Tíminn - 14.05.1966, Page 5
LAUGARDAGUR 14. maí 1966
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjórl: Krlstján Benediktsson Ritstjórar Þorarinn
Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjómar Tómas Karlsson Aug
lýsingastj.: Steingrimui Gislason Ritstl.skrtfstofur ' Eddu
húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur Bankastrætl 7 Af
greiðslusími 12323 Auglýsingaslmi 19523 Aðrar skrlfstofur,
sími 18300. Askriftargjald kT 95.00 á mán innanlands — t
lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f
Flokkur unga fólksins
Samtök ungra manna í tveimur flokkum hafa haldið
sérstaka kosningafundi í Reykjavík að þessu sinni, Heim-
dallur og Félag ungra Framsóknarmanna. Þótt Sjálfstæð-
isflokkurinn hafi til þessa verið mörgum sinnum fjöl-
mennari flokkur í Reykjavík en Framsóknarflokkur-
inn, var fundur Félags ungra Framsóknarmanna stór-
um betur sóttur af ungu fólki en fundur Heimdallar.
Þetta sýnir vel, hvert straumur unga fólksins liggur í
dág.
Þessi þróun kemur engum á óvart, sem hefur fylgzt
með íslenzkum stjórnmálum seinustu árin. Sú mikla
óðaverðbólga, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu-
flokkurinn hafa magnað seinustu árin, bitnar á unga
fólkinu öðrum fremur. Það er nú t.d. miklu örðugra fyr-
ir ungt fólk að eignast eigið húsnæði en það var fyrir
sex árum. Allt lán húsnæðismálastjórnar vegur t.d. ekki
nema á móti helmingi þeirrar hækkunar, sem orðið hef-
ur á byggingarkostnaði fremur lítillar íbúðar á þessum
tíma. Það gefur auga leið, hvaða áhrif þetta hefur á af-
komumöguleika ungs fólks, sem er að stofna eigið heim-
ili. Óðaverðbólgan bitnar þyngst á þeim, sem eru að
byrja að koma fótunum undir sig efnalega.
En það er ekki aðeins verðbólgustefnan, sem fælir
ungt fólk frá stjórnarflokkunum. Vantrú þeirra á ís-
lenzkt frahitak og undirlægjuháttur þeirra við flest, sem
útlent er, er ekki í anda ungs fólks. Þröngsýnir klíku-
flokkar, þar sem menn eru handjárnaðir við flest tæki-
færi, eru ekki heldur í anda ungs fólks. Þess vegna snýr
ungt fólk líka baki við Alþýðubandalaginu, þar sem
þröngsýnir og kreddufastir línukommúnistar hafa æðstu
völd.
Ungt fólk hér og annars staðar í lýðfrjálsum löndum
aðhyllist nú frjálslynda og víðsýna flokka, sem leyfa
skoðanafrelsi innan vébanda sinna. Að sjálfsögðu verð-
ur að vera samstaða um höfuðstefnuna, en varðandi ein-
stök dægurmál eiga menn ekki að vera handjárnaðir á
höndum og fótum. Ungt fólk aðhyllist framsækna flokka
og þjóðlega flokka, sem leggja höfuðkapp á að efla inn-
lent framtak.
Framsóknarflokkurinn fullnægir öllum þessum skil-
yrðum. Þess vegna er hann í sívaxandi mæli flokkur
unga fólksins. Þess vegna gengur hann sigurviss um
land allt til sveitar- og bæjarstjórnarkosninganna 22.
maí.
Áfram dýrtíð!
Það er nú ljóst mál, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur
annað í huga en að vinna að stöðvun verðbólgu og dýr-
tíðar. Hann hefur í sveitar- og bæjarstjórnarkosningun-
um valið sér kjörorðið Áfram. Það á að tákna, að verði
Sjálfstæðisflokknum veitt brautargengi, muni fylgt á-
fram þeirri stjórnarstefnu, sem nú er fylgt, stefnu dýr-
tíðar, sívaxandi álaga og lánsfjárhafta.
Menn vita því, að hverju þeir ganga, ef þeir kjósa
Sjálfstæðisflokkinn að þessu sinni. Bjarni Benediktsson
mun túlka hagstæð kosningaúrslit flokksins sem trausts-
yfirlýsingu við stefnu sína og því verða enn óragari en
ella við að láta dýrtíðina magnast áfram. Verði úrslitin
aftur á móti óhagstæð ríkisstjórninni, mun hann líta á
það sem aðvörun og taka tillit til þess.
Kross við lista stjórnarflokkanna þýðir því sama og
inenn segi: Áfrara dýrtíð!
TÍMINN_____________________________________5
t -|
Ritstjórnargrein úr „The Economist": I
Kínverskir kommúnistar eru
smeykir við menntamennina
Þeir eru nógu móttækilegir fyrir kenningar Maos
KÍNVERSKIR menntamenn,
sem árum saman hafa orðið að
játa á sig bæði raunveruleg og
ímynduð afbrot, hljóta oft að
hafa öfundað Kuo M0--J0. Hann
hefir verið menningarlegt
traust Pekingstjórnarinnar og
af þeim sökum gegnt meira en
20 opinberum emhættum. Kuo
hefir einnig ferðast víðsvegar
um heimdnn sém fulltrúi Kína,
bæði setið alþjóðlegar friðar-
ráðstefnur og komið fram við
! jarðarfarir mikilla leiðtoga
komm-únista. Hann hefir líka
endurgoldið þetta allt rneð ó-
aflátanlegri undirgefni við
Mao.
Þrátt fyrir allt, þetta gat að
líta í blöðunum í Peking um
daginn, að Kuo Mo-Jo, forseti
vísindaakademíunnar, formaður
Kínasambands bókmennta og
listafélaga, forseti vísinda- og
tæknistofnunarinnar o. fl. 0. fl.,
hefði orðið að meðtaka sinn
skerf eins og aðrir. Kuo hafi
verið kvaddur fyrir fastanefnd
Þjóðlega alþýðuþingsins (hvar
tiann er að sjálfsögðu varafor-
rnaður sjálfur) og orðið þar að
játa — með „smánartáraflóðið
streymandi niður á maga“, —
að honuni hafi láðst að tileinka
sér lærdóma Maos. Af þessum
sökum reynast nokkrar milljon
ir orða af ljóðum. skáldveikum
og sagnfræðiritum eftir hann
gjörsaimlega einskis virði, og
ættu að berast á bál.
ENN hafa ekki borizt frá
Peking neinar fréttr, sem gefi
til kynna, hvort Kuo hafi í
raun og veru verið ákærður fyr
ir ákveðna glæpi og sætt alvar
legri niðurlægingu. Skeð getur,
að játning hans n.ægi til að-
uppfylla hinar kínversku kröf
ur um sjálfsgagnrýni og að
henni fram borinni verði hann
1 látinn í friði. En jafnvel þó
að hann haldi frelsi verður opin
ber smán æðsta menntamanns
þjóðarinnar ærið alvarleg á-
minning fyrir starfsbræður
hans um að enginn sé upp yfir
fallhættuna hafinn.
Chou En-lai forsætisráðherra
hélt mikla ræðu við hátíðahöld
in fyrsta maí, eða nokkrum dög
um eftir játningu Kuos, og fjall
aði hann þar um almenna
hneigð í hugsun, sem gerði
óumflýjanlegt að niðurlægja
til viðvörunar jafnvel jafn
fræga menntamenn og Kuo.
Chou sagði, að „borgararnir“
væru enn mjög áhrifamiklir í
Kína, þrátt fyrir alla baráttuna
* gegn þeim, héldu áfram að
hafa áhrif þar í heila öld og
jafnvel öldum saman. Þeir
reyndu stöðugt að koma kapítal
ismanum á að nýju og lánaðist
það stundum, eins og dæmi
Rússa sýndi bezt.
Haldið var fram í forustu-
grein i Dagblaði alþýðunnar
fyrir skömmu, að þessi borgara
legu áhrifaöfl kæmu stundum
fram í „gervi sérfræðinga og
Skólamanna", sem þættust vera
fráhverfir stjórnmalum yfirleitt
til þess að villa um fyrir fjöld
anum meðan þeir væru að ná
—
Mao Tse Tung
undir sig völdunum og ryðja
kapítalismanum braut. „Nýmóð
ins endurskoðunarklíka" Krúst
óffs hefði sölsað völdin í Rúss
landi undir sig á þennan hátt,
eða með því að setja allt traust
sitt á sérfræðinga og skóla-
menn, og lagt landið að nýju
undir kapítalismann.
ÞESSI samsæriskenning virð-
ist vera eins konar ný gylling
á gömlu ósjálfráðu tortryggn-
ina í garð menntamanna jg
ætlað að réttlæta einbeitta og
miskunnarlausa afstöðu gagn-
vart þeim. Chou En-lai boðaði
„ákafa og langvinna baráttu“
fyrir útrýmingu borgaralegs
hugsunarháttar. Og hvar gat
að finna betra tákn þessa nýja
tímabils í baráttunni gegn
menntamönnunum e-n Kuo
gamla, sem hlaut borgaralega
menntun og hefir stöðugt sam-
band við borgarastéttimar, hef
ir mjög fjölbreytilegan ahuga
á vísindum og bókmennturn,
gekk seint um síðir í konnmún
istaflokkinn (var utan flobka
fram á árið 1958) og hefir sýnt
áþreifanlega hæfni í að „sölsa
undir sig forustu?"
Sennilegt er, að í kjölfar
„játningar“ Kuos komi sam-
felld röð árása á aðra „borgara
lega“ menntamenn. Fjórir
starfsbræður hans, kunnir sagn
fræðingar og rithöfundar, hafa
þegar sætt yfirheyrslum mán
uðum saman, eða þeir Wu Han,
Shien Po-Tsan, Hsia Yen og
Tien Han. Þeir hafa verið sak
aðir um — oft á hinn furðu
legasta hátt, — að gera of
lítið úr hlutverki stéttabarátt
unnar í sögunni, og svo vill
til, að þeim hefir verið gefið
að sök að aðhyllast sögulegar
kenningar, sem Kuo viður-
kenndi fyrir mörgum árum.
SJÁLFSGAGNRÝNI mennta
mannanna og opinber gagnrýni
á þá kenningar þeirra, hefir þó
verið veikari þátturinn í „hinni
áköfu baráttu", og svo mun enn
verða. Kínverskir kommúnist
ar eru blóðugir byltingasinnar
og aðferð þeirra til að firra sig
„úrkynjuninni", sem þeir þykj
ast sjá í Rússlandi, sannar bezt
viðhorf byltingarmannanna.
Hvað kenningar áhrærir vildu
þeir helzt geta afmáð borgara
legu hættuna í einni allsherjar
atlögu, með því að má út á
einni nóttu alla sérfræðinga og
skólamenn.
Það er í fyllsta samræmi við
hugsun Maos, sem er hin fræði
lega undirstaða allra athafna í
Kína um þessar mundir, að
ryðja verði úr vegi hindruninni
milli menntamannanna og
bænda, milli andlegrar vinnu
og líkamlegrar, milli borga og
landbúnaðarhéraða, til þess að
mynda eina allsherjarstétt
verkamanna, bænda, hermanna
og menntamanna. Þá yrðu þeir
allir áhugaritJhöfundar og sagn
fræðingar, allir bændur eða
verkamenn að atvinnu, allir
„sérfræðingar", en þó fyrst og
fremst „rauðir“ allir sem einn.
Allar sannar skapandi hug-
myndir verði að eiga rætur
sínar að rekja til fjöldans.
Þarna er að finna undirrótina
að baráttunui fyrir sagnritun
og iðkun frásagnarlistar fjöld
ans jafnvel þeirra, sem eru
menn hlutverki að gegna, eða
algerlega ómenntaðir En eins
og sakir standa eiga mennta-
menn hlutkesti að gegna eða
að færa verk fjöldans í bók-
menntalegan búning. í þessu
augnamiði meðal annars hafa
160 þúsundir starfandi rithöf-
unda verið sendir út í sveit á
undangengnum árum, en eink
um þó til þess að læra af bænd
um stéttarlega hollustu og oft
og einatt til þess að gerast
bændur sjálfir.
BREYTING, sem orðin er á
viðhorfi valdhafanna í Kína íil
menntamannanna, kemur hvað
bezt fram í merkingarþróun
hinnar frægu setningar „látið
hundrað blóm gróa“. í þessum
mánuði eru einmitt liðin tíu
ár síðan að Mao flutti leyni-
legu ræðuna, þar sem hann
bauð að tryggja menntamönn
unum frelsi til skoðanabirting
ar til þess að fá þá til þess að
þjóna ríkinu. Menntamennirn-
ir voru seinir til að notfæra sér
hið nýja frelsi og í júní 1957
voru þeir allt f einu sviptir
því aftur, en stutta stund leiddi
kenningin um blómin hundrað
til ritfrelsis, að minnsta kosti
að vissu marki.
Fyrir nokkrum mánuðum
minntist Chou Yang mennta
málafulltrúi Kínastjórnar að
nýju á gróandi blómin hundrað.
En blómstrun þeirra á nú að
beinast einungis að túlkun eins
efnis, eða baráttunni gegn
kapitalismanum.
Hvort Kína reynist hafa efni
á að halda áfram að fylgja gagn
vart menntamönnunum stefnu,
sem kennd er við fjöldann, fer
að verulegu leyti eftir því,
hvort vísinda- og tæknimennirn
ir, sem til þessa hafa að m/estu
sloppið við menningarlega
„endurmótun“. verða talfjjr til
hinna „vondu" borgarátegu
sérfræðinga. Jafn tignum
manni og Kuo Mo-Jo er fórn
Framhald á bls. 15
HSWW' ‘