Vísir - 04.01.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 04.01.1975, Blaðsíða 2
2 Vlsir Laugardagur 4. janúar 1975 Tísnsns: Finnst þér íslendingar klæða sig eftir veðri? Ingdlfur Ingólfsson: — Þaö er óskaplega misjafnt og einstak- lingsbundið. Þó held ég, að fólk fari yfirleitt í betri skjólflikur en fyrir nokkru árum. ólafur Sigvaldason, fulltrói: — Það finnst mér. 1 þaö minnsta meira en áður. En vafalaust ætti aö klæöa sig enn betur I kulda eins og núna. Hjalti Þorsteinsson, vaktmaöur: — Þaö finnst mér ekki. Þó hefur þaö batnað sfðustu árin. Unga fólkið klæðir sig meira i ull á vetrarferðum en það gerði áður. Enn má þó bæta á til að klæönaðurinn verði virkilega i samræmi viö kuldann. Adda Jensdóttir, keuuarl á Laugarvatni: — Já, jó, alveg ógætlega. Klæöaburöurinn hefur aö þessu leytinu batnaö mikið frá þvi ég var ung. Sólveig Halldórsdóttir, hdsmóóir: — Nei, yfirleitt ekki. Ég held fólk taki meira mið af tizku en veöri. Þó verður að játa, að tizkan nú tekur meira mið af veðri en áöur var. Þór Arnason, bakari: — Ekki kvenfólkið. Frekar held ég, aö karlmennirnir geri það. En al- mennt tekur fólk ekki nægilegt tillit til veðurs. Af hverju það stafar, veit ég ekki. Sennilega kæruleysi. Vandamól vegna stððu- mtela við Grettisgötu: Guðlaug Sveinbjarnardóttir, Grettisgötu 35, hefur sent blaðinu eftirfarandi afrit af bréfi, sem hún sendi lögreglu- stjóra þann 20. desember. Afrit af bréfinu voru sömuleiðis send dómsmálaráðuneytinu og borgarráði: Hr. lögreglustjóri Sigurjón Sigurðsson! Meö bréfi, dags. 10. desember 1974, tilkynnið þér mér undir- ritaðri, skráðum eiganda bifreiðarinnar 3-40139, að yður hafi borizt skýrsla um, að bifreiö min hafi staðið ólöglega viö stöðumæli 287 viö Grettis- götu 18. október 1974 kl. 14:08. I bréfi yöar er jafnframt rakið, að samkvæmt tilkynningu, sem fest hafi verið á bifreiðina, hafi ökumanni hennar verið gefinn kostur á að ljúka máli út af brotinu með greiðslu aukaleigu- gjalds innan viku. Þar sem þvi boði hafi eigi verið sinnt, sé nú gefinn kostur á að ljúka máli þessu án dómsmeðferðar með greiðslu sektar kr. 500,- til rikis- sjóðs. Mér eins og öðrum ibúum Grettisgötu,hafa að undanförnu borizt fjölmargir miðar vegna stöðu bifreiðar við rauð-merkta stööumæla á Grettisgötu. 1 fjölskyldu minni er ekki haldin dagbók yfir notendur bifreiðar- innar hverju sinni. Þar sem efni bréfs yðar, hr. lögreglustjóri, er beint til ökumannsþess, er lagði bifreiðinni við stöðumæli 287 i þaö sinn, er þér tilkynnið, verö ég aö fara þess á leit við yður, iaö þér beinið sektarkröfum yðar aö ökumanni þeim nafn- greindum, er þér teljið hafa framiö meint brot. ' Meðal miða þeirra, sem I minum fórum eru, er tilkynning sú, er þér greinið frá i bréfi yðar og sendi ég hjálagt ljósrit af þvi skjali. Tilkoma skjals þessa i minar hendur svo og efni þess vekja upp nokkrar spurningar, sem hér með er leitaö svara viö. 1. Stöðumælavörður G.S., starfsmaður Reykjavikur- borgar, hengir á bifreið mina tilkynningu frá lögreglunni i Reykjavik, sem er rikislög- regla. Mér eru ekki kunnir neinir samningar rlkis og sveitarfélaga né lög, er heimila slikar gjöröir starfs- manna sveitarfélaga á ábyrgð rikislögreglu né Þörf ábending „Rjúpnaskytta” hringdi: ,,Mér þótti það þörf ábending, sem verzlunarstjóri Skátabúð- arinnar kom með i Visi i dag (þriðjudag). Hann sagði, að menn ættu ekki að treysta I blindni á neyð- arhjálpartæki, né láta það ógert að prófa þau fullkomlega áöur en farið er að treysta á þau. Þetta er mjög einfaldur sann- leikur hjá verzlunarstjóranum, og ég tel, að allir, sem á ein- hvern hátt þurfa að treysta á slik tæki, ættu að fara eftir þessu. Hugsið ykkur t.d. ef það hefði gerzt I raun og veru, aö þetta neyöartæki, sem bilaði, hefði ekki verið prófað fyrr en uppi á reginfjöllum, af einhverjum fót- brotnum göngugarpi. Það heföi ekki þýtt mikið þá að hugsa illa til framleiðanda tækisins.” EINKAMAL EÐA OPINBERT MÁL? heldur um heimild til handa sveitarfélögum til að dreifa seðlum með nafni lög- reglunnar i Reykjavik. Starfar stöðumælavörður G.S. i umboði yðar og eru gjörðir hans, sem sliks á ábyrgð rikisins? 2. Skv. ákvæöum reglna nr. 185/1966 eru gjöld f stöðumæla leigugjöld fyrir afnot stöðumælareits i ákveðinn tima sbr. ákv. 4. gr. Standi bifreiö fram yfir tilsettan tima, skal greiða „auka- leigugjald” 50 kr. sbr. 4., 6. og 14. gr. Leigugjöld og auka- leigugjöld renna til stöðu- mælasjóðs, sem er eign Reykjavikurborgar. A skjali þvi, sem hér um ræðir, er skrifstofa lögreglustjóra til- greindur innheimtuaðili þessara leigugjalda. Eru ákvæði laga eða samninga, er heimila lög- reglustjóra að taka að sér innheimtu fyrir sveitarfélög eða ábyrgð á fjárreiöum þeirra? 3. Allt frá þvi að bifreiðar tóku að flytjast til Islands, hefur Ibúum húseignarinnar Grettisgötu 35 svo og þeim, sem þangað hafa átt erindi, verið heimilt að leggja bifreið sinni hér við götu endur- gjaldslaust. í október sl. var farið að krefja mig leigu- gjalds fyrir bifreiðastæði við götuna og nam þvi hækkun gjaldsins hinu óendanlega að hundraðshluta. Hefur farið fram athugun á þvi hjá embætti yðar, hvort hækkun þessi striði eigi gegn ákvæð- um laga nr. 88/1974 um við- nám gegn verðbólgu (verð- stöðvun)?_ 4. Á skjalinu er „aukaleigu- gjald” talið vera 100 kr. Skv. ákvæðum 6, og 14. gr. reglu- gerðar nr. 185/1966 er auka- leigugjald þetta ákveöið 50 kr. Mér er kunnug auglýsing borgaryfirvalda frá sl. sumri um, að gjald þetta skuli vera 100 kr. Að undanförnu hefur gilt i landi hér bann við verðhækk- unum nema þar til bær verðlagsyfirvöld leyfi hækkanir. Með hliðsjón af þessum ákvæðum ákvað dómsmálaráðherra t.d. að biöja saksóknara um rann- sókn á þvi, hvort eigendur Iðnó mættu hækka leigugjöld af þvi húsi. Hefur embætti yðar athugað eða fengiö um það úrskurð, að umrædd hækkun á aukaleigugjaldi hafi verið heimil? 5. I bréfi Höskulds Jónssonar, Grettisgötu 35, til borgarráðs, dags. 1. október sl„ sem jafn- framt birtist i dagblöðum, er aö þvi vikið, að uppsetning stöðumæla við Grettisgötu væri óheimil. I þvi sambandi var vitnað til itaks eða hefðar um rétt til gjaldfrjáls stæðis fyrir bifreið svo og að aukin umferð vegna tilkomu mælanna ylli óhóflegri röskun á stöðu og högum ibúa við Grettisgötu. Ljóst má vera, að ágreiningur um þessi atriði er einkamálalegs eðlté. Leiða má og aö þvi rök, að vangreitt stöðumælagjald sé I sjálfu sér vangreidd leiga og þvi einkamál en eigi lögreglumál. Hver eru rök yðar sem starfsmanns rikisins til afskipta af deilu einkamála- legs eölis milli ibúa Grettis- götu og borgaryfirvalda Reykjavikur? Ljóst má vera, að með afskiptum yðar og fullyrðingum um „brot”, sbr. bréf yðar frá 10. desember 1974, gerist þér, á ábyrgð rikissjóðs, úrskurðar- aðili i mjög flóknu máli án þess aö aðili sá, er þér nefnið brot- legan, hafi haft tækifæri til að kynna yður rök sin i máli þessu. Virðingarfyllst, Guðlaug Sveinbjarnardóttir, Grettisgötu 35, Reykjavik. ÓÞARFA FYRIRHÖFN LÖGÐ Á BÍLEIGENDUR „Bíleigandi” hringdi: „Það var mikið rætt um það fyrir nokkrum mánuðum, að flestöll þessi aukagjöld, sem sett voru á bileigendur, skyldu felld niður. Atti þar með að minnka skriffinnsku, en i stað- inn ná inn töpuðu tekjunum með hækkuðu benzínverði. Sum gjöldin voru felld niður, önnur ekki, og benzin hækkaði. Af þeim, sem ekki voru felld niður má nefna vátryggingu ökumanns og skoðunargjald. Að fella ekki niður öll gjöldin er einhver mesti ógreiði, sem gerður var bileigendum. Fyrir utan það nú, að vátrygging öku- manns var hækkuð mikið, eða I rúmar tvö þúsund krónur og svo kosta þessi tvö skyldugjöld sérstaka ferð á skrifstofu toll- stjóra, til þess að greiða þau. Bfll fær ekki skoðun, ef þessi gjöld hafa ekki verið greidd. Þá er ekki annað að gera en fara niður I miðbæ, til þess að greiða gjöldin. Sú ferð kostar langa leit að bflastæðum, þvi að öll bfla- stæöi i nágrenni skrifstofu toll- stjóra eru upptekin allan dag- inn. Svo er að koma sér upp á fjórðu hæð og greiða. Það er furöulegt, að 40 þúsund bileigendum skuli stefnt á þessa skrifstofu, til að greiða auvirði- leg gjöld, sem allir hefðu fegnir viljaö borga með bensinverðinu. Gjalddagi þessara gjalda var 2. janúar i ár. Gaman hefði ver- ið, ef allir bfleigendur hefðu stormað á skrifstofu tollstjóra, til þess aö greiða gjöldin. 1 þessu tilfelli má ekki heldur gleyma öllum tilkostnaðinum við innheimtu og prentun eyðu- blaða. Ég vona, að þetta verði lag- fært fyrir næsta ár.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.