafni Costa-Carbal, öðru nafni Juan Ortega-Ramirez, öðru nafni Manuel Roger y Valdez, óðru nafni Robert Emil Hudec og að sjálfsögðu Huffman, vasabók sem í var skráð allt atferli bófanna. Svo vel vildi til að hann hafði skráð sérstaklega öll skiplin þegar Joseph Elmo Huffman kom við sögu, og gat því með engu móti borið af sér að vera valdur að langflestum svik- unum. Búið var að handsama bófana, en margt var sarat ógert. Lögreglan vildi fá að vita hverjir svikahrapparnir væru í raun og veru, einkum sá með mörgu nöfnin. Því sendi Alþjóðalögreglan ljósmyndir af þeim og fingraför út um allan heim. á ferðaféiaga Buchan-Genes á America undir nöfnunum í’yrsta svarið kom frá lögreglu Mexíkó. Hún bar kennsl Ribeiro-Ginja og Candido de Conceiaco Carinhas, og var þar loks komið rétt nafn unga, fríða bófans, sem aldrei kom fram undir eigin nafni en hafði gert lögregluliðum fimm landa lífið leitt undir nafninu Huffman. Loks kom á daginn að Manuel Mauro Pristo y Crespo var margdæmdur í Mexíkó. Erfiðara reyndist að rekja feril Buchan-Genes, en loks kom í Ijós að hann var Bandaríkjamaður, fæddur í Phoeni í Arizona, og hét réttu nafni Frank Manuel Bustos og hafði hlotið nokkra dóma. Fjórði maðurinn, da Silva Brazao, hafði einnig komizt í kast við lögin að sögn portúgölsku lögreglunnar. Nákvæm leit í föggum bófanna leiddi í ljós þó nokkur afbrot sem ekki höfðu verið kærð, annað hvort sökum þess að þeir sem fyrir svikunum urðu gerðu sér akki grein fyrir þeim eða kinokuðu sér við að náta óaðgæzlu sína. Reikningar Carinhas báru með sér að bófaflokkurinn hafði klófest 78.500 dollara á 39 stöðum. Carinhas hafði sig mest í frammi af bófunum og var tvímælalaust foringi þeirra. Hann hafði dreift fölstinum um fimm lönd og virtist hafa aðgang að ótæmandi uppsprettu falsaðra ferðaávísana. Hann gætti þess vandlega að nota aldrei það nafn sem hann skráði sig undir á gististað, þegar hann seldi ávísanir í sömu borg. Oftast fór hann eiun 1 ferðaksrifstofu, verzlun eða banka og seldi þar ávísanir sínar. En alltaf var annað hvort da Silva Brazao eða Ginja samferða Carinhas til þeirra borgar sem hnn heimsótti til að gæta hans og vera á varðbergi. Starfsaðferð þeirra þremenninganna er ókunn í einstökum atriðum. því eins og allir snjallir bófar létu þeir ekkert uppi nema það sem þeir máttu til. Vera má að fylgdin hafi venð einskær öryggisráðstöfun, því afhenti Carinhas félaga sínum fenginn eru allar líkur á að hann hefði getað borðið lögreglunni byrginn, þar sem hann hafði á sér önnur persónuskilríki en þau sem notuð voru við svikin. Hann hélt því fram að allt fé sem þeim áskotnaðist hefði verið yfirfært í dollara og sent „féhirði“ þeirra, venjulega 1 pósti vafið innan í dagblöð eða tímarit. Hann DANSAÐ Á DRAUMUM HERMINA BLACK 20 Glyn Errol — hafði hjálpað til við að búa til. Hann er andstyggilegur! sagði hún við sjálfa sig. Ég skal kenna honum að vera ekki svona viss um mig — og sjálfan sig ... II. Þegar Jill kom aftur til sjúkl- ings síns, var Sandra ein aftur. — Gesturinn þinn stanzaði ekki mjög lengi, sagði hún. — Nei. Hann varð að fara til London. Sandra leit upp úr blað- inu sem hún var að lesa og virtist all glaðleg. — Hvað finnst þér um hinn göfuga lávarð? — Hann er mjög laglegur, sagði Jill. — Já, og hann veit ekki næst- um því eins mikið af því og mað- ur gæti haldið. Hann er svo vanur því, að fá allt rótt til sín á gull- hakka, að hann tekur ekki lengur eftir því. Það eina sem honum er annt um — finnst reglulega mikilvægt — er fyrsta, síðasta og eina ástin hans — ballettinn. Ég eyðilagði fyrirætlanir hans þegar ég lenti í árekstrinum — hann varð að afturkalla sýningu í París og aðra í Madrid vegna þess, að hann gat ekki fengið neina aðra í minn stað — eða enga sem hann var ánægður með. En nú er hann farinn að gera nýjar áætl- anir. —Ja, honum væri betra að gera ekki of margar, eða gera þær of fljótt. sagði Jill. — Það mun allt verða komið undir hr. Carring- ton. —Ég sagði honum það, sagði Sandra. — En Glyn á dálitið erfitt með að, skilja, að einhver annar geti stjórnað strengjunum sem hann hefur alltaf stjórnað sjálfur. Var hún ástfangin af honum? spurði Jill sjálfa sig — eða var hlutverk það sem hann gegndi í starfsferli hennar eina taugin sem tengdi þau saman? Núna, þegar hún hafði séð Glyn Errol, gat hún ekki gert að sér að finnast það miklu betra ef Sandra hafði ekki gefið honum hjarta sitt. Og þó — Sandra minntist ekkert á Glyn Errol dagana eftir heimsókn hans, jafnvel ekki þegar hann sendi henni geysistóran vönd af orkide- um daginn áður en hann sigldi. Jill hefði aldrei trúað, að hægt væri að safna saman svo mörgum orkídeum. þær hlutu að hafa kost- að offjár, og þær fylltu tvo stóra vasa. Þetta var á fimmtudeginum, og þegar hr. Carrington kom 'nn. leit hann á þær og lyfti brúnum. — Mér þykir það vera iburður. sagði hann. — Já. Viljið þér ekki fá eina í hnappagatið? spurði Sandra. — Drottinn minn dýri, nei! En þakka yður samt fyrir. Orkideur eru ekki fyrir mig, sagði hann hlæjandi. — En hvernig er hnéð? í þetta skipti lét Sandra hann rannsaka sig án þess að kvarta, og þegar Jill hafði búið aftur um hana, spurði hún áköf? — Má ég fara fram úr á morg- un? — Já, ef þér viljið, svaraði hann. — Það ætti að vera allt í lagi, hann var að tala við Jil) núna, — þegar nuddkonan hefur lokið sér af — að klæða hana og setja hana í hjólastóla — einn af þeim handknúnu, ef þér vilduð gjöra svo vel, það er ekki enn kominn tími til að láta hana ganga um allt. — En læknir! ég hélt að ég þyrfti ekki lengur á stólum að halda, mótmælti Sandra. Hann leit stríðnislega á hana. — Ætlið þér aldrei að setjast t'ið- ur aftur? — Ég vil ganga, sagði hún óþol- inmóð. — Ég vil nota fæturnai aítur. 1 — Það kemur að þvi, en alls ekki strax. sagði hann ákveðinn. — En þér sögðuð. að ég ætti að læra að ganga aftur. — Það eigið þér líka, þetta ex allt í áttina. En þér verðið að vera miklu sterkari og vöðvarnir verða að fá miklu meiri þjálfun áður en þér getið svo mikið sem stigið í fæturna, sagði hann festu- lega. — Núna verðið þér að láta yður nægja að gera nákvæmlega eins og yður er sagt — og engar spurningar eða mótmæli. Ég hef ekki tíma til að útskýra ástæð urnar núna, en ég fullvissa yður um, að ef þér reynið að standa upp áður en ég skipa svo fyrir getið þér valdið óbætanlegu tjóni Vinsamlegast Iátið aðra sjá um að gera æfingarnar fyrir yður, og i guðs bænum enga fljótfærm. — En ég er búin að vera þol- inmóð svo léngi. Sandra leit út eins og barn serti hefur orðið fyr- ir vonbrigðum, tár komu fram í augu hennar. Vere var staðinn á fætur og þeg ar hann leit niður til hennar mild- aðist svipur hans sem Jill fannst aðeins vera notaður þegar þessi yndislega, einþykka kona átti í hlut. — Þá getið þér verið þol- inmóð dálítið lengur.. sagði hann. og settist síðan niður aftur: — Svona nú — þér ætlið þó ekki að fara að gefast upp núna. Hún andvarpaði þrjózkulega, og brosti síðan til hans. — Allt í lagi — ég skai vera góð. Hvað með tebolla, Systir? Jill leit á klukkuna. — Það er að koma tetími, ég skal ná í það Hún tók eftir, að í þetta sinn virtist hr. Carrington finnas það jafn sjálfsagt og sjúklingnum, að hann dveldi og drykki te með henni, og hún var sjálfri sér gröm _____________________________11 vegna þess, að þrátt fyrir allt virtist hvert smáatriði í sambandí við hann festast henni í minni þegar hún lokaði dyrunum vai hún þess meðvitandi, að hann sal við rúmstokkinn og djúp, hljóm- fögur rödd hans elti hana þó hún reyndi að loka eyrum sínum fyrii henni. Þegar hún kom aftur í herbergi Söndru, þagnaði Sandra í miðri sögu, sem félagi hennar virtist hiusta á af athygli, og sagði: — Ó, Systir, manstu eftir myndabókinni sem ég lánaði' þér til að sýna hinum í síðustu viku? — Já, auðvitað, sagði Jill. — Hún er í herberginu mínu — á ég að ná í hana? — Ef þú hefur ekki mikið fyrir því, svaraði Sandra. — Það er mynd í henni — af mér með „Corps de Ballett" í Svanava'n- inu. Herra Carrington — hún leit glettnislega á hann — trúir ekki að ég hafi dansað fyrir svo löngu síðar — og mig langar til að sanna það. — Það _virðist fáránlegt, sagði Vere. — Ég sá þetta stykki stuttu eftir stríðið og ég get varla rúað, að þessi dansmær hafi verið nógu gömul til að koma fram á sviði þá- Sandra hló glaðleya. ■— Þessi „dansmær" var á „uppleið“ þrettán ára gömul — mjóslegin lítil telpa sem þegar sá sjálfa sig í anda sem prímaballerínu og var afar óánægð með að verða að eyða tíma í annars slags menntun. ÚTVARPIÐ Föstudagur 13. maí 7.00 Morgunútvarp 12.00 Há- degisútvarp 13.15 Lesin dag- skrá næstu viku. 13.30 Við ' vinnuna. 15.00 Miðdegisútvarp 16.30 Síð- degisútvarp 17.00 Fréttir 17.05 í veldi hljóimanna 18.00 fslenzk tónskáld Lög eftir Árna Björnsson og B.iörpvin Guð- mundsson. 18.45 Tilkynningar 19.20 Veðurfregnir t9 30 Frétt ir. 20.00 Kvöldvaka. a. Lestur fornrita. b. Svipmynd sögunnar .frásöguþáttur c. Tökum lagið! d. Úr dagbók Grímseyiarfara 1927. e. í hendingum 21 30 Út varpssagan: „Hvað saeði ,tö11 ið“? eftir Þórleif Bjarnasoo. Höf. flytur C51 22 00 Fré'tir og veðurfregnir. 22.15 tstenzkt mál Dr Jakob Renediktse..>n flytur þáttinn 22.35 Nætur- hljómleikar- Sinfóniuhljómsveit íslands leikur. 23.25 Dagskrar- lok. Fimmtudagur 12. mai 7.00 Morgunútvarp 12-00 Há- degisútvarp 13.00 Á frivaktinni 15 00 Miðdeffisúfvarp 16 30 3ið degisútvarp 18 00 Lög söneteikj- um og kvikmvndum 18 45 Til kynningar 1920 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir 20 00 Daelegt mál Arni Böðvarsson taiar 20 05 Konsert i. F-dúr eftir Vivaldi Bach 20.15 Ungt fólk í útvaroi Baldur Guðlauesson kvnnir þátt með blönduðu efni 21-00 Sinfónfuhljómsveit Islands ie*d yr tónleika í Hóskólabfm Stj. Igor Buketoff Sönekona Adele Addison frá USA 21 45 Kvæði eftir Davíð Askelsson 8aldvin Halldórsson leikari les 12 00 Fréttir og veðurfregnir 22 '5 „Mynd i spegli“ eftir bori Bergsson Finnborg ftrnólfsdott ir og Arnar Jónsson lesa 22.35 iassþáttur Ólafur Steoh ensen kynnir 23 05 Rrideehatt ur Hjalti Elía«son og Stofán Guðjohnsen ræðast við. 23.30 Dagskrárlok. hhsbhv

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.