Tíminn - 04.06.1966, Blaðsíða 9
9
LAUGARDAGUR 4. jún.í 1966
TÍMINN
Bifröst í BorgarflrSi.
Guð gefi að við, sem 'hér í
’Bifröst eigum að 'ávaxta þann
arf sem nær 50 ár hafa skap-
að Iþessum skóla, gætum reynzt
þess trausts maklegir, sem svo
mikil ábyrgð og svo mikil eggj
un leggur okkur á herðar.
Það er sagt, að tvær skóla-
hugmyndir hafi verið uppi í
veröldinni. Önnur er hugmynd
in um lærða skólann, emhætt-
isskólann, sem skilur einttakl-
ingana fhá og á að gera þá
öðru vísi en aðra menn. —
Hitt er hugmyndin um þjóð-
skólann, skóla hins venjulega
manns, sem reynir að hamla
gegn aðskilnaði í þjóðfélaginu,
undirstrika að við séum öll eitt
þótt við séum ekki öll eins.
— Það er hiri síðari hugmynd
sem vakti fyrir fyrsta skóla-
stjóra Samvinnuskólans, Jónasi
Jónssyni og var baráttumál
hans og er enn. Skólinn á ekki
að mennta menn frá samfé-
laginu heldur til þess. —
Ég veit, að þær gjafir, sem
við höfum tekið á móti í dag
eiga að verða þessari hugmynd
hins aldna og merka skóla-
manns til framdráttar, hans
sem á þessum degi fyllir 81.
árið. Þær eru öðrum þræði
hylling til Jónasar Jónssonar
og samkennara hans, en eru
stílaðar til skólans, er hann
mótaði og unni.
Hafið þökk fyrir.“
A® síðustu flutti skóla-
stjóri skólaslitaræðu sína
og fer hún hér á eftir.
Hann beindi aS venju orS-
um sínum til hinna braut-
skráðu nemenda.
Það kemur í minn hlut að
lýsa yfir skólaslitum og binda
enda ó starfsemi Samvinnuskól
ans í Bifröst veturinn 1965—
1966. Sú skylda er í senn ljúf
og leið.
Það er lj.ú'ft að hætta leik'
í fagnaði góðs árangurs. Það
er sælt að hverfa á brott að
lokinni prófþraut, sem ber
vitni um atorku og einbeittni.
Hitt er leitt að skynja ang-
urværð skilnaðarins, að sætta
sig við þá staðreynd, aö upp-
lausn okkar litla samfélags sé
á nœsta leiti, einkurn þegar sér-
stæðir töfrar þess eru hafðir
í huga, töfrar jafnt átaka sem
einangrunar.
Skólaslit eru okkur starfs-
fólki Bifrastar endurtekning
sama eðlis og árstíðaskiptin
boða, stundarhlé starfseminnar,
en fela í sér fyrirheit um
nýjan starfsdag og áframhald.
Því er annan veg farið um
nemendur sem brautskráðir
eru hverju sinni. Þeim verða
skólaslitin annað og meira. Það
er lokið upp dyrum. Heillandi
hvatning berst að eyrum: Hér
kallar lífið til starfa. Verkefn-
in blasa við. Að undirbúningi
verður ekki horfið sem áður.
Þetta er ástæðan fyrir því,
að skólaslitaræða verður hverju
sinni ávarpsorð til brautskrá-
inna. — Ég mæli til þín að
lokum, nemandi minn, sem
héðan leitar vorið 1966.
Það, sem ég hef að segja
þér við leiðarlok á þessum
stað, er ekki nýr sannleikur,
sem aldrei fyrr hafi hljómað
eyrum þínum. Ég tala ekki af
sagnaranda. Ég ávarpa þig
ekki af því að mér hafi fallið
í skaut opinberun og hyggist
gefa þér hlutdeild í henni. Ég
mæli heldur ekki til þín þessum
orðum, af því mér finnist ég
knúinn til að lýsa yfir um-
hyggju minni og vinsemd eða
þurfi að undirstrika hve annt
mér sé um framtíðarhag þinn
og heill. Ef ég þyrfti sérstak-
lega að taka það fram á stundu
sem þessari, myndi mér finn-
ast það vitnisburður vondrar
samvizku.
Það sem ég hef hér fram
að færa eru 'hversdagslegar
hugsanir og ábendingar. Mín
skoðun er sú, að einmitt slík-
ar séu sannastar og einlægast-
ar.
Sú er hin fyrsta ábending,
sem ég vil koma á framfæri
við þig, að vekja athygli á
kafla úr grein, sem ég rakst
á nýlega. Þar segir svo: „Það
er vafalaust rétt, sem haldið
hefur verið fram, að það að lifa
sé í því fólgið að komast að
raun um merkingar ýmissa
orða. En orðin sem máli skipta
eru ekki löng, vandasöm og
torkennileg. Það þarf ekki að
grípa til orðabókanna og heim-
ildarritanna. Orðin, sem mikil-
vægust munu reynast og drýgst
til sannrar þekkingar eru stutt,
lótlaus og einföld. Þau eru
meðal annara: Vinna, von,
gleði, harmur. trú.“
Mikilvægi einfaldra orða eru
ekki ný sannindi. Um það ber
sagan af Sókratesi og Xenofón
glöggt vitni. Sókrates mætti
ungum manni á þröngri götu.
Hann rétti út staf sinn og lok-
aði þannig leiðinni fyrir unga
manninum. Sókrates hóf að
spyrja ungmennið eins og
vandi hans var. Hann þóttist
vilja fræðast um merkingar
algengra orða. Orðin lutu að
störfum borgaranna og þörfum
þeirra margvíslegum. Xenofón
ungmennið gat leyst úr hverj-
um vanda. Að lokum kom sak-
leysisleg en óvænt spurning.
Sókrates sagði: „En hvar og
hvernig verða mennirnir heið-
virðir og sannir?“ Að þeim
vanda hafði Xenofón aldrei
hugað. En til þeirra verkefna
var horfið næstu ár, og reynd-
ust erfið.
Líklega hafa fáir undirstrik-
að jafn oft og ákveðið og
Sókrates, hve mikilvægt það
væri manninum að gera sér
í senn grein fyrir eðli þekk-
ingarinnar og gildi hennar.
Hann talaði um eina dyggð, að
þekkja, og einn löst, að þekkja
ekki. — Honum bjó lík hugsun
í brjósti sem Jane Welch Car-
lyle. Hún fullyrti: „Af öllu
sem Guð hefur skapað, getur
maðurinn einn skynjað fátækt
sína, vöntunina. En í þeirri
skynjun er líka fólginn auður
hans mestur".
Sagan segir, að Sókrates hafi
við ævilok sannað, hve sterk
ur þáttur þessi lífsvitund reynd
ist. Eins og kunnugt er var
Sókrates dæmdur til dauða
vegna afbrigðilegra skoðana.
Er hann beið dauðans í klefa
sínum gerðist hversdagslegur
atburður. Sagnameistari átti
leið fram hjó fangelsinu, en
sem hann gekk þuldi hann
kvæði, sem nýlega hafði verið
ort. Ljóðið vakti athygli fang-
ans, Sókratesar. Honum lán-
aðist að fá sagnameistarann
til fundar við sig og bar fram
þá bón, að hinn síðarnefndi
kenndi honum kvæðið. Það var
auðsótt, en kvæðamanninum
þótti með ólíkindum, að dauða
dæmdur fangi skyldi hafa sinnu
á slíku. Er hann lét undrun
sína f ljós, hlaut hann svar,
sem ekki hefur gleymzt: „Mig
langar,“ sagði Sókrates, „að
deyja svo, að þekking mín
vaxi, í fögnuði nýrrar reynslu
vil ég fara héðan.“
En er ekki allt þetta þekk-
ingarhjal óraunhæft? Hvaða er-
indi eiga slík orð við þig, nem-
andi minn, sem ert að kveðja
skólann? Finnur þú ekki ein-
mitt til fagnaðar að vera laus
við kvaðir námsins? Er það
ekki einmitt ljúfleiki þessarar
stundar að finna höftin bresta,
sem skólaveran hefur óneitan-
lega haft í för með sér og
komið hafa harðast niður á
frelsi þínu? — Allar eiga þess-
ar athugasemdir rétt á sér. En
hitt er jafn víst, að lífið ger-
ir ekki minni kröfur til þín
heldur en skólinn. Þvert á
móti. Þú ert ekki að hætta að
læra. Þú ert að byrja örlaga-
rika námsbraut.
í skóla lífsins varðar miklu
að skilja. En þar er ekki minna
um vert að hver skilningsauki
leiði til áforms og síðar athafn-
ar. Sambandið nána milli þekk
ingar og starfs er önnur ábend
ingin, sem ég vil koma á fram-
færi við þig, nemandi minn.
á skilnaðarstund.
Til er gamall orðskviður,
sem enginn veit um höfund að.
Orðskviðurinn er á þessa leið:
„Hugsýn án athafnar er
hverfull draumur.
Athöfn án draums er dapur-
leg kvöð.
En sameinist draumur og
athöfn eignast veröldin von og
dáð.“
Þetta undarlega samband,
sem hér er vikið að milli
draumsins, þ.e. hugsýnarinnar
annars vegar og athafnarinn-
ar, þ.e. starfs og atvinnu hins
vegar er engan veginn augljóst
alltaf. Sú er líka ástæðan til
hversu oft er spurt: „Til hvers
er erfiði mitt og amstur? Hver
er tilgangurinn með lffi mjnu
og hvert takmark þess?“ —
Svörin við þeim spurningum
reynast oft óljós og þokukennd.
— Það er ekki alltaf auðvelt
að fylgja ábendingunni, sem
Charles Mayers gaf. Hún var
þessi: „Reyndu að ganga úr
skugga um, að það ,sem þú
lifir fyrir, sé þess virði að
deyja fyrir það.“
En svörin óljósu' stafa ekki
af því, að enginn hafi fengizt
til að leiða hugann að sam-
bandinu milli þekkingar, til-
gangs og athafnar. Hitt er
sönnu nær, að mennirnir hafi
látið hugfallast, þegar í ljós
hefur komið, hve erfitt er að
láta draumana rætast í dáðum.
En flestar þrautir manna
hafa reynzt þroskandi. Og svo
er einnig um þá hina hörðu
glímu við gátu tilgangsins, tak-
marksins, draumsins. Árangur-
inn hefur næsta oft veri" meitl-
aður í ógleymanlegar setning-
ar. Ég vil minna þig á tvær
slíkar, nemandi minn. — Önn-
ur eru orð Newmanns kardí-
nála, þessi: „Á æðri tilverustig-
um kann því að vera öðruvísi
farið. En hér á jörðunni er
hitt staðreynd, að það að lifa
er að breytast, að vera full-
kominn er að breytast oft og
algjörlega.“ — Orð Newmanns
eru auðskilin: Tilgangurinn
með lífinu er ekki sá að þræða
beina braut, eins alla tíð. Til-
gangurinn er vandi umbreyt-
ingarinnar. í kyrrstöðunni og
stöðnuninni er fólginn dauði
og upplausn. — Hitt er setn-
ing Disraeli: „Lífið er of stutt
til þess að láta það eyðast í
lágkúru og smámunasemi.' —
Aðeins só, sem eygir hið ósýni-
lega, háa, getur látið hið ómögu
lega og stóra verða að veru
leika.
Sú er þriðja og síðasta abend'
ingin á þessari stundu, nem-
andi minn, að víkja að tilfinn-
ingu og hugblæ. Þýaki heim
spekingurin.i og líffræðingur-
Framhald a bls. 14.
ListaverkiS „Lífsorka" eftir Ásmund Sveinsson hefur verið sett upp
við Bifröst.