Tíminn - 02.06.1966, Blaðsíða 16
122. tbl. — Fimmtudagur 2. júní 1966 — 50. árg.
Kosningaskemmt- \
un B-listans
Kosningaskemmtun B-listans 1 Reykjavík verður
haldin að Hótel Sögu í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 8.30. ,
☆ Ávarp flytur Einar Ágústsson, borgarfulltrúi -
Framsóknarmanna. ;
☆ Karl Guðmundsson, leikari fer með nýjan kosninga-
þátt.
☆ Einsöngur: Sigurveig Hjaltested.
☆ Upplestur: Baldvin Halldórsson, leikari.
Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur fyrir dansi :
til kl. eitt eftir miðnætti. Aðgöngumiðar verða afhent- |
ir á skrifstofu Framsóknarflokksins, Tjarnargötu 26, í ;
dag frá kl. 10 til 5. Símar skrifstofunnar eru 1-60-66 ;
og 1-55-64. ?
REIÐHJÓLA SKOÐUN HAFIN
KJ—Reykjavík, miðvikudag.
í morgun hófst hér í Reykja
vík á vegum Umferðarnefndar
innar skoðun á reiðhjólum
barna á aldrinum 7—12 ára,
og tók GE myndina sem hér
fylgir er lögregluþjónn var að
festa viðurkenningarmerki á
hjól við Hvassaleitisskólann í
dag. Fer reiðhjólaskoðun þessi
fram á skólasvæðum borgar-
innar og eiga þau yfirleitt að
mæta við þann skóla, sem þau
sóttu síðastliðinn vetur. en
auglýsing þess efnis var í dag
blöðunum í dag. Lögreglu-
mennirnir sem að þessu starfa
yfirfara hjólin og kanna, hvort
öryggisútbúnaður sé í lagi, en
auk þess er börnunum sýndar
litskuggamyndir af hjólreið-
um úr umferðinni í Reykja-
vík þar sem því verður við
komið, og talað er við þau um
umferðarmál. Viðurkenningar-
merki fá börnin á hjól sín. séu
þau í lagi, og er það von lög-
reglunnar og Umferðarnefndar
innar, að merkin verði til þess
að börnin hafi öryggisútbún-
að hjóla sinna í fullkomnn lagi
og að athygli þeirra sé vakin
á umferðarreglum.
Þess skal getið, að börnum
innan sjö ára aldurs, er ekki
leyfilegt að vera á hjólum sín-
um á almannafæri og gagns-
laust er fyrir þau að koma með 8
hjól í skoðun.
Sigurveig
Baldvin
Einar
•///.
.;. . / .y.,"... í- '
Épi
vegna klaka og aurbleytu
SJ—Reykjavík, miðvikudag.
— Það er lítið um það enu, að
bændur séu byrjaðir á vorverkum
vegna aurbleytu og klaka í jörðu
— sagði Kristján Karlsson, erind
reki ,er Tíminn átti tal við hann
í dag. — Ennfremur hefur verið
óvenju kalt í veðri í maímánuði.
•í fyrra var maímánuður einnig
kaldur fyrir norðan og austan
en sunnnalands var þá mun
betri tíð. Það er því lítill munur á
ástandinu núna og í fyrra, hvað
snertir Norður- og Austurland.
— Hey eru nú víða á þrotum,
en ekki hefur verið tilfinnanlegur
heyskortur hjá bændum. Mibið var
flutt af heyi í aprílmánuði til
austur- og norðausturhluta lands
ins, allt frá Þórshöfn suður til
Geithellnahrepps í S-Múlasýslu.
Einnig var flutt lítilsháttar magn
vestur í ísafjarðardjúp.
Rændur greiddu sjálfir allt
gjald fyrir síðustu heysendingam
ar, en það hey, sem kalnefndin
hafði lofað að útvega, var greitt að
hluta úr Bjargráðasjóði, sem
greiddi flutningskostnað og bind-
ingskostnað, en bændur borguðu
aftur á móti sjálft heyverðið. Mest
allt heyið var keypt á kr. 1.50 fcg.
en hærra verð var greitt fyrir hey
ið, sem selt var í vor.
í fyrra var sérstaklega hentugt
surnar hér suðvestan lands, heyin
vora mikil og góð og heyskapar
kostnaður í minna lagi vegna
tíðarfarsins, þannig að heysalan
hefur áreiðanlega gefið mörgum
bændum talsverðar tekjur. Margir
bændur seldu um 300 — 400 hesta
eða fyrir 45—60 þús. kr.
f það heila tekið virðist líta
nokkuð sæmilega út með fénaðar
höld. Annars er dálítið erfitt að
segja til um hvað bændur gera í
ár, þegar haft er í huga, að þeir
SE-Þingeyri, miðvikudag.
Um þessar mundir er óvenju
mikið um að vera í flugmálum hér
á Þingeyri. Það, sem af er þessu
ári, eru lendingar orðnar 109 að
tölu, eða jafnmargar og þær voru
30. október í fyrra. Þessi mikla
aukning stafar að nokkru leyti af
slæmum samgöngum á sjó og því, I
hve seint vegirnir opnast hér í
vor.
Eins og skýrt hefur verið frá
i Tímanum, varð aukning'á lend-!
eru yfirleitt óánægðir yfir þeirri
lækkun sem verður á mjólkurvör
unum núna. Famleiðslan er of mik
il, þ æ. a. s. hún yfirgengur þær
tatamarkanir sem eru í verðlags
ákvörðunum varðandi tryggingu á
útflutningi. Ekki er vitað um að
bændur hafi tekið neina saan-
stillta afstöðu til þessara mála, bú-
ast má þó við, að sumir reyni að
breyta til og auka sauðfjárrækt,
en þetta mál er nýtilkomið og
Framhald á bls. 15
ingum hér 14% á síðasta ári, en
fyrirsjáanlegt er, að hún verði
miklu meiri á þessu ári.
Þessi mikla aukning er gott
dæmi um hinn aukna þátt flugs
ins í samgöngum Dýrfirðinga og
ýtir enn undir þá ósk okkar, að
flugbrautin hér verði lengd til
jþess að skapa stórum flugvélum
skilyrði til þess að lenda hér. Flug
brautirnar hér eru nú 600 og
480 metra langar og geta því ekki
! Eramhald á bls. 15.
LENDINGAR ORÐNAR JAFN
MARGAR OGI OKTÓBER S.L.
Búntað tímbur frá Finniandi
M.s. „Skógaíoss" kom til
Reykjavíkur í morgun miðviku
daginn 1. júni með 684 stand-
arda af timbri frá Valkom og
Kotka í Finnlandi. Áður hafði
skipið komið til Þórshafnar
Frá uppskipun timbursins í gær.
með 63 tonn af vörum frá Os-
ló.
Timburfarmurinn. sem er
til timburkaupmanna í Reykja
vík og Hafnarfirði er fluttur
í búntum. og er það í fyrsta
(Timamynd GE)
sinn, sem timbur er flutt til
landsins í svo stórum stíl.
„Skógafoss" er smíðaður til
þess sárstaklega að geta flutt
timburfarma og aðra stór-
flutninga með sem hagkvæm-
ustum hætti. Lestaropin eru
Framhald á bls. 15