Vísir - 04.01.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 04.01.1975, Blaðsíða 4
Vísir Laugardagur 4. janúar 1975 o Enda þótt öskin: Gleöilegt nýár sé eflaust oftast borin fram, án þess abhún hafi i raun- inni nokkurt innihald, finnst okkur hún jafn eölileg og sjálf- sögö I upphafi árs og aö bjóöa góöan dag. En ef viö ihugum — þótt ekki sé nema augnablik — hvaö i rauninni i henni felst, þá erum viö með þessu fagra ávarpi aö óska þess, að öörum farnist vel og gæfusamlega á nýju ári, ekki siöur en okkur sjálfum. En til þess að svo verði, þurfum viö aö lifa saman i eindrægni og kær- leika, láta góðan hug rikja, reyna að gera það fyrir aðra, sem viö óskum og viljum, að aörir geri fyrir okkur. En með þessu erum við að gera guðsrikið að veruleika i samfélagi mannanna. — Þetta væri göfug viðleitni og gleðileg. En þvi miður vill litið verða úr henni i daglegri umgengni og samskiptum okkar innbyrðis. Það er vist ekki svo langt liðið á nýtt ár, þegar við höfum gleymt þvi, að 1 upphafi þess óskuðum við samferðamönnunum gleði- legs nýs árs og skuldbundum okkur þar með til þess að gera það, sem i okkar valdi stendur til þess að þeim mætti vegna vel, að daganir verði þeim bjartir og timarnir batnandi. En við þá ihugun ætti okkur að verða ljóst, að gleði okkar á nýju ári er ekki að litlu leyti undir þvi komin, að við leggjum okkur sjálf fram um það að verða sem hæfastir og hugmild- astir samferðamenn á lifsvegin- um, svo að öllum skili áfalla- laust fram eftir honum a.m.k. áfangann, sem nú hefst með nýju ári. — 0 — Ýmsir gera, eins og alkunna er, einhverjar heitstrengingar um áramótin. Tvennum sögum fer af þvi, hvernig gengur aö standa við þau heit. Hvernig væri nú að minnast sinna nýársóska (að visu er hún aðeins ein, en gefin mörgum) og standa við þær með þvi að veita öðrum hlutdeild I gleði sinni, gera það með þvi að vera mild I Þingeyrarkirkja. Nýársóskin framgöngu, hógvær I kröfum, samúðarrik og skilningsgóð á annarra hagi og kjör. Þetta skulum við Ihuga og freista að gera að raunveru- leika, ekki aðeins fyrst eftir ný- árið, heldur sérhvern dag okkar jarðnesku ævi: Þú guðdómssól, sem gafst mér jól, vor gullna morgunstjarna. Lýs mér á leið og götu greið I gleði og neyð og gst vor, breyzkra barna. Fáskrúösf jarðarkirkja — Ijósm. Árni Stefánsson. BIBLIAN OG ÞU Þeir eru til, sem ekki setja neitt traust til kross Krists. Þeir leggja allt sitt traust á mögu- leika mannsins til þess aö full- komna lifið hér á jörðinni. Stundum er okkur sagt að horfa á dásemdir náttúrunnar og taka eftir dýrð Guðs I henni. Eitt er vist, að fjöldi manns virðir fyrir sér náttúruna og sér engan Guð þar. Það þarf ekki endilega að vera svo, að alvitur Guð sé aö baki sköpunarverksins. Það er þess vegna ekki rétt, að við get- um verið án Bibliunnar. Aðeins hún hefur Guðs orð að flytja. Af þvi að við þekkjum hana, vitum við, að að baki sköpunarverks- ins er algóður Guð. Og þegar kemur að oröi krossins, finnst þeim vantrúuðu það svo einstaklega óþarft og gagnslitið. Menn treysta á hag- kvæma þróun mannsins langt- um frekar en þann Guð, sem gaf sinn eingetinn son á krossinn á Golgata. Það er svo margt i kristinni trú, sem fær menn til þess að beygja sig I auðmýkt. Já, krossinn er mörgum heimska, að hann geti nokkuð haft að segja. En við kristnir menn litum i eigin barm, þar i huga okkar sjáum við litið hvitt krossmark. Það er vonin vegna þess, sem sonur Guðs, Jesús Kristur, ávann öllu mannkyni á krossin- um. (O.Th.) HUNAVAKA Auðkúlukirkja. Góðvinur Kirkjusiðunnar, sr. Pétur Þ. Ingjaldsson prófastur á Skagaströnd, er vanur að senda henni hiö myndarlega ársrit Ungmennasambands Austur-Húnvetninga — Húnavöku. Þetta er 14. árgangur ritsins — Þjóðhátiðarárgangur — enda var samstarf við Þjóðhátiðar- nefnd sýslunnar um útgáfuna. Það er 220 bls., hin myndarleg- asta bók, fjölbreytt að efni, prýtt mörgum góðum myndum. Þar skiptast á ritgeröir, ljóö, fréttir, viðtöl og frásagnir, sem of langt yrði upp að telja. Svo sem að likum lætur, vill Kirkjusiðan helzt geta þess efnis, sem prestar héraðsins leggja til, svo og helztu kirkju- legra frétta úr Húnavatnspró- fastsdæmi. Héraðsfundur var haldinn I Hólaneskirkju 10. sept. að lok- inni messu, þar sem sr. Yngvi Árnason predikaði, en sr. Arni Sigurðsson annaðist altaris- þjónustu. 1 yfirlitsskýrslu prófasts kom fram að á árinu 1973 voru fluttar 277 messur, altarisgestir voru 315, hjóna- vigslur 11, skirnir 82. A fundin- um voru ræddir starfshættir kirkjunnar. 1 Blönduósprestakalli starfaði sunnudagaskóli og i Blönduós- kirkju var Æskulýðsdagurinn haldinn 11. marz með fjölmennri messu, þar sem sr. Ágúst á Mælifelli predikaði. A árinu lauk endursmiði Auðkúlu- kirkju og var þess minnst með guðsþjónustu og hófi s.l. sumar. Unniö var að skipulagningu kirkjugarða, merkingu leiöa o.s.frv. Er þar ærið verk aö vinna. I Skagastrandarprestakalli hafa söfnuðir og burtfluttir sóknarmenn veriö gjöfulir við kirkjur sinar. Á 10 ára afmæli Höskuldsstaöakirkju, við há- tiðamessu 15. april, voru henni gefnir 3 kórstólar og Kvenfélag Höskuldsstaðasóknar gaf kirkj- unni skirnarfont skrautlega út- skorinn af Sveini ólafssyni myndskera. t þriðja staö bárust henni kr. 10 þúsund i peningum. Hofskirkju á Skagaströnd barst einnig skirnarfontur eftir sama listamann. Aörar gjafir til hennar voru rafbúnaður vegna lýsingar I kirkjugarði, peninga- gjöf kr. lOþúsund. Og viö messu á nýársdag var henni afhentur vinrauður gólfdregill úr plussi frá konum i Hofssókn á Suöurlandi. Þeirri gjöf fylgdi þessi lesning: ' Litla gjöf við leggjum Ijúft að skauti þinu, okkar æskukirkju yzt I Húnaþingi. Hlýjar hjartans kveðjur hér við sendum allar biðjum Guð að blessa byggðina okkar heima. — 0 — Þá er i þessu hefti Húnavöku minnst látinna i Austur-Húna- Frœkorn Friður og fögnuður Guð vonarinnar fylli yöur öllum fögnuði og friði i trúnni, svo að þér séuð auðugir að voninni i krafti heilags anda. Róm. 15-13. Lokadraumur Snæbjörn i Hergilsey lýkur ævisögu sinni á kafla, sem heitir lokadraumur. í draumnum átti hann tal við friðan mann og góð- mannlegan, langt að kominn. Ekki rekur SnæbjÖrn samtal þeirra, en þegar hann vaknaði varö þessi visa til: * Mér i draumi birtust boð beina vegu og langa aö bráðum siðsta sólarroð sjái ég undir ganga. Sólin og tunglið Mér finnst stundum, að þeim, sem ráðast á kristna trú og kristna menningu, fari likt og manninum, sem tók að rök- hugsa hvort væri nytsamlegra, sólin eða tunglið, og komst að þeirri niðurstöðu, að tunglið væri nytsamara. „Sólarinnar er ekki þörf,” sagði hann ,,þvi aö á daginn er bjart hvort sem er.” H. Kon., Kirkjuritið. Sala Biblíunnar Samkvæmt reikningum Bibliufélagsins voru seldar Bibliur og bibliurit fyrir 910 þús. krónur á sl. ári. Alls námu árs- tekjur félagsins 2,774 millj. króna og hrein eign i árslok var tæpl. 18,5 millj. króna. vatnssýslu árið 1973. Þaö gera prestarnir sr. Á.S. og sr. P.Þ.I. ' Lengsta greinin er eftir prófast um Jón Pálmason á Akri. Þar kemst hann m.a. svo aö oröi: ,,Jón var trúmaður alla ævi og gleymdi aldrei uppeldis- áhrifum móður sinnar, er hann unni mjög. Hann sýndi þetta i dagfari sinu og hve hann var mikill stuöningsmaður heilagr- ar kirkju heima I héraöi og á alþingi. Það er göfugra manna háttur að verða aldrei viðskila við uppruna sinn, heldur muna að lengi býr að fyrstu gerð. Svo var um Jón Pálmason, er þá stóð á tindi sinnar hefðargöngu og sat við háborð Islenzkra valdamanna i hefðarsæti. Þá segir hann um móður sina árið 1949, ,,þaö var hún, sem kenndi mér góðar bænir og fögur ljóö. Það var hún, sem gerði allt, sem unnt var til að gera mig að manni og negldi þá vissu inn I huga minn og hjarta, aö mér bæri skylda til aö vera góður drengur og fylgja Guðs mins boði og vilja.” Fyrirbænir móð- ur hans og hollráð urðu honum eigi til einskis, heldur glæddu með honum trúarlif góðs og göf- ugs manns, er grundvallaði á margan hátt llfsgæfu hans.” A þessari minningargrein um hinn látna héraöshöfðingja og landskunna stórnmálamann þykir rétt að enda þessa umsögn um Húnavöku.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.