Vísir - 19.12.1974, Blaðsíða 20

Vísir - 19.12.1974, Blaðsíða 20
vism Fimmtudagur 19. desember 1974. Fundir fram á nótt Alþingi á hrððum endaspretti Þingmenn sátu á fundum til klukkan tvö i nótt. Fundir stóöu fram yfir miðnætti I fyrrinótt. Þeir hamast við að ljúka málum fyrir þinghlé, sem til stóð, að yrði á föstudag en verður vist ekki fyrr en á Iaugardag. Er slokknað á kyndlinum? — Nýtt fyrirtœki til að losna við skuldabaggann? Árangurslaus aðför hefur að undanförnu verið gerð að fyrir- tækinu Kyndli h.f. i Keflavik vegna mikillar skuldasöfn- unar verzlunarinnar. Kyndill h.f. er eign Jósafats Arngrimssonar, konu hans og þriðja aðila. Hlutafélag þetta rekur verzlun að Hafnargötu 31 i Keflavlk. Húsnæði verzlunar- innar er persónuleg eign Jósa- fats Arngrimssonar, en hluta- félagið sem slíkt á engar eignir. Aftur á móti hefur meiri hluta allra skuldbindinga verzlunarinnar verið hlaðið á hlutafélagið. Bæjarsjóður I Keflavik á mikið fé inni hjá hlutafélaginu. og skuldir þess við einkaaðila taldar engu minni. Hluthafar í Kyndli h.f hafa nú verið kallaðir fyrir vegna máls- ins, og ef ekki tekist að höggva á skuldahnútana bráðlega, má fastlega reikna með gjaldþroti hlutafélagsins. Fyrir nokkrum dögum var nýtt fyrirtæki skráð hjá bæjar- fógetanum I Keflavík. Nafn fyrirtækisins er Verzlunin Hafnargata 31 og er það I einka- eign Jósafats Arngrlmssonar. Verzlunin Kyndill er einmitt að Hafnargötu 31. Ekki verður annar tilgangur séður með stofnun nýja fyrir- tækisins en að flytja eigi rekstur Kyndils h.f. yfir á það. Slfkt má telja I hæsta máta óeðlileg ráðstöfun, þegar svona stendur með rekstur Kyndils h.f. Engin tilkynning hefur borizt til bæjarfógeta um sölu verzlunarrekstursins. Eins og áöur segir, er Kyndill h.f. eignarlaust hlutafélag og ef þvl tekst einnig að skjóta verzlunarrekstrinum undan, verður lltið, eftir handa þeim, sem eiga kröfur á hendur Kyndli h.f. Ef verzlunarreksturinn hefur verið seldur, getur bæjarfógeti gert þá kröfu, að gerð verði greinfyrir greiðslu og ráðstöfun sölufjárins. Vænta má, að málið skýrist betur, er hlutahafar hafa verið kallaðir fyrir. —JB Að vísu voru margir farnir heim, þegar leið á I gærkvöldi, svo aö atkvæðagreiðslu um hið umdeilda frumvarp um útvarps- ráð varð að fresta vegna fá- mennis. Sex mál voru á dagskrá neðri deildar eftir kvöldmatinn. Umræður um útvarpsráð urðu miklar og töföu afgreiðslu annarra mála, svo að efri deild hafði minna að gera en tii hafði staðið, þegar mál bárust henni ekki úr neðri deild. Þingið samþykkti I gær fimm lög. 54 fengu íslenzkan rikis- borgararétt meö því fororöi, aö þeir, sem heita erlendu nafni, skuli taka sér islenzkt fornafn, en börn þeirra skuli taka sér islenzk nöfn, fornafn og eftirnafn, sam- kvæmt lögum um mannanöfn. Samþykkt voru lög um stofnun Hitaveitu Suðurnesja, og rikis- stjórnin fékk heimild til að ábyrgjast lán fyrir Rafveitu ísa- fjarðar. Þá var samþykkt sem lög frumvarp um lántökur rikissjóðs og ríkisfyrirtækja, þar sem settar eru fastarreglur um lántökurnar. Aður hefur verið nokkuð óljóst, hvaða reglur giltu um þetta. Loks var samþykkt frumvarp um eftir- lit með ráðningu starfsmanna og húsnæöismálum rlkisstofnana. Tíðar- andinn?!! Hvaða ofbeldi er Róbert Arn- finnsson eiginlega að sýna Erl- ingi Gíslasyni þarna á sviði Þjóðleikhússins? Jú, svarið er það, að þeir eru þarna i hlut- verkum slnum i jólaleikriti Þjóðleikhússins, sem er að þessu sinni „Kaupmaðurinn i Feneyjum”. Róbert fer með hlutverk Gyðingsins, sem hefur glapizt til að taka veð I hjarta kaupmannsins, og sést hann hér gera sig Ilklegan til að beita hörðustu „innheimtuaðgerð- um”. Og það glampar á hnifinn i sviðsljósunum. 1 samræmi við tiðarandann, andvarpa trúlega margir, og þeir hinir sömu and varpa enn og aftur þegar þeir heyra, hvaða tvö leikrit Leikféiag Reykjavikur frumsýnir um jólin. „Dauða- dans” heitir annað. „Morð i dómkirkjunni” heitir hitt, en það verður sýnt I Neskirkju að kvöldi þriðja I jólum. —ÞJM Ráöninganefnd rikisins hefur veitt aöhald i starfsmannahaldi rikisins. Heimild hennar hefur þurft til að fjölga fastráðnum starfsmönnum en tilhneiging hefur verið, að ráðuneyti og stofnanir lausréðu starfsfólk og „kæmust fram hjá” þessum reglum. Með nýju lögunum er tekiö fram, aö fjárveiting eða heimild veröi að vera fyrir hendi, til þess, að lausráða megi starfsmenn. —HH 5 DAGAR TIL JÓLA FALDI HASS I ENDAÞARMINUM — 17 óra stúlka taldi sig hafa pottþéttan felustað fyrir fíkniefnin — en allt kom fyrir ekki Fimmtán grömm af hassi fundust I endaþarmi 17 ára gamallar stúlku við leit á Keflavikurflugvelli á mánudag. Stúlkan var að koma frá Kaupmannahöfn. Grunur lék á, að hún hefði fikniefni I fórum sinum. Var hún þvi tekin tii yfir- heyrslu. Lögreglunni tókst að fá það upp úr stúlkunni, að hún hefði fikniefni meðferðis. Sagðist hún hafa troöið hylki með þeim upp I endaþarminn á sér. Var stúlkan látin skila hylkinu. Lögreglukona aðstoðaði hana við það. Málið hefur verið sent fikni- efnadómstólnum til meðferðar. Undanfarna daga hefur eftirlit á Keflavlkurflugvelli verið hert gagnvart innflutningi fikniefna. Spyrst slikt að sjálf- sögðu fljótt út. Er þetta aukna eftirlit talin ástæðan fyrir þvi, að stúlkan ákvað að fela hassið svo vendilega. Hún slapp þó ekki framhjá hinu alsjáandi auga réttvisinnar. —ÖH Verkafólk fékk stœrrí sneið af ,þjóðarkökunni „Alltof stórt stökk niður í haust/' segir Þórir Donielsson, framkvœmdastjóri Verkamannasambandsins Kaupmáttur timakaups verka- manna, iðnaðarmanna og verka- BORGUÐU SOFASETTIÐ UT IHÖND EN SÓTTU ÞAÐ ALDREI „Settið hefur ekki verið sótt. Það komu hjón og keyptu það fyrir tuttugu og fimm þúsund krónur, sem þau borguðu út i hönd, og hafa ekki sótt það enn”, sagði konan, sem auglýsti I þriðjudagsblaði VIsis eftir þessum skilvlsu, en seiniátu kaupendum að sófasettinu. Sófasettiö, fjögurra sæta sófi og tveir stólar, sex ára gamalt, var auglýst I smáauglýsingum VIsis fyrir um þremur vikum. Fyrrgreind hjón keyptu það þegar i stað og borguðu og ætluðu svo að sækja seinna. Þau hafa enn ekki látið sjá sig. Seljendurnir þurftu að rýma til fyrir nýju setti, sem þeir höfðu keypt, og eru komnar voru þrjár vikur, auglýstu þeir á ný og nú eftir kaupendunum. Þeir höföu ekki látið til sln heyra I gærkvöldi. „Það er ekki um annað að ræða en selja settið aftur”, sagði konan, sem varð fyrir svörum i uppgefnu simanúmeri. „Ég hef þegar fengiö nýja kaupendur að þvi. Ef fyrri kaupendurnir gera einhvern tima vart við sig, fá þeir bara peningana slna til baka. Ég hef ekki tök á að geyma þetta fyrir þá endalaust, og er lika komin I ónáð I búðinni, þar sem ég keypti nýtt söfasett, þvi þeir geta heldur ékki geymt fyrir mig svo timum skiptir”. Svo að ef fyrri kaupendurnir TILKYNNINGAR Hjónin, sem keyptu sófasettift, er I auglýst var í smáauglýsingum [ Vísis 30/11 hringi strax I sima I 22582. minnast þess einhvern tima, að þeir hafi keypt þarna gott, notað sófasett á góðu veröi, geta þeir altént vitjað fjármuna sinna, en þá verða aðrir farnir að hreiðra um sig I sófasettinu, en þar sem það áður stóð verður komið nýtt, fint, danskt sófasett með tveimur sófum og einum stól, sem búðin bíöur eftir að geta sent heim. __sh kvenna hefur aukizt um 30 prósent slðan 1971, að árinu 1974 meðtöldu, meðan þjóðar- tekjurnar hafa aðeins vaxiðum 16 prósent. Verkafólk hefur þannig bætt hlut sinn af „kökunni”. Þrátt fyrir efnahagsaðgerðir stjórnvalda i ár er kaupmátturinn enn svipaður og hann var um sama leyti I fyrra, en kauphækkunin I fyrravetur er „horfin” með verðbólgunni. Ef tekiö er meðaltal fyrir allt áriö 1974, kemur _þó út, að kaupmátturinn hefur verið 8 prósent hærri I ár en I fyrra. Þjóðartekjur eru hins vegar 0,7 prósent lægri. Við spurðum Þóri Danlelsson, framkvæmdastjóra Verka- mannasambandsins, um þessi atriði og önnur, sem komu fram I greinargerð Vinnuveitendasam- bandsins, sem barst I gær. Vinnuveitendur segja, að mikil óvissa riki um efnahagsþróunina á næsta ári. Kauphækkun, sem atvinnuvegirnir geti ekki borið, muni ekki fela I sér neina raun- verulega kjarabót, heldur aukna veröbólgu og dýrtið, sem komi harðast niður á þeim lægst launuðu. Þórir sagöist ekki minnast þess, að vinnuveitendur hefðu nokkurn tima taliö sig geta boriðkauphækkun. Hann taldi, að fara hefði þurft gætilega I visi- tölubindingunni I ár og allir væru nokkurn veginn sammála um, að ofsasveifla, sem fullar vlsitölu- bætur hefðu leitt til, hefði valdiö vandræðum. Hins vegar hefði nú i haust verið „tekið allt of stórt stökk niður á við”, einkum fyrir hina lægst launuöu. Verkalýðs- félögin mundu halda sinu striki, og nú væru að berast umboð frá einstökum félögum til 9 manna nefndar ASÍ, sem ber þungann I kröfugerð og væntanlegum samningum. Vinnuveitendur benda I greinargerðinni á, aö fram- færslukostnaður hefði aukizt um 70%, ef vísitöluhækkanir launa hefðu komið til framkvæmda að fullu, eins og gert var ráð fyrir i samningum. Þetta, telja vinnu- veitendur, að hefði þýtt 90-100% hækkun launa á einu ári og hefðu sllkar launahækkanir og slik verðbólga stefnt atvinnuöryggi tslendinga i bráða hættu. —HH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.