Tíminn - 12.05.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.05.1966, Blaðsíða 8
8 TÍMBNN FIMMTUDAGUR 12. maí 19G6 Hínn 26. janúar síðast- ilðinn átti ísafjarðarkaup- staður 100 ára afmæli, og var afmælisins minnzt þann dag. Mikil hátíða- hold eru fyrirhuguð í sum- ar í tilefni afmælisins og er þá væntanlegt margt gesta til bæjarins. Meðal annars munu koma fulltrú- ar frá fjórum vinabæjum ísaf jarðar á Norðurlöndum og auk þeirra ýmsir fyrir- menn íslenzkir. ísfirðingar heima munu gera sitt til að fegra bæinn og snyrta, svo að gestir megi hafa á- Loftmynd af ísafjarSarkaupstað. Brýnasta verkefnið að byggja yfir unga fólkið RÆTT VIÐ BJARNA GUÐBJÖRNSSON, FORSETA BÆJARSTJ. ÍSAFJARÐAR nægju af komunni í alla staði. . ' Þessi orð sagði Bjarni Guðbjörnsson, forseti bæj- arstjórnar á ísafirði, er blaðamaður Tímans átti tal af honum um daginn. Ætl unin var að ræða um bæj- armálefni ísafjarðar. — Bjarni var að koma af Al- þingi, en þar hafði hann setið um nokkurn tíma sem varamaður. Við snerum okkur strax að umræðuefninu, og ég spurði Bjarna um atvinnu- lífið á ísafirði. — Um atvinnuveg"ia er það að segja, að við ísfirðingar byggjum mest á útgerð. Frá ísafirði eru gerðir út ellefu stór ir bátar, sem róa ýmist með línu eða net. Fimm bátar hafa verið gerðir út í vetur með línu og hafa þeir landað aflan- um daglega, en frá því í miðj- um febrúar hafa allir stærri bátamir verið með net og sótt aflann suður í Breiðafjörð. Auk stærri bátanna eru smábátar gerðir út á_ veturna til rækju- veiða. Við ísafjarðardjúp hafa 16 bátar stundað rækjuveiðar og lagt aflann á land á ísa- firði, Hnífsdal, Bolungarvík og Súðavik. Rækjuveiðin hefur skapað geysimikla atvinnu, vegna þess að í rækjuverltsmiðj unum, sem eru þrjár á ísafirði, vinnur fjöldi manns, aðallega unglingar og konur. Vinnan er að mestu leyti ákvæðisvinna, svo að konurnar geta hagað vinnutíma að miklu leyti eftir sínu höfði. Þessi vinna er mörg um fjölskyldum góð og mikil búbót. Iðnaður er talsverður á ísa- firði og færist í aukana. í sam- bandi við iðnaðinn vil ég fyrst minna á skipasmíðastöð Mar- sellíusar Bernharðssonar, en þar vinna að staðaldri 40 menn. Þessi skipasmíðastöð hef ur verið í mikilli uppbyggingu og hefur nýlega verið byggð þar dráttarbraut, sem getur tekið yfir 400 tonna skip á land. Þar er nú hægt að byggja inni í húsi yfir 400 tonna stál- skip. í stöðinni hefur að vísu ekki verið átt við nýsmíði að undanförnu, en síðan dráttar- brautin tók tíl stafa, hafa um 300 skip komið þar til við- gerða og þh. Við þetta hafa fleiri fengið atvinnu en starfs- menn skipasmíðastöðvarinnar, t.d. rafvirkjar og þeir, sem gera við síldarleitartæki og dýptar- mæla og annað slíkt. Þá má nefna fyirtæki, sem nefnist Fjöliðjan h.f., en þar vinna nú 20 manns. í þessu fyrirtæki er framleitt tvöfalt gler og er 90% af framleiðsl- unni selt út á land, m.a. til Reykjavíkur og um allt land. Á ísafirði eru þrjú rafmagns- verkstæði,_ sem sinna verkefn- um fyrir ísafjörð og nágrenni. u Ekki má gleyma því, að nú er risin á ísafirði verksmiðja, sem framleiðir plastflot á síld- ar- og þorskanætur. Þessi verk- smiðja nefnist Vestanplast h.f. og framleiðsla hennar hefur gefið nokkuð góða raun, þó hún sé enn á byrjunarstigi. Fyrirtæki sem Vestanplast stuðla að fjölbreytni í atvinnu- lífinu á staðnum. Þá eru og vélsmiðjur i bæn- Marselíus Bcrnharðsson hjá skipasmiðiu sinni t Neðstakaupstað. um og þeirra stærst er vél- smiðjan Þór h.f. Annast smiðj- urnar vélaviðgerðir bátanna og aðkomutogara, aðallega enskra. Á árinu 1965 munu hafa komið um 260 erlendis togarar til hafnar á ísafirði. Þjónustan við erlenda togara er eigin- lega fyrir þá þjónustu, sem þeir fá á fsafirði, rösklega fjór- ar milljónir króna. Næst gæti ég nefnt Stein- iðjuna h.f., en það er fyrir- tæki, sem framleiðir holsteina og gangstéttarhellur, auk þess, sem það rekur trésmiðaverk- stæði. Á ísafirði eru rekin tvö stór frystihús í sambandi við útgerð ina og hefur verið geysimikil atvinna við þau. Fystihúsin hafa tekið við allmikium afla í vetur, svo að vöntun hefur verið á fólki til þess að vinna úr aflanum. Ég vil geta þess í þessu sambandi, að þrjú frysti húsin innan Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna sem mest framleiddu í jan. s.l. voru á ísafirði og í Bolungarvík. Vegna legu sinnar hefur ísa- fjörður alltaf verið mikill verzl unarstaður. Þar eru fjölmarg- ar verzlanir, sem eiga viðskipti við öll héruðin í kring. Mikill áhugi er hjá öllum, sem að viðskiptum starfa og öðrum bæjarbúum, að samgöngur batni í héraðinu, því eftir því sem þær eru betri, stækkar við- skiptasvæðið og viðskiptin verða örari. Kaupfélag ísfirðinga rekur umfangsmikla verzlun á ísa- firði. Það rekur þar matvöru- Iverzlun, kjöt- og nýlendu- vöruverzlun, vefnaðarvöruverzl un og búsáhaldadeild auk sér- stakrar afgreiðslu fyrir vöru- pantanir úr héruðunum í kring. En kaupfélagið rekur ejnnig sláturhús og frystihús, svo og mjólkurstöð og mjólkurbúð. Útibú frá kaupfélaginu eru í Hnífsdal, Bolungavík og á Súðavík. Tvö verzlunarfyrirtæki, stofn uð nýlega af vestfirzkum aðil- um, Sandfell h.f. og Skreiðar- samlag Vestfjarða, eru á fsa- firði. Sandfell h.f. flytur inn alls konar veiðarfæri og útgerð- arvöru, en Skreiðarsamlagið Bjarni Guðbjörnsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.