Vísir - 07.01.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 07.01.1975, Blaðsíða 3
Vísir. Þriðjudagur 7. janúar 1975. 3 — „Erlendis er hœfni lögð til grundvallar við stöðuveitingar," segir Símablaðið LANGSKÓLAFÓLK FÆR STÖÐUR SCM VORU HELZTA FRAMAVON FYRRI STARFSMANNA SÍMANS Háskólaborgarar og tækni- fræðingar hafa verið settir i stjórnunarstöður, sem þeir hafa ekki sérstaka menntun eða reynslu til, segir i jólablaði Sfmablaðsins. Þetta fólk hefur verið tekið inn til stofnunarinn- ar og sett f almenn störf, sem skrifstofu- og tæknimenn höfðu gegnt áður, segir blaðið. Með háskólaborgurum mun einkum átt við viðskiptafræð- inga, sem Félag islenzkra sima- manna telur, að settir hafa ver- ið i störf, sem áður hafi verið unnin af fólki með almenna skrifstofumenntun, svo sem Verzlunarskóla- og Samvinnu- skólapróf, og unnið sig upp i góða reynslu á þessu sérsviði. „Viö teljum, að viðskipta- fræðingar séu sérfræðingar i viðskiptum, en ekki almennum skrifstofustörfum,” sagði einn starfsmanna simans, er Vlsir spuröi nánar um þessi mál. 1 Simablaðinu segir, að sam- þykkt hafi verið einróma á fundi i félagsráði Félags islenzkra simamanna hinn 3. desember siðast liðinn, að „vara við þeirri óheillavænlegu þróun, er átt hefur sér stað i sivaxandi mæli hjá simanum, að langskóla- gengið fólk sé ráðið i þau störf, sem sérþjálfaðir starfsmenn gegndu áður. Virtist fundar- mönnum sem þarfir stofnunar- innar væru ekki hafðar i huga né að menntun þessa langskóla- gengna fólks nýttist I starfi.” Tæki simans eru keypt er- lendis frá, og hafa simvirkjar og linumenn að mestu séð um upp- setningu þeirra og viðhald. Upp á slökastið hafa tæknifræðingar verið ráönir I vaxandi mæli til simans til þessara hluta og jafn- framt settir i stjórnunarstöður. „Við vitum ekki til þess, að þeir læri neitt sérstaklega um stjórnun og mannleg samskipti — nema þeir, sem fara I sérgreinar innan tæknifræðinn- ar, sem er varla til að dreifa i þessum tilfellum,” sagði starfs- maðurinn. Stöður þær, sem langskóla- fólkið hefur hlotið, eru þær stöð- ur, „sem hafa veriö helzta framavon þess starfsfólks sim- ans, sem fyrir er,” segir Síma- blaðið ennfremur. „Starfsfólk, sem áunnið hefur sér viðtæka og haldgóða menntun með störfum sinum og reynslu — til viðbótar við sina grunnmenntun — bæði varðandi stjórnun og störf. Nærtækara er að sjá til þess, að þeir sérfræðingar sem út- skrifast frá háskólum og tækni- skólum, fái vinnu I þjóðfélaginu viö hæfi menntunar sinnar, I stað þess að síminn taki skipu- lagslaust við þeim háskólaborg- urum og tæknifræðingum, sem bjóðast, án þess að kanna ræki- lega, hvaða verkefni og störf hjá stofnuninni krefjast slikra sér- fræðinga.” „Við undrumst satt að segja,” sagði starfsmaðurinn, „að vel menntaðir menn og vafalaust þarfir skuli láta bjóða sér þessa meðferð. En þvi miður vantar eitthvað i kerfið, það vantar það, sem gerir menntun aö mætti. Við litum svo á, að tæknifræð- ingar séu menntaðir til að hanna og framleiða, og miklu skynsamlegra væri að skapa þeim einhver verðug verkefni á þeim sviðum.” Siðan segir Simablaðið að Póst- og simaskólinn sérmennti starfsmenn miðað við þarfir stofnunarinnar og að starfsfólk simans sæki viðbótarnám innan lands og utan, bæði á vegum stofnunarinnar og á eigin veg- um, og að það nám sé raunhæft, miðað við þau störf, sem fram- undan eru. „Erlendis, þar sem verk- menning er á háu stigi, er hæfni lögð til grundvallar við stöðu- veitingar,” segir Simablaðið. „Þar eru atvinnuvegirnir að- lagaðir breyttri menntun og breyttum tima en fyrirtækin ekki gerð að einhvers konar liknarstofnunum fyrir offram- ieiðslu áháskólaborgurunum og tæknifræðingum.” Siðan spyr blaðið, hver sé kostnaðurinn af þessu, sem sé munurinn á launum háskóla- borgara og tæknifræðinga ann- ars vegar, en skrifstofu- og tæknimanna simans hins vegar. Þvi er auðvelt að svara: Tæknifræðingar hafa laun samkvæmt 25. launaflokki, sem er nú i efsta þrepi kr. 78.185.00 á mánuði, en simvirkjar eru i 17. launaflokki, sem i sama þrepi gefur 56.786.00 kr. Simvirkja- meistarar eru i 19. launaflokki, sem er i efsta þrepi 61.697.00 kr„ en deildartæknifræðingar og viðskiptafræðingar eru i 27. launaflokki með kr. 84.851.00 i efsta þrepi. Skrifstofufólk annað en viðskiptafræðingar er I 16.- 20. launaflokki. „Hvað kostar þetta Landsima Islands, rikið og hinn almenna skattborgara?” spyr Simablað- ið. — SH. „Veitir ekki of fjórum sinnum fleiri prestum" — Séra Jakob Jónsson kvaddi söfnuðinn á sunnudag „Ef þjóðfélagið ætlaðist raun- verulega til að prestar legðu rækt við sitt starf, þá veitti ekki af fjórum sinnum fleiri prestum en við erum og er það bara vægt. Það er voði fyrir þjóðina að prestum skuli ekki fjölga I t.d. hlutfalli við kennara og lækna. Annaðhvort þurfum við kristindóminn . eða ekki.” Þetta sagði séra Jakob Jóns- son meðal annars, þegar við höfðum samband viö hann, en séra Jakob kvaddi á sunnudag- inn sóknarbörn sin og lauk þar með prestsþjónustu sinni. „Við hjónin förum bæði frá starfi ánægð og þakklát. Starfið hefur verið fjölbreytt, en það kemur maður i manns stað,” sagði séra Jakob meðal annars. „Það er i eöli mannsins aö vera trúaður, og ef ekki er lögð rækt við eölilega og trúarlega þörf mannsins þá fáum við það neikvæða yfir okkur. Við fáum þá yfir okkur djöfladýrkunina frá Ameriku.” Séra Jakob hefur fengið leyfi til þess að ferma þau börn, sem hann hefur uppfrætt i vetur, en I tilefni af þvi að hann hefur lokið prestsþjónustu, þykir okkur tilhlýðilegt að minna á tvær siðustu bækur hans um Hallgrimssálma og höfund þeirra og svo um Nýja testa- mentið. -EA. „Við hjónin förum bæði frá starfl ánægð og þakklát”. — Jakob Jónsson og kona hans kveðja sóknarbörn I Hallgrimskirkju. Ljósm.: Bj. Bj. LÉNHARÐUR STCFNIR Á PÁSKADACSKRÁNA Stefnt er að þvf að leikritið um Lénharð fógeta, sem sjónvarpið tók upp i sumar, verði sýnt á páskunum. Upphaflega stóð tii að sýna leikritið um jólin, en vinnu við það lauk þó ekki I tima. Timi til aö fullvinna myndina fyrir páska er einnig knappur, þar sem nokkuð mikil vinna er enn að fullgera myndina. Lén- harð fógeta verður að senda aftur utan til endanlegs frágangs og getur þaö orðið til þess, að mynd- in komi ekki til landsins I tæka tíð fyrir páska. —JB Glœsilegur maður, honn Flosi Þrátt fyrir glæsilegan ytri af biðlum hinnar fögru Portslu, búnað, sem þó dregur enga dul á Sem leikin er af Helgu Jónsdóttur. karlmannlegt útlit Flosa ólafs- Sama verk var flutt á fjölum sonar, gengur honum illa að Þjóðleikhússins árið 1944, en nú vinna ástir Portsíu, aöalkven- er boðið upp á verkið I nýrri þýð- hetjunnar i leikriti Shakespeare ingu Helga Hálfdánarsonar. Kaupmaðurinn í Feneyjum. Leikstjórar eru Stefán Baldurs- Þjóðleikhúsið frumsýndi verkið son og Þórhallur Sigurösson, en á annan dag jóla á aðalsviðinu. A Þórhallur fer einnig með Htið myndinni sjáum við Flosa i hlut- hlutverk I leikritinu. verki furstans af Marokko, eins —JB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.