Vísir - 19.12.1974, Blaðsíða 1

Vísir - 19.12.1974, Blaðsíða 1
64. árg.. —Fimmtudagur 19. desember 1974 — 257. tbl. HVAÐ VILJA ÞAU í JÓLAGJÖF? Marilyn Monroe, pipu, maga- þekktir borgarar settu fram, er spurningunni: ,,Hvaö viltu fá I sleöa og trefil. Þetta eru dæmi Vísir leitaOi svara þeirra viö jölagjöf?”. Sjá Innsiðu á bls.8-9. um þær jólagjafaóskir, sem 10 SLOKKNAÐ Á KYNDLINUM? — baksíða Blóðug leikhús- verk — baksíða • Borguðu sófasettið, en sóttu það aldrei — baksíða skiladagur í jóla- getrauninni ó morgun Siöasti skiladagur i jóla- getrauninni er á morgun, föstudag. Þeir, sem eiga eft- ir að skila úrlausnunum, geta gert það á afgreiðslunni á Hverfisgötu 44 eða i Siðumúla 14. Úrslitin verða siðan birt I Visi á mánudag, og þá kemur I ljós, hver hefur unnið hina glæsilegu Weltron-kúlu I getrauninni. —ÓH FH ótti sigurinn /fí höfn/# — en Haukar sigldu framúr og unnu íslandsmeistarana w — Iþróttir í opnu Héldu sig leika á tollverði - lentu í fangi lögreglu Nokkrir skipverjar á Urriðafossi laumuðu smyglvarningi i land i gærkvöldi, meðan toll- verðir sinntu tollskoðun i öðru skipi. En ráða- bruggið misheppnaðist, þvi lögregluþjónar á eftirlitsferð sáu, þegar varningurinn var settur i bila á hafnarbakkan- um. Urriðafoss kom inn i Sundahöfn i gærkvöldi. Lögregluþjónarnir voru þar á eftirlitsferð vegna margra innbrota og skemmdar- verka, sem framin hafa verið við höfnina að undanförnu. Þegar lögregluþjónarnir komu auga á, hvað var á seyði, handtóku þeir mennina. Varningurinn var tekinn I umsjá lögreglunnar og tollyfirvöldum gert aðvart. Skipverjunum var stungið inn. Þeir höfðu borið 120 litra af 96 prósent splra inn i tvo bfla. Einnig fannst i bilunum útvarpstæki hátalarar, súkkulaði og tóbak. Tollverðir hófu leit i skipinu I nótt og fundu þá i viðbót töluvert magn af áfeng: og tóbai. Varningurinn v arfalinn bak viö þii i matvælageymslu skipsins. Plássið bak viö þetta eina þil gæti rúmað smyglvarning, sem heilan vörubil þyrfti til að flytja. Kristinn ólafsson tollgæzlu- stjóri sagði i viðtali við Visi i morgun, að næturvakt tollgæzl- unnar sinnti eftirliti við hafnimar, svo ekki kæmi til þess að menn notuðu næturskjólið til þess að koma smyglvarningi I land. En skipið, sem kom inn á eftir Urriðafossi, hefði valdið þvi, að mennirnir á næturvaktinni gátu ekki sinnt þessu eftirliti. Þetta vissu smyglararnir á Urriðafossi. Leit veröur haldið áfram I dag. —ÓH ppp m Þarna milli þilja I matvælageymslu Urriöafoss er taliö, aö smyglvarningurinn hafi veriö falinn. Þegar tollveröir komu um borö I skipiö, var bóiöaö fjarlægja hlerann, sem sést til hægri á myndinni. Þaö skal tekiö fram, aö flaskan sem sést til vinstri, tilheyrir matvælabirgöum skipsins. Ljósm.: BG. „Þetta gengur meðan aHar dísilstöðvamar eru í iogT' — sagði Erling Garðar Jónsson, rafveitustjóri ó Austfjörðum ,,Ef guö gæfi oakur gott veöur og þyrluna hans Andra, væri ekki lengi gert aö lagfæra há- spennulinuna milli Reyöar- fjarðar og Fáskrúösfjaröar,” sagöi Erling Garöar Jónasson, rafveitustjóri á Egilsstööum, I viðtali viö VIsi I morgun. „Þessi bilun gerir norður- svæðið léttara, og það er stærra. Hins vegar neyðumst við til að skammta rafmagn á Fáskrúðs- fjörð, Stöðvarfjörð og Breiðdal af þessum sökum, og fer sú skömmtun eftir fisk- vinnslustöðvunum á þessum stöðum. Bilunin er ekki stórvægileg, liklega samsláttur eða eitthvað þess háttar, þvi meðan lygnt var, gátum við haldið straumi á linunni, en hún sló út þegar hvessti. Lina þessi liggur á dálitið erfiðum stað, yfir svokallað Brosaskarð, sem er i um 850 metra hæð yfir sjó og engum fært nema fuglinum fljúgandi og góðum fjallgöngu- mönnum. Þar að auki er hún sérkennileg að þvi leyti, að þar er eitt lengsta haf á landinu, um 600 metrar á milli staura og lóö- rétt haf upp klettavegg. Undanfarna þrjá sólarhringa hefur verið vonzku vetrarveður og allt ófært milli staða, virki- legt austfirzkst vetrarveður. Skafrenningur eins og þessu hefur fylgt, kemur sér afar illa fyrir Grimsárvirkjun, rennslið þar er ekki nema rúmlega einn rúmmetri. Annars gengur þetta, meðan allar disilvélarnar okkar eru i lagi, en ef einhver þeirra bilar, verður að gripa til skömmtunar. — Nú er verið að kalla til min, að Oddskarðslina sé rofin, en hún liggur til Neskaupstaðar. Nú verður að fara að leita að þeirri bilun. A Neskaupstað er disilstöð, sem framleiðir 2600- 2700 kw, en Neskaupstaður notar ekki nema um 1500 kw þar af, svo ef bilunin finnst ekki fljótlega, kemur þetta niður á okkur hér.” —SH t

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.