Vísir - 19.12.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 19.12.1974, Blaðsíða 7
Visir. Fimmtudagur 19. desember 1974. DULARFULLT I Klausturhólum sprettur Fanney Jóns- dóttir fram í dagsljósið og sýnir 41 olíumálverk. Við vitum lítið um Fann- eyju/ og forráðamenn Klausturhóla virðast litlar upplýsingar getað gefið. Sömuleiðis er ekkert verkanna með ártali. Væri æskilegt að þeir sem setja saman sýningarskrár, hversu litlar sem þær eru, reyndu að gefa fleiri upplýsingar en um nafn og verð verks. Fanney er sögð hafa numið i Danmörku og er ekki laust við að sum verka hennar beri svip af Slésvik-Holstein „skólanum” svonefnda, sem að einhverju leyti tók mið af Emil Nolde. „Gleðskapur” nr. 7 er klaufaleg tilraun til að nálgast kabarett og kaffihúsaverk Noldes. Ég hef grun um að Fanney hafi ekki haldið áfram nægilega langt i námi slnu, þvi verkin bera vott um að þótt hún hafi náö sæmilegu valdi yfir mynd- byggingu og lit er teikning hennar veiki punktur. Hún reynir að fela þennan veikleika i skærum, þykkum litum og gengur þá oft of langt, litand- stæðurnarhitta ekki á réttan tón og myndirnar verða hráar. Best er Fanney þegar hún þynnir liti sina, eins og i „Reynitré” nr. 4. og „Girðingin” nr. 6. og nær hún þá skikkanlegúm hrynjanda. Tvær andlitsmyndir hennar MYNDLIST eftir Aðalstein Ingólfsson nr. 35 — 36 (eldri ?) eru einnig frambærilegar, en aðrar (nýrri ?) detta alveg um sjálfar sig bæði hvað form og litaval snertir. Fanney Jónsdóttir: nr. 6: Girðingin. BÆKUR Draumabók Bókaútgáfan Hildur hefur sent frá sér kver, sem heitir Drauma- bók, og er undirtitill Drauma- ráðningar ásamt draumaráðn- ingum nafna. — Leiöarvisir til aö spá I spil og kaffibolla. Bibi Gunn- arsdóttir tók kverið saman, en það er 87 blaðsíður og kostar kr. 399.- ^&tiiwtuvúidningat ásamt StaxmMÍÍninfam aaéna. JlstÚateíni tii ffiá s ifiit tfy kaWiklU Hanna Maria Hanna Maria og Viktor verða vinir heitir ný saga Magneu frá Kleifum, sem Bókaforlag Odds Björnssonar gefur út. Þetta er fjórða bókin um Hönnu Mariu, sem á heima I Koti, hjá afa slnum og ömmu, segir á bókarkápu. Bókin er 153 bls. að stærð og verð- ið er kr. 952,-. MUNIÐ RAUÐA KROSSINN Smaauglýsingar VÍSIS eru virkasta verðmætamiðlunin STÓRFRÉTT FYRIR SJÓNVARPSTÆKJAKAUPENDUR: Kaup á svart-hvítu tæki nú= innborgun á litsjónvarpstæki framtíðarinnar. í september s.l. varð íslenzka sjónvarpið átta ára. All mörg þeirra sjónvarpstækja, sem keypt voru í tilefni af opnun stöðvarinnar, eru nú þvi komin eða að komast á endurnýjunarstig. Það, að endurnýja sjónvarpstæki, er þó ekki jafn einfalt mál og það ætti að vera. Ástæða þess er sú helzt, að stjórn- völd hafa dregið það óhóflega, að ákveða, hver þróun sjónvarpsmála á fslandi skuli verða, hvort koma skuli hér litsjónvarp eða ekki og þá hvenær. — Hefur sú óvissa, sem þetta afstöðuleysi ráða- manna hefur valdið, orðið til þess að gefa alls kon- ar sögusögnum um málið byr undir báða vængi, og er nú svo komið, að menn vita vart sitt rjúkandi ráð. — Er hér þó ekki um neitt smámál að ræða, því 24ra þumlunga svart-hvít sjónvarpstæki kosta nú frá 50 upp í 80 þús. kr. og littæki þre- til fjórfalt meira, og kemur málið til með að varða flestar fjölskyldur landsins áður en yfir lýkur. — Nokkrar sjónvarps- tækjaverzlanir hafa hafið innflutning og sölu litsjón- varpstækja, og skipta þeir menn sennilega nokkr- um tugum, sem keypt hafa slík tæki dýrum dómum i von um, að fregnir blaða og fullyrðingar sölumanna um, að litútsendingar væru á næsta leiti, væru á rökum reistar. — Ekki höfum við haft geð í okkur til að taka þátt í þessum leik, enda ekki talið það ábyrga viðskiptahætti, að selja mönnum litsjón- varpstæki á margföldu verði svart-hvíts tækis, meðan ekkert liggur fyrir um, hvort eða hvenær umfram tækni littækisins muni nýtast. — Eins og fram kemur þykja okkur kostir hins almenna sjón- varpskaupanda ekki góðir, og höfum við nú ákveð- ið að taka af skarið og veita hverjum þeim, sem af okkur kaupir svart-hvítt sjónvarpstæki, þriggja-ára- skiptarétt á því, þ.e. rétt til að skipta því upp i lit- sjónvarpstæki i allt að 3 ár frá söludegi á grundvelli 15% affalla fyrsta árið og 10% affalla á ári eftir það. — Við vonum, að þetta verði talið gott átak í þeirri viðleitni okkar að veita viðskiptavinum okk- ar, jafnt sjónvarpstækjakaupendum sem öðrum, aukna þjónustu og fyrirgreiðslu. NESCO HF Leiöandi fyrirtæki á sviói sjónvarps-útvarps- og hljómtækja. Verzlun Laugavegi 10 Reykjavík. Simar: 19150-19192-27788

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.