Vísir - 04.01.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 04.01.1975, Blaðsíða 16
16 Vlsir Laugardagur 4. janúar 1975 n □AG | D KVÖLD | O □AG | D KVÖLD | O □AG | Gunnar Gunnarsson blaðamaA ur höfundur smásögunnar I kvöld. Útvarp klukkan 20,45 í kvöld: Húsið hugsar um íbúana „Sgan fjallar um fjöibýlis- hús, sem fer aö hugsa sjáif- stætt um ibúana, segir Gunnar Gunnarsson, blaöamaöur, utn smásöguna „Dagur I Ilfi fjöl- býlishúss’’^ sem hann les i út- varpinu i kvöld. Sagan er glæný og samdi Gunnar hana rétt fyrir jólin. „Þetta er gifurlega mikið hús, gæti verið eitt af þessum stóru i Breiðholtinu þess vegna,” segir Gunnar. „Ein- um sólarhring i húsinu er lýst og sagt frá því, hvað ibúarnir aðhafast. Húsið segir söguna i fyrstu persónu og lýsir jafn- framt sinum skoðunum á þeim, er I þvi búa.” —JB María Baldursdóttir syngur í sjónvarpinu kl. 21,50: ÞÁTTURINN VARÐ KVEIKJAN María Baldursdóttir syngur fyrir sjónvarps- áhorfendur i kvöld. Hér er um að ræða þátt, sem tekin var upp snemma í haust. Um jólin kom út plata með söng Maríu, og var upptaka þessa þáttar ein af kveikjunum að út- gáfu plötunnar. Maria starfar nú á skrifstofu bifreiðaeftirlitsins i Keflavik, en áöur var hún flugfreyja hjá Loftleiðum, starfsstúlka á Hótel Sögu og verzlunarstjóri tizku- verzlunarinnar Sallý i Kefla- vik, svo að eitthvað sé nefnt. Ekki má heldur gleyma þvi, er Maria var kjörin fegurðar- drottning árið 1969. Lögin, sem Maria syngur i þættinum i kvöld, eru „Allir eru einhvers apaspil” (Everybody is somebodies fool), Seztu hérna hjá mér ástin min, „Country Road”, sem Ray Charles, hefur sungið meðal annarra, „If yðu love me let me knöw”, sem Olavia Newton John hefur sungið, og loks „Love song” eftir Loggins og Messina. —JB Marla Baldursdóttir um það leyti, er hún var kjörin fegurðardrottning árið 1969. 0 Marla Baldursdóttir i dag. AÐ PLÖTUNNI íslenzkur ballett Stúlkurnar I Islenzka dans- flokknum fengu veröugt verk- efni, er Leðurbiakan var sett á svið i Þjóðleikhúsinu siðasta vetur. Þar komu fyrir nokkur dansatriði, og þau hafa nú verið tekin upp fyrir sjónvarpið. Upptakan verður sýnd I sjón- varpinu á sunnudaginn strax eftir frettir og fá þá sjónvarps- áhorfendur að kynnast dansi flokksins. Myndina tók Bjarnleifur ljós- myndari VIsis er flokkurinn var að æfa sig undir hlutverk sitt I Leðurblökunni. —JB Bíómynd klukkan 22,05: ÞEIR RÆNA BRYNVARINN BÍL Bíómyndin, sem sýnd verður í kvöld, f jallar um höfuðpaur og þrjá smá- skúrka, sem hann fær til að ráðast með sér á bryn- varinn f járf lutningabíl. Ekki er það sauðfé, sem fé- lagarnir seilast eftir, heldur peningar, sem billinn er að flytja áleiðis I bankann. Þeir skipuleggja ránið vel, en babb kemur i bátinn, er lögregl- an reynist viðbragðsfljótari en ráð var fyrir gert. Einn ræningjanna afgreiöir lögreglan á staönum, en hinir þrir komast undan. Þeir komast þó ekki langt, þvi að lögreglan er vel á verði og þrengir stöðugt hringinn um þrjótana. Frekara framhald myndarinnar verðum við að fræöast umá skjánum I kvöld. Myndin hefst klukkan 22.05, ef allt stenzt áætlun. —JB SJÚNVARP • Laugardagur 4. janúar 1975 16.30 Llna langsokkur. Framhaldsmynd, byggð á hinni kunnu, samnefndu barnasögu eftir Astrid Lind- gren. 1. þáttur. Þýðandi Kristin Mantyla. Aður á dagskrá árið 1972. 17.00 Iþróttir. Enska knatt- spyrnan. 17.50 Aðrar iþróttir. Umsjónarmaður ömar Ragnarsson. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Dagskrárkynning aug- lýsingar. 20.30 Læknir á lausum kili. Bresk gamanmynd. Þýð- andi Jón Thor Haraldsson. 20.55 Jane Goodall og bavlanarnir. Bandarisk fræðslumynd um rannsókn- ir sem breski náttúrufræö- ingurinn Jane Goodall hefur gert á lifnaðarháttum og atferli villtra baviana i Afriku. Þýðandi Maria Hreinsdóttir. Þulir Guörún Jörundsdóttir og Ellert Sigurbjörnsson. 21.50 Maria Baldursdóttir. Dægurlagaþáttur tekinn upp I sjónvarpssal síðastlið- ið haust. Undirleik með söng Mariu annast þeir Björgvin Halldórsson, Engilbert Jensen, Gunnar Þórðarson og Rúnar Július- son. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. 22.05 Makleg málagjöld (Armored Car Robbery). Bandarisk biómynd frá ár- inu 1950. Aðalhlutverk Charles McGraw og Willi- am Talman. Þýð. Helga Júliusdóttir. Fjórir ræningj- ar verða lögregluþjóni að bana. Vinur hans og sam- starfsmaöur gengur aö þvi með oddi og egg að hand- sama illvirkjana, en það er erfiðara en hann hyggur. Sunnudagur 5. janúar 1975 17.00 Jólastundin okkar Jóla- skemmtun i sjónvarpssal með hljómsveit Ragnars Bjarnasonar og leikurunum Guðrúnu Asmundsdóttur og Pétri Einarssyni. Jóla- sveinninn kemur i heim- sókn. Leikstjóri er Kjartan Ragnarsson. Umsjónar- menn Sigriður Margrét Guðmundsdóttir og Hermann Ragnar Stefáns- son. Sýning aðeins fyrir Norður- og Austurland. 18.00 Stundin okkar Þátturinn byrjar með heimsókn til dverganna Bjarts og Búa. Söngfuglarnir syngja og sýnd verður mynd um strák sem heitir Jakob. Þá verða lesin bréf sem þættinum hafa borist. Öli og Maggi koma i heimsókn, nokkrar stúlkur úr Þjóðdansafélagi Reykjavikur dansa viki- vaka, og að lokum verður sýndur leikþáttur um Stein Bollason. Umsjónarmenn Sigriður Margrét Guðm- undsdóttir og Hermann Ragnar Stefánsson. Stjórn upptöku Kristin Pálsdóttir. 19.00 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrárkynning og auglýsingar 20.30 Dansar úr Leðurblök- unni íslenski dansflokkur- inn flytur dansa úr Leöur- blökunni eftir Jóhann Strauss. Ballettmeistari Alan Carter. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 20.50 Maður er nefndur Hafsteinn Björnsson 1 þætt- inum er rætt við Hafstein Björnsson og sýnd upptaka

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.