Vísir - 04.01.1975, Blaðsíða 10

Vísir - 04.01.1975, Blaðsíða 10
Ekki spurning um hvort Jóhannes verður atvinnumoður heklur hvenœr — segir danski þjálfarinn Jack Johnson. Maður þarf að detta ofan á rétta tilboðið /, Ég var fyrir nokkrum dögum að undirrita samn- ing við norska 1. deildar- liðið Molde FK/ og mun taka við þjálfun þess í byrjun febrúar. Það er nokkuð síðan að þeir buðu mér góðan samning, en ég hef haft í svo miklu að snúast að undanförnu — eins og t.d. f sambandi við vin minn Jóhannes Eðvaldsson — að ég hef ekki haft tíma til að ganga frá þessu tilboði fyrr en nú". Þetta sagöi danski knatt- spyrnuþjálfarinn Jack Johnson, sem þjálfaði 1. deildarlið Akur- eyrar i sumar, þegar við töluðum við hann i gær, og siðan sagði hann: „Þeir eru aö gera mig vitlausan hjá Dundee United þessa dagana — hringjaimigdaglega og spyrja hvort ég geti ekki reynt að fá Jóhannes til að endurskoða afstöðu sina og koma til þeirra. Þeir eru alveg ólmir i hann — enda var hann stórgóður i þessum æfingaleikjum.sem hann lék með þeim og féll mjög vel inn i aðal- liöið þeirra, en það er nú i einu af fjórum efstu sætunum i 1. deild- inni. En félögin á Skotlandi eru fátæk — öll nema Celtic og Rangers — og tilboð þeirra eftir þvi. Það, sem þeir buðu Jóhannesi, var ekki nærri nógu mikið — þeir viöurkenna það sjálfir — og hafa veriö að hækka sig smátt og smátt, en það er samt ekki nóg. Tilboðið, sem við höfðum frá Lausanne i Sviss, var aftur á móti mjög gott. En félagið náði ekki að fá atvinnuleyfi fyrir Jóhannes fyrir áramót, en þá voru siðustu forvöð fyrir það að kaupa útlending. Þeir gerðu allt til að fá þetta leyfi — reyndu meira aö segja að fá hann skráðan inn i háskóla i tungumálanám til að koma honum inn i landið — en það tókst ekki heldur. Þeir eru mjög óánægðir með að hafa misst af honum, og hafa farið á æöstu staði til að mótmæla seinagangi i ráöuneytinu, sem fer með þessi mál. Það má vera að við höfum verið heldur fljótir á okkur að hafna boðinu frá franska liðinu Metz. Það var að visu frekar lágt, en félagið treysti sér ekki til að greiða hærri upphæð fyrir varnar- eða miðjumann, þar sem það á nokkra góða fyrir. Það vantar miðherja mann, sem getur skoraö mörk og er fljótur. Þessi tékkneski, sem félagið keypti á dögunum, var ekki nógu góöur, og nú hefur þaö augastað á vestur-þýzkum leikmanni, ef ekki eitthvað annað kemur upp á teninginn. En þetta er ekki búið þó að svona hafi farið i þessari umferö. Það koma fleiri félög til greina — þar á meöal eitt eða tvö i Vestur- Þýzkalandi — og ég ætla að kanna þau og ýmislegt annað nú næstu daga. Það er ekki spurning um það hvort Jóhannes kemst i atvinnu- mennskuna, heldur hvenær þaö veröur. Það stendur honum opið að skrifa undir I Sviþjóð og Bandarikjunum, og þar getur hann einnig lært það fag, sem hann hefur áhuga á — iþrótta- lækningar. Bjóða t.d. sænsku félögin betur en þau skozku, og þar eru allir samningar miklu frjálsari. Einnig eru tilboð frá Bandarikjunum með skólavist og að öllu mjög góð. Frökkunum, Svisslendingunum og Skotunum, sem sáu Jóhannes leika i þessari ferð, bar öllum saman um það, að hann væri geysilega góður knattspyrnu- maður, sem ætti fyllilega heima meðal atvinnumanna i betri liðum. Ég er alveg á sama máli, en það er i þessu eins og i svo mörgu öðru, að maður verður að detta ofan á það rétta, og eftir þvi bið ég núna”. —klp Jack Johnson, til vinstri, ásamt kunnum norskum landsliðsmanni hjá Molde — Harry Hestad. 1 !o í IIVI / M 1 1 * .. -'i. . l i TEITUR TOFRAMAÐUR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.