Vísir - 19.12.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 19.12.1974, Blaðsíða 3
Vísir. Fimmtudagur 19. desembcr 1974. 3 C-leikarar fá líka mán- aðarkaup — samkomulag tókst í kjaradeilu leikara Lausráðnir leikarar, sem ráönir verða i ný hlutverk við Þjóðleikhúsið cftir áramót og eru við tvö leikrit samtimis, fá ákveð- in mánaðarlaun, sem samkomu- lag hefur tekizt um milli ieikara og fjármáiaráðuneytisins. Frá og með 1. september 1975 verða þeir á föstum launum, frá þvi að æfingar á leikriti hefjast, en þau mánaðarlaun veröa 50, 60 og 80% eftir stærð hlutverka af launum B-leikara, en það eru þeir leikarar Þjóðleikhússins, sem eru ráðnir til eins árs i senn. Nái störf lausráðnu leikaranna — svonefndra C-leikara — ekki umsömdum dagvinnutima samkvæmt samningum þessum, má fela þeim auk hlutverka þeirra önnur störf, sem til falla, svo sem störf aðstoðarleikstjóra, hvislara og annað þvilikt, þar til fullur vinnutimi hefur náðst. Þar með er talið að kynna leiklist i skólum. Sé leikari aöeins i einu leikriti, fær hann aðeins sýningarkaup. Vísir innti Höskuld Jónsson ráöuneytisstjóra eftir þvi, hvort þessir samningar myndu hafa i för með sér fækkun fólks á fjölunum: „Þegar komin eru föst laun fyrir alla, þótt aðeins sé að hluta”, sagði Höskuldur, „mun leikhúsið að sjálfsögðu kappkosta að nýta þessa leikara og hafa auga með þvi, að ekki verði ráðið utanaðkomandi fólk i litil hlut- verk, þegar hægt er að nýta þá starfskrafta, sem eru á samningi hvort sem er”. —SH Bent Larsen I morgunkaffi á Hótel Sögu (Ljósmynd Astþór) Rafmagnið: Tif yndisauka og ánœgju,—en aðgát skal höfð Það er ekkert gamanmál að fá raflost, hvorki fyrir þann, sem fyrir þvi verður, né ættingja viðkomandi. Afleiðing- ar losts eru brunasár.taugaáfall og jafnvel dauði. Hér á eftir fara ráöleggingar um meðferð rafmagns, sem fólk ætti að lesa, ef þaö vill forð- ast slys á sjálfu sér og öðrum. Fyrst verður minnzt á hlut, sem oft veldur slysum, þ.e. lausa- taugar (snúrur, sem tengja tækin við föstu lögnina) eftir- farandi er mikilvægt I sambandi við notkun og frágang snúranna. 1. Gætið þess ávallt að hllfðar- hula tauganna sé heil og ósködduð og gangi vel inn i tengiklóna. 2. Ef snúrur með tauhulu eru farnar að trosna, skiptið þá strax um. 3. Taugar úr plastefnum þola ekki mikinn hita, gætið þess, að þær liggi ekki við heitar hellur, t.d. á eldavélum eða vöfflujárn, o.s.frv. 4. Gætið þess, að taugar tækja klemmist ekki á skörpum brúnum. 5. Látið taugar tækja aldrei liggja I bleytu. 6. Skiptið strax um brotnar tengiklær. 7. Reyniðað komast hjá notkun á framlengingarsnúrum, ef slikt reynist nauðsynlegt, kaupiö vandaðar snúrur. 8. Notið ekki fjöltengi, sem stungið er I tengi, heldur þau, sem tengd eru með snúru og tengikló. 9. Skiljið aldrei framlengingar snúru eftir i sambandi, þegar ekki er verið að nota þær, t.d. frá hraðsuðukatli, ryksugu o.fl. Börn hafa sleikt snúrur með straumi á. 10. Gætið þess, að öll tæki úr málmi eða leiðandi efnum, séu örugglega jarðtengd. Látið fagmenn skera úr um öll vafaatriði I þvi efni. Tæki með tvöfaldri einangrun þurfa þó ekki að vera jarðtengd, enda séu þau merkt bókstafnum m. 1 lokin er rétt aö minnast aðeins á skrautlýsingu og útiljósakeöjur, sem virðast vera mjög almennar. 1. Ljósakeðjur til notkunar utanhúss eiga að vera gerðar úr sterkum gúmmlvöfðum streng og peruhöldur varðar með gúmmihettum. 2. Notið ekki neitt, sem þiö hafið útbúið sjálf. 3. Þegar ljósakeðjur (seriur) eru settar upp utanhúss, skal gæta þess, að perurnar visi niðurávið, þannig að vatn safnist ekki saman I peruhöldunum. 4. Gætið þess, að perur séu ekki nálægt brennanlegu efni. 5. Aftengið alltaf ljósakeðjurn- ar, áður en þið skiptið um perur. 4 Gætið þess, að perur séu ekki nálægt brennanlegu efni. 6. Notið lága spennu á útiljósa- keðjur, t.d. 24 volt. 7. Yfirfarið vandlega skrautljós innanhúss áður en til notkunar kemur. 8. Setjið ljósaseriurnar þannig, að gott sé að komast að þeim til viðhalds. 9. Leggið snúrur ljósaserlanna þannig, að ekki sé hætta á skemmdum, t.d. á hvössum hornum, i úttökum um glugga eða i hurðarfölsum. —GÞG Hitavatnskútar á Neskaupstað eyðileggjast unnvörpum: ,Er vatnið þar verra en almennt gerist' — spyr framleiðandinn Um 10 hitavatnskátar I húsum á Neskaupsstað hafa eyðilagzt af tæringu á siðustu mánuðum. Hér er um að ræða innlenda kúta frá blikksmiðjunni Gretti i Reykjavik Algengt er að hitavatnskútar endist i um 15 ár, en umræddir kútar, hafa gefið sig eftir 1-3 ára notkun. Göthafa komið á kútana, og telja húseigendur á Neskaup- stað, sem fyrir þessu hafa orðið, að galvanisering kútanna sé ónýt. Engin ábyrgðer á kútunum nema fyrsta árið og hafa þvi tilraunir húseigenda á Neskaupstað til að fá kútana endurgreidda verið til einskis. Ingibergur Stefánsson, forstjóri Grettis, sagði, að sú spurning vaknaði, hvort vatnið á Neskaup- stað væri verra en almennt gerðist, úr þvi enging kútanna þar væri verri en annars staðar. „Það er mjög mismunandí bæði hérna og erlendis, hve lengi kútarnir 'endast”, sagði Ingi- bergur Að sögn Ingibergs hefur raf- straumi, sem myndast i kútunum, verið kennt um mis- jafna endingu Vegna sliks straums getur kútur i einu húsi eyðilagzt á 2 árum, meðan kúturinn I þvi næsta endist i 15 ár. Erlendis væri nú unnið að til- raunum með skaut, sem koma eiga i veg fyrir rafmagnsmyndun I kútum. Ibúar á Neskaupstað telja þá skýringu af og frá, að vatnið þar i bænum sé verra en almennt gerist. Er i þvi sambandi bent á, að einungis kútar frá umgetnu fyrirtæki hafa gefið sig á skömmum tima. Eins er á þaö bent, að kútarnir tærist ekki allir jafnt, heldur gefi þeir sig fyrst og fremst til endanna. Má jafnvel eiga von á að Ibúarnir fari i skaðabótamál við fram- leiðandann. —JB „Mann- úðin okkar manna" Mannúöin okkar manna, er mikil og dásamlig viö göngum svo langt i gæöum aö Guö má vara sig. Undanfariö hafa menn lagt hart að sér við aö róta i hirzlum I leit að fötum, sem fariö hafa úr móö eða unglingar hafa lýst frati sinu á. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur staöiö fyrir söfnun á notuðum fötum um allt land og hefur þetta framtak leitt af sér, aö hluti af þjóö, sem býr viö mikla fátækt, þ.e. Eþiópia, mun geta klættsig, þegar regntiminn byrjar þar. Visir náöi tali af fram- kvæmdastjóra hjáiparstofnunar kirkjunnar, Inga Karli Jóhann- essyni og tjáöi hann blm., aö söfnunin heföi gengiö mjög vel og nú þegar væri búiö aö senda 11-12 tonn af fötum til Luxemburgar, en þangaö ættu eftir aö koma allt aö 12-13 tonn I viöbót. Þegar farmurinn, 25 tonn, er tilbúinn, veröur flogiö frá Luxemburg til Eþiópfu meö hann. Kostnaöurinn viö flutningana bera gefendur fat- anna, þeir hafa borgaö aö jafnaöi 150 kr. undir hvert kiló, sem þeir gefa af fötum. —GÞG— Bent Larsen geríst Spánverji — vegna „yfirgangs" skatt- heimtunnar í Danmörku „Skattarnir hröktu mig frá Danmörku til Spánar,” segir Bent Larsen I viötali viö danskt blað nýlega. Danir hafa sem sé glatað stórmeistaranum slnum. Hann hefur fengiö rlkisborgara- rétt á Spáni og býr nú á Gran Canaria I Las Palmas. „Ég hef aldrei haft neitt á móti þvi að borga skatta af þvi, sem ég ber úr býtum. En græðgi skattsins varö mér samt um megn aö lokum,” segir Larsen. „Og þegar farið var að slá pennastriki yfir sjálfsagða frá- dráttarliði á skattskýrslunni minni, fannst mér nóg komiö.” „En ég vil að það komi skýrt fram,”bætirhann við, „aðég er ekki aö flýja. Aðeins farinn. Ég greiddi allar minar skuldir heimafyrir áður en ég fór.” Bent Larsen flutti heimilis- fang sitt I april á þessu ári. Nú teflir hann ekki lengur fyrir Danmörku. Hann er orðinn félagi i spænska skákklúbbnum „Club Ajedrez de Casa Insular de Ahorras de Las Palmas”. Og heimspressan er þegar farin aö skrifa um Larsen sem skákmann Spánverja. Dönsku blöðin harma brottför skákmeistarans, „þess eina, sem við gátum gert okkur vonir um að næði heimsmeistara- titli,” segir eitt blaðanna. Sjálfur er Larsen sannfærður um það, að hann nái þeim titli árið 1978. Larsen hefur verið atvinnu skákmaður siðan árið 1956. Tekjur hans af skáklistinni hafa tifaldazt á einum áratug, en I fyrra hafði hann nálægt 2,8 mill- jónum Isl. króna i skattskyldar tekjur. A Spáni kemur Larsen til með að greiða heldur lægri skatta en hann hefði þurft að gera I Danmörku. „Enfyrir alla muni, kallið mig samt ekki Glistrup- sinna,” segir hann. „Ég er bara að hvila mig á yfirgangi dönsku skattheimtunnar.” En Larsen þurfti að kaupa þann frið dýru verði. Eiginkona hans neitaði að flytja með honum til Spánar. —ÞJM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.