Tíminn - 14.05.1966, Síða 8

Tíminn - 14.05.1966, Síða 8
LAUGARDAGUR 14. maí 1966 TIMINN Þessi mynd er tekin úr Arnarnesinu, yngsta hverfi Garðahrepps, og sér á hennl yfir í Silfurtúnið, sem er elzti skipulagð ibyggðakjarninn. Vaxandi byggð í Garðahreppi - morg verkefni bíða úriausnar Nýlega var birt skipulag næstu ára yfir höfuðborgar- svæðið svokallaða, það er hrepp ana í kringum Reykjavík, höf- uðborgina sjálfa, Hafnarfjörð og Kópavog. í þessu skipulagi, sem nær fram til ársins 1984 er gert ráð fyrir að mikil fjölg un verði á þessu stóra svæði samtals um 80 þúsund manns. Einn , nágrannahreppurinn, Garðahreppur mun taka til sín 8 til 12 þúsund manns á þessum tíma, og er það ör fjölgun, en nú eru íbúar hreppsins miðað við bráðabirgðatölur hagstof- unnar frá 1. desember s.l. 1851. Hefur íbúuntun fjölgað um nær helming frá manntali 1959, en þá voru þeir 989 tals ins. Það sem hvaðmesta abhygli vekur, þegar menn virða fyrir sér Garðahrepp er að hann er byggður upp af mörgum skipu- lögðum byggðakjörnum, sem þó eru yfirleitt greinilega að- skildip hver frá öðrum. Hreppn um er skipt niður í níu hverfi, sem hvert ber sitt kveðna nafn, Silfurtún, Flatir, Grundir Setbergshverfi, Garðahverfi, Ás liarður Hraunsholt Lyngholt ♦Amarnes en Arnarnesið er yngsta hverfið og enn að mestu í byggingu. Miklar bygg- ingaframkvæmdir hafa átt sér stað til skamms tima á neðri flötunum, en þar eru nú ris- in um 120 hús, og á efri flötun- um er verið að byggja eða ver- ið að undirbúa byggingu 4 um 160 húsum. Silfurtúnið er hins vegar fyrsti skipulagði þéttbýl- iskjaminn í hreppnum, eins og sjá má á því, að þar eru flesf hús fullfrágengin í dag. Vandamál byggðarféiags, sem er í örum vexti, era mörg, og eitt af því, sem einkennir slíka staði hvað mest er barna- fjöldinn miðað við fólksfjölda. f Garðahreppi era 46.5% íbú- anna 15 ára og yngri, og mun sú tala hvergi vera hærri þar sem Kópavogur, sem til skamms tíma var í fyrsta sæti státar sig nú aðeins af því að 43% íbúanna eru innan við 15 ára. í Garðahreppi eru að með- altali 3.8 böm í hverri fjöl- skyldu, og eru þeir vist fáir, sem ekki hugsa til skólamála hreppsins einhvern tíma á degi hverjum, enda ekki að ástæðu- lausu. Fyrsti hluti barnaskól- ans var tekinn í notkun árið 1958, en síðan hefur nokkru verið bætt við skólann, og sem stendur er verið að vinna við þriðja og síðasta hluta skóla- byggingarinnar. Þegar fyrsti hlutinn var tekinn í notkun voru aðeins 100 nemendur í skól anum, en sú tala hefur nú meira en þrefaldazt, þar sem börn í barnaskólanum vora í vetur um 350 talsins, og auk þess varð skólinn að hýsa nálægt eitt hundrað böm í fyrstu tveimur bekkjum ung- lingaskólans. Þetta hefur því að eins verið mögulegt, að þrísett hefur verið í flestar kennslu- stofur skólans. í vetur hefur heldur ekki verið hægt að halda uppi leik- fimiskennslu innan skólans. Eins og fyrr segir er verið að vinna að byggingu lokaáfanga að skólahúsinu. Þar verður hægt að halda uppi handavinnu kennslu, og reynt verður að hafa leikfimikennslu i bygging unni, enda þótt hún sé ekki sérstalega til þess ætluð. Er fyrirhugað að taka á leigu sér stakt húsnæði næsta vetur, þar sem hægt verður að hýsa gagn- fræðaskólann, en þrátt fyrir það verður að þrísetja í sjö og átta ára bekki barnaskól- ans. Er fram í sækir virðist þó liggja beinast við að skóla- hús rísi í hinum einstöku hverf um, þar sem að minnsta kosti yngstu börnin gata hlotið kennslu, og það þó sérstaklega vegna þess hve byggð er dreifð í Garðahreppi. Eins og stendur er lausnin sú, að skólabíll sæk- ir börnin, á daginn og flytur þau til skólans, og síðan heim aftur að skólatímanum liðnum. Er þessi flutningur því nauð- synlegri, ef tekið er tillit til hinnar miklu umferðarhættu, sem börnum hreppsins er bú- inn, en eins og allir veit liggur Hafnarfjarðarvegurinn gegnum hreppinn endilangan og hafa mörg alvarleg umferðarslys orðið við hann. Mikið hefur verið rætt um byggingu íþróttahúss, en sam- kvæmt kostnaðaráætlun, sem íþróttafulltrúi hefur gert, mundi það ekki kosta minna en 12 milljónir króna. Nú er hins vegar verið að athuga, hvort ekki megi reisa hús með ódýrara móti, til þess að ekki líði á eins löngu þar til bygg- ingu þess getur verið lokið. Götúr eru óvíða á íslandi íbúunum til yndis og ánægju, en þó er áreiðanlegt að þeir íbúar Garðahrepps, sem orðið hafa þess aðnjótandi að olíu- möl hafi verið borin á götur þeirra, geta prísað sig sæla. Árið 1963 var gerð tilraun með að bera olíumöl á nokkrar göt- ur á Flötunum, og hefur sa tilraun reynzt vel, og breytt malarvegum í þægilega akfær- ar götur. Olíumölin er að sjálf- sögðu dýrari ofaníburður en Hag iflöt heitir þessi gata, þar voru stórvirkar vinnuvéiar aS verki, þegar Ijósmyndari blaSsins, var þarna á ferS (Tfmamynd K.J) Á hundruðustu ártíS Jóns Vídalíns var Garðakirkja endurvígS. ÞaS var Kvenfélag Garðahrepps, sem stærstan þátt áttl í endurbyggingu kirkjunnar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.