Vísir - 13.12.1974, Síða 20

Vísir - 13.12.1974, Síða 20
vísir Föstudagur 13. desember 1974. Alþjóðleg vörusýning í Reykjavík nœsta haust Alþjóöleg vörusýning veröur haldin i Reykjavik í ágústlok og septemberbyrjun næsta ár. Þaö er Kaupstefnan — Reykjavik, sem gengst fyrir sýningunni eins og oft áöur á undanförnum árum. Sýningin veröur almenn kaup- stefna og vörusýning á tækni- og neyzluvörum, en ýmis sérsviö eru fyrirhuguö, t.d. heimilistæki, matvæli, snyrtivörur, listvarn- ingur og fleira. — JBP — SEGJA EKKERT UM TOLL- SVIKA- MÁLIÐ Erfiölega hefur gengið að afla uppiýsinga um tollsvikamáiið sem rannsóknarlögreglan i Reykjavik vinnur að þvi að upp- lýsa. Magnús Eggertsson yfirlög- regluþjónn, sem hefur rannsókn með höndum, vill ekki ræða við neinn meðan á yfirheyrslum stendur, nema beina málsaðila. Halldór Þorbjörnsson yfirsaka- dómari hafði ’ gærdag engar upp- lýsingar um rannsókn málsins. Tveir menn munu sitja inni vegna málsins. Það eru af- greiðslumaðurinn i flugfragtinni, og maðurinn, sem Asgeir H. Magnússon segir hafa tekið vöru- sendingar stilaðar á sitt nafn úr toll: á ólöglegan hátt. 1 viðtali við Visi i morgun, sagóist Asgeir vænta tiðinda sið- degis i dag af málinu. Fást þá Væntanlega upplýsingar um það, hvort maðurinn, sem situr inni, hefur játað að hafa tekið út vöru- sendingarnar. — ÓH. NU FÁST AÐEINS 4-5 PYLSUR FYRIR HUNDRAÐKALUNN — verðlag hœkkar áfram á nœstunni Verðlag mun hækka áfram á næstunni. útseld vinna hefur verið hækkuð um rúmlega 2 prósent vegna 3 prósent kauphækkunarinnar, sem kom til 1. desember. Kauphækkunin mun á næstunni vafalaust valda nokkurri hækkun á ýms- um vörum, en það mun taka nokkurn tíma, að hún hafi þau áhrif. Óöinn Rögnvaldsson, prentari, sem á sæti i verðlags- nefnd, sagöi i morgun, að jafnan lægi bunki af beiðnum um hækkanir fyrir fundum nefndar- innar. Þar sem mikil breyting væri um þessar mundir á verði á hráefnum, kæmu beiðnir frá margs konar fyrirtækjum um hækkun á verði framleiðsluvara sinna. Þessar beiðnir væru jafnan athugaðar gaumgæfilega af verðlagsnefnd. Oft lægju beiðnir fyrisi langan tima áður en þær væru afgreiddar. Þvi hefði til dæmis verið þannig farið um beiðni hárgreiöslu- kvenna um hækkun. Kristján Gislason verðlags- stjóri sagði i morgun, að ekki lægi óvenjulega mikið fyrir af óafgreiddum beiðnum. Hann kvaðst ekki vilja skýra frá, hvaðan beiðnirnar kæmu, fyrr en þær hefðu verið afgreiddar. Verðlagsyfirvöld fylgdu þeirri meginreglu að heimila ekki hækkanir, nema það væri taliö „alveg nauðsynlegt”. Framleiðsluráð landbúnaðarins tilkynnti i gærkvöldi 15% verðhækkun á hangikjöti Kílóið i hangikjötslæri hækkar úr 391 krónu i 448 krónur, og i fram- parti úr 308 i 353 krónur. Hangi- kjöt var aö heita má uppselt i Fyrir 100 krónurnar fást nú aö- eins 4-5 vinarpyisur. búðum, og framleiðendur hafa ekki viljað afgreiða meira, fyrr en búið væri að hækka verðið. Þessi hækkun byggist á verðhækkuninni, sem varð fyrir skömmu á nýju kjöti. Sú er lika orsök hækkunarinnar, sem verðlagsstjóri tilkynnti um i gærkvöldi á unnum kjötvörum. Vinarpylsur hækka úr 355 krón- um i 387 kr. kilóið. Við tókum sem dæmi i morgun „vænan” pylsupakka i einni af verzlunum Sláturfélags Suðurlands. I pakkanum voru 10 pylsur, feitar, og kostaði pakkinn 207 krónur. 1 morgun hafði verðið enn ekki verið hækkað i þessari búð, svo að nýja verðið yrði um 225,60 krónur, það er að segja 22,56 krónur hver pylsa. 1 annarri búð voru pylsurnar heldur minni og urðu þá 5 fáan- legar fyrir 100 krónurnar. Hækkunin á vinarpylsum er 9 prósent. Þá hækka kindabjúgu um 12,3%, úr 285 kr. kilóið i 320 kr. Kjötfars hækkar um 8%, úr 235 kr. kilóið i 254 kr. og kinda- kæfa um 13,8%, úr 435 kr. i 495 kr- -HH. Ekki aö undra, þótt Tryggva Gunnarssyni sé órótt á þessari teikningu Norömannsins Thor Johansens og gráti fögrum tárum yfir getuieysi seöilsins. Vantar vinnuafl ó Blönduósi „Rœkjuvinnslan dregur ekki starfsmenn fró okkur", Pólarprjóns Frjáls menning afhendir undirskriftirnar 17 þúsund biðja um Keflavíkursjónvarp breyttu og góðu dagskrárefni. Almannarómur sé, að dagskrá þess sé ekki upp á marga fiska. Ennfremur er skorað á stjórn- völd að hefja útsendingar i lit og bent á, að islenzka sjónvarpið hóf göngu sina 30. september 1966, og sagt, að tilvalið væri, að á 10 ára afmælinu yrði hafin formlega útsending þess i lit. Til þess verði nú þegar að byrja til- raunaútsendingar, enda sé það hægt án nokkurs tilkostnaðar á að minnsta kosti þriðjungi af núverandi sjónvarpsefni. Al- menningur eigi kröfu á, að ráðamenn upplýsi, hvenær lita- útsending verði hafin, svo að gera megi ráðstafanir við endurnýjun tækja. Samtals fari um helmingur af verði hvers tækis til rikisins, og þvi mundi endurnýjun, þar sem litasjón- varpstæki kæmu i stað hinna, renna stoðum undir fullkomið dreifikerfi i landinu og veita sjónvarpinu það fjármagn, sem það vanhagi um. —HH 17090 manns skrifuðu undir áskorun Frjálsr- ar menningar um Keflavikursjónvarpið og eflingu islenzka sjónvarpsins. | Þetta fólk var nær eingöngu af Reykjanesskagan- um. Undirskriftirnar voru I gær afhentar menntamálaráðherra og forseta Sameinaðs þings. 1 áskoruninni segir: Við undirrituð skorum á rikisstjórn og Alþingi að: 1) Efla Islenzkt sjónvarp með þvi að tryggja fjármagn til kaupa á viðunandi dagskrárefni og hefja út- sendingar I lit, og 2) Skapa eðli- lega samkeppni með þvi að hefta ekki útsendingar Kefla- vikurs jónvarpsins. Frjáls menning vitir þá „ein- angrunarstefnu”, sem fram hafi komið á Alþingi, þegar þingið felldi „að gefa einstak- lingum hér á suðurhorni lands- ins kost á að njóta áfram þeirr- ar ánægju, sem Keflavikursjón- varpiö hefur veitt þeim i fjölda ára án áreitni stjórnvalda,” eins og segir i greinargerð frá samtökunum. Frjáls menning telur, aö „fámenn klfka” hafi knúið fram þessa einangrunar- stefnu I blóra við vilja mikils fjölda islenzkra borgara. Sam- tökin vara við, að „frekari frels- isskerðing gæti verið á næstu grösum.” Frjáls menning spyr, hvort nú veröi bönnuð útgáfa sovézku fréttastofunnar hér i borg á mánaðarritinu „Fréttir frá Sovétrikjunum” eða hvort næst komi lokum útvarpsins frá Keflavikurflugvelli. Það væri rökrétt framhald af afstöðu Al- þingis, að þetta hvort tveggja væri stöðvað. Þá megi ekki lengur hjá líða, að islenzka sjónvarpinu verði tryggt fjármagn til kaupa á fjöl- ,,Ég held ekki aö rækjuvinnslan eigi sök á þvi aö okkur skortir vinnuafl”, sagöi Baldur Valgeirs- son forstjóri prjónaverksmiöj- unnar Pólarprjón á Blönduósi. Verksmiöjan Pólarprjón hefur ekki getað annað eftirspurn vegna skorts á vinnuafli á Blönduósi aö undanförnu. „Þeir sem starfa við rækju- vinnslu, koma að miklu leyti utan úr sveitum til vinnu I skamman tima. Hjá okkur tekur það aftur á móti 3 mánuði að þjálfa nýjan starfskraft, svo hér er ekki um sama vinnukraftinn að ræða,” sagði Baldur. „Okkar vandamál hér er skort- ur á dagheimili fyrir þær mæður, sem vinna vilja úti,” sagði Bald- ur. Undanfarið hefur vantað 4-5 starfsmenn I verksmiðjuna. Að sögn Baldurs er oft erfitt að út- vega nægilegt vinnuafl milli sláturtiðar og jóla. Eftir jólin væri hins vegar von til að fjölgaði I verksmiðjunni, hvað sem rækju- vinnslunni liði. Fyrir utan rækjuvinnslu og prjónaverksmiðju eru tvær plast- verksmiðjur á Blönduósi. 1 ann- arri vinna aðeins um 4-5 menn en hin stendur auð. Ekki mun þó vera vinnuaflsskorti um að kenna þar. — jb. ,0ÞARFI AÐ POST- LEGGJA GÓÐAN HUG' segir biskup og sendir engin jólakort „Eg ætla aö biöja presta mina og aöra vini aö misvirða ekki, þó aö þeir fái ekki jólakort frá okkur hjónum,” segir Sigur- björn Einarsson biskup.' Og skýringin á þvi, aö þau hjónin senda ekki út jólakort er sú, að þau ætla aö verja þeim krónum, sem sparast meö því, til glaðn- ings eöa bjargar örsnauöum. „Mun Hjálparstofnun kirkj- unnar annast milligöngu þar að lútandi,” segir biskupinn. Og hann vill koma þeirri vinsam- legu ábendingu til sinna mörgu góðu vina að fara að sinu dæmi. „Aðrir hafa meiri þörf á þvi að til þeirra sé hugsað á jólun- um,” segir hann. „Góður hugur I okkar garð kemst til skila, þótt hann sé ekki póstlagður.” Og biskupinn heldur áfram: „1 leiðinni er vert að minna á, að holl hófsemi i skiptum á jóla- gjöfum milli þeirra, sem einskis þarfnast, og i jólahaldi yfirleitt, gæti orðið svöngum börnum i fjarlægð og bágstöddum heimil- um nær nokkur hjálp ef sparað væri i hjálparskyni. Það væri i anda kristinna jóla.” —ÞJM

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.