Vísir - 04.01.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 04.01.1975, Blaðsíða 3
Visir Laugardagur 4. janúar 1975 3 Nú streyma inn pantanir ó megrunarkúrum: Losa sig við aukakílóin sín Eftir allar kræsingarnar og ofátið, sem svo oft vill verða um jólin og áramótin, hefur aðsókn- in aukizt hjá þeim, sem bjóða upp á megrunarfæði eða kúra. Þær upplýsingar fengum við, þegar við forvitnuðumst svolitið á þeim stöðum. Það er heldur ekki furða, þótt einhverjir hugsi sitt ráð. Sam- vizubitið gerir oft illa vart við sig, þegar búið er að troðfylla magann allt of oft, og það eykst að mun, þegar stigið er á vog- ,ina, enda sýnir hún oft nokkra ábót. „Það er mikið hringt og spurt um megrunartima”, var okkur sagt i Heilsuræktinni Hebu i Kópavogi. Stúlkan, sem við ræddum við, sagði, að nú væri einmitt sá timi, þegar fólk færi afturaðhugsa um linurnar. Það kvartaði yfir þvi að eiga óeðli- lega óhægt um hreyfingar, var okkur tjáð. 1 Hebu er boðið upp á sérstaka tima fyrir þá, sem vilja megra sig, og er þar stunduð almenn leikfimi og svo matarkúrar. Og hvað má svo ekki borða? Það er svo margt, t.d. ekki brauð eða smjör. En okkur var sagt, að óhætt væri að borða yoghurt, þurrsteikt nautakjöt, fisk, hrásalat (án sykurs) o.fl. „Jú, það er óneitanlega meiri hreyfing eftir jólin”, var okkur sagt, þegar við höfðum sam- band við Heilsuræktina i Glæsi- bæ. Þar fengum við þær upp- lýsingar, að aösókn lægi tölu- pantanir frá þeim, sem hug nata vert niðri um jólin, en núna eru á að losa sig við aukakilóin. svo farnar að streyma inn —EA JARÐAR- FÖRIN í NES- KAUPSTAÐ Otför Norðfirðinganna, sem iétu lífiö, f snjóskriðunum fyrir jól, var gerð frá félagsheimilinu Egilsbúð mánudaginn 30. desember. Þá voru til moidar bornir tiu af tóif, sem iétust hinn örlagarika dag. Tvö likanna hafa enn ekki fundizt, þrátt fyrir mikla leit. Myndin er frá útförinni, en séra Páli Þórðarson, sóknar- prestur i Neskaupstað, jarðsöng Honum til aðstoðar var séra Sigurður H. Guðnason, sóknar- prestur á Eskifiröi. — JBP — Ahríf frá ár- dögum Á nýja árinu opnar Þór- steinn Þórsteinsson sina sjöundu einkasýningu i Klausturhólum við Lækjar- götu. Þórsteinn er 44 ára gamaii, og hefur stundað máiaralist mestan hiuta ævi sinnar. Á sýningunni er fjöldi mynda, þar sem Þórsteinn leitast við að sýna verur eða fólk, sem leikur fyrir hugskot- sjónum hans. Myndirnar sýna goðum líkar figúrur, minna helzt á hellaristur frá þvi ein- hvern timann I árdaga. Myndirnar eru allar til sölu og stendur sýning tii 15. janúar. -JB. Þórsteinn Þórsteinsson við eina myndanna á sýningunni. Ljósm. Bj. Bj. DISILRAF- MAGNIÐ KOSTAR TÆP 700 ÞÚS. Á DAG — og er óœtlað að kosta það ó þessu ári, þótt unnt verði að stöðva margar dísilvélarnar Rafmagn var hvergi á landinu skammtað i gær klukkan um þrjú, samkvæmt upplýsingum Valgarðs Thoroddsen, sem þá boðaði til blaöamannafundar til að skýra frá starfsemi og ástandi Rafmagnsveitna rlkis- ins. Aukning rafnotkunar hefur á siðustu fjórum árum verið 94%, mest 128% á Austurlandi en minnst 42% i Reykjavik. Hin mikla aukning á rafmagnsnotk- un á Austurlandi stafar að veru- legu leyti af mikilli aukningu á rafhitun og auknum atvinnu- rekstri, en vitundin um væntan- legt rafmagn frá Lagarfoss- virkjun hefur orðið til þess, að eftirspurnin hefur aukizt svo verulega. Eigin framleiðsla Rafmagns- veitna rikisins hefur á sama tima aukizt um 67%, en orku- kaup um 60%. Framleiðsla Raf- magnsveitnanna með vatns- aflstöðvum hefur aukizt um 40%, og eru vatnsaflstöðvarnar nú nýttar til siðasta dropa. Aukning rafmagnsframleiðslu með disilstöðvum er á þessum fjögurra ára bili, frá 1970 til 1974, að báðum árum meðtöld- um, 126% en fast að helmingur hennar er á Austurlandi. Árið 1970 kostaði olia til disil- stöðva Rafmagnsveitna rikisins 26 milljónir króna, 35 milljónir 1971, 41 milljón 1972, 93 milljónir 1973, en hvorki meira né minna en 250 milljónir árið 1974, eða um 685 þúsund krónur á dag til jafnaðar. A siðasta ári var lokið við raf- linu frá Andakilsárvirkjun að Vegamótum á Snæfellsnesi. Þessu var lokið á aðfangadag siöasta og við svo slæmar að- stæður, að þrjá starfsmannanna kól. Þá var Snæfellsnes sunnan- vert komið i samband við Landsvirkjun um Andakil. Lagðir hafa verið staurar um Kerlingarskarð til Stykkis- hólms, og verður strengt á þá þegar gefur. Þegar sú lina er komin i gagnið, verður unnt að nota tvær disilstöðvar á norðan- verðu Snæfellsnesi aðeins til vara, ■ sparast við það 65 millj. króna á ári. Siðasta. sumar var lina lögð frá Vik aílt að Núps- vötnum, og disilstöðin á Kirkju- bæjarklaustri stöðvuð. Þegar Lagarfossvirkjun kemst af stað, væntanlega um niiðjan febrúar, verður hægt að stöðva fjölda dfsilvéla á Austfjörðum. Þrátt fyrir þessa fækkun disilstöðva er gert ráð fyrir, að oliukostnað- ur disilstöðva Rafmagnsveitn- anna verði sá sami i ár og i fyrra, eða um 250 milljónir. Hvert kilówatt úr disilstöð kostar um kr. 5.50, en úr vatns- orku um 2,50. Miöað viö núgild- andi verðlag kostar um 20 þús- und á kilówatt að koma upp disilstöðvum, en i þeim eru nú framleidd um 30 þús. kilówött, svo stofnkostnaður þeirra er um 600 þúsund, ef miðað er við dag- inn I dag. Stofnkostnaður vatns- aflsvirkjana mun vera 60-70 þús. kr. á kw„ en rekstrar- kostnaður þeirra er hverfandi, „þvi að vatnið þarf að renna hvort sem er,” eins og komizt var að orði á fundinum. Háspennulfnur, 11 til 132 kiló- volta, eru nú orðnar um 8000 km að lengd, og sagði Valgarð, að það myndi samsvara linu frá Is- landi til Peking. Með Valgarði Thoroddsen sátu þennan fund verkfræðing- arnir Sverrir Olafsson og Ind- riði Einarsson. — SH.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.