Tíminn - 14.05.1966, Síða 9

Tíminn - 14.05.1966, Síða 9
LAUGARDAGUR 14. maí 1966 9 venjuleg möl, en þó er mun ódýrara að nota hana heldur en láta malbika götur, og séð með leikmannsaugum virðist árangurinn sannarlega sízt verri, að minnsta kosti ef bor- ið er saman við Hafnarfjarðar- veginn, svo ekki sé leitað lengra í samanburðinum. Enda þótt aðalskipulag að Garðahrepppi liggi ekki enn fyrir, hafa risið upp nokkur iðnfyrirtæki í einu af hverfum hans, og þangað er ætlunin að beina iðnfyrirtækjum í fram- tíðinni. Stálvík hefur reist á þessum stað skipasmíðastöð, þar sem nú eru byggð stálskip. Héðinn hefur komið upp plötu- smiðju í nágrenninu, og þarna má einnig sjá Vélsmiðju Sig- urðar Sveinbjörnssonar. Sápu- gerðin Frigg hefur fyrir nokkru flutt allan sinn rekstur í Lyngholtshverfið og enn ein grein iðnaðar á þarna fulltrúa sem er skipasmíðastöðin Nökkvi. Búast má við, að í í framtáðinni verði Lyngholt blómlegt iðnaðarhverfi, með mörgum stórfyrirtækjum, enda er enn eftir óúthlutað nokkr- um lóðum. Enn á eftir að leggja vatn í eitt hverfi Garðahrepps, Garða hverfið, aðalæðar voru lagðar frá Vífilsstaðabotnum árið 1961 og síðan þaðan í hin einstöku hverfi, en Setbergshverfið fær þó vatn frá Hafnarfjarðarvatns- veitunni. Borað var eftir vatni í Vífilsstaðabotnum, og vatns magn þeirrar holu er talið eiga að nægja 7000 manns, ef notuð er dæla við holuna. Vatnið til vatnsveitunnar er tekið úr tveimur brunnum. en mikil nauðsyn er að byggja þarna í Vífilsstaðabotnum virkjunar- mannvirki, svo ekki þyrfti að hafa áhyggjur af að vatnið spillist í leysingjum eða af völdum yfirborðsvatns al- mennt. Þá þarf og að byggja vatnsgeymi til að jafna þrýst- ing á vatninu. Skortur á föstum verzlunum er tilfimnanlegur í Garðahreppi og líklegt er, að hann komi hvað (harðast niður á húsmæðr- unum, sem að minnsta kosti undir venjulegum kringumstæð um verða að sjá um að draga björg í bú, þ.e.a.s. annast inn- kaupin fyrir heimilið. Aðeins ein föst verzlun er í hreppn- um, Garðakjör við Lækjarfit. Kaupfélag Hafnfirðinga reið á vaðið fyrir nokkrum árum og reyndi að bæta úr þessum verzl unarsíkorti mieð því að senda kjörbúðarbíla í hin mörgu hverfi hreppsins, og síðan hafa aðrir aðilar fetað í fótspor þess. Kjörbúðarbílarnir koma tvisvar á dag í hvert hverfi alla virka daga, og auk þess einu sinni á sunnudögum. Með þessu hefur verið fundin bráða birgðalausn á vandanum, enda fæst allt milli himins og jarðar í kjörbúðarbílunum, nýiendu vörur, mjólk, kjöt, fiskur og brauð. En kjörbúðarbílar geta aldrei orðið nema bráðabirgð- arlausn og það vita bæði hús- mæðurnar, sem kannski muna ekki eftir einhverju smáatriði fyrr en bíllinn er farinn, og sömuleiðis forráðamenn Kaup- félags Hafnfirðinga, sem um langan aldur hafa unnið að þvi að sjá viðskiptavinunum fyrir þvi, sem þá hefur van- hagað um. Því hefur kaupfé- lagið sótt um verzlunarlóð, og því verið úthlutuð lóð á Fiöt- unum. Búið er að teikna verzl- unarhúsnæðið og framkvæmdir eru í þann veginn að hefjast þar. Vgrzlunarlóð er . fyrir Franihald á bls. 15 fsSSSÍ VeriS er aS byggja þriSja og síSasta áfanga barnaskólahússins, og vonir standa til, aS honum verSi lokiS í haust. KjörbúSabíllinn er mlkis sóttur, enda er aSeins ein föst verzlun í hreppnum, og því langt fyrir hús- mæSur aS sækja vörur til heimilisins. Smáraflöt er ein þeirra gatna, sem olíumöl hefur veriS borin á. Hraunsflöl er eitt af hverfunum i Garðahreppl. Þar er allmikil byggS, og nokkur hús í smiSum, eins og sjá r/tá á myndinni. Norræna sundkeppn in hefst á morgun Norræna sundkeppnin hefst á sunnudaginn kemur, 15. maf, og stendur yfir til 15. september n. k. Vegna nýrra reglna í sambandi við stigaútreikning, eru miklar Iík ur tU þess, að ísland geti sigrað í keppninni að þessu sinni. Hér á eftir fer ávarp Sundsambands íslands vegna keppninnar, sem nú er að hefjast: „Samkvæmt einróma samþykkt Sundsambands Norðurlanda á norræn sundkeppni að fara fram á þessu ári á tímabilinu frá 15. maí til 15. september. Keppt verður samkvæmt eftir greindum reglum: l. Keppnisgrein er 200 metra, frjáls sundaðferð. 2. Ekkert aldurstakmark. 3. Engin skilyrði um sundhraða. 4. Ljúka skal vegalengdinni í einni lotu. 5. Að sundraun lokinni skal kepp andi skrá sig hjá settum umsjón armanni og fá afhentan ávísunar seðil út á norræna sundmerkið, sem verður til sölu á staðnum. Nú verður í fyrsta siiin keppt eftir nýrri og réttlátari jöfnunar tölu en áður hefur gilt, og var hún endanlega samþykkt á sund þingi Norðurlanda í Björneborg hinn 14. ágúst 1965, samkvæmt ein beittri forgöngu Sundsambands fs lands og framkvæmdastjórn norr ænu sundkeppninnar, sem þar átti hlut að máli. Eru þær á þessa leið: „Sigurinn falli í skaut þeirrar þjóðar, sem fær hæsta útkomu af hundraðstölulegri aukningu frá síðustu norrænu sundkeppni og hinni hundraðstölulegu þátttöku, miðað við íbúafjölda þjóðarinnar (samanlagt)." Það er því fenginn grundvöllur fyrir því, að sigurinn geti fallið oss í skaut í þessari keppni, þar sem jafnt eru gefin stig fyrir al- menna þátttöku þjóðar og hundr aðstölulega aukningu frá síðustu keppni. Ætti þetta að auka oss bjartsýni og örvun til að snúa taflinu við oss í hag. N«rræna sundkeppnin er keppni milli þjóða, en ekki fárra afreks manna. Hún er keppni fjöldans. Keppandinn getur verið jafnvel frá 5 ára aldri til 90 ára. Þetta er stærsta keppni, sem sögur fara af. í síðustu keppni tóku þátt yfir 500.000 manns. Hugsjón keppninnar er að fólk læri og iðki sund, þessa lífsnauð synlegu íþrótt, og sé reiðubúið að sýna sundgetu slna með því að synda 200 metra, þegar kallað er, en slík sundkunnátta verður að teljast borgaraleg skylda hvers góðs og heilbrigðs manns. Það hefur sýnt sig, að við hverja norræna sundkeppni hefur aðsókn að öllum sundstöðum á landinu stóraukizt, og sundíþróttinni á- skotnazt talsvert fé fyrir ágóða af sölu sundmerkjanna, en þvf fé hefir, sem kunnugt er, ein göngu verið varið til eflingar sund Iíþróttinni. Norræna sundkeppnin hefir fengið almenna viðurkenningu i Norðurlöndum og fyrir hennar til stilli hefir orðið allsherjar sund vakning, sem hefir haft í för meí J Framhald á bls. 15

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.