Tíminn - 11.06.1966, Page 5

Tíminn - 11.06.1966, Page 5
LAUGARDAGUR 11. júní 1966 Útgefandl: FRAMSÓKNARFtOKKURINN FramkVremdastjóri: Krlstján BenedUctsson Ritstjórar: Þórarlnn Þórarlnsson (áb) Andrés Kristjánsson, Jón Hetgason og IndriSi G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrimur Gislason Rítstj.skrifstofur 1 Eddu- húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur Bankastraetl 7 Af- greiSslusimi 12323 Auglýsingasimi 19523 ASrar skrtfstofur. sími 18300. Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands - 1 lausasölu kr. 5.00 eint — Prentsmiðjan EDDA b.t Ríkisstjórnin ber sökina Mögnuð óánægja ríkir nú hjá bændum vegna þeirra ráðstafana, sem gripið hefur verið til. Þær skerða kjör bænda stórlega, og mátti kauplægsta stéttin sízt við því nú í dýrtíðarflóðinu. Það þarf engan að undra, þótt bændur vilji ekki sætta sig við slíkar aðgerðir. Menn skulu gera sér í hugarlund, hver viðbrögð launþega yrðu, ef skerða ætti laun þeirra stórlega núna ofan á aðrar búsifjar verðbólgustefnunnar. Fráleitt er hins vegar að skella skuldinni af þessari óheillaþróun á forystumenn bænda, og felst í slíkum ásökunum mikil ósanngirni. Stéttarsamband bænda stóð í marga mánuði í stöðugu samningaþjarki við landbúnaðarráðherra og lagði fram margar tillögur til lausnar þessum vanda, svo ekki yrði gripið til beinnar lækkunar á kaupi bænda. M.a. lagði Framleiðsluráðið til, að tekin yrði upp sérstakur skattur á innflutt kjarnfóður, er rynni til útflutningssjóðs. Slík- ur skattur myndi þjóna tvennum tilgangi. Annars vegar skapa tekjur til að bæta upp útflutninginn og hins vegar draga úr óhagkvæmri mjólkurframleiðslu. Ríkisstjórnin synjaði öllum þeim leiðum, sem Framleiðsluráðið vildi fara. Ríkisstjórnin ber því ábyrgð og sök á því, hvernig nú er komið, og öllum ætti að vera Ijóst, að ríkisstjórn- in ein hefur aðstöðu til að greiða úr þeirri flækju, sem landbúnaðarmálin eru nú komin í. Um þetta fórust Gunnari Guðbjartssyni, formanni Stéttarsambands bænda, svo orð í ræðu. sem hann flutti á fjölmennum bændafundi á Selfossi á þriðjudagskvöld: „Eins og ég finn hér á fundinum, þá er mikill þungi hjá bændum, þeir vilja ekki una því að fá ekki fullt verð fyrir sína framleiðslu, og það er eðlilegt og skiljanlegt. Verðskerðingin kemur verst við þá, sem hafa lagt í mikla fjárfestingu, og til þess hefur ekki verið tekið nægilegt tillit við uppbyggingu verðlagsins undanfarin ár, að fjárfestingarkostnaður hefur hækkað gífurlega mikið og lánakjör eru mjög erfið. En bændur verða að muna.að það er ekki við forystu Stéttarsambandsins eða Framleiðsluráðs að sakast í því efni, það eru áhrif verð- bólgunnar og aðgerða stjórnvalda. sem ráða langmestu þar um. Og það er aðeins á valdi stjórnvalda að hafa áhrif í þá átt, að bændur fái fullt verð fyrir framleiðslu sína — þau hafa í hendi sér tök á hinum mörgu þáttum, sem hafa áhrif á framleiðslukostnað og möguleika til þess að ná þessu upp með einhverjum hætti. Brezkir bændur hafa t.d. við svipuð vandamál að glíma, en þeir fá um 72% af nettótekjum sínum sem bein eða óbein framlög frá ríkinu, en sambærileg tala hér á landi er innan við 40%, að meðtöldum uppbætum. Eru þessar tölur frá 1964. Ríkisvaldið hefur marga möguleika til þess að veita bændastéttinni aukna tryggingu fyrir því, að þeir fái vinnu sína greidda, en þá er heldur alls ekki óeðlilegt, að það geri þá kröfu til bændanna, að þeir framleiði fyrst og fremst þá vöru. sem gefur hagstæð- asta útkomu. bæði á innlendum og erlendum markaði, hverju sir.ni.” Þetta vandamál verður að leysa, og ríkisstjórnin mun ekki tfl lengdar geta skotið sér undan því. Eins og fram kemur í tilvitnuðum orðum formanns Stéttarsambands bænda hafa bændur verið og eru fúsir til samninga við ríkisvaldið um skynsamlega lausn þesara mála. _ TÍMIWW s fri|i ——m ■ ■ > ■ ——iR—W PAUL HENRI-SPAAK: „Ætla þeir að leggja út á braut, sem enginn sér fyrir endann á?“ HINN mikli ágreiningur, sem orðið hefur vegna afstöðu Frakka til Atlantshafsbanda- lagsins, dregur fram í dagsljós- ið mörg miki'lvæg atriði, sem ég vil reyna að skýra. Megintilgangur sáttmálans, sem undirskrifaður var í Wash- ington árið 1948, þegar Atlantá hafsibandalagið var stofnað, var að reisa varnarvegg gegn heims veldisstefnu Sovétmanna, en fyrir lágu mörg áþreifanleg dæmi um útþennslustefnu þeirra frá árunum fyrst eftir stríðið. Sáttmálinn átti einnig að tryggja frið í Evrópu með því að koma á máttariafnvægi milli austurs og vesturs. Þessi tilgangur náðist og hefur haldizt í átján ár. Eng- inn getur andmælt þeirr: stað reynd. Við höfum aðeins kom- izt hjá ófriði og okkur hefur ekki aðeins tekizt að lafna á friðsaman hátt deilur, jafnvel jafn erfiðar viðfangs og Berlín ardeilan var á sinni tið, held- ur er nú mjög ólíklegt, að til alvarlegrar deilu komi í Ev- rópu eða um evrópskt málefni. Evrópa er nú friðsamlegri og kyrrlátari en allar hinar álf- urnar. Lengi vel var annað uppi á teningnum. Þessi stilia stafar að mestu leyti frá At- lantshafs-samtökunum innan NATO. Hví eigum við þá að leysa upp og raunar eyðileggia sam- tök, sem hafa tryggt frið í okk ar heimshluta? Hvaða rök rétt- læta svo hættulegt framferði? FLJÓTT á litið — en aðeins fljótt á litið — virðist meg- inástæðan, sem unnt væn að styðja skynsamlegum rökum, í því fólgin, að heimurinn sé nú árið 1966 orðinn annar en hann var árið 1948. Og stað- reynd er, að einmitt í grund- velli þessarar margtuggnu at- hugasemdar á nú að steypa Ev rópu í óvissu og hættu. Auðvitað getur enginn neit að, að miklar breytingar hafa orðið í Evrópu síðast liðin átj- án ár. En þetta er ekki merg- urinn málsins. Sanna ætti, að þessar ómótmælanlegu breyt- ingar gerðu nauðsynlegt af- nám þess kerfis, sem tryggt hefur frið og útilokað ofrið. Það hefur aldrei verið sannað. Tilraun hefur heldur aldrei verið gerð til að sanna þetta á þann hátt, sem vera ætti, eða með rökræðum fulltrúa aðild arríkja Atlantshafsbandalags- ins. Franska ríkisstjórnin hefur aldrei reynt að sannfæra banda þjóðir sínar um gildi röksemd- anna, sem hún beitir fyrir sig. Þetta get ég fullyrt afdráttar- laust. Auðvitað vissum við, að óskað værj eftir breytiagum, sn þessar óskir hafa aldrei ver- ið skýrðar fyrir okkur, ekki einu sinni í megindráttum. Ég vil bæta við, að franska stjórn- in hefur hliðrað sér hja að ræða málið í hvert sinn, sem við höfum reynt að kanna vand ann. Á vorfundi Atlantshafsbanda tagsins í Haag 1964 reyndi ég að hefj.a slíkar rökræður. En árangur varð enginn f befta — Paul Henri Spaak * sinn veitti M. Couve de Mur- ville utanríkisráðherra Frakka, þau svör, að viðræður væru ekki til neins, þar sem hann væri sannfærður um, að við gætum aldrei komizt að sam- komulagi. En hvernig gat hann verið viss um þetta? Hvernig gátum við vitað það fyrirfram? Okk- ur höfðu ekkj verið kunngerð- ar ástæður fyrir kröíunum, sem til okkar voru gerðar, né hve víðtækar breytingar væru tald- ar nauðsynlegar. Þrátt fyrir langvinnar rökræður í franska þjóðþinginu vöðum við enn í villu og svima. Okkur eru ekki enn kunnar ástæðurn ar, sem knýja Frakka til að eyðileggja samtök, sem tryggja öryggi allra. Er einingin eða samstaðan ágreiningsefnið? Eða ráða sund urleitar skoðanir í kjarnorku- málum úrslitum? Þeir M. Pom- pidou og M. Couve de murville hafa á víxl lagt megináherzl- una á þessi atriði. VIÐ erum sannarlega fylgj- andi samþjóðlegri heild. Við höfum stofnað öflugasta banda lag, sem sögur fara af, við höf- um sameinað þjóðir, sem eru jafn misjafnar að gerð og fjar- lægð landfræðilega og raun ber vitni og fengið þær til að að- hyllast sama stjórnmálasjónar mið. Og við trúum fastlega að nauðsynlegt hafi verið að leysa í næði friðarins þann óhjá- kvæmilega vanda, sem að hönd um bæri í stríði. Reynslan hef- ur tvisvar sannað okkur. að sameiginleg stjórn sé óhjá- kvæmileg til sigurs. Einingin. hin s-ameiginlega stjórn, sem við höfum stefnt að, felur það eitt i sér, að framkvæma á friðartímum það, sem okkur lánaðist að gera í tveimur styj öldum, — en ekki fyrri en að afstöðnu miklu blóðbaði og dýrum fórnum til einskis. Sé einingarhugsunin rétt í grundvallaratriðum eru fram- kvæmdaatriði einingarinnar auðvitað umdeilanleg en ræð- andi. Hefðu Frakkar fallist a að ræða þessi atriði hefðu beii komist að raun um, að oanda- menn þeirra væru fúsir að hlusta á rök þeirra. En Frakk ar hættu - ekki á þetts ’t b'd að þeim var Ijóst, að öfga sjón- armiðinu, sem þeir aðhylltust, hefði verið hrundið á óyggj- andi hátt. Hvernig gátu Frakk- ar gert ráð fyrir, að við höfn- uðum öllu því, sem telst til nýjunga og horfir til framtara í samtökum okkar og féllumst í þess stað á máttarvana sátt- mála sem einu tryggingu fyrir öryggi okkar? Auk þessa hafa Frakkar ekki gefið í skyn fyrri en síðustu vikurnar að kröfur þeirra gengju jafn langt og raun ber vitni. Ekki væri erfitt að sanna, að mjög skammt er umliðið síðan að Frakkar féllu frá hug- myndinni um að breyta banda laginu og aðhyllast nýja kenn ingu, eða fulla hollustu -rið Wasihington-sáttmálann og eyði leggingiu Atlantshafsbandalags- ins. Um þetta hafa Frakkar neitað að rökræða. Getur nokk- ur litið svo á, að sú synj- un beri vott um hreina sam- vizku eða jafnvel örugga og einiæga sannfæringu? BÆTA má hér við, að mikla undrun vakti sú fuilyrðing M. Pompidous í annarri ræðu hans í umræðunum í franska þjóð- þinginu, að ein meginástæðan fyrir afstöðu Frakka væri ágreiningur þeirra og banda- þjóða þeirra í NATO nm kjiarnorkumálin. Atla-nts'hafs- bandalagið hefði snúist á sveif með breyttri stefnu Bandaríkj- anna, en Frakkar væru trúir þeirri stefnu, sem miðaði að fullkominni hindrun. í þessu sambandi leyfi ég mér að stað- hæfa, að Frakkar hafa ekki að- eins látið undir höfuð leggjast að vekja máls á þessu innan Atlantshafsbandalagsins, held ur hafa þeir á einn og ann- an hátt snúist gegn umræðum til könnunar og skýringar á herstjórnarlegri stefnu banda- lagsins, en fundurinn í Ottawa 1963 á-kvað að þær skyldi fara fram. Ég er einn af þeim, sem hafa árum saman álitið að óvissan um herstjórnarstefnu Atlantshafsbandalagsins væri einn af veikleik-um þess. Ég var þegar kominn á þessa skoð un meðan ég var framkvæmda- stjóri samtakanna. Ég hefi nokkrum sinnum gert tilraun til að fá sett undir þennan leka. Frakkar hafa aldrei léð þeim tilraunum lið. Háðulegt er, að þeir skuli nú brigzla bandaþjóðum sínum vegna síns eigin hirðuleysis fyrr á tíð. Ég er sannfærður um, að Frakkar hefðu átt að mæta töluverðum stuðningi hjá bandaþjóðum sín' um ef þeir hefðu skýrt sín sjónarmið sómasamlega og ykju og öfgalaust. En þeir hafa sett okkur úrslitakosti í iitað þess að viðhafa eðlilega og sann gjarna málsmeðferð. Ljta mættj svo á, að þessi aðfeið útilok aði alla möguieika á virkri sam vinnu Atlantshafs- eða Evrópu- þjóðanna. Að lokum vil ég leggja áherzlu á atriði, sem M. Pleven fyrrverandi forsætisráðherra Frakka tók til snilldarlegrar meðferðar við umræðurnar i Framhald á bls. 12 "

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.