Vísir - 19.12.1974, Blaðsíða 16

Vísir - 19.12.1974, Blaðsíða 16
16 Vísir. Fimmtudagur 19. desember 1974. SIGGI SIXPEMSARI 1 leik Englands og Portúgals á EM I Israel á dögunum kom þetta mikla skiptingarspil fyrir. ♦ A63 ¥ 1065 ♦ 7632 ♦ 875 4 G10984 ¥ D9872 ♦ G * G2 N V A S é KD752 ¥ AK43 ♦ A4 * 64 é enginn ¥ G ♦ KD10985 * AKD1093 Þegar Priday og Rodrigue voru með spil s/n opnaði Priday á 1 tígli i suöur. Sú sögn var pössuð til austurs, sem doblaði. Priday stökk i fimm lauf. Rodrigue taldi öruggt, að hann væri með 12 spil i láglitunum og sagði 6 tigla. Austur doblaði. Vestur hitti á hjarta út, svo Priday tapaði spilinu. A hinu borðinu opnaði Portúgalinn Melo á einu laufi i spil suðurs. Pass til austurs, sem doblaði. Tveir tiglar i suður og vestur sagði 2 spaða. Norður 3 tigla — austur fjóra spaða og suður fimm tigla. Sú sögn gekk til austurs, sem doblaði. Nú, vestur hitti lika á hjarta út þarna, svo suður vann ekki nema fimm tigla. En spilið gaf Portúgal vel — en nægði þó ekki til að jafna leikinn. Eng- land vann 12-8 (98-92). SKÁK A Hastings-skákmótinu um áramótin siðustu kom Hol- lendingurinn Timman með nýjung gegn júgóslavneskri vörn. Hann hafði hvitt og átti leik I eftirfarandi stöðu gegn Duncan Suttles, Kanada. m. 1 K mf m •4...,.., A m rr * , r 1 i 3 '. J | # .tír*: ■JBL'. JJ i má k : ' [I 'Wk ti Jl 1 P& a 14. c5! (hinn nýi leikur Timmans. Samkvæmt „bókinni” er framhaldiö 14. Rc3 — Bg4 15. c5 — dxc5 16. Dxc5 — Dd6 með jöfnum möguleikum) — Da5+ 15. Rc3 — dxc5 16. De5! — Bg4 17. d6 og Kanadamaðurinn gafst upp. Reykjavik—Kópavogur. Dagvakt: kl. 08.00—17.00 mánud. — föstudags, ef ekki næst I heim- ilislækni simi 11510. Kvöld- og næturvakt: kl. 17.00 — 08.00 mánudagur — fimmtu- dags, slmi 21230. Hafnarfjörður—Garðahreppur. Nætur- og helgidagavarzla, upp- lýsingar i lögregluvarðstofunni, simi 51166. A laugardögum og helgidögum,- eru læknastofur lokaðar, en lækn- ir er til viðtals á göngudeild Landspitalans, slmi 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfja- búöaþjónustu eru gefnar I sim- svara 18888. Kvöld-, nætur- og helgidaga- varzla apótekanna vikuna 13.-19. des. er I Borgar Apóteki og Reykjavikur Apóteki. Þaö apótek, sem fyrr er nefnt, annast eitt vörzluna á sunnudög- um, helgidögum og almennum fridögum. Einnig næturvörzlu frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 að morgni virka daga, en kl. 10 á sunnudög- um, helgidögum og almennum frldögum. Kópavogs Apótek er opið öll kvöld til kl. 7, nema laugardaga er opið kl. 9-12 og sunnudaga er lokað. Reykjavik:Lögreglan simi 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið, simi 11100. Kópavogur: Lögreglan simi 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan simi 51166, slökkvilið simi 51100, sjúkrabifreið slmi 51100. Slysavarðstofan: slmi 81200, eftir skiptiborðslokun 81212. Sjúkrabifreið: Reykjavlk og Kópavogur, sími 11100, Hafnar- fjörður slmi 51100. Tannlæknavakt er i Heilsuvernd- arstöðinni við Barónsstig alla laugardaga og sunnudaga kl. 17-18. Simi 22411. Rafmagn: 1 Reykjavlk og Kópa- vogi I sima 18230. 1 Hafnarfiröi i sima 51336. Hitaveitubilanir slmi 25524. Vatnsveitubilanir simi 85477. Simabiianir simi 05. Jólakort Óháða saínaðarins fást I verzluninni Kirkjumunir, Kirkjustræti 10. Munið jólapottana Hjálpiö okkur að gleðja aðra. Hjálpræðisherinn. Félagsstarf eidri borgara Af gefnu tilefni skal fram tekið að hársnyrting fer fram alla þriðju- daga og föstudaga frá kl. 2 e.h. að Norðurbrún 1. Uppl. og pantanir I sima 86960 alla virka daga frá kl. 1-5 e.h. Félagsstarf eldri borgara Munið jólasöf nun Mæðrastyrksnefndar Njálsgötu 3. Opið frá kl. 10 til 6. Munið gamlar konur, sjúka og börn. Mæðrastyrksnefnd. Skrifstofa Félags einstæðra foreldra er opin mánudaga og fimmtu- daga frá kl. 3—7. Aðra daga frá kl. 1—5. Slmi 11822. Áramótaferðir i Þórsmörk 1. 29/12—1/1. 4 dagar, 2. 31/12—1/1. 2. dagar. Skagfjörðsskáli verður ekki opinn fyrir aðra um áramótin. Ferðafélag Islands, öldugötu 3, simar: 19533—11798. Hjálpræðisherinn i kvöld kl. 20.30 almenn sam- koma. Ingimar Myrin frá Sviþjóð talar. Velkomin. K.F.U.M. — A.D. Fundur i kvöld kl. 20.30. Þorkell Sigurbjörnsson talar um efnið: Guð vitjar einstaklingsins. Allir karlmenn velkomnir. Filadelfia Almenn samkoma I kvöld kl. 20.30. Ræðumaður Willy Hansen. Árbæjarsafn. Safnið verður ekki opið gestum i vetur, nema sérstaklega sé um það beðið. Simi 84093 kl. 9- 10 árdegis. Minningaspjöld Hringsinsfást I Landspitalanum, Háaleitisapó- teki, Vesturbæjarapóteki, Bóka- verzlun ísafoldar, Lyfjabúö Breiðholts, Garðsapóteki, Þor- steinsbúð, Verzlun Jóhannesar Norðfjörð, Bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði, og Kópavogs- apóteki. Minningarspjöld Dómkirkjunnar eru afgreidd hjá kirkjuverði Dómkirkjunnar, verzlun Hjartar Nilsen Templarasundi 3, verzl. öldunni öldugötu 29, verzl.1' Emmu/Skólavörðustig 5 og hjá prestkonunum. Sálarrannsóknarfélag Is- lands Minningarspjöld félagsins eru seld i Garðastræti 8 og Bókaverzl- un Snæbjarnar, Hafnarstræti 4. Minningarkort Styrktars jóðs vistmanna Hrafnistu D.A.S. eru , seld á eftirtöldum stöðum I , Reykjavik, Kópavogi og Hafnar- firði: Happdrætti DAS. Aðalum-' boð Vesturveri, simi 17757. Sjó- mannafélag Reykjavikur Lindargötu 9, simi 11915. Hrafnista. DAS Laugarási, simi 38440. Guðni Þórðarson gullsm. Laugaveg 50a„ simi 13769. Sjó- búðin Grandagarði, simi 16814. Verzhmin Straumnes Vesturberg 76, simi 43300. Tómas Sigvaldason Brekkustig 8. simi 13189. Blóma- skálinn við Nýbýlaveg Kópavogi simi 40980. Skrifstofu sjómanna- félagsins Strandgötu 11, Hafnarr firði, simi 50248. Menningar- og minning- arsjóður kvenna Minningarkort sjóðsins fást á skrifstofu sjóösins á Hallveigar- stööum, simi 18156, I Bókabúö Braga Brynjólfssonar, Hafnar- stræti 22, og hjá Guönýju Helga- dóttur, simi 15056. Minningarkori Ljósmæðrafé- lags Islands fást I Fæðingardeild Landspitalans, Fæðingarheimili Reykjavikur, Mæðrabúðinni, Verzlunni Holt við Skólavörðustig 22, hjá Helgu Nielsdóttur, Miklu- braut 1 og hjá ljósmæðrum víðs J vegar um landið. í DAG | n KVÖLD | O □AG | Q KVÖI L °1 Utvarp kl. 20,30: W „AVINNINGUR AÐ NÝJU LEIKRITUNUM," — sagði Þorsteinn Ö. Stephensen, leiklistarstjóri Ríkisútvarpsins /, Ég hef orðiö þess var, að mörgum hefur þótt sérstaklega gaman að heyra elstu leikritin, eins og til dæmis Galdra- Loft," sagði Þorsteinn ö. Stephensen, sem nú á að- eins tvö leikrit eftir óf lutt á ferli sínum sem leiklist- arstjóri Rfkisútvarpsins, — leikhússt jóri stærsta leikhúss þjóðarinnar. Um tilurð þess flokks Is- lenskra leikrita, sem útvarpiö hefur flutt frá þvi i október i haust, sagði Þorsteinn þetta: „Þegar ég var að hlusta á all- ar þessar þjóðhátiöir i sumar fann ég aö ekki dugði annað en aö leiklistardeild Rikisútvarps- ins, stærsta leikhúss þjóöarinn- ar, gerði eitthvað til aö minnast þessa afmælis. Þá varð mér fyrst hugsað til þess aö setja upp flokk islenskra leikrita, sem næöi yfir leikritun frá byrjun til þessa dags. Ég geröi mér fljótt grein fyrir, aö vetrardagskrártiminn fram að áramótum hrykki ekki til að gera sögu leikritunar á ts- landi skil. Ég lagði þvi tillögu mina fyrir útvarpsráð, um það i fyrsta lagi hvort það samþykkti leikritaflokkinn og i öðru lagi, hvort fært þætti aö hef ja þennan flokk fyrr en vetrardagskrána aö öðru leyti. Þaö varð út, aö flokkurinn hófst fyrsta fimmtu- dag i október, nærri mánuði áð- ur en önnur vetrardagskrá hófst. Þá um leið bað ég Svein Skorra Höskuldsson prófessor aö semja og flytja einhvern tima á þessu timabili tvö til þrjú erindi um islenska leikritun. Hann lofaði þvi, og flutningur þeirra stendur nú yfir, hófst sið- astliðinn sunnudag og verður áfram næstu tvo. t þessum flokki voru, sérstak- lega framan af, flutt nokkur leikrit, sem við áttum áöur á segulböndum — eitt meira að segja á gömlum hljómplötum. Þaö var Galdra-Loftur. önnur voru tekin upp að nýju, og svo má ekki gleyma þeim þrem nýju leikritum, sem frumflutt eru I þessum flokki. Þar voru leikrit Agnars Þórðarsonar og Odds Björnssonar, sem bæði eru með þvi besta, sem þeirhafa skrifað fyrir útvarp, og svo leik- ritið, sem flutt verður i kvöld, en það er „Kalda borðið,” nýtt leikrit eftir Jökul Jakobsson. Jólaleikritið verður svo mörg- um gamalkunnugt, það er „Þiö muniö hann Jörund,” eftir Jónas Arnason, leikrit, sem sýnt hefur veriö i Reykjavik og við- ar, en aldrei komið i útvarp fyrr. Þar brýt ég litillega þá reglu að taka leikritin I aldurs- röð höfunda, þvi Jónas er ögn eldri en þeir yngstu hinir. Afturámóti er hans leikrit fjöl- breytt að þvi leyti, aö i þvi er mikið af söngvum og tónlist og þvi fannst mér það henta best sem jólaleikrit. Ég held að það hafi verið ótvi- ræður ávinningur aö þvl aö fá þennan leikritaflokk, og ekki sist þessi nýju leikrit. Sannleik- urinn er sá, að mikiö vantar á aö nógu margir vel ritfærir menn skrifi leikrit fyrir útvarp. En það kostar aö þeir tileinki sér aðra tækni en þegar leikhúss- verk er annars vegar, þar sem viötakandinn hefur aðeins eitt skilningarvit til þess að taka viö leikriti um útvarp: Heyrn- ina. Svo verður hann náttúrlega að nota imyndunaraflið.” — SH.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.