Vísir - 04.01.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 04.01.1975, Blaðsíða 1
65. árg. — Laugardagur 4. ianúar 1975 — 3. tbl. Nemendur sofna sjólfir fyrir skólabyggingu — baksíðan ALLT nUG I------1--- Afgreibslustúlka f SS-búðinni i Glæisbae heldur hér á þrem gos- tegundum af fjórum, sem Vifilfeli flutti til iandsins fyrir siðustu jói. Salan á þessum dósum hefur gengiö teglega. i kössunum, sem sjást á myndinni, er hins vegar danski bjórinn Carlserg, sem hefur selzt talsvert betur — þótt hann sé bæöi veikari og dýrari en isienzki „bjórinn”. Ljósm.: Bragi. IAGÐIST NIDUR — vegna óhagstœðs veðurs um allt land í gœr „Þaö er sjaldgæft i scinni tiö, að svona mikil röskun veröi á miliilandafiuginu af völdum vcöurs”, sagöi Helga Ingólfs- dóttir hjá Flugleiðum i viðtali við VIsi I gærdag. Stórviðri á Keflavikurflug- velli fyrri hluta dags i gær gerði það að verkum, að flugvélar yfirflugu bæði á leið frá Banda- rikjunum til Luxemborgar, og á leið frá Luxemborg til Banda- rikjanna. Litlu munaði að áætlunarvél til Kaupmanna- hafnar kæmist ekki i loftið. Henni seinkaði um tvo tima i gærmorgun. Norðvestan hrinurnar komust upp i 50 hnúta á Keflavikurflug- velli i gær, og mikil hálka var á flugbrautunum. „30 farþegar ætluðu að koma hingað i gærmorgun frá Banda- rikjunum, en þess i stað lentu þeir i Luxemborg, 47 manns ætluðu frá Luxemborg til is- lands, en verða að biðaþess asamt hinumhópnum, aðveðrið lægi. Einnig biður fjöldi fólks eftir þvi að komast héðan af landi brott,” sagði Helga Ingólfs- dóttir ennfremur. Fólkið, sem komst ekki hingað til lands vegna þess, að yfir- flogið var, dvaldist á hótelum I Luxemborg. „Það má nærri geta, hvort svona tafir eru ekki dýrar fyrir félagið,” sagði Helga. Ekki var ástandiö glæsilegra i innanlandsfluginu i gær. Þaö lagðist gjörsamlega niður, og átti ekki að reyna flug fyrr en i morgun. — Flugumsjónar- menn áttu þvi náðuga daga. -ÓH. Nóðugur dagur Haraldur Guömundsson varö- stjóri i fiugumferöarst jórn Reykjavikurflugvallar stendur til hægri á myndinni, viö töfiuna sem sýnir venjuiega hvaöa flug- vélar séu á ferðinni I innan- landsflugi. Ailan daginn i gær stóð þessi Ufls hinsvegar auh, þvi ekkert var flogið. Til vinstri á myndinni er Páll Gestsson flugumferöarstjóri. Viö heimsóttum flugturninn á Reykjavikurflugvelli i gær og spjölluðum viö flugumferöar- stjórana, sem áttu náöugan dag. Ljósm. Visis: BG - sjá baksíðu STROKUFANGARNIR ÓFUNDNIR Strokufangarnir tveir, sem yfirgáfu vinnuhælið að Litla-Hrauni á fimmtu- dagsmorgun, höfðu ekki komið i leitirnar i gærkvöldi. Lögreglan um allt land hefur verið látin vita af stroku félag- anna, og fengið lýsingu á þeim. „Þar sem Litla-Hraun er vinnuhæli, og menn ganga þvi nokkuð frjálsir um, er sá mögu- leiki alltaf fyrir hendi að strjúka”, sagði varðstjóri, sem blaðið ræddi við á Litla-Hrauni i gær. „Menn ganga til vinnu sinnar daglega, og vinnan fer fram á mörgum stöðum hér innan girð- ingarinnar. Það er þvi ekki hægt að standa yfir hverjum einasta manni til þess að hafa auga með honum”, sagði varð- stjórinn einnig. Hann sagði, að ef það væri þvi ásetningur fanga, að strjúka, væri slikt ekki ómögulegt. En vanalega nást menn aftur eftir nokkra daga, og lenging dvalar- innar blasir við i refsingaskyni. „Flytjum ekki aftur inn gosdrykki í bróð" — segir skrifstofustjóri íslenzku kókframleiðendanna — „Er sóun á dýrmœtum gjaldeyri," segir hann „Vifilfell flutti inn aðeins 400 kassa af gosi i dósum. Það var gert I tilraunaskyni. Sú tilraun hefur leitt i ljós, það, sem við raunar vissum fyrir, aö innflutningur af þessu tagi er óhagkvæmur”, sagði Gunnar Gunnarsson, skrifstofustjóri hjá ofangreindri gosverksmiðju i viötali við Visi. „Ein dós inniheldur jafnmikið og tvær gosflöskur. Verðmis- munurinn er mikill Gosflöskur- nar tvær kosta um 42 krónur, en dósin 74 krónur”, sagði Gunnar. Og hann tók það fram, að þrátt fyrir mikinn verðmismun væri hagnaður Vifilfells minni af sölu gosdrykkjanna i dósunum. „Það voru fjórar tegundir, sem við fluttum inn”, hélt Gunnar áfram, og hann taldi upp Coca-Cola, Sprite, Fanta, og sódavatn. . „Þess verður áreiðanlega langt að biða, að Vifilfell panti slika sendingu aftur til landsins. Slikt er bein- linjs sóun á dýrmætum gjald eyri”, sagði Gunnar. Og hann lét þess einnig getið, að sér fyndist tslendingar ekki geta verið þekktir fyrir að kaupa útlenda gosdrykki til landsins, á meðan hér væru framleiddir einhverju beztu gosdrykkir i heimi. „Við höfum jú bezta vatnið”, sagði hann. Stutt er siðan Vifilfell tók i notkun nýtt verksmiðjuhús með stórvirkum átöppunarvélum. „Það þyrfti að endurnýja nokkurn veginn alla þá véla- samstæðu, til að hægt væri að byrja að setja kókið okkar á dósir. A þvi er næsta litill áhugi i dag”, sagði Gunnar að lokum. Þvi næst sneri Visir sér til Björns Þorlákssonar hjá Sanitas. Hann kvað verksmiðju- eigendurna ekki haft haft áhuga á að hefja innflutning á gosi. Hins vegar viðurkenndi hann, að verið væri að hugleiða kaup á nýjum átöppunarvélum. „Og þá að sjálfsögðu fyrir gos- flöskur”, tók Björn skýrt fram. Vifilfell er ekki fyrst til að flytja inn gosdrykki. Silli og Valdi þreifuðu nokkuð fyris sér á þvi sviði i fyrrasumar. Voru það bæði gosdrykkir á flöskum og i dósum, en það voru drykkir, sem ekki voru framleiddir hér. Þessir innfluttu gosdrykkir hurfu fljótlega af markaðnum og hafa ekki sézt aftur. —ÞJM ...........

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.