Vísir - 13.12.1974, Page 6

Vísir - 13.12.1974, Page 6
6 Vfsir. Föstndagur 13. desember 1*74. VÍSIR (Jtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Slmar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Sföumúla 14. Simi 86611. 7 llnur Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. t lausasölu 35 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Fljótast og dýrast í frostum undanfarinna daga hafa greinilega ( komið i ljós afleiðingarnar af þriggja ára að- / gerðaleysi fyrrverandi rikisstjórnar i öflun raf- ) orku. Viða úti á landi er rafmagnsskömmtun \ daglegt brauð, þótt disilstöðvar séu látnar brenna ( rándýrri oliu dag og nótt. / Tveggja ára töf er orðin á undirbúningi gufu- ) aflsvirkjunar við Kröflu. Sú virkjun átti að leysa i \ bili orkuvanda Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslna (' og færa þjóðinni dýrmæta reynslu i virkjun gufu- / afls til rafmagnsframleiðslu. Töfin stafar af þvi, ) að vinstristjórnin og þingmeirihluti hennar \ neituðu tvö ár i röð um fjárveitingar til að hraða í/ rannsóknum og undirbúningi þessarar virkjunar. ) Athuganir á öðrum gimilegum virkjunar- ( stöðum á Norðurlandi eru enn skemmra á veg / komnar. Enginn veit, hvort hentugast væri að ) byrja á Jökulsá i Axarfirði, Dettifossi, Skjálf- \ andafljóti, Jökulsá i Skagafirði eða Blöndu, svo ( að dæmi séu nefnd. ) Allt hefur verið látið reka á reiðanum i stað ) þess að fjármagna samanburðarrannsóknir á ( þessum mörgu möguleikum norðan heiða. Ef / slikum rannsóknum væri nú lokið, væri nú verið ) að hanna og undirbúa þá virkjun, sem heppi- ) legust væri. \ Þessi óskemmtilegi viðskilnaður Magnúsar / Kjartanssonar orkuráðherra veldur þvi,að um ) það bil þrjú ár verða enn að liða áður en Krafla \ kemst i gagnið og enn lengri timi áður en vatns- ( aflsvirkjun á Norðurlandi byrjar framleiðslu. / Samt er nú þegar orðið neyðarástand i orkúöflun ) á þessu svæði. (\ Vegna þessa neyðast stjórnvöld nú til að fara (( dýrustu leiðina og ótryggustu — leggja raflinu )/ norður i land. Eins og málum er nú komið er slik \ lina eina leiðin til að afla innlendrar raforku ( handa Norðurlandi fyrir veturinn 1976—1977. En / hún kostar hvorki meira né minna en 1427 ) milljónir króna samkvæmt nýjustu áætlunum. \ Nær hefði verið að geta notað þetta fé til að ( virkja á Norðurlandi og láta linuna koma siðar til ) að jafna milli orkuveitusvæða. En þess er ekki \ kostur eftir aðgerðaleysi undanfarinna ára. ( Velja verður þann kost, sem fljótlegast er að / framkvæma, þótt hann sé dýrastur. ) Raflinan á að liggja með byggðum fram á \ Vestur- og Norðurlandi, þar sem rannsóknir hafa ( magnað efasemdir um rekstraröryggi Sprengi- / sandslinu. Á linan að liggja frá Grundartanga i ) Hvalfirði til Andakils, Laxárvatns og Varma- ( hliðar i Skagafirði og tengja þannig Lands- ( virkjun og Laxárvirkjun. ) Linan frá Varmahlið til Akureyrar hefur þegar \ verið lögð, en litið hefur verið hægt að nota hana V enn, þvi að afgangsrafmagn er við hvorugan enda hennar. Hún kemur þvi ekki að gagni fyrr en öll linan milli landshluta er komin. Frekari undirbúningur hefur tafizt, þar sem fráfarandi ( rikisstjórn skar lántökuheimild vegna linunnar úr 300 mill jónum króna i 25 mill jónir króna. Nú er undirbúningur framkvæmda hins vegar kominn á fulla ferð. Pantaðir hafa verið 1300 staurar i linuna og hún á að geta orðið fullbúin haustið 1976. Skýrði Gunnar Thoroddsen orku- ráðherra fráþessuáþingiifyrradag. \ Það er dýrt spaug að hafa lélega ráðherra, þótt ( ekki sé nema i þrjú ár. /# “JK ) 10. aðili að EBí Milljónir erlendra verkamanna, sem búa i EBE-löndunum niu, horfa fram á erfiða tima vegna kreppunnar, sem Vestur-Evrópa finnur nú ná tökum á sér. Meðan stjörnir aöildarrlkja Efnahagsbandalagsins giröa sig fastar vegna oliuharöindanna og veröbólgunnar, sem sækja aö þeim I senn, hafa störf þau, sem freistuðu þessara flökkumanna til að yfirgefa heimili sln, smám saman oröiö aö engu. Orkukreppan hefur sérilagi kallað á endurskipulagningu evrópsks iönaöar og leitt til uppsagna i stórum stil. Nýleg skýrsla EBE-ráösins áætlar, aö atvinnulausum muni fjölga um 800 þúsund frá þvi sem var um mánaðamótin september og október, og aðtala þeirra veröi orðin 4,1 milljón I april á næsta ári. Innflutta verkafólkiö I þessum löndum og fjölskyldur þeirra er taliö vera um 11,5 milljónir og oft talaö um þau sem tiunda meölim EBE. Þeim eru þetta Iskyggileg- ar horfur. I löndunum sex, sem upphaf- lega mynduöu Efnahagsbanda- lagið, hefur tala innflytjenda tæiplega þrefaldazt — úr 1,700.000 árið 1961 i 4,500,000 áriö 1973.Þeir ýmist fluttust á milli EBE-landa eöa komu frá löndum, sem standa alveg utan við bandalagiö. 70% þessarar fjögurra og hálfu milljónar komu frá löndum utan EBE, einkanlega þá frá Júgó- slaviu, Spáni og Tyrklandi. Þeir voru ekki ráönir á sama grund- velli og aöildarrlkin miöa viö sln á milli, heldur voru geröir sér- stakir samningar milli þess lands, sem viö þeim tók, og svo samtaka þeirra I fööurlandinu. Á stööum eins og I kolanámum Ruhr eða I bllaverksmiöjum Frakka hafa þessir innflytjendur fengiö orö á-sig fyrir að vera ódýr vinnukraftur, óskipulagöir en hörkuduglegir. EBE-ráðið fer ekkert dult meö þaö, aö bandalagið hefur hagnazt vel á tilveru þeirra. Samkvæmt skýrslu þess jókst hagvöxtur Efnahagsbandalagsins meira en unnt heföi veriö meö heimamönn- um eínum saman I vinnu. Kapp hljóp i margar iöngreinar og nærvera slíks vinnuafls leiddi af sér aukiö fjármagn, sem nú lá á lausu, en annars heföi orðið aö festa I nýjum vélum til þess aö leysa gamlar af hólmi. 1 vissum skilningi voru uppgangstlmar EBE byggöir á ódýrri olíu og ódýru vinnuafli. Orkukreppan hefur svo bundiö enda á þá. Þeir gömlu góöu dagar eru nú liðnir, eins og nýteknar ákvarö- anir Vestur-Þýzkalands, Frakk- lands, Belgiu og Hollands um aö taka fyrir innflutning verka- manna sýnir svo ljóslega. Þessar ferðir verkafólksins stefndu flestar til svæöa, þar sem iðnvæöingin var fyrir. Á meöan misstu aörir staöir, sem meira þurftu á vinnukraftinum aö halda til þess aö byggja upp sinn iðnað, sitt vinnuafl I þessa flutninga, svo sem eins og Suöur-ltalla. Staöreyndin er sú, aö Ibúum ítallu hefur fækkað um 1% frá 1960 til þessa dags. Til aö bæta fyrir þetta vilja fulltrúar EBE hraöa þvl, aö þróunarsjóöur bandalagsins taki til starfa, eins og lengi hefur staðið til. Honum var ætlaö það hlutverk að styrkja einstaka hluta aðildarrikjanna — landshluta, sem voru á eftir I þró- uninni — til aö byggja sig upp. Meö þessu móti átti aö beina peningastraumnum til hinna verst settu svæöa eins og Suöur-ltallu, Irlands og einstakra hluta Bretlands. Þaö, hve lengi þessir inn- flytjendur veröa innan marka bandalagsins, er allt undir þvi komið, hve ráöningartlmi þeirra var langur — og svo auðvitaö ástandi efnahagslifsins. Lagaréttur þeirra grundvallast algerlega á þeim sérsamningum, sem gerðir voru I upphafi ráðningar þeirra. Rammi þeirra er I flestum tilvikum mjög þröng- ur. í flestum tilvikum ráöa gest- gjafarnir þvl, hve langur ráöningartlminn er, hvenær og hvort hann skuli endurnýjaður eöa honum sagt upp. I sumum tilvikum fær innflytj- andinn, sem kom utan frá, ekki að yfirfæra laun sln óskert til ætt- jaröarinnar. I sumum þessum löndum hefur innflytjandinn ekkert tilkall til eftirlauna eöa veikindaorlofs og þvl siöur til' sjúkrasamlagsbóta. Nema þá að hann hafi gengið I gegnum langan reynslutlma. Hann nýtur minni félagshjálpar en heimamenn. Á þessu stendur nú loks til að ráða einhverja bót. EBE-ráöiö hefur á prjónunum áætlanir, sem jafna eiga i þessu tilliti kjör heimamanna og aðfluttra.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.