Tíminn - 02.06.1966, Qupperneq 3

Tíminn - 02.06.1966, Qupperneq 3
FIMMTUDAGUR 2. júní 1966 Laus ráðunautsstaða Hjá Búnaðarsambandi Kjalarnesþings er laust starf ráðunauts og framkvæmdastjóra. Óskað er eftir manni með erlenda búnaðarháskólamenntun og æskilegt er, að hann hafi góða tækniþekkingu ásamt reynslu í rekstri hliðstæðra fyrirtækja. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist formanni sambandsins, Jóhanni Jónssyni, Pósthólf 118, Reykjavík. Hjukrunarkonur ðskast í Landspítalajium er laus staða deildarhjúkrunar- konu við lyflækningadeild. Þá er óskað eftir hjúkrunarkonu við húðsjúkdómadeild. Allar upp- lýsingar veitir forstöðukona Landspítalans á staðn um og í síma 24160. Reykjavík 1. júní 1966, Skrifstofa ríkisspítalanna. BYGGJENDUR - HÚSMÆÐUR Önnur bezta eldhúsinnrétting frá Vestur-Þýzka- landi, merki OSTA, verður til sýnis í Málaraglugg- anum við Bankastræti dagana 1. til 13. júní. Einkaumboð á íslandi: SKORRI HF. Sölustjóri: Ólafur Gunnarsson. Hraunbraut 10 — Kópavogi — Sími 4-18-58. LÆKNARITARAR Tvo læknaritara vantar hið allra bráðasta í Rann- sóknarstofu Háskólans við Barónsstíg. Stúdents- menntun eða sambærileg menntun æskileg. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist forstöðumanni Rannsóknarstof- unnar fyrir 10. júní n.k. HÁRGREIÐS LUMEIST AR AFÉLAG ÍSLANDS AUGLÝSIR Herra Egil W. Larsen, fyrrv. Evrópumeistari í hárgreiðslu og herra H. Westergaard sérfræðing- ur í hárlitun, koma frá L’oréal og sýna nýjustu hárliti, vor og sumarhártízkuna í Súlnasal Hótel Sögu.sunnudaginn 5. júní. Matur framreiddur frá kl. 19. Aðgöngumiðar seldir að Hótel Sögu, föstudag og laugardag frá kl. 4—6 báða dagana. Notið þetta einstaka tækifæri. Sýningin verður ekki endurtekin. Öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir Móttökunefndin. TÍMJNN Auglýsing um réttindi til hópferðaaksturs Samkvæmt lögum nr. 73/1966 eru öll réttindaskír teini til hópferðaaksturs, sem gefin hafa verið út fyrir 1. júní 1966 úr gildi numin frá og með 3. júní að telja, og falla þau réttindi, sem skírteinin hafa veitt, niður frá þeim degi að telja. Réttindi til hópferða'aksturs samkvæmt greindum lögum verða veitt frá 4. júní 1966, og skulu um- sóknir um þau sendar til Umferðarmáladeildar pósts og síma, Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík. í umsókn skal tilgreina skrásetningarnúmer, stærð tegund og aldur þeirra bifreiða, sem nota á til flutninganna. Ennfremur skal veita upplýsingar um, hvort bifreiðarnar eru notaðar til annars en mannflutninga. Samgöngumálaráðuneytið, 1. júní 1966. SKARTGRIPIR UMW7 Gull og silfur til fermingargjafa. HVERFISGÖTU 16A — SÍMI 21355. Auglýsið í TlMANUM 3 Á VÍÐAVANGI Hafís í Reykjavík Eftir höfðinu dansa limirn- ir. Einræðishnvigð og ofstæki virðist nú óðum ágerast hjá þeim, sem skrifa um stjórnmál í Morgunblaðið. f stjórnmálapistli Morgun blaðsins á sunnudaginn er þetta haft eftir „þekktum Reykvík- ing,“ sem á máli Morgunblaðs- ins þýðir: Kunnum Sjálfstæðis- manni: „Ég vil heldur sjá hafís á Rauðarárvíkinni en þriðja Framsóknarmanninn í borgar- stjórn.“ Fer ekki milli mála, að Morgunblaðið gerir þessi orð þessa kunna Sjálfstæðismanns að sínum og þykir sem þarna hafi einmitt naglinn verið hitt- ur á höfuðið. Þetta þýðir það, að Morgu- blaðið vill heldur að hafís verði landfastur í Reykjavík og plág ur, óáran og hörmungar, sem honum fylgja leggi Reykjavík í auðn, heldur en hlíta lýðræð- islegum dómi meirihluta Reyk- víkinga í almennum kosning- um. Kjör frú Sigríðar Thorla- cius í borgarstjóm hefði þýtt það, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði misst mcirihluta sinn. í stað þess að þakka fyrir, að fá að lafa við meirihlutavöld í borgarstjórn Reykjavíkur þótt meirihluti kjósenda hefði lýst sig í andstöðu við Sjálfstæð- isflokkinn í Reykjavík í kosn- ingunum, er Morgunblaðið fullt hefndarhugar og óskar Reykvik ingum alls hins versta, ef þeir hefðu þurft að víkja frá völd- um, því að hending eins og heppni Sjálfstæðisflokksins réð því, að áttundi borgarfulltrúi flokksins náði kjöri. Ofstæki Þannig er hugarþelið gagn- vart Reykvíkingunum „þeirra“ í borginni „þeirra.“ Reykvík- ingar eru aðeins gott fólk að áliti Morgunblaðsins svo lengi sem valdaklíka Sjálfstæðis- flokksins fær að vera þar ein við völd og rázkast með fé og málefni borgaranna. Ef lýð- ræðislegur meirihluti Reykvík- inga kveður upp úr um það í kosningum, að mál sé að valdaklíka Sjálfstæðisflokksins taki sér hvfld, þá eiga Reyk- víkingar allt það versta skilið og þá leitað samlíkinga til verstu hörmungatíma í sögu þjóðarinnar. Þá er Reykjavík um leið orðin að Sódómu og Gómorru og íbúamir eiga helzt að farast í réttlátri reiði guð- anna. Það er ekki víst, að Reyk- víkingar gleymi strax þessari sendingu, sem þeir fengu af síðum Morgunblaðsins sem hvítasunnuhugvekju. Lýðræðishetjurnar Morgunblaðið ber sér oft á brjóst og segir Sjálfstæðisflokk inn mesta unnanda lýðræðisins, þótt út fyrir íslands væri leitað og forystumenn hans einstakar lýðræðishetjur, sem vUja allt sitt byggja á Iýðræðisákvörð- unum meirihlutans. Aldrei hef ur hvinið meira i þeim skjá, en þegar umræður um kjör- dæmaskipan og kosningafyrir komulag hafa verið á döfinni. Nú sjá menn, hve djúpt þess- ar hugsjónir rista á þeim bæ. Meirihluti kjósenda í Reykja- vík lýsti andstöðu við Sjálf- stæðisflokkinn í kosningunum. Dómur meirihlutans er réttlát- Framhald á bls. 12. C«Ktkú.„. .

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.