Tíminn - 02.06.1966, Síða 1

Tíminn - 02.06.1966, Síða 1
Gerizt áskrifendur að Tímanum. Hringið i síma 12323. 122. tbl. — Fimmtudagur 2. júní 1966 — 50. árg. Auglýsing f Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. Myndin hér að ofan er af bandaríska tunglfarinu Surv eyor, sem á að lenda mjúk- lega á tunglinu í dag, ef allt fer samkvæmt áætlun. Tungl farinu var skotið á loft á mánu daginn. Er þetta fyrsta til- raun Bandaríkjamanna til þess að láta geimfar lcnda óskemmt á yfirborði tunglsins, en Sovét ríkjunum hefur tekizt að gera það. Ætlunin er, að þegar Sur- veyor hefur lent á tunglinu, muni hann senda myndir af tunglinu til jarðar, og eins ýmsar þýðingarmiklar vísinda Iegar upplýsingar um tunglið. Á myndinni sézt, hvemig Surv eyor mun standa á tunglinu, ef tilraun tekzt. Illa gengur að vinna garðlöndin: EIH DAGSVERK TEKUR NÚ VIKU! FB—Reykjavík, miðvikudag. Fjöldi Reykvíkinga bíður nú í ofvæni eftir að fá garðlönd sín afhent til þess að hægt sé að hefjast handa um niðursetningu kartaflna, en samkvæmt upplýs- ingum Hafliða Jónssonar, garð- yrkjustjóra borgarinnar getur enn orðið nokkur dráttur á, þar sem mjög illa gengur að vinna garð- löndin vegna þess, hve klaki er mikill I jörðu og vegna aurbleyt- unnar, sem skapazt hefur í rign- ingunum undanfarið. Við snerum okkur í dag til Haf liða Jónssonar og spurðum hann hvort mikið hefði bætzt við af garðlöndum á vegum Reykjavík- urborgar á þessu vori. en eftir- spum hefur verið mikil eftir lönd um undanfarin ár. Sagði Hafliði, að nú yrðu tekin í notkun í fyrsta sinn rúmlega eitt hundrað garð idnd í Reykjahlíðarlandi, en þá munu garðlönd, sem úthlutað er á vegum borgarinnar vera orðin nær eitt þúsund talsins. í Reykja hlíðarlandi og í Skammadal verða nú um 500 garðar, 345 garðar eru í Borgarmýrinni, 62 í Vatnsmýri, 14 í Skildinganesi og 18 í Alda- mótagörðunum. Hafliði sagði. að aldrei hefði gengið eins illa og nú að vinna Framhald á bls. 15 Loftleiðlr hafa sett upp nýtt flugþjalfunartæki: K0STAR 7,5 MILU.! SJ-Reykjavík, miðvikudag. f dag eiga sex flugmenn í þjón ustu Loftleiða að mæta í hæfnis próf í kjallara skrifstofubygging ar Loftleiða, en þar bíður þeirra nýtt flugþjálfunartæki, sem er fullkomin eftirlíking af stjórn- klefa fjögurra hreyfla skrúfu- þotu, og „flugeiginleikar" þess miðaðir við Rolls Royce 400. Tæki þetta kostar um sjö og hálfa millj ón króna, en talið er að það borgi sig á 4—5 árum, þar sem flug- menn félagsins geta stundað nauð synlegar æfingar að miklu leyti í flugþjálfunartækinu. í æfinga- flugi kostar flugtími Rolls Royce vélar um 40 þúsund krónur, svo ljóst er að tæki sem þetta er fljótt að borga sig. Flugstjórar eru skyldugir að taka hæfnispróf tvisvar á ári og venjulegir flugmenn einu sinni. Allt að helmingur tímans, sem varið er til hæfnisflugs, getur far ið fram í slíku eftirlíkingatæki. Jóhannes Markússon, yfirflug- stjóri, útskýrði kosti tækisins og fór með þá í stutta „flugferð" frá Keflavíkurflugvelli. Tækið er svo nákvæmt að heyra mátti hljóð- breytingar við mismunandi still ingar á gangi hreyflanna, og þeg ar lending átti sér stað, heyrðist þegar hjólin tóku niðri. í''lugþjálfunartækið er keypt hjá Redifon Limited í Englandi, sem er með stærstu framleiðend um á þessu sviði í heiminum, og er nú m. a. að smíða hluta af flugþjálfunartæki fyrir hina brezk-frönsku Concord farþega- þotu, sem nú er í smíðum og á að fljúga með rúmlega tvöföld um hraða bljóðsins. Tækið gengur fyrir rafmagni og rafeindaheila og samanstendur af flugstjórnarklefa fyrir flugstjóra og flugmann og palli þar fyrir aftan, þar sem kennari eða eftir litsmaður fylgist með flugfnu og annast talstöðvarviðskipti við flugmenn í tækinu. Kennarinn stjórnar einnig tæki, sem fram kallar bilanir á miðunarstöðvum, Framhald á bls Ifc Geimferð Gemini-9 frestað NTB-Kennedyhöfða, mið- vikudag. Bilun í stjórnkerfi banda ríska geimfarsins Gemini- 9 gerði það að verkum, að fresta varð áætlaðri geim férð þeirra Thomas Staff ard og Eugene Cernan í lag, aðeins þrem mínútum íður en þeim skyldi skotið i loft. Er þetta í fjórSa sinn, sem geimferð þeirra félaganna er frestað. Næsta tilraun verður gerð á föstu- daginn kl. 16.39 að íslenzk um tíma. Áður hafði eldflaug af gerðinni Atlas verið send út í geiminn og svo virðist, sem ekki hafi allt gengið að óskum. Grunur leikur á um, að verndarhlíf framan á eldflauginni hafi ekki losn að frá henni, eins og áætlað var, en ef svo er, þá geta geimfararnir ekki fest Gem ini-9 við eldflaugina, þegar peir komast loks á loft. Geim fararnir verða aftur á móti sjálfir að ganga úr skugga um, hvort verndarhlífin sé enn á nefi eldflaugarinnar eða ekki. Við rfýja flugþjálfunartækið, talið frá vinstri: Halldór Slgurjónsson, •ftirlltsmaður, Hörður Sigurjónsson, kennart Jóhannes Markússon, yfirflugstjóri. Gresham, verkfræðlngur, »5 Tímatnynd GE.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.