Tíminn - 04.06.1966, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 4. júní 1966
TIMINN
ti
VERÐIR LAGANNA
76
Hótelstýran gerði sér enga rellu út af fjarveru leigjanda
síns, því föggur hans voru óhreyfðar í herberginu. Hún
gízkaði á að hann hefði farið úr borginni ásamt kunningj-
* um sínum og myndi skila sér þegar hans tími kæmi.
Nú var leitað í útlendingaskrá lögreglustjórnar Parísar.
Á spjaldi Frommers var visað til annars frænda hans, Hugo
Webers.
Weber veitti 4. desember þýðingarmiklar upplýsingar.
Hann skýrði lögreglunni frá að hvarf frænda síns hefði
valdið sér áhyggjum, ekki sízt sökum þess að í vikunni
sem hann hvarf hefði Frommer skýrt sér frá að hann
hefði hitt í París Siegfried nokkum Sauerbrey frá Frank-
furt, en þeir höfðu áður kynnzt í þýzku fangelsi. Fromm-
er hafði setið þar af stjórnmálaástæðum. Weber hafði var-
að frænda sinn við að eiga nokkuð saman við Sauerbrey
að sælda, en hann kallaði sig nú Karrer og bjó í skógar-
jaðrinum fyrir utan Saint-Cloud.
Jafnframt þvi sem Weber skýrði Marcel Sicot frá öllu
þessu, dró hann ekki dul á það hugboð sitt að Sauerbrey,
öðru nafni Karrer, væri á einhvern hátt riðinn við morðið
í Saint-Cloud. Sicot hafði dottið það sama í hug, en það
tók menn hans fjögurra daga leit hús úr húsiaðfinna
smáhýsið La Voulzie í skógarröndinni við La Celle Saint-
Cloud.
Húsið var læst, en yfir girðinguna sáu lögreglumennirnir
á þök tveggja bíla. Meðan þeir voru að virða húsið fyrir
sér, bar að ungan, þokkalega klæddan mann. Hann gekk
til leynilögreglunmannanna og spurði, með erlendum hreim,
hvað þeim væri á höndum.
— Erað þér máske herra Karrer? spurði annar kurteis-
lega. — Sé svo langar okkur til að leggja fyrir yður nokkrar
spurningar varðandi skatta yðar.
— Sá er maðurinn, var svarið. — Gerið svo vel og
komið inn.
Karrer vísaði þeim inn í herbergið búið vönduðum hús-
gögnum. Svo bað hann kurteislega um að fá að sjá lög-
regluskírteini þeirra. Um leið og þeir stungu höndunum
í vasana, dró hann upp skammbyssu og skaut. Til allrar
TOM TULLETT
hamingju geiguðu skotin, en kúla særði þó annan lögreglu-
manninn í öxlina og önnur fór í gegnum hatt hins. Nokkra
stund veltust þremenningarnir um gólfið og Karrer hélt
áfram að skjóta úr byssunni. Loks tókst öðrum lögreglu-
manninum að ná í skörung og rota Karrer með honum.
Þeir fjötruðu hann og færðu til lögreglustöðvarinnar í
Versailles.
Eftir nokkra klukkutíma var Karrer orðinn málhress, en
meðan hann lá í roti hafði lögreglan gengið úr skugga um
að annar bíllinn sem stóð í garði La Voulzie var Renault-
bíllinn sem saknað hafði verið frá því Lesobre eigandi
hans fannst myrtur.
Sicot yfirheyrði Karrer í fyrstu á þýzku.
— Yður skjátlast, svaraði fanginn kuldalega. — Ég er
ekki Sauerbrey.
— Hvað sem því líður heitið þér þó ekki Karrer?
— Nei, nafn mitt er Eugene Weidmann. Það væri nú saga
frá því, sen þér mynduð ekki skilja hana.
Sicot gekk á hann að leysa frá skjóðunni, en Weidmann
virtist næstum farinn að njóta aðstöðu sinnar. Hann hallaði
sér aftur á bak í stólnum með háðsglott um fríðan munninn.
— Látið mig nú afskiptalausan, lagði hann til. — Á morgun
skal ég segja yður allt af létta. Þér verðið forviða.
Leit í húsinu var haldið sleitulaust áfram. Hinn bíllinn
í garðinum hafði verið dulbúinn vandlega, en þó þekktist
þar Renaultinn sem Couffry ók, þegar hann var drepinn
í september á veginum til Orléans.
Innanhúss fundust ýmis þýðingarmikil sönnunargögn. Þar
voru kippur með mörgum bílalyklum og útidyralyklum og
samanvafinn fatnaður bæði kvenna og karla. í skáp var
starfli af persónuskilríkjum á nöfnum Karrer, Kelle, Dickson
og Brown. í sumum var Ijósmynd af Karrer. Þar var einnig
vegabréf konu að nafni Janine Keller.
Árla morguns 9. desember1 hófst yfirheyrsla á ný. Enn
ávarpaði Sicot fangann á þýzku.
Æsifréttir af málinu birtust nú í öllum blöðum undir
stórum fyrirsögnum. Fréttagírugir blaðamenn biðu í hóp
úti fyrir lögreglustöðinni.
Weidmann var nú hvíldur og rólegur. Hanrí sagði Sicot
að hanri væri fæddur í Frankfurt 5. febrúar 1908. Lengst
DANSAÐ Á DRAUMUM
HERMINA BLACK
36
getað ímyndað sér að Small væri
næstum sjötugur, þegar raaður sá
hann hlýða þessari skipun.
— En — ég get gengið, mót-
mælti Jill og brölti riðandi á fæt-
ur.
— Getið þér það? Vere vafði
ábreiðunni utan um handa, lyfti
henni upp og stikaði af stað.
Hún lá grafkyrr, alveg mátt-
laus, heiftúðlegur og sársaukafull-
ur hjartsláttur hennar, sem hún
hafði fundið til frá því hún rakn-
aði ‘við sér, jókst unz henni fannst
brjóstið mundi springa utan af
hjarta sínu, henni sortnaði fyrir
augum og hún bað þess í örvænt-
ingu að hún færi ekki að kasta
upp aftur. En efst af öllu í huga
hennar var villt, unaðsleg vitneskj
an um, að það voru handleggir
Vere sem héldu henni, öxl Vere
sem hún hallaði höfðinu upp að.
Aðeins í þetta eina skipti hvíldi
hún í örmunum sem hún unni,
fast upp að hjartanu sem hún
hefði fórnað lífi sinu fyrir að vita
að tilheyrði henni.
Og síðan umluktist hún mjúku
myrkri. . .
XV. kapítuli.
Aðeins í þetta eina skipti! Og
hún hafði misst af unaðsstundinni
með því að láta líða yfir sig!
Jill lá og starði út um glugg-
ann. Hún hafði aldrei fyrr vitað
hvað það væri að vera svona veik-
burða líkamlega, og samt var hug
ur hennar glaðvakandi.
Henni fannst hún mundi muna
þessi augnablik. þegar hún horfð-
ist í augu við dauðann. alla sína
ævi — þegar hún fann að hún
var að sökkva og vissi að það
var í síðasta skipti! fann eitthvað
toga í hárið á sér og barðist um
á hæl og hnakka.
Hafði hann slegið hana utan
undir? Hana rámaði óljóst í það.
Þegar hún mundi næst eftir sér,
hafði hún legið í grasinu, og síð-
an hafði síðasta vitneskja hennar
verið að sterkir, ákveðnir hand-
leggir báru hana eins léttilega og
hún væri barn.
Þau höfðu öll verið ákaflega
elskuleg við hana, og önnuðust
hana eins og hún væri mikilvægur
sjúklingur.
Yfirhjúkrunarkonan hafði kom
ið til hennar, litið á hana ástúð-
lega og stríðnislega í senn, og
sagt: — En sá heiður! Að vera
dregin upp úr Thames af hr Carr-
ington En mér þætt; betra ef þú
reyndir ekki að drekkja einni af
beztu hjúkrunarkonunum mín-
um —
— Ég hlýt að hafa verið eitt-
hvað verri. Eg steingleymdi
straumnum. Má ég fara á fætur
ffrú?
Úngfrú Traves hristi höfuðið.
— Ábyggilega ekki. Þú átt að
liggja kyrr héma — læknisskip-
un. Og trúðu mér, læknirinn er
ósanngjam maður.
Jill hafði aldrei vitað til þess,
að Falconby læknir væri ósann-
gjarn, en hún var of þreytt ti! að
spyrja yfirhjúkrunarkonuna hvað
hún ætti við, og það var aðeins
Judy sem hún þorði að spyrja:
— Hvað með hr. Carrington?
Er — allt í lagi með hann?
— Auðvitað er allt í lagi með
hann, sagði Judy fyrtin, — hann
fer ekki að láta líða yfir sig.
Jill andvarpaði, — Já, það er
skammarlegt, finnst þér það ekki?
— Ekki undir þessum kringum-
stæðum. sagði Judy ákveðin. —
Hr. Carrington er hetja iagsins,
auðvitað — og hann hatar það!
Ég hefði sjálf ekkert á móti því
að sæma hann heiðursmerki —
en gallinn er bara sá, að ég mundi
fá það beint í hausinn aftur! í
alvöru, ljúfan — mér mundi verða
hálf Ula við ef þú drukknaðir.
Judy sagði þetta glaðlega, en það
voru tár i augum hennar.
Jill háfði aldrei ímyndað sér
að hún ætti svona marga vini,
eða að hún væri svona vinsæl.
Hún óskaði þess samt, að hún
mætti fara á fætur og halda áfram
að annast sjúkling sinn, en Falcon
by læknir tilkynnti henni að hún
hefði fegið taugaáfall og auðsjó-
anlega þjáðst af ofþreytu, „áðnr
en þú reyndir að svolgra upp alla
Thamesá", og að hún yrði því að
gera eins og henni væri sagt.
Það hefði tekið óendanlega á
þolinmæðina, í eitthvert annað
skipti,. að verða að liggja þarna
i vitandi það. að í vikulokin mundi
athyglisverðasti sjúklingurinn
hennar (þar að auki þótti henni
vænt um Söndru) fara heim, og
kannski mundi hún ekki eiuu
sinni geta kvatt hana.
Og þessa tvo daga voru starfs-
félagar hennar alltaf að skjótast
inn til að rabba við hana. Ken
kom, auðvitað, settist á rúmið og
sagði að hann og Judy ætluðu að
fara og borða í Windsor miíli
þess sem hann stríddi henni.
Svo að hann hafði ekki gleymt
Judy, og hún leit út fyrir að vera
mjög hamingjusöm. Jill vonaði að
það mundi halda áfram — einkum
þar sem Judy var farin að spyrja
hana hvort hún vissi um einhverj-
ar bækur um Suður-Afríku!
En það var einn maður sem
ekki kom að heimsækja hana
þessa fjóra daga. Hún velti þvi
fyrir sér hvort hann kæmi enn-
þá til Fagurvalla, en hún gat ein-
hvern veginn ekki fengið sjálfa sig
til að spyrja. Hún vissi núna, að
hana var þegar farið að dreyma
um að vinna með honum aftur.
En það hafði verið áður en Sandra
datt, og. núna:
— Svei mér. þér þarfnizt ær-
legrar hýðingar —
Hann hafði ákveðið, að hann
vild- ekki láta hana hiúkra sjúkl-
ingum sinum aftur. Jill rak upp
dapurlegan hlótur, þagnaði snögg
lega og leit í áttina til hurðar-
innar sem var að opnast.
— Góðan dag, sagði Hr. Carr-
ington. — Einhver sagði að þér
væruð sofandi. En þar sem ég
hef ekki mikinn tíma, varð ég að
hætta á að vekja yður.
Hann leggur það í vana sinn,
að koma óvænt! hugsaði Jill. í
þetta sinn var engin Sandra til
að velta I faðma hans — aðeins
stúlkameð ærandi hjartslátt.
— Ég var ekki sofandi, þakka
yður fyrir, sagði hún og vonaði
að hún virtist rólegri en hún var.
— Ég Iá hérna og óskaði þess,
að einhver sem væri nógu valda-
mikill til að segja að ég mætti
fara á fætur, mundi koma.
Vere lyfti brúnum um leið og
hann settist á stólinn við rúmið.
— Það er slæmt. að ég skuli vera
eina svarið við ósk yðar, sagði
hann þurrlega. — Þvía ð ég er
síðasti maðurinn sem mundi segja
ykur nokkur þannig lagað. Ég er
ánægður að sjá, að skipúnum mín-
um er fylgt út í yztu æsar., og
að yður er haldið hérna.
Svo að það var skipun hans,
sem hafði haldið henni hérna, og
hann var „ósanngjarni maðurinn“
sem yfirhjúkrunarkonan hafði skír
skotað til.
Hún herti upp hugann og sagði:
— En mér b'ður alveg prýðilega,
herra, Ég — hefði getað farið á
fætur strax næsta dag.
— Sennilega. En það vildi þann
ig til, að þér þjáðust af ofþreytu,
og voruð á hraðri leið með að
falla algerlega saman — nema
við vitum ekki hvað við erum að
segja.
— En ég — ég meina, ég var
ekki að reyna að drekkja mér.
Hún leit á hann með samblandi
af vanþóknun og hryllingi.
— Eg er ekki að gefa neitt slíkt
í skyn. Eða að þér hafið ri'hneig-
ingu til sjálfsmorðstilrauna, Syst-
ir, fullyrti hann. — En þegar ung
kona, sem venjulega er góð sund-
kona eins og ég er viss 'im að
þér eruð, lendir í erfiðleikum
svona stutt frá landi, þá er eitt-
hvað alvarlegt að. Þegar ég kom
til yðar voruð þér eins uppgefn-
ar og þér hefðuð synt yfir hálft
Ermasund! Og þér ríghélduð yður
í mig eins og einhver kjáni sem
dettur óvart í vatnið. Ég býzt efcki
við að þér munið eftir því, að ég
varð að — grípa til róttækra ráð-
stafana við ykur.
Hún hafði þá ekki ímyndað sér
kinnhestinn! Og hann hafði hótað
að gera það aftur þegar hann var
búinn að draga hána í land' Jill
vissi, að hún var alls ekki sú teg-
und konu sem harðnar við of-
stopa, og hún skammaðist sin
hræðilega þegar hún fann. að innst
inni var hún gagntekin af hugs-
uninni um að Vere Carrington
hefði slegið hana utan undir.
Var það mögulegt, hugsaði hún
ÚTVARPIÐ
Laugardagur 4. júní
7.00 Morgunútvarp 12.00 Há-
degisútvarp t3.00 Óskalög sjúkl
inga Kristín Anna Þórarinsdótt
ir kynnir lögin. 15.00 Fréttir
116.30 Veð-
furfregnir
A nótum
æskunnar 17.00 Fréttir Þetta
vel ég hevra Sigurión Ólatsson
myndhöggvari velur sér hlióm
plötur 1800 Söngvar 1 iéttum
tón 18.45 Tilkynningar tozo
Veðurfregnir 19.30 Fréttir !0.
00 „Gaspard de la Nuit“ Dianó
verk eftir Ravel V Askenasí
leikur. 20.20 Leikritið: „Kona
bakarans*' eftir Marcel °-ignot,
Leikstjóri Haraldur Biörnsson.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.15 anslög. 24.00 Dagskrarlok.