Vísir - 13.12.1974, Blaðsíða 12

Vísir - 13.12.1974, Blaðsíða 12
12 Vlsir. Föstudagur 13. desember 1974. BÆKUR bókin af Gróski Arna Öla greinum hans um þjóðleg fræði. Þar reynir hann að raða saman landnámssögu Ira á íslandi Ur þeim brotum sem fornar sagnir hafa að geyma þar að lútandi. Bókin er 197 bls. að stærð og kostar kr 1988,- Endimork vaxtarins Menningarsjóður og Þjóðvina- félagið hafa gefið út bókina Endi- mörk vaxtarins, eftir fjóra er- lenda höfunda, þýdda af Þorsteini Vilhjálmssyni og Finnboga Guð- mundssyni. Undirtitill bókar- innar er þáttur i rannsókn Rómarsamtakanna á ógöngum mannkynsins. I eftirmála segir, að bókin fjalli um efni er varöar alla: „Iskyggilegar framtiðar- horfur mannkynsins á þessari jörð”. Bókin er 240 bls, að stærö og kostar kr. 1964,- Ókindin Ökindin heitir bók eftir Peter Benchley, sem Isafold gefur út. Þetta er saga um baráttu manns og fisks — nánar tiltekið hákarls — og hefur hlotið mikið lof þar sem hún hefur komið út. Bókin er 228 bls, að stærð og kostar kr. 1726.- Upphaf siðmenningar Nýlega er út komin pappirs- kilja frá Máli og menningu, sem heitir Upphaf siðmenningar og er eftir Harald Jóhannsson. A kápu segir, að i þessari bók sé reynt aö rekja þróun samfélagshátta á lokaskeiðum forsögunnar á ná- lægum Austurlöndum. Bókin er 135 bls, og kostar kr. 714.- Grúsk IV Komin er út hjá Isafold fjóröa Listin að elska Nýútkomin pappirskilja Máls og menningar heitir Listin að elska og er eftir Erich Fromm. Hann er stundum talinn einn merkasti sálfræðingur eftir daga Freuds, segir i bókarkápu, enn- fremur að þessa bók megi skoða meöal annars sem gagnrýni á ástundun ástarinnar i nútima- þjóðfélögum Vesturlanda og þann skilning, sem lagður er i hugtakið ást Bókin er 124 bls, að stærð, kostar kr. 714,- og þýðandi er Jón Gunnarsson. Sakaður um skottulœkn- ingar vegna nálastungu- aðferðar Kínverska nálastungu- aðferðin við lækningar hefur vakið almenna at- hygli á Vesturlöndum á seinni árum. Hafa æði margir sýnt henni áhuga/ og nokkrir Evrópumenn hafa lagt hana fyrir sig. Árangurinn hefur verið misjafn, eins og sést á þvú að nýlega var höfðað mál í Halmstad í Svíþjóð f framhaldi af þvú að þrír „Allir velkomnir" „Litið vib hvenær sem er. Allir velkomnir”, segir i auglýsingum trú- flokks nokkurs i Templeton i Kanada, sem á húsið hér á myndinni. Kannski verður auglýsingin þó endurskoðuð eftir að flugmaður nokkur hafði litið heldur harkaíega inn. Það var reyndar nemandi meö kennara við hliö sér, sem missti stjórn á véi sinni og hafnaði I fundarsai trúfiokksins. Flugmennirnir tveir siuppu heilir frá þessu ævintýri — ótrúlegt en satt. Sennilega mun trúflokkurinn breyta auglýsingu sinni I framtiðinni og segja, „Allir velkomnir, svo framarlega, sem þeir koma ekki I gegnum þakið.” Umsjón: G.P.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.