Vísir - 19.12.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 19.12.1974, Blaðsíða 6
Vlsir. Fimmtudagur 19. desember 1974. 6 vísrn (Jtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Ilelgason y Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Slmar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Slöumúla 14. Slmi 86611. 7 línur Áskriftargjaid 600 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 35 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Angur á ævikvöldi „Blessuð verðbólgan”, segja margir, sem sjá ) skuldasúpu sina hverfa eins og dögg fyrir sólu. \ Ungt fólk reisir sér hurðarás um öxl i ibúða- ( byggingum og lætur siðan verðbólguna um að / eyða skuldunum. Þetta er ef til vill hin jákvæða ) hlið verðbólgunnar. ( En verðbólgan hefur mjög alvarlegar skugga- í hliðar. Brauð eins er annars dauði i ) verðbólgudansinum. Gamla fólkið, sem tekur lif- ) eyri, er meðal þeirra, sem greiða kostnaðinn af \ verðbólgugróða annarra. Það er gamla fólkið ( sem sér verðbólguna brenna upp vonir sinar um / gott og áhyggjulitið ævikvöld. ) Lifeyrir er yfirleitt reiknaður út i eitt skipti ( fyrir öll, sem ákveðinn hundraðshluti, t.d. 60-70% / af meðallaunum siðustu fimm ára. Þetta hlutfall ) hefur þegar rýrzt, er menn byrja að taka eftir- \ laun, vegna verðbólgu siðustu ára. Siðan sigur> ( stöðugt á ógæfuhliðina þvi að lifeyririnn helzt / óbreyttur meðan verðgildi krónunnar minnkar. ) Smám saman verður hinn mánaðarlegi lifeyrir ( um það bil að engu. ( Þetta ástand var slæmt meðan verðbólgan / nam um 10% á ári. En nú er það orðið gersam- \ lega óþolandi, þegar verðbólgan er komin upp i ( 50% á ári. Við slika verðbólgu er þátttaka i lif- / eyrissjóði nákvæmlega einskis virði. ) Einu lifeyrissjóðirnir, sem eru verðtryggðir, \ eru sjóðir opinberra starfsmanna. Það er ríkið (i sjálft, sem greiðir verðbólguhallann. Er áætlað // að um 400 milljónir króna fari i þessa )) verðtryggingu á næsta ári. , \ Misræmið milli lifeyrissjóða opinberra starfs- ( manna og annarra lifeyrissjóða þarf að jafna og / jafnframt þarf að finna leiðir til að tryggja ) verðgildi ellilifeyris og afkomuöryggi hinna \ öldruðu eftir langa vinnuævi. Guðmundur H. ( Garðarsson alþingismaður hefur ásamt fleirum / lagt fram á alþingi þarfa tillögu um þetta efni. \ Sumir hafa bent á þá lausn, að útlán lifeyris- ( sjóða verði að meira eða minna leyti verðtryggð / svo að höfuðstóll sjóðanna haldi sem næst ) verðgildi sinu i verðbólgunni. Aðrir telja, að slik \ lausn muni gera mörgum lifeyrissjóðsfélögum ( ókleift að koma þaki yfir höfuð sér, og vilja, að / rikið komi að meira eða minna leyti til skjalanna ) eins og það gerir að þvi er varðar rikisstarfs- ( menn. (I Engin einföld lausn er til á þessu alvarlega ) vandamáli. Samt þolir lausn á þvi enga bið. ) -JK. Erlend lán eru í lagi Erlendar skuldir íslendinga eru alltaf að auk- ( ast og nú siðast um hvorki meira né minna en ) fjóra milljarða króna. Sumum ofbýður þessi ) skuldasöfnun, sem virðist þó meiri en hún er i ( raun og veru. Ekki má gleyma þvi, að þjóðar- framleiðslan og gjaldeyrisöflunin aukast i takt ) við erlendar lántökur. ( Fastar erlendar skuldir hafa um árabil verið ( um fjórungur af árlegri þjóðarframleiðslu og eru ) það enn. Greiðslubyrðin hefur um árabil verið ) um 10% af árlegum útflutningstekjum og er það ( enn. Það er þvi engin hætta á ferðum, þó tekin ( séu erlend stórlán til nytsamlegra framkvæmda, ) ekki sizt, ef framkvæmdirnar eru á sviði \ orkumála. -JK. /( Stormasamt þing Eitthvert stormasam- asta allsherjarþing, sem verið hefur i sögu Samein- uðu þjóðanna, hefur leitt til sundrungar aðildarríkj- anna innan samtakanna og mjög dregið úr áliti og virðingu þessarar alþjóða- samkundu. Hætt er við, að margar rikis- stjórnir taki til alvarlegrar yfir- vegunar — áður en næsta alls- herjarþing kemur saman til starfa, sem verður i ágúst — hvaða hlutverki samtökin gegna i alþjóðamálum og hvernig þau hafa rækt það. Sumir eru farnir að hafa orð á þvi, aö þau séu frek- ar til trafala en gagns. Yfirgnæfandi - meirihluti, einkanlega þá smáþjóðir og minnimáttar, telur Sameinuðu þriðja heimsins á fætur öðrum til að hreyfa andmælum. Þeir fóru i röðum upp i ræðustólinn til þess að varpa sökinni aftur yfir á Vesturlöndin. t stuttu máli sagt veifuðu þeir þvi, að það hefðu verið 50 og eitt stofnriki, sem setti starfs- reglur samtakana, sem hundraö þrjátiu og átta riki eru nú oröin aðilar að. Þeir héldu þvi fram, að hinn nýi meirihluti notaði sér reglurnar einfaldlega eins og stofnendurnir höfðu kennt þeim, og eins og gamli meirihlutinn hafði miskunnarlaust notað sér þær áður. Það var margt, sem kom fyrir á þinginu og varð þess valdandi að upp úr sauð. Þrennt bar það þó hæst: Fyrst var það frávikning sendinefndar Suður-Afrikustjórn- ar, þrátt fyrir að þrjú riki beittu neitunarvaldi sinu gegn henni i Arafat veifar höndum og fagnar þvl aö vera kominn inn á vettvang Saineinuðu þjóðanna. Undan jakkanum giittir I byssuhulstur, sem menn hann sögðu eftir á, að hefði veriðtómt þó. daglegu tali kölluð eftir skamm- stöfun hennar. Þegar þessi atvik eru þannig talin upp, verður áberandi, hversu skarðan hlut Israel ber frá borði. Enda hefur það orðið mörgum fulltrúm S.Þ. áhyggju- efni, hve speglast þarna i störfum Sameinuðu þjóðanna mikil gyðingaandúð. Bandarikjamaður einn, sem skrifar mikið um al- þjóðamál — og var reyndar eitt sinn fulltrúi þjóðar sinnar hjá S.Þ., — hefur haft orð á þvi, að allsherjarþingið sé vettvangur einhvers mesta gyðingahaturs, sem heimurinn hefur oröið vitni að, siðan „Reichstag” (þýzka þingið) undir stjórn Hitlers leið. Það hefur varla liðið sú vikan, að ekki hafi heyrzt einhver ræð- an, sem fjallaði um alþjóðakliku Zionista, stuðning þeirra innbyrö- is en þó landa I milli á bak við tjöldin, eða einhver óheilbrigð áhrif Gyðinga á fjölmiðla, verzlun eða löggjafarsamkundur. Svo hart hefur verið vegið að Israel á alþjóðlegum vettvangi, og þá einkanlega af meirihlutan- um á allsherjarþinginu, að þetta riki, sem seinni árin hefur notið almennrar samúðar og stuðnings, getur aðeins reitt sig á eitt riki, sem ótrautt tekur upp hanzkann fyrir það á vettvangi S.Þ. Það eru Bandarikin. — Jafnvel tsland, sem á sinum tima greiddi atkvæði i S.Þ. með þvi að Gyðingum leyfö ist að stofna i Palestínu sjálfstætt riki — og hefur ávallt verið i miklu vinfengi við Israel — er orðið varkárara i afstöðu sinni, situr hjá i atkvæðagreiðslu o.þ.h.. En Suður-Afrika á engan slikan hauk i horni, þótt flest Vestur- M) HWM UMSJÓN: G. P. Fulltrúar Araba ganga út úr salnum, meðan sendiherra tsraels, Josep Tekoah, talar máli tsraels. Áður höfðu fulltrúar tsraels farið út, meðan Arafat flutti mál Palestinuaraba. þjóðirnar þó ómissandi. Af- leiðingar slikrar yfirvegunar gætu þvi hugsanlega orðið þær, að menn yrðu staðráðnari en áður að gera samtökin áhrifameiri. Ýmsir fulltrúar rikja hjá sam- tökunum hafa sagt, að frumskil- yrði þess væri almennari vilji manna til að miöla málum, til að virða og skilja stjórnmálalega og efnahagslega hagsmuni annarra og til þess að vægja fremur en takast á. Þessi viðhorf hafa komizt i brennidepilinn, þegar borið hefur á góma i allsherjarþinginu á undanförnum árum þann dag- skrárlið, sem gengur undir nafn- inu „Efling hlutverks Sameinuðu þjóðanna”. Fremur hafa þessar umræður hingað til þótt niðurrif- andi en uppbyggjandi. Umræðutiminn i vetur fór að mestu I það, að fulltrúar ýmissa Vesturlanda, þ.á m. Bandarikj- anna, létu i ljós óánægju rikis- stjórna sinna með þróun mála hjá allsherjarþinginu. Notuðu þeir það tækifæri til þess aö gagnrýna vinnubrögð „þriöja heimsins”, eins og þróunarlönd Afriku og viðar hafa stundum verið nefnd. John A. Scali, fastafulltrúi Bandarikjanna hjá S.Þ., viðhafði sömu orö og Ford forseti hans tók sér i munn, þegar Ford ávarpaði allsherjarþingiö 18. september og minntist á,,harðstjórn meirihlut- ans”. Veitzt var að tilhneigingu alls- herjarþingsins til að tina til „langsóttar, einhliða, óraunhæfar lausnir mála, er siðar reyndust svo óframkvæmanlegar eða vita haldslausar”. Þessi gagnrýni vakti mikla gremju, og stóð upp hver fulltrúi öryggisráðinu. (Það er einsdæmi i sögu samtakanna, að þrjú riki hafi beitt neitunarvaldi i einu og sama málinu.) I annan staö var það samþykkt þess, að Þjóö- frelsishreyfing Palestinuaraba skyldi boðið að hafa áheyrnarfull- trúa á fundi allsherjarþingsins og að Yasser Arafat leiðtogi skæru- liðasamtakanna skyldi hafa sömu stöðu og þjóðarleiötogar njóta, þegar þeir sækja fundi allsherjar- þingsins. Viö sama tækifæri var einnig skertur réttur tsraels til þess að tala máli sinu i umræðun- um um Palestinuvandamáliö. Þriðja atriðið var svo brottvikn- ing Israels frá störfum efnahags- og menningarmálanefndar S.Þ., eða UNESCO, eins og hún er i landanna verji það, að landiö eigi fulltrúa i samtökunum. Þau hugsa sér reyndar ekki, aö það fyrirkomulag væri heppilegast vegna þess, að fulltrúinn mundi telja aðra á band Suður-Afriku. Þeim er meira i huga að þægi- legra sé að kunngera Suður- Afriku vilja heims og afstöðu til kynþáttastefnu hennar. Með full- trúann þannig við höndina þykir þeim auðveldara að beita hana þvingunum til að breyta stjórnar- háttunum meira að skapi ná- grannanna. Eða eins og Scali, bandariski sendiherrann, sem hefur látið talsvert aö sér kveða á þessu allsherjarþingi, orðaöi þaö: „Enginn utangáttarmaður hefur tekið sinnaskiptum i útlegö.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.