Tíminn - 04.06.1966, Blaðsíða 14
14
TÍMINN
LAUGARDAGUR 4. júní 1966
HLAUT 20 MÁNAÐA FANGELSI
KJ-Reykjavík, föstudag.
í dag var kveðinn upp í Saka
dómi Reykjavíkur dómur yfir Þor
steini Snorra Axelssyni er ók ölv
aður stolinni bifreið á kyrrstæðan
leigubíl á Langtholtsvegi aðfara
BÁTUR BRANN
Framhald af bls. 1
komið litlum handslökkvitækj
um við, né komið sjóslöngunni
í samband niðri í vélarrúminu
svo að ekki var um annað að
ræða en að reyna að birgja eld
inn til þess að reyna að kæfa
hann.
Við kölluðum strax á hjálp,
en engin skip voru nærstödd,
nema vélbáturinn Björg, sem
búið var að leggja á Eskifirði
og það tók langan tíma að
koma honum af stað. Þegar
Björg kom á staðinn var eldur
inn orðinn svo mikill, að við
höfðum orðið að yfirgefa bát-
inn á gúmmíbáti.
Slökkvibíllinn frá Eskifirði
kom þarna úteftir, og hefði ef
til vill getað hjálpað, ef við
hefðum komið bátnum nær
landi, en eldurinn var orðinn
svo mikill, að við gátum ekki
staðið inni í stýrishúsinu. Við
vorum líka orðnir smeykir við
sprengingar, svo að við yfir-
gáfum bátinn. Við vorum þrír
á bátnum, skipstjórinn, Jó-
hannes Steinsson, vélstjórinn
Kristinn Sigtryggsson og ég.
Vélbáturinn Björg ætlaði að
reyna að draga bátinn inn til
hafnar, en rétt utan við Hólma
nes brann dráttartaugin í sund-
ur. Björg sigldi þá inn á Eski-
fjörð og sótti stærri dælur, en
þá var orðið alltof seint. Bát-
urinn var þá brunninn niður að
sjólínu. Að svo komnu máli
var ekkert annað að gera en að
horfa á bátinn brenna. Hann
sökk svo um kl. 4.
Jónas Jónasson var 72 tonna
eikarbátur, smíðaður í Hafnar
firði. Við keyptum hann 2ja
ára gamlan frá Njarðvíkum.
Við vorum fjórir eigendur og
ætluðum að gera bátinn út á
troll í sumar, eins og í fyrra-
sumar, en ætluðum að láta
standsetja hann í Neskaupstað.
nótt 2. okt. á s. 1. ári. Ungur mað
ur beið bana við áreksturinn auk
þess sem 6 aðrir slösuðust. Leigu
bíllinn sem eikið var á gjöreyði
lagðist ,og að auki skemmdust 4
eða 5 bílar meira og minna. Rétt
ir átta mánuðir eru nú liðnir frá
því slysið varð og hefur Þor-
steinn setið í gæzluvarðhaldi tölu
verðan hluta þess tíma. Dómur
inn hljóðaði á þá leið, að Þor-
steinn Snorri Axelsson skal sæta
20 mánaða 'Tangelsi óskilorðsbund
ið og hann er sviptur ökuleyfi ævi
langt.
LÖNDUNARSTÖÐVUN
Framhald af bls. 1
því lítið lýsismagn, en fitumagn
hennar er á milli 8—9%.
Enn er þróarrými á Raufarhöfn
og Vopnafirði og hjá Síldarverk-
smiðju Hafsíldar á Seyðisfirði, sem
er að hefja bræðslu. Ríkisverk-
smiðjan á Seyðisfirði fer í gang
eftir nokfcra daga.
Búast má við, að síldveið'iskip
in verði senn f ^ sigla með afla
sinn til Siglufjarðar og Eyjafjarð
arhafna.
Sl. sólarhring fengu 18 skip sam
tals 2935 smálestir og er veiði-
svæðið um 200 mílur undan landi.
Síldin er stygg ,en bátarnir fá
ágæt köst við og við.
KENNARAÞINGIÐ
Framhald af bls. 1.
an skólarnir starfa. Auðvitað hlýt
ur of mikil vinna að koma að ein
hverju leyti niður á sjálfu kenn-
arastarfinu.
— Bágborin laun kennara við-
halda einnig kennaraskortinum,
en hann er sem áður tilfinnanleg-
ur, þrátt fyrir mikla aðsókn að
Kennaraskólanum. S.l. vetur störf
uðu 134 réttindalausir kennarar
við barnaskóla landsins eða 14,5%
af settum og skipuðum kennurum.
Sannleikurinn virðist sá, að það
eru aðeins nokkrir hæstu launa-
flokkar, sem veita lífvænleg kjör.
Slíkt hlýtur að vera mjög alvar-
legt.
Um endurskoðun skólamála
sagði Skúli:
— Fræðsluþættir og námsefnt
eru ekki í samræmi við breytta
ÞAKKARÁVÖRP
Þakka hjartanlega öllum, sem glöddu mig á 75 ára
afmæli mínu 19. maí s.l. með heimsóknum, gjöfum og
skeytum, og gerðu mér daginn ógleymanlegan.
Guð blessi ykkur öll.
Jóhanna Sigurjónsdóttir,
Stóra-Saurbæ, Ölfusi.
Föðurbróðir minn,
Árni Magnús Sigurðsson
andaðist á Landsspítalanum aðfaranótt 3. júni. Jarðarförin auglýst
síðar.
Guðbjörg Jóhannsdóttir, Úthlið 16.
Innilegar þakkir færum við ötlum þeim sem sýndu okkur samúð
og vlnarhug við andlát og útför,
Ingibjargar Baldvinsdóttur
Laxagötu 6, Akureyri.
Ólafur Magnússon,
Magnús Ólafsson, Sigríður Ólafsdóttir,
Hrólfur Sturlaugsson og barnabörn.
Hjartkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma,
Vilhelmína Jónasdóttir
Hringbraut 109, Reykjavík,
andaðist 31. maí.
Hannes Hreinsson, börn, tengdabörn og barnabörn.
atvinnuhætti og þjóðfélagsþróun.
Menntamálaráðuneytið hefur nú
falið Efnahagsstofnuninni að gera
áætlun til lengri tíma um mennta
þörf þjóðarinnar og því ber einn-
ig að fagna, að núverandi mennta
málaráðherra hefur ráðið sérfræð
ing til skólarannsóknarmála.
Að loknu setningarávarpi Skúla
Þorsteinssonar, formanns SÍB,
fluttu ávörp menntamálaráðherra,
Gylfi Þ. Gíslason, fræðslumála-
stjóri Helgi Elíasson, formaður
BSRB, Kristján Thorlacius, for-
maður LSFK Ólafur Einarsson og
formaður FHK Njörður P. Njarð-
vik.
Eftir hádegið var lýst fulltrúa-
kjöri, kosnir forsetar, ritarar og
nefndanefnd. Skýrsla sambands-
stjómar var flutt og lagðir fram
reikningar. Að þeim loknum hóf-
ust almennar umræður. Kristján
Gunnarsson, skólastjóri, flutti
mjög fróðlegt og gagnlegt erindi
um endurskoðun skólamála og
urðu talsverðar umralður um þau
mál.
Fundarhöldum verður haldið á-
fram á morgun og á sunnudaginn
og lýkur þessu fulltrúaþingi þá
um kvöldið með heimsókn að
Bessastöðum í boði forseta ís-
lands.
HREINSANIR í PEKING
Framhald af bls. 1
stjórann í Peking úr stöðunni
sem framkvæmdastjóra flokks
félagsins þar í borg, sé afleið
ing miskunnarlausrar valdabar
áttu meðal æðstu manna kín
verska kommúnistaflokksins
Kom þessi ráðstöfun mjög á
óvart í Moskvu, en Peng Chen,
borgarstjóri, var einn af leið-
togum andsovézku deildarinnar
í kínverska kommúnistafiokkn-
um, og var áður talinn einn
valdamesti maður land^ins. í
Peking er talið hugsanlegt, að
víðtæk lu-einsun muni brátt
eiga sér stað í Kína.
Peng Chen, sem er 67 ára gam-
all, var sviptur embætti fram-
kvæmdastjóra. í dag, og er talið,
að hann muni brátt einnig verða
sviptur embætti borgarstjóra.
(Embæittissviptingin kemur eftir
langvarandi áróðúrsherferð gegn
svokölluðum flokksfjandsamlegum
kommúnistum, sem ákærðir hafa
verið undanfarnar vikur fyrir að
vinna gegn kenningum Mao Tse
Tungs. Þegar talað hefur verið í
blaðagreinum um „leiðtoga" þess-
ara „flokksóvina", þá hafa flestir
talið fullvíst, að átt væri við Peng
Ohen.
Talið er að mikil valdabarátta
eigi sér stað í Peking og sé barizt
um, hver skuli verða eftirmaður
Mao Tse Tungs og þjóðhöfðingj-
ans, Liu Shao-Chi.
Peng Chen hefur verið í komm-
únistaflokknum síðan 1926, og
borgarstjóri í Peking síðan 1951.
Hann var talinn einn helzti „hug-
sjónasérfræðingur" kínverskra
kommúnista.
KJÖT OG MJÓLK
Framhald af bls. 2.
Verð á 1. fl. hrossakjöti hækkar
nú úr kr. 21,20 pr. kg í kr. 21,70.
Folaldakjötið úr kr. 26,00 í kr.
26,60 pr. kg. og trippakjötið úr
kr. 23,50 í kr. 24,05 kílóið.
Lítrinn af hyrnumjólk hefur
hækkað um 30 aura, úr kr. 7,75 í
kr. 8,05.
SUMARHÓTELIN
Framhald af bls. 16
þar á staðnum fullkomið hótel,
sem selur mat. Á Varmalandi eru
44 gestarúm, en í sumar verður
Reykholtsskóli rekinn, sem eins
konar útibú frá Varmálandi, og
verður þar einungis morgunmat
ur og kvöldkaffi- Á Eiðum eru
rúm fyrir 104 gesti, fyrir 48 í
Skógaskóla og fyrir 141 í heima-
vist Menntaskólans á Akureyri, en
þar verður aðeins morgunmatur
og kvöldfcaffi, ekiki hádegis- og
kvöldmatur. í Sjómannaskólanum
hér í Reykjavík verður hægt að
taka á móti hópum til gistingar,
og þeirn seldur morgunmaturr og
kvöldfcaffi.
Á flestum þessum stöðum geta
ferðamenn fenigið svefnpokapláss,
en það var selt á 55 krónur í
fyrra, en gert er ráð fyrir, að
nokkur hælfckun verði á öllum
stöðunum bæði fyrir rúim og
svefnpokapláss í sumar.
LANDSBYGGÐIN
Framhald af bls. 2.
það, að dýpkunarskipið Sandey
var hér í vor og gróf talsvert
magn út úr höfninni og er gert
ráð fyrir, að skipið komi hingað
aftur í ágúst og haldi greftrinum
áfram og grafi alls út úr höfninni
50 þúsund teningsmetra. Þessu er
dælt inn fyrir eyrina og myndað
mecS því land fyrir innan hana.
Með þessari dýpkun rýmkar höfn
in þannig að skip geta snúið við
inni í höfninni.
Auk þess verður átt hér við va:r
anlega gatnagerð í sumar og á a1S
undirbyggja nokkrar götur fyrir
malbikun, en malbikun hófst hér
í fyrra.
Erfiðlega geng°r að
setja niður
Stjas. Vorsabæ, fimmtudag.
Nú er vorsvipur að færast yfir
umhverfið, túnin orðin vel græn
og úthaginn að byrja að fá græn
an lit. Sauðburði er víða lokið hér
um slóðir. Gjafatími hefur verið
afar langur á sauðfé að þessu
sinni, eða frá miðjum nóvember
til síðustu daga maímánaðar. Nú
er farið að beita kúm á stöku
stað.
Hér hefur rignt mikið síðustu
daga og útilokað að setja kartöfl
ur niður í moldargarða vegna
bleytu og klaka. Sandgarðar eru
klakalausir og víða komið langt
að setja niður í þá. Sumir bændur
hafa ekki getað ekið áburði á tún
vegna bleytu. Vegir hafa verið ill
ir yfirferðar að undanförnu. Klak
inn, bleytan og síminnkandi við-
hald veganna ár frá ári hafa vald
ið vandræðaástandi sums staðar.
Um þessar mundir verður mönn
um tíðrætt um ástand og söluhorf
ur á landbúnaðarafurðum. Telja
bændur óheillavænlega horfa, þeg
ar afurðir lækka í verði á sama
tíma og rekstrarvörur, s.s. áburð
ur, hækka. Og smjörið. þessi gæða
vara, sem meðal annarra hluta
hefur haldið lífinu í þjóðinni um
aldaraðir er sett á útsölu eins og
hvert annað lítt seljanlegt góss.
METSALA HJÁ MARZ
Framhald af 16. síðu.
landanna að hvor aðilinn um
sig gæti hófs í framboði. Sér-
stök nefnd, sem kemur saman viku
lega, gefur leiðbeiningar urn
markaðshorfur hálfan mánuð eða
svo fram í tímann. Vart kemur til
álita að landa ísfisiki í öðrum lönd
um, a. m. k. ekiki í stórum stfl.
Vestmannaeyingar seldu fyrir
tveim árum nokfcurt ma-gn af flat
fiski frá Esbjerg í Danmörku. en
ekki er hægt að segja að þar sé
neinn ísfisbmarkaður í líkingu við
hin löndin. Fyrir nofcfcrum árum
seldi íslenzkur togari í Hollandi,
en þar var tollalöggjöf óihagstæð
o-g e-lcki fismarkaður í stórum stíl
eins og í Bretlandi.
BÓKASÝNING
Framhald af bls. 16
sem tekið er tillit til í gerð henn-
ar og einnig átalið það, sem dóm-
nefndin telur hafa miður farið.
Bækurnar eru flokkaðar niður,
námsbækur sér, og síðan skáldsög
ur, ljóðabækur, myndabækur o.s.
frv. Vasabækur eru ekki á þess-
ari sýningu, hvorki innlendar né
erlendar, en samkvæmt þeim upp
lýsingum, sem Torfi sagðist hafa
fengið frá Sviss, eru vasabækur
þar að verða það vandaðar, að til
greina kæmi að veita þeim viður-
kettningu innan síns flokks.
Vönduð sýningarskrá verður
gerð fyrir bókasýninguna, og í
henni að finna ýmsar upplýsingar
um bækurnar. Búizt er við, að sýn
ingin standi 10 til 15 daga. Torfi
sagði. að félagarnir í teiknarafé-
laginu væru bjartsýnir um að sýn
ing af þessu tagi gæti orðið til
þess, að allir þeir, sem að útgáfu
bóka stæðu, legðu sig nú enn
meira fram en ella um að vanda
bækurnar. Sagði hann, að gaman
værni að bera saman íslenzkar
bæikur og erlendar, og sérstaklega
væri skemmtilegt að athuga þær
svissnesku, sem væru einstaklega
fallegar og vandaðar í alla staði.
í Félagi íslenzkra teiknara eru
15 félagar.
ÍÞRÓTTIR
Framhald af bis. 12.
Tímann í gær, að KR-ingar
teldu sig mjög heppna að fá
jafn góðan starfskraft og
Ingóif. Hann sagði, að Ing-
ólfur myndi byrja með æf-
ingar í sumar, en KR-ingar
ætla að búa sig vel tmdir
keppnistímabilið — og
steftia að sjálfsögðu að því
að vinna aftur sæti í 1.
deild.
BFRÖST
Framhald af bis. 9.
inn Ernest Haeckel var einu
sinni spurður: Hvert er að
þínu áli-ti vandasamast verk-
efni og uggvænlegast? Haeekel
svaraði: „Eitt er það sem vek-
ur sjálfum m-ér mestan geig.
Það eru afleiðingar pess, að
til eru tvö andsvör við sömu
spurningu. Spurningin er þessi-
Hvað er alheimurinn lífinu?
Samkvæmt öðru svarinu er al-
heimurinn lífinu ógn og ögr-
un, fjandsa-mlegur óskapnaður.
Samkvæmt hinu svarinu cr al-
heimurinn vernd og hlíf, sköp-
un kærleiksmáttar, búinn græði
afli og sáttarþrá.“ —
Svörin tvö, sem Haeckei get-
ur um, hafa vakið með mönn-
unum ólíkar tilfinningar og
hugblæ. Sé ógnin og ögrumn
umgjörð lífsins, engrar misk-
unnar að vænta, þá hlýíur sú
tilfinning að verða ríkjandi. af
heiftin sé sönnust og hatrið
eðlilegast. Þann hugblæ hefur
heldur ekki skort í mannheimi.
— En sé hitt réttara, að fund-
ið sé til með lífinu og þrá
þess til vaxtar og fullkomn-
unar sé byggð á öruggum
grundvelli, hlýtur af því að
leiða, að aðrar kenndir, aðrar
tilfinningar hljóta þegnrétt.
Þá verður samúðin djúpstæð-
astur hugblær. Niðurrifið á
ekki síðasta leikinn, heldur
uppbyggingin. Það er þessi
hugblær, sem hefur verið
mönnunum voldug hvöt að
skapa betri heim og gera
mannlegt lif sælla og gleðirik-
ara.
Það var John Ruskin, hinn
mikli verkalýðsleiðtogi og sam-
vinnufrömuður, sem sagði, að
þrennt væri sér sönnun fyrir
réttmæti bjartsýnnar lífstrúar:
Eitt er myndauðgi náttúrunn-
ar, annað er bros og dirfð ungl
ingsins, en hið þriðja sr vit-
undin að hægt sé að breyta
rétt. —
Með þessum orðum lýk ég
ávarpi mínu til þín nemandi,
sem brautskráðist vorið 1966.
Samvinnuskólanum Bifröst
er slitið.