Tíminn - 18.05.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.05.1966, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 18. maí 1966 2 TÍMINN i Hvað er gert fyrir unglingana ? Með hverju ári verður það meiri vandi að finna verkefni handa unglingum borgarinnar þá sumarmánaiði, sem þeir eru ekki í skólum Fyrrum var til á því nær algild lausn — að koma þeim í sveit. Nú fækkar í senn sveitaheimilum og þeim verkefnum við landbúnaðar- störf, sem henta börnum og unglingum. Aðrir atvinnuvegir geta ekki heldur tekið við nema nokkrum hluta unglinganna og sú vinna sem þeim býðst er misjafnlega heppileg. Eiga þessi ungmenni þá að ganga iðjulaus í þrjá til fjóra mán- uði? Eiga þau ekki að fá tæki- færi til þess að læra og vinna nytsamleg störf? Ég held, að enginn dragi í efa uppeldisgildi hóflegrar vinnu og ég tel það mikilvægt, að fundin verði sem fjölbreyttust og hagnýtust störf fyrir unglingana. Það er óhjá- kvæmilegt, að borgarstjómin efli mjög þá starfsemi, sem fram fer í Vinnuskóla Reykja- víkur og að leitað verði sem víðast eftir verkefnum við hæfi unglinga. Löngum var lífsbarátta á ís landi svo hörð, að mikill hljóm grunnur var fyrir því, að skemmtunum manna ætti að stilla mjög i hóf. En nú lif- um við ekki á átjándu öld, þeg- ar sr. Þorsteinn á Staðarbakka skrifaði heila bók á móti viki- vökum. Lýsing hans á dansin- um, að hann fari fram „með mörgum snúningum allt um kring, með stappi aftur á'bak og áfram, með hoppi upp og niður, með hlaupum til og frá“ — gæti kannski enn átt við um suma dansa, en hitt á ekki lengur við, að banna skuli all- an dans og gleðileiki. Sem bet- ur fer eiga menn ennþá stund- ir afgangs við og við frá brauð- stritinu og flestir telja það æski legt, að menn geti valið sér skemmtanir og afþreyingu í ýmsum myndum. Skemmtana- þráin, leikþráin er eðlilega rík- ust hjá æskunni. Nú hafa mál skipast svo hér í Reykjavík, að unga fólkið, einkum það, sem hætt er í skólum og getur ekki lengur sótt skemmtanir þang- að með sínum félögum, það er að verða útlægt frá þeim þætti skemmtanalífsins, sem er hvað vinsælastur dansskemmtunin Langflestir samkomustaðir hafa vínveitingaleyfi og þar er öll- um innan tuttugu og eins árs aldurs bannaður aðgangur. Sá eiginlegi skemmtanaiðnaður sér sér ekki hag í að halda opnum skemmtistöðum fyrir æskufólkið. Hann miðast fyrst og fremst við hagnaðarsjónar- mið. Það eru léleg uppeldisáhrif á unglinga að standa utan við dyr samkomuhúsa og reyna að svíkjast inn, reyna jafnvel að falsa nafnskírteini sín til að sýnast eldri en þeir eru. Æsk an krefst í senn verkefna og dægradvalar og sú borg, sem ekki bíður henni hvort tveggja, á mikið á hættu um þroska hennar. Við verðum að gera kröfur til þess, að bæði starfs þörfin og leikþráin fái æski- lega útrás, en umhverfist ekki í andfélagslegar athafnir. Þess um verkefnum getur borgar- stjórnin ekki vikizt undan. Og það verður að leggja au.kna áherzlu á að laða æsk- una til að stunda íþróttir og bæta skilyrði tilíþróttaiðkana, að hægt sé að kenna leikfimi í skólum, eins og lögboðið er Síðan Miklabrautin var mal bikuð, er hún að sjálfsögðu ein aðal skemmtigöngugata okk ar Hlíðarbúa. Ennþá kemur að Sigríður Thorlacius vísu fyrir, að rykið gerizt helzt til áleitið þegar vindar, bæði þegar gengið er hjá listigarð- inum okkar, þar sem moldin hrannast á styttu Einars skálds Benediktssonar, eða þar, sem nýi miðbærinn okkar á að rísa. Það var golugustur daginn, sem ég mætti manninum, sem sagð- ist ekki sjá annað en að sand- græðslan yrði að fara að koma til liðs við borgarstjórnina. Sígríður Thorladus. Orgelhljómleikar í Kópavogskirkju á morgun Fyrstu opinberir orgeltónleikar í Kópavogi verða haldnir í Kópa- vogskirkju á morgun, uppstign- ingardag, 19. maí kl. 5 síðdegis, og er það von forráðamanna safn- aðarins, að þeir verði upphafið að öflugu tónlistarlífi í tengslum við kirkjuna, sagði frú Hulda Jak obsdóttir formaður sóknarnefndar við blaðið í gær Það er Árni Arinbjarnarson, ungur vel menntaður og snjall organleikari, sem heldur þessa hljómleika, og leikur á hið nýja og vandaða orgel Kópavogskirkju. Þegar kirkjubyggingin var vel á veg komin árið 1962, tók safn- aðarstjórnin þá ákvörðun að láta smíða eins vandað orgel og völ væri á, þrátt fyrir mikla fjárhags örðugleika. Var ákveðið að fela verkið orgelverksmiðju Alfred Davies & Son í Englandi og var organleikara kirkjunnar, Guð- mundi Matthíassyni, falið að fylgj ast með því. Orgelsmíðinni var lokið í byrjun árs 1964 og kostaði það um 600 þús. kr Var orgelið síðan vígt við hátíð- anmessu, sunnudaginn 26. apríl 1964 en þá lék dr. Páll ísólfsson einleik á það. Snemma árs 1964 var stofnaður við kirkjuna Minningarsjóður Hild ar Ólafsdóttur, er dó af slysförum í Kópavogi 24 jan. 1963. Tilgang- ur sjóðsins er að efla tónlistarlíf við Kópavogskirkju með því að greiða fyrir kaupum á orgeli til kirkjunnar og með því að styrkja tónleikahald í kirkjunni Stjóm sjóðsins skipa skv. skipulags- skránni formaður safnaðarnefnd- ar, sóknarprestur og organleikari kirkjunnar og hefur hún nú feng ið Árna Arinbjarnarson til að halda orgeltónleika í Kópavogs- kirkjd. Árni Arinbjarnarson er í hópi færustu organleikara okkar. Hann lærði orgelleik hjá dr Páli ísólfs- syni við Tónlistarskólann í Reykja vík og lauk þaðan prófi. Áður hafði hann lokið prófi í fiðluleik hjá Birni Ólafssyni. Var hann síð- Framhald á bls. 11. leiðrétting Sú leiðinglega villa var í blaðinu í gær í myndasíðu frá Sjómanna deginum, að texti undir mynd af róðrarsveit björgunarskipsins Gfeda J. Johnsen misritaðist. Mæðrablómið selt á fimmtudaginn KT-Reykjavík, mánudag Næstkomandi fimmtudag hefur Mæðrastyrksnefnd hina álegu sölu mæðrablómsins og verður ágóði af sölunni notaður til styrktar starf- semi suimardvalarheimilisins Hlað gerðarkots í Mosfellssveit eins og verið hefur undanfarin ár. Á fundi með blaðamönnum sagði frú Jónína Guðmundsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar, að í sumar yrði væntanlega hafin bygging nýrrar álmu við Hlað- gerðarkot og ættu að vera þar sex herbergi og stofa. Hlaðgerðarkot hefur verið starf rækt í tíu ár og hafa þar notið sumardvalar 1640 mæður með nær 5000 börn. Auk þess hafa dvalizt þar um 1600 konur á svonefndri „sæluviku." Mæðrablómið verður afhent sölu börnum í barnaskólum borgarinn- ar, ísaksskóla og að Njálsgötu 3 Árni Arinbjarnarson við orgeliö í Kópavogskirkju. ENN DÆMT í MEIÐYRÐAMÁLI Nýlega féll dómur' í bæjar- þingi Reykjavíkur í máli, er Benedikt Guttormsson banka- fulltrúi höfðaði gegn Agnari Bogasyni ritstjóra út af um- mælum um hann í tveim blaða agreinum, er birtust í Mánu- dagsblaðinu hinn 7 og 21. sept ember 1964. Þór Vilhjálmsson borgardómari kvað upp dóm- inn Þorvaldur Þórarinsson hrl. flutti málið fyrir stefnanda en Örn Clausen hdl fyrir stefnda. Dómsorð hljóða þannig: „Stefndi Agnar Bogason greiði 3.000 króna sekt í ríkissjóð og komi varðhald í 7 daga í sekt- arinnar stað, ef hún verður ekki greidd innan 15 daga frá lögbirtingu dómsins Ofan- greind ummæli eru ómerk. Stefni greiði stefnanda, Bene dikt Guttormssyni, kr. 10000.- í miskabætur auk 7% vaxta pa. frá 30. desember 1964 til 1 janúar 1965, 6% vaxta frá þeim degi til 1 janúar 1966 og 7% vaxta p.a. frá þeim degi til greiðsludags Þá greiði stefndi stefnanda kr 2500- í birting- arkostnað og kr 4.000,- í máls- kostnað Greiðslur þessar séu inntar af hendi innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að við- lagðri aðför að lögum Stefnda er skylt að birta dóm þenna í Mánudagsblaðinu, fyrsta tölublaði, sem út kemur eftir lögbirtingu hans.“ Slæmt ástand á Þjóðvegunum GÞE-Reykjavík, þriðjudag Fjallvegir eru margir ófærir enn þá, og vegir víðast hvar í slæmu ástandi Einna verst er ástandið á Austurlandi, en þar er öxulþungi takmarkaður við 5 tonn á öllum vegum utan leiðar- innar frá Reyðarfirði til Eskifjarð ar. Fjarðaheiði er fær öllum bíl- um en Oddskarð er lokað. Vegir á Suðurlandi eru í sæmi- legu ástandi austur að Skreiðarár sandi, en á leiðinni frá Hvolsvelli í Skaftártungur er öxulþungi tak- markaður við 7 tonn Snæfellsnes- ið er fært öllum bílum, og sæmi- leg færð er allt vestur að Þorska- firði, en hins vegar eru vegir af- ar Iélegir í Dölunum. Á leiðinni frá Reykjavík til Akureyrar er að- eins leyfður 7 tonna öxulþungi, 5 tonna öxulþungi er leyfður á Siglufjarðarvegi, en Siglufjarðar- skarð ófært, svo og Lágheiði. Fært er frá Eyjafirði til Húsavíkur og Mývatnssveitar, en vegir þar um slóðir eru veikir og aðeins leyfð- ur þar 5 tonna öxulþungi. Jeppa- fært er frá Húsavík til Raufar- hafnar. Sjálfboðaliðar Komið til starfa í hverfaskrifstofurnar, og á hverfamiðstöðina á horni Laugavegs og Nóatúns í dag og næstu ddga. Allir til starfa fyrir B-listann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.