Tíminn - 18.05.1966, Side 7

Tíminn - 18.05.1966, Side 7
íudviaODAGTJR 18. maí 1966 TfMINN PJ*FA sagði, aS ekki fengi nema tíunda hver fátæk kona í Norður-Ameríku þá þjónustu um fjölskylduáætlun, sem efn- aðri konur ættu kost á Hann komst þannig að orði, að fjöl- skylduáætlun „ætti ekki að vera það laumulega, ólöglega fyrirtæki, sem það er í dag . . . fjölskylduáætlun á að vera hluti af útgjöldum hins opin- bera“ Dómsmálaráðherrann Laucien Cardin tók það fram, að fjórar tillögur væru komn- ar fram um breytingar á saka- málalöggjöfinni sem nú lægju fyrir sambandsþinginu og ver- ið vísað til allsherjarnefndar. Er þetta f fyrsta skipti, að al- varlega hefur verið tekið til athugunar af stjórninni tillaga um, að fjölskylduáætlun yrði gerð lögmæt. f sumum löndum er það svo að ef læknir er staðinn að því að gefa konu ráð til varna barnsgetnaði má dæma lækninn. Þetta eru hrein ustu miðaldalög. Og þá má ekki gleyma kaþólsku löndunum, þar sem blátt bann er lagt við hvers konar notkun getnaðar- verja. •— Dr. Marie Stopes, sem var efnafræðilegur að mennt, fann til þess, hve mikil fá- fræði var almennt, bæði meðal leikra og lærðra á sviði ásta- lífsins og þegar hún gaf út bók sína „Married Life“ 1918 þurfti hún að leita lengi til þess að finna útgefanda, sem þorði að gefa út bókina. Loks- ins fékk hún til þess lítt þekkt an útgefanda Fifield, sem hún þurfti að leggja með 100 sterl- ingspund til að hann legði út í þá óvissu. „Married Life“ rann út í fyrstu útgáfu hjá Fifield 1918. Hún varð strax „best-seller“ og stó ðaðeins á því að fá nægilegt af pappír til að prenta hana til þess að geta svarað eftirspurn. Næsta skref Marie Stopes var að koma á fót ráðleggingastöð til þess að takmarka barneignir og þá „Birth Control Clinic" opnaði hún 17. marz 1921 í London og var það fyrsta ráð- leggingastöð þeirrar tegundar í Brezka heimsveldinu Dr. Björg C. Þorláksson íslenzkaði bók dr. Marie Stopes og gaf ísafoldarprentsmiðja bókina út 1928 undir nafninu „Hjónaást ir“ Önnur prentun kom út 1945. Frú Margaret Sanger var sú kona, sem var brautryðjandi á þessu sviði í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Hún opnaði ráðleggingastöð 1916 í Browns ville, Brooklyn. Sjálf lýsir hún því þannig hvað þá fór fram: „Dag eftir dag var biðstofan troðfull af fólki af öllum þjóð- félagsstigum og trúarbrögðum, Gyðingar og kristnir menn, mótmælendur og rómversk ka- þólskir jöfnum höndum komu með játningar sínar til okk- ar.“ Enda þótt biðröðin úti fyrir væri nógu löng til að vekja athygli lögreglunnar, liðu níu dagar án þess nokkuð væri aðhafzt, en á tiunda degi var frú Sanger tekin föst. Eft ir langar yfirheyrslur var hún dæmd í 30 daga varðhald. Mar- garet Sanger var nú sett i Queens Couty Penitentiary, Long Island City, þar sem hún var í félagsskap með vasaþjóf- um, fjárdráttarkonum, þjófum, skækjum, forstöðukonum pútnahúsa. Reynt var að ná af henni fingraförum, en henni tókst að berjast af öllu afli á móti tveim fangavörðum, sem ekki heppnaðist að ná prenti af fingrunum, þegar þeim var - símað að sleppa henni án frekari viðhafnar. Þetta brambolt frú Sangers varð til þess að „Court of Appeals" gaf út þann úrskurð að læknum í New York ríki væri leyfilegt að gefa ráðlegg- ingar um getnaðarvarnir til þess „að lækna og forðast sjúk dóma“ orðatiltæki, sem hefur verið tekið í mjög víðtækum skilningi. Ekki var þó fyrsta ráðleggingarstöðin í New York opnuð fyrr en 1923. Ep í flestum löndum eru fé- lög starfandi sem hafa á stefnu skrá sinni að kynna almenningi þessi efni og hafa lækni, hjúkr- unarkonur eða Ijósmæður sér til aðstoðar. En svo getur frjálsræðið líka farið út í öfgar. Mér er til dæmis sagt, að í Sviþjóð geti hver og einn gengið að sjálf- sala á götum úti, stungið pen- ing í og fengið getnaðarverjur. Þetta finnst mér yfirdrifið og ógeðfell. Hitt megum við þakka fyrir og prísá okkur sæla, að prosti- túsjón — eða mellustand, þ.e. að konur sofi hjá karlmönnum fyrir borgun hefur aldrei verið hér neitt að ráði. Það er ein og ein kona, sem gefur sig í það, en aldrei hefur þetta orð- ið atvinnuvegur. — Hvernig er það hjá ykk- ur. Ber ekki lækni skylda til að veita sjúklingi upplýsinggr um þessi mál, sé til hans leit- að? — Jú, við eigum lög um það. Þau eru lög nr. 38 frá 28. jan- úar 1935 um leiðbeiningar fyr- ir konur um varnir gegn því að verða barnshafandi og um fóstureyðingar Þar stendur í 1. gr. . „nú leitar kona til héraðslæknis, annars starfandi læknis eða sérfræðings í kven- sjúkdómum eða fæðingarhjálp og óskar leiðbeiningar um varnir gegn því að verða bams- hafandi, og er lækninum þá skylt að láta slíkar leiðbein- ingar í té, enda er öðrum en læknum bannað að hafa þær leiðbeiningar með höndum - Ráðherra gefur út og landlækn ir fær læknum í hendur leið- beiningar fyrir konur um vam ir gegn því að verða barnshaf- andi.“ — Hvernig er hagað mót- töku fólks, sem til ybkar kem- ur. — Fyrst tekur frú Steinunn greinargóða skýrslu af hverj- um einstaklingi. Og frúin er svo róleg og elskuleg, að hafi fólk verið feimið og hikandi jafnar það sig strax. Síðan af- hendir hún mér skýrsluna og ég les hana yfir og því verð- ur allt mun þægilegra og hag- kvæmara fyrir alla aðila. — Er ekki sjaldgæft að kirkjan skuli standa fyrir þess ari leiðfoeiningarstarfssemi? — Mjög sjaldgæft. í mörg- um löndum er það einmitt kirkjan, sem hvað ákafast hef- ur unnið gegn skipulegri fræðslu um kynferðismál. Ég er ekki á móti sálfræðingum, síð- ur en svo. En ég álít það þröng- sýni að ætla sér að leysa öll vandamál með því að senda fólk til sálfræðings. Uppistað- an í öllu mannlegu lífi er trú og raunveruleiki. Kirkjan ætti að láta þessi mál meira til sín taka. Þess vegna tel ég það mjög jákvætt, að forráðamenn íslenzku þjóðkirkjunar skilja þessa nauðsyn og hafa tekið Ráðleggingarstöðina upp á arma sína. H.K. Viðtal við sr Erlend Sig- mundsson birtist í blaðinu á næstunni Áttræður í dag: Jakob Thorarensen skáld Þarna var ófalskt íslenzkt blóð, orka í geði og seigar taugar. Hörkufrostin og hrannarlaugar hömruðu í skapið dýran móð. Það sæmir vel, að karlmann legasta skáld fslendinga á þessari öld nái hárri elli — og Jakob Thorarensen er áttræður í dag. Hann fæddist að Possi í Stað- arhreppi í Vestur-Húanvatnssýslu, en ólst upp norður á Ströndum, og af kvæðum hans getur maður freistazt til að ætla ag fóstrið á Ströndum hafi vegið heldur meira en fjórðung og sé jafnvel drýgra en ættarfylgjan úr Húnaþingi, og þó verða þeir ævireikningar skálds með hið „ófalska íslenzka bióð“ aldrei gerðir upp. Faðir Jakobs skálds var Jakob Thorarensen vita vörður á Gjögri, en móðir hans var Vilhelmína Gísladóttir. Jakob fór að heiman um tvítugt og nam trésmíði og stundaði þá iðn, einkum húsasmíði í Reykja vlk, í mörg ár. Hann kvæntist 1916 Borghildi Benediktsdóttur, Guð- brandssonar frá Broddanesi. Árið 19914 bom fyrsta ljóðabók Jakobs út — Snæljós .— Þetta var lítið kver, frumsmíð ungs tré- smiðs, og margar slíkar frumsmíð- ar hafa aldrei orðið vísir að öðru meira. En það kom brátt í Ijós, að það var meiri hljómur í þess um kvaeðum en öðrum kverum, sem út komu um þær mundir, meira af ófölsku, íslenzbu blóði en gerðist og gekk í kvæðum ungra manna, og fslenzkir kvæða- unnendur voru ekki lengi að nema þennan karlmannlega strengleik og fögnuðu honum vel. Kvæði þessa unga Strandamanns lærðust og lifðu, hittu í sál manna tund- ur og glæddust í loga. Það var margt í þessum kvæð- um, sem hlaut að vekja athygli þróttmikig sérkennilegt tungutak karlmannleg viðhorf, aðdáun á ís lendingseðlinu, sem harka og kjör landsins höfðu mótað, sterk lýs- ing á þeim „dýra móð,“ sem hörku frost og hrannalaugar höfðu hamr að í skap fólksins við yzta haf. í þessu kvæðakveri var kaldrana- leg kímni, sem fslendingum hef- ur jafnan fallið vel í geð, og sum kvæðanna voru byggð eins og stutt og svipmikU leikrit hörðum mann legum örlögum brugðið upp í hnot skum, en líka brugðið á léttan leik í gamansemi. Þessi kvæði lærð ust, og menn lásu af hrifningu [ kvæði eins og f hákarlalegu. lenzkar persónur-. Fólk hans er hart og hrjúft og skeljað, en heitt hið innra. Það er breyzkt og jafn- vel syndugt á mælikvarða heims- ins, en ætíð hjartahreint og mann- legt. Einna bezt tekst Jakobi í smásögum, þar sem hið óbrotna, hrjúfa eðli og lífsskoðun þess tekst á við fordild og siðhræsni fína fólksins. Jakob hefur ætíð verið ádeilu- skáld, ráðizt á yfirdrepsskap, for- dild, smámennsku og ofríkL Hann setur oft í kvæði eða smásögu á svið atvik, er að yfirbragði stefna saman til árekstra nýjum og göml- um tíma, ólíkum mannlogum hátt- um, en þegar að kjarna tum kem- ur, verður ætíð Ijóst, að þetta cr hans augum hismi eitt, aðeins leiktjöldin um menniua. Boðtm hans beinist ætíð að mannseðlinu lífsskoðun og lífsmati, og þar dregur hanD hreinar og vægðar- | lausar línui. Jakob er ætið 'tiðr- Næsta bók Jakobs’var°Sprettur|um fremur skáld karlmennskunn- 1919. Þá leyndi sér ekki lengur, ar> og sá kíarkur og manndómu-, að þar var þróttmikið skáld á isem hann metur mest> kemur ætlð ferð, og í Sprettum munu vera ifram 1 baráttunni við siálfskapar- flest þeirra kvæða, sem þjóðin hef j vítin’ uPPgíöri mannsins við sjálf ur metið mest úr sjóði Jakobs. i an sig -Hann leiðir .ti3 lm lram Þar eru Ásdís á Bjargi, Hrapið ' .stormennl memlegra orlaga og Ws Eldabuskan, Skrattakollur, Hrefna lr bamförum sálarinnar í því upp á Heiði og ýmis fleiri. Árið 1922 komu Kyljur, þá Still- ur 1927, Heiðvindar 1933, Haust- snjór 1942 og Hagkveðlingar og hugdettur 1943. Þetta eru helztu kvæðabækur Jakobs, en hann hef- ur einnig lagt stund á smásagna- gerð, og er í fremstu röð íslenzkra smásagnahöfunda á fyrri hluta ald- arinnar. Smásagnasafnið Fleygar stundir kom út 1929, og síðar smá- sagnabækurnar Sæld og syndir og Svalt og bjart. Smásögur Jakobs bera svip beztu kvæða hans, efnið sett á svið með líkum hætti, sögu- efni og persónur af sama málmi. Fá skáld hafa lýst glímu fslend inga við hörð náttúruöfl betur, fá- ir leitt fram eins ljóslifandi og ís- gion. Jakob er mjög hefðbundið skáld og mótaður af skáldanda fyrri tíð- ar, en honum hefur þó tekizt með kynlega sverkum hætti, er sýnir vel og sannar skáldstyrk hans, að tengja skáldskap sinn samtíðinni og láta hana hlusta meta og læra. í því etui er hann ef til vill í senn mesta fortíðarská'.dið í nú- tímanum, ef svo mætti segja, og það sýnir bezt, hversu mikið skáld hann er, og býður í grun, að kvæði hans og sögur niuni lengi lifa í landinu, þótt tímarn'r breyt- ist, og mennirnir eitthvað með þeim. Ungii sem gamlir mun<i vengi kunna og flytja sjálfum sér til hugarhita kvæði eins og Ásdísi á Bjargi, Hildigunni, Hrefuu á Hetði Jökulsá á Sólheimasandi og mörg fleiri. Grunur minn er sá, að þau muni eiga samieið með ís- lendingum ár og aldir vegna þess hve boðskapur þeirra er frúr í fslendingseðlinu, sem vonar.di hjar ir eitthvað fyrst um sinn, þótt kveðskaparformið verði safngrip- ur. Vonandi finnst íslendingum lengi enn sem til sín talað í kvæð vun hans, því að þar er stórbrot- ið fólk, hart og traust og um fram allt frjálst. Jakob Thorarensen hefur um langt skeið skipað efsiu skálda- bekki í huga þjóðarinnar og átt- ræður getur hann glatt sig við það, að sú ást, sem þjóðin festi á kvæðum hans sem ungs skálds, er enn ófölskvuð eftir hálfa öld. Andrés Knstjánsson. <Tgfl/rg Einangrunargler Framleitt einungis úr úrvals gleri — 6 ára ábyrgS. Pantið tímanlega. KORKIÐJAN h.f. Skúlagötu 57 - Sími 23200

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.