Vísir - 19.12.1974, Side 8

Vísir - 19.12.1974, Side 8
8 Vísir. Fimmtudagur 19, desember 1974. STEREO SAMSTÆÐA (án hátalara) JpGudjónsson hf. SUúlagötu 26 11740 Gestaþrautir FRIMERKJAMIÐSTOÐIN SKÓLAVÖRÐUSTÍG 21A S: 21170 BOTAGREIÐSLUR almannatrygginganna í Reykjavík Bótagreiðslum lýkur á þessu ári á hádegi 24. þ.m., og hefjast ekki aftur fyrr en á venjulegum greiðsiutima bóta i janúar. Tryggingastofnun rikisins Lausar stöður Tvær iektorsstöður i tannlæknadeild Háskóla islands, önnur i tannvegsfræði, en hin i tannholsfræði, eru lausar til umsóknar. Lektorsstaðan I tannholsfræði er hálf staða. Laun skv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir um stöður þessar, ásamt ýtarlegum upplýs- ingum um námsferil og störf, skuiu hafa borizt mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 10. janúar n.k. Menntamálaráðuneytið, 11. desember 1974. HVAÐ VILTU FÁ í Hvað viltu fá i jólagjöf? Þannig hljómaði spurningin, sem lögð var fyrir 10 kunna borgara í tilefni jólakomunnar. Eins og lesa má hér á eftir voru gjafaóskirnar margvislegar. Arni Gunnarsson, fréttamaður: Allt er svo dýrt, að það er ekki verjandi aö óska neins. Gjafastefnan, sem rlkt hefur hjá fólki hér, er alveg fáránleg. Það er kvartaö undan peninga- leysi, og svo eru teknir vlxlar til gjafakaupa. En ef einhver á næga seðla, þá væri auðvitaö allt i lagi aö þiggja af honum gjöf. Annars held ég að mig vanti fjanda- kornið ekki neitt. Það væri þá ekki nema myndavél. Ég hef aldrei átt myndavél og þegar ég er búinn að flækjast svona viða i sambandi við starfið er hálfleið- inlegt að eiga ekkert til af myndum. Rúnar Júliusson, hl jómlistar maður: — Ég er nú ekki búinn að hanna neinn óskalista og þó — jólagjöfin min á að heita Marilyn Monroe. — En hún er látin. —- Þaö skiptir mig minnstu. — A hún að vera pökkuö I jólapappir? — Nei, nei, hún á að vera pökkuð I sem allra minnst. Svala Thorlacius, fréttamaður: — Það er helzt að þaö vanti eitthvaö á veggina heima. Við hjónin vorum að tala um aö fá myndskreytingu eftir innlendan listamann til að hengja þar upp. Þess vegna ætla sonurinn og dóttirin að teikna eitthvaö fall- egt sem siðan er hægt að innramma og hengja upp. Jóla- gjöfin I ár kemur okkur þvi ekki beint á óvart. HILMISBÓK ER VÖNDUÐ BÓK Islands kóngur SJÁLFSÆVISAGA JÖRUNDAR HUNDADAGAKONUNGS Djörfustu reyfarahöfundar ættu erfitt með að láta sögu- hetjur sinar lenda i jafntiðum og merkilegum ævintýrum og Jörundur hundadagakonungur lýsir i sjálfsævisögu sinni. Samt vitum við úr öðrum heimildum, til dæmis um konungsveldi hans á íslandi, að frásögn hans er rétt i höfuðatriðum. Stjómarbylting Jörundar á íslandi var aðeins hápunktur furðulegrar lifsreynslu hans. Hann haföi áður verið sjó- maður og skipstjóri og flækzt um heimsins höf. Hingað til hafa menn litiö vitaö um feril hans eftir að hann var fluttur fanginn frá íslandi og hafa fyrir satt, að hann hafi fljótlega látizt sem fangi i Astraliu. En það er ekki einu sinni hálfur sannleikurinn. Jörundur sat hvað eftir annað i fangelsi á ævi sinni, en þess á milli var hann á bólakafi i ævintýrum. Hvað eftir annað átti hann gnægö fjár, sem hann tapaði siðan við spilaborðið. Hann var um tima erindreki og njósnari i Evrópu á vegum Breta og var meðal annars viðstaddur þegar Napóleon tapaði hinni miklu orrustu við Waterloo. Hann var afkastamikill rithöfundur og skrifaði um guð- fræði, hagfræði og landafræði, auk skáldsagna og leikrita. Hann var einu sinni fangelsisprestur og tvisvar var hann hjúkrunarmaður. í Ástraliu gerðist hann um tima blaða- .maður og útgefandi og var svo lengi vel lögregluþjónn og lögreglustjóri i eltingaleik við bófaflokka. Og þar lauk hann ævi sinni sem virðulegur góðborgari. Sjálfsævisaga Jörundar birtist fyrst i áströlsku timariti á árunum 1835—1838. Húnkom siðan út i bókarformi i Eng- landi árið 1891 og litur nú fyrst dagsins ljós á islenzku. Þetta er einstæð sjálfsævisaga og einstæður reyfari, sem enginn afkomandi þegna Jörundar á íslandi má láta hjá liða að lesa. Ekki er hægt að hugsa sér skemmtilegri leið til að ræna sig nætursvefni. Hilmirhf.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.