Vísir - 28.12.1974, Side 2

Vísir - 28.12.1974, Side 2
Vísir. Laugardagur 28. desember 1974. risnism: Hvaö fékkstu í jólagjöf? Rósa Steingrlmsdóttir, 6 ára: — Ég fékk skiði frá systrum mlnum. Ég reyndi þau i gær uppi i Hvera- dölum. Það var i fyrsta skipti, sem ég fer á skiði. Ég var nú ekki alveg nógu klár. Svo fékk ég lika körfustól. Jón Björnsson, nemi: — Ég fékk bækur. Ég óskaði mér Leyndar- dóma Draugaeyjar og fékk hana. Eins fékk ég Dularfulla njósnar- ann og svo heilan svefnbekk. Björn Bjarnason, nemi: — Ég fékk fjórar bækur og er bilinn að lesa eina þeirra. Það var bókin um Hróa Hött. Svo fékk ég þeys- ur, peninga og sælgæti. Kristján Pálsson, nemi: — Ég fékk bók, sem ég ætla að skipta á og fá I staðinn Áfram Hæðagerði, sem er fótboltabók. Svo fékk ég seglskútu, sem á að stilla upp. Pétur Pétursson, nemi: — Ég fékk smásjá og skauta. Ég próf- aði skautana i gær og i fyrradag. 1 > smásjánni ætla ég að skoða bakteriur og þess háttar. Hanna Sigurðardóttir, nemi: — Ég fékk tvær peysur, kertastjaka með kerti og svo þrjár bækur. Ég er búin að lesa eina þeirra og gerði það á tveim kvöldum. Hún heitir Emmusystur og er nokkuð skemmtileg. „Takið börnin með til okkar" — segja þeir á Loftleiðum Hamborgari með frönskum kartöflum og kokkteilsósu kostar aðeins 280 krónur, þegar börn innan tólf ára koma i Biómasalinn á Hótel Loftleiðum. Aðrir réttir ætlaðir börnum eru á svipuðu verði. Forráðamenn Hótel Loftleiða kynntu þá nýbreytni á Þorláks- messu, að hafa sérstakan mat- seðil fyrir börn og sérstakt verð. Er þetta gert til þess að mæta sivaxandi þörf fyrir sérstaka fyrirgreiðslu fyrir þennan aldurs- hóp, en allt frá opnun hótelsins hafa börn verið verulegur hluti gestanna og fer stöðugt fjölgandi. Matseðilinn er um leið grima, sem börnin geta notað til að hræða foreldra sina með, þegar fjölskyldan kemur heim á ný, vel södd og ánægð. Réttirnir eru skráðir ásamt verði á bakhlið grlmunnar, og á matseðilinn hafa verið valdir þeir réttir, sem reynslan sýnir að eru sérlega vinsælir meðal barna. Markmiðið er, að fjölskyldan geti öll gleymt matargerð og uppþvotti með þvi að skreppa i Blómasalinn og fá sér gott að borða á skynsamlegu verði. Blómasalurinn verður opinn á gamlársdag I hádeginu og fyrir kvöldmat frá klukkan 7-10, en veitingabúðin frá 5 um morgun- inn til fjögur siðdegis. Sundlaugin er opin frá 8-14. Á nýársdag verður Blómasalurinn opinn i hádeginu, 12-2,30, og um kvöldið frá 7-10. Veitingabúðin verður þá opin frá 9-16 og sundlaugin frá 10-14. —SH Afmœlisósk listamannsins: Gjafirnar fari til Bangladeshsöfnunar Magnús A. Árnason listmálari er áttræður I dag, laugardaginn 28. desember. Honum verður ánægja að taka á móti vinum sinum I vinnustofunni við Kársnesbraut milli kl. 15 og 19. Nú, þegar tveir þriðju hlutar jarðarbúa liða næringarskort og hungur, hefur komið fram sú afmælisósk Magnúsar, að hann kysa miklu heldur, að þeir, sem hefðu I hyggju að færa honum blóm eða gjafir, legðu andvirði þeirra inn á giróreikning nr. ■20.000. Eins og flestir vita, var stofnaður sjóður með þessu númeri til hjálpar bágstöddum, einkum i Bangladesh. „Þjóð min hefur einnig soltið og búið við skort, en er nú orðin aflögu- fær, enda hafa börn okkar aldrei haft það eins gott. Ég gæti þvi trúað, að flestir landar minir, sem munu eiga stórafmæli á árinu 1975, munu T lita á málið á sama hátt”. segir Magnús. LESENDUR HAFA ORÐIÐ Algeitgur verzlunarmáti? Reiðir foreldrar skrifa: Það var á Þorláksmessu fyrir ári siðan, að við, foreldrar fjögurra ára telpu, fórum inn I barnafataverzlun eina við Laugaveginn og keyptum á barnið okkar jólakjólinn eftir nokkrar vangaveltur. Hann var jú dálitið dýr. Gæðin hlutu þá að vera i samræmi við það, enda tók konan fram, sem afgreiddi (þægileg og traustvekjandi) að kjóllinn væri úr 'þvottekta flaueli. Hann var úr grænu flaueli með hvitum leggingum og hvitum kraga. Við fyrsta þvott, mjög var- legan, úr ylvolgu vatni, lituðust hvitu leggirnarnar, og kjóllinn var ekki lengur fin flik. Þetta þótti okkur súrt i brotið, eftir endurteknar yfirlýsingar i verzluninni um, að flauelis- kjóllinn væri þvottekta. Kjólinn átti lika að notast við hátiðleg tækifæri á næstu mánuðum. í einfeldni okkar héldum við, að það fólk, sem i þvl lendir að selja svikna vöru, væri fúsara til en raun varð á, að bæta kaupandanum slikt, og vildi fá að vita um, ef svo væri, til að sem fæstir yrðu sviknir. En þvi var aldeilis ekki þannig farið á þessum stað. Okku var visað á eiganda verzlunarinnar að okkar beiöni, þegar við hugðumst fá kjólinn bættan. Við gættum fullrar háttvisi I framkomu við verzlunareiganda, sem er kona, en vart er hægt að segja hið sama um hana. Hún hafði heil- mikiö að segja um hvað „heil- vita húsmæður” gerðu þegar þvegin væri flik úr efni, sem væru fleiri en einn litur, Það yrði of langt mál að rekja þetta samtal nánar, nema hvað að nú virtist gengið út frá þvi (gagnstætt þvl er kjólinn var keyptur) að efnið léti lit, og veslings verzlunareigandinn spurði i eymd sinni, „á ég að bera skaðann?”, og ráðlagði okkur að prófa að skola hann úr edikblöndu og athuga, hvort þetta lagaðist ekki. Við gengum út ósátt við þessa afgreiðslu. Neytendasamtökin tóku að sér málið og rituðu bréf til verzlunarinnar. Svar frá verzluninni var ámóta og við höfðum áður fengið, en þá sagöist verzlunareigandi ætla að skrifa til framleiðenda er- lendis, vegna þessa. Nú I byrjun desember (tæpu ári eftir kaupin) hafði enn ekki borizt — að sögn verlzunarinnar — svar erlendis frá. Er við komum I verziunina, þá var ekki hægt að ná tali af eiganda, en nú brá svo kynlega við, að forsvari verzlunarinnar býöur, að kjóllinn verði bættur, þannig að verzlað sé I við- komandi verzlun fyrir andvirði hans. Þetta þóttu okkur einkennileg umskipti og sættumst ekki á slik málalok, þar eð við höfðum löngu fengið nóg af viðkomandi verzlun. Liklega vill fólk fá að vita, hvar von er á slikum verzlunar- máta, án þess að reka sig á sjálft.” Anœgjuleg leiksýning E.G.O. skrifar: „Ég var svo heppinn, þegar ég kom til Akureyrar, aö ég komst I leikhús og sá einhverja þá hugnæmustu leiksýningu, sem ég minnist að hafa séð, þar sem minnzt var þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar. Böövar Guðmundsson tók efnið saman, þar sem llf séra Matthiasar og skáldskaparlist hans er flutt i frásögn, söng, leikþáttum og myndum, sem varpað er á mikinn myndflöt, aö ógleymdri hinni stóru og lystilega gerðu mynd af Matthiasi sjálfum. Hefur Böðvar leyst þetta vandasama verk á skemmtilegan hátt og af smekkvisi. Leikhússtjórinn Eyvindur Erlendsson er leik- stjórinn og hefur valiö þessari sérstæðu sýningu einkar eöli- legan og seiðmagnaðan ramma. Ég ætla ekki að ræða einstök atriöi þessarar ágætu sýningar, eða nefna nöfn þeirra ágætu leikara, sem gerðu sýninguna svo eftirtektarverða en ég þakka Leikfélagi Akureyrar ágæta skemmtun, sem mér finnst að fleiri en Akureyringar og næstu nágrannar þeirra, ættu aö fá tækifæri til að njóta. Þaö er að segja, að Sjónvarpið at- hugaði möguleika á þvi að taka þessa sýningu upp. Sjónvarps- áhorfendur mundu þá eignast ánægjulega og áreiðanlega mjög eftirminnilega kvöld- stund”. Myndin er úr sýningu Leikfélags Akureyrar á „Matthiasi;’

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.