Tíminn - 12.05.1966, Blaðsíða 12

Tíminn - 12.05.1966, Blaðsíða 12
I TSL SOLU 3ja herb. ný jarðhæð 1 Kópavogi. Sér inngangur, sérhiti. Nýlegt parhús við Birkihvamm. Æskileg skipti á íbúð í Reykjavik. 5 herb. einbýlishús í Silfurtúni, bílskúr, ræktuð lóð. Húsgrunnur fyrir einbýlishús í Kópavogi. OPID 5,30-7. UUGARO! £-4 SKJðlBRAUT 1-SIMI 41250 KVÖIDSÍMI 40647 LAUST STARF Kaupfélag austanlands vill ráða mann til gjald- kera- og skrifstofustarfa. Ennfremur mann til að annast innkaup og verzlunarstjórn. Upplýsingar gefur Gunnar Grímsson starfsmanna stjóri S.Í.S. Aöalfundur Aðalfundur Sambands íslenzkra byggingafélaga verður haldinn kl. 5 e.h. föstudaginn 27. maí n.k. í Félagsheimili Húnvetninga, Laufásvegi 25 (geng ið inn frá Þingholtsstræti). Vérijuleg aðalfúndarstörf. Stjórnin. Vélritun - Bókhald - Bréfaskriftir Tökum að ok'kur ofangreint fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Þeir, sem hefðu áhuga, leggi nafn og heimilis- fang inn á afgreiðslu blaðsins, merkt „Vélritun 100“. 'V M* Hreingern- ingar Hreingermngar me?í nýtízku vélum Fliótleg og vönduð vinna. Hreingerningar sf., Sími 15166, eftir kl. 7 e.h. 32630. í TÍMANUM 12 Framhald af bls. 9. ur er a5 fá íbúðarhúsnæði. Byggingafélag verkamanna hef ur á undanförnum árum byggt allmargar fbúðir og hefur það bætt mikið úr. Þetta ástand stendur bænum fyrir þrifum, þvf við trúum því, að ef við hefðum fleiri' íbúðir, gætum við fengið fleira fólk til þess að setjast að á ísafirði. Það hlýt- ur því að vera brýnasta verk- efni bæjarstjórnarinnar að vinna að því að byggingar verði ávallt fyrir hendi handa ungu fólki, sem er að hefja búskap. . — Hafið þið átt eitthvað við gatnagerð? — Ein merkasta famkvæmd bæjarsjóðs er tvímælalaust mal bikun gatna. Bæjarsjóður keypti fyrst litla malbikunar- TÍMINN. vél, sem að vísu var afkasta- lítil, en þó vannst töluvert með henni. Síðar voru svo keypt tæki, sem samband ísl. sveit- arfélaga átti, og breyttist þá viðhorfið mun til hins betra. Nú er búið að malbika um 24 þúsund fermetra, og bær- inn allur með hreinlegri svip en áður. Nú í sumar á að mal- bika Suðurgötu niður að hafn- arsvæðinu og verða það mikil umskipti frá því, sem áður var, þegar því verður lokið. — Hvað viltu segja mér um framtíð bæjarins? — ísafjörður hefur öll skil- yrði til þess að geta átt góða framtíð. Við höfum hér lífhöfn fyrir næstu byggðir, við höfum sjúkrahúsið, flugvöllinn og dag legar samgöngur við Reykjavík á sumrin. Nú) við höfum skól- ana og væntanlegan mennta- skóla. Allur þjónustuiðnaður hjá okkur er eins og hann ger- ist beztur á Vestfjörðum, svo að ekki er í annan stað betra að sækja. Eftir þeim áætlun- um, sem nú eru uppi, er ætl- unin að gera ísafjörð að meg- inbyggðakjarna á norðanverð- um Vestfjörðum. Við getum tekið við tölu- verðri fólksfjölgun, ef við tök- um á okkur rögg og byggjum meira. en það hlýtur að verða. Við erum líka bjartsýnir um að fólk vilji búa hér. — En hvað um framtið at- vinnuveganna? — Við vonum að útgerðin aukist og dafni, því að sjálf- sögðu verður hún undirstöðu- atvinnuvégurinn. Auk þess hlýtur að koma að því að niðursuðuiðnaður verði efldur á ísafirði. Slíkur iðn- aður hefur verið nokkur að undanförnu, en takmarkaður við rækjuna, fiskibollur, græn- ar baunir o.þ.h., en fjölbreytni í þessum iðnaði hlýtur að vaxa á ísafirði, því skilyrði eru þar mjög góð. Sannleikurinn er auðvitað sá, að við flytjum út hráefnið svo að segja óunnið. og gætum tvöfaldar útflutn- ingsverðmæti sjávarafurðanna, ef við sköpuðum skilyrði til þess að vinna úr þeim að fullu. Á ísafirði ætti að vera skil- yrði til þess frekar en víða annars staðar. Um iðnað er það að segja, að aukning hans hlýtur alltaf að vera takmörkuð við eftir- spurnina á staðnum, þar sem við getum ekki keppt á öðr- um m'arkaði vegna flutnings- gjalda. Öðru máli gegnir um skipasmíðar, en þær hafa fylli- lega sannað tilverurétt sinn á ísafirði, og um fjölmörg ár voru byggðir hér bátar árlega, og hefur það verið almæli að óvíða væru traustari bátar byggðir. Einnig ættu plastflot- OPIÐ BRÉF Framhald at bls. 9 . . . En þið kunnið þetta allir, framhaldið jafnt og upphafið og vegna barna, sem kynnu að lesa þetta, fer ég ekki lengra. Ætli það geti ekki verið, að Emanúel álfursta hafi orðið það, að sjá þá sjón, sem Friðrik sjötta var hlíft við? Þess vegna hafi hann orðið að ryðja brjóstið. Flestir stórgróðamenn eru kald- rifjaðir, en þeir hafa þó allir ein- hvern óróa í brjóstinu og melt- ingarfæri misjafnlega sterk að sjálfsögðu. Og nú var óhætt að sýna hug sinn. Svipuhögg, smán- aryrði og smyrsl hafa ávallt fylgt vissri þjónustu frá því sögur hefj- ast. Ég hætti ekki á samanburð á ytra borði — þeirra Reykvíkinga, er Friðrik sjötta var hlíft við að sjá, og þeirra er Emanúel álfursti augleiddi nú fyrir skömmu. Þar hallar þó sennilega á gömlu menn ina, en manneðlið er löngum samt við sig. Mér býður svo hugur um, að hið innra hafi hlutur þeirra verið hærri. En nær rís jafnoki Þ.E. til að kveða um atburðina í Reykjavík, álsamningadaginn? Emanúel gat gengið fleira til en hreinskilnin ein, sigurhlakkið eða þörfin að ryðja upp þeim óhroða, er safnazt hafði fyrir neð an við þind og ofan. Nú var Jó- hann negldur og ríkisstjórnin; eft- ir var aðeins þingflokkurinn. Mat hans á honum getur ekki komið skýrar fram. Ykkar er svo að stað- festa eða vefengja dóminn. Hugsið ykkur um nokkrum sinn um. Fyrr eða síðar brjótum við þessa hlekki, sem ykkur er ætlað að logsjóða á okkur og næstu kyn- slóð. Sársaukalaust v^rður það ekki. Á suma verða þeir holdgrón- ir, aðra merja þeir til meiðsla, alla særa þá aðra en þann hóp, er nýtur þeirrar náðar, að fá þá silkifóðraða nær sér, gillslit á ytra borðið. Það er miklu betra að varpa þeim nú þegar á nasir Em- anúels álfursta og biðja hann aldrei þrífast en hætta til hins. Guðmundur Friðjónsson orti þjóðfrægt kvæði um síðustu alda- mót. Hann spyr vin sinn, frænda og sveitunga, er hugði á Ameríku- för: .......Ætlarðu að glata ánum þínum? Afbragðs hesti, tryggjum vini?“ o.s.frv. .. . Seinna: . . „Kasta í Enskinn börnum þínum?" . . . i frá Vestanplast h.f. að geta rðið „útflutningsvaa" frá okk r. — Vilt þú ekki, Bjarni segja lér eithvað áður en við ljúk- m þessu samtali. — Jú, ég vil segja þetta: A safirði hafa margir stjórnmála törungar og aðrir andans íenn lifað og starfað. Sú var ðin að hin pólitíska barátta ar hér óvægin og hörð. Á síð- stu árum hefur þetta .breytzt. . þeim ellefu árum, sem ég efi starfað í bæjarstjórn hef- r orðið mikil breyting á þessu, g ég held að flestum þyki, 1 hins betra. Að sjálfsögðu ru menn ekki alltaf sammála, n hafa þann þegnskap að inna bæjarfélaginu allt það ezta, sem þeir mega. Þar höf- m við öll sömu hagsmuna að æta. Ég held líka, að svo bezt innum við ísafirði, að við töndum fast saman um hags- íunamál okkar, því eigi mun f veita. Og hann kveður enn fastar að, og þann veg, að mér hefur a.m.k. ávalit veitzt léttara að lesa með sjálfum mér eða skrifa en fara með í beyranda ljóði — enda átt örðugt með að mæla fram í ein- rúmi. Hann spyr að lokum: „En hver á að signa þína móður, þegar hennar son og sjóður sokkinn er í þjóðahafið? Hver á að gæta að grafarrónni, græða svörð á blásnu leiði, þegar sólin suður í heiði sendir geisla moldarþrónni?" Þessi maður ætlaði þó ekki að gera annað en glata sjálfum sér og sínum afkomendum, og þá var Aðaldalur enn þéttskipaður dug- andi mönnum, og öflugum frænd- garði þeirra beggja, þess er kvað jog hins, er kveðið var til — og j varð hughvarf. í Nú eruð þið spurðir áþekkrar FIMMTUDAGUR 12. maí 1966 spurningar, og þó um stærri hluti. Ætlið að glata ánum okkar? Ekki vesælum kvikfjárklaufum, heldur lífæðum landsins — fyrst hinni beztu. Ekki „kasta í Enskinn" bömum ykkar, heldur leiða hann í leið- toga — kennara- og húsfoónda- stól, hér mitt á meðal vor, fá hon- um rétt á því, er hann gimist . . . þessu fyrst, öðru síðar. Það er það, sem þið hefið verið að gera, síðan þíð náðuð völdum. Sjálfstæði, þjóðerni, siðferði, allt fer eina leið í ykkar höndum, eins og þið hafið á málum haldið. 14 þúsund frelsisæpandi Reyk- víkingar eru eitt skýrasta táknið um það, hvert okkur ber og það er þó aðeins ávöxtur af 5 ára glápi. í stað þess að útflytjendur okk- ar glötuðust, en þjóðin lifði, á hún nú að glatast heima fyrir, og gerir það, ef þið haldið veiii og völdum að óbreyttri stefnu. Hér skal nú Jáu einu við aukið. Indriði Þorkelsson kvað um mann giftulítinn, er síðast varð úti á ísum, skaðahálum: „Er sér við glötun mælti hann mót, meðan það kunni að stoða hreyfði enginn hönd né fót honum að bjarga úr voða.“ Þið hafið allir saman mælt ykk- ur mót við glötunina, aiþingis- menn Sjálfstæðisflokksins, en þó ekki gengið henni á hönd óaftur- kallanlega. Það er ykkur ætlað nú í þinglokin, með því að stað- festa álsamningana. Ég get ekki vænzt þess, að nokk- ur ykkar hrærist af orðum mín- um né annarra andstæðinga. Engu að síður finnst mér ég bregðast skyldu minni, ef ég vara ykkur ekki við, bendi ykkur á, að þó að þið metið orð mín minna en einskis, þá hlustið eftir ráðum og röddum vina ykkar og fylgis- manna, þeirra, sem ekki vænta sér fríðinda eða fjár í sambandi við þetta óheillamál. Hlustið eftir rödd samvizkunn- ar í eigin brjósti. Neytið skyn- seminnar, án alltof náinna tengsla við aura og krónur, og sýnið það hugrekki að rísa gegn þeim blind- ingjum, sem ekkert sjá nema álið, gegnum gullglýju. Af er sú tíð, að menn séu húðflettir vegna skoðana og atkvæðagreiðslu — þó komið geti að því. Við Sjálfstæðisflokksmenn utan þings vil ég segja þetta: Neytið vitsmuna ykkar og vilja- styrks! Varið fulltrúa ykkar við glapræðinu, sem felst undir talna- hroða Jóhanns Hafsteins og hans nóta. Ábyrgð ykkar er þung ,ef þið þegið og þvoið hendur ykkar. Eitt alvöruorð fá traustum flokks- manni, er nú lýsir vanþóknun, van trausti og fráhvarfi, er þungt á vogarskálinni. vegur miklu meir en snjöll og rökföst ádeila and- stæðings, hvort heldur hún birtist í ræðu eða riti. Fulltrúar ykkar standa vissu- lega á krossgötum. Þeim er í lófa lagið að ganga þangað, sem þeir fá nöfn sín letruð gullnum stöf- um i íslandssögunni. Þau spor kunna að reynast torstigin, með- an verið er að skiljast við óhappa- mennina, en þau leiða inn í ljós- ið og ylinn, og hróður þeirra er var freistað jafn fárlega og gert hefur verið, meiri en hinna, sem ekki var freistað — á vissan hátt. Sbr. orð Ritningarinnar um synd- arann. Leiðinni kringum gullkálfinn þarf ekki að lýsa, henni fylgir óblessun ein í aldir fram. Sameinumst um það, að Þjórs- árísa leysi ekki af sviss-fransk- amerísk-íslenzkri elfu nú í vor, heldur aðeins íslenzkri. Fjaffi, 21. ap. 1966. KetiH Indriðason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.