Vísir - 07.01.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 07.01.1975, Blaðsíða 16
Þriöjudagur 7. janúar 1975. ERU~ DAGA- TÖLIN LÚXUS? Shell hœttir útgáfu dagatala — sparar 2,5 milljónir á ári „Astæöan fyrir þvi, aö viö gef- um ekkert dagatai út i ár, eru fyrst og fremst þær tvær og hálfa milljón, sem þaö kostar aö gefa vandað dagatal út nú,” sagöi Ragnar Kjartansson, fulltrúi hjá oliufélaginu Skeljungi, sem lagt hcfur niöur dagatalsútgáfu sfna. Um árabil hafa oliufélögin öll gefið út sér dagatöl, en nú hefur Skeljungur helzt úr lestinni. „Við erum alveg óhræddir við að spara útgjöldin á þennan hátt. Við teljum, að peningunum sé betur varið i eitthvað annað en að gefa út 20 þúsund dagatöl á ári hverju,” sagði Ragnar. „Það er staðreynd, að af öllum þeim fjölda dagatala, sem gefinn er út á ári hverju, nýtist aðeins litill hluti,” sagði Ragnar. Einn af kostnaðarliðunum viö útgáfu dagatala eru tvær krónur, sem greiða þarf af hverju útgefnu dagatali til almanakssjóðs, sem stofnaður var 1921. Þá var fært i lög, að Háskóli Is- lands hefði einkarétt á útgáfu dagatala og er almanakssjóður i umsjá hans. Sjóðurinn á að stuðla að rann- sóknarstörfum á sviði stjörnu- fræði og hafa greiðslur úr honum siðustu árin runnið til Þorsteins Sæmundssonar fyrir rannsóknir hans. I —JB * Flogið 23 ferðir með 1720 farþega Aðeins hœgt að sinna áœtlunarflugi innan- lands tvo daga það sem af er árinu Það var lfflegt i innanlandsflugi Flugfélags tslands I gær. Þá flutti félagiö 1720 farþega I 23 flugferö- um meö fimm flugvélum. Það var annar dagur ársins, sem viðraði til innanlandsflugs. Fyrri dagurinn var á sunnudag- inn, þegar Flugfélaginu tókst að fljúga til Egilsstaða, Hafnar i Hornafirði og Sauðárkróks, alls sjö ferðir. Þann dag voru reyndar 9ferðir frá Akureyri, en sjö þang- að norður. Alls flutti Flugfélagið 1085 farþega á sunnudaginn. I gær kom svo aftur nokkuð góður dagur I innanlandsfluginu. Þá foru farnar fimm ferðir til Akureyrar, tvær til Egilsstaða, ein til Sauðárkróks, ein til Þing- eyrar, fimm til ísafjarðar, þrjár til Patreksf jarðar, fjórar til Vest- mannaeyja, og auk þess milii Akureyrar og Egilsstaða og Akureyrar og Isafjarðar. 1 slðast- töldu ferðinni voru fluttir farþeg- ar og fjögur tonn af vörum. A þeim tveim dögum, sem fært hefur verið fyrir innanlandsflugið það sem af er árinu, hefur flug- félagið þannig flutt svipaðán fjölda farþega og venjulegt má teljast á einni viku við eðlilegar kringumstæður. — SH. Magnari eins áhorfanda trufíaði sjónvarp um öll Suðurnes Sjónvarpsmagnari I heima- húsi I Grindavlk, reyndist vera valdur aö sjónvarpstruflunum um öll Suöurnesin. I desember höfðu borizt kvartanir til Landsimans frá íbúum I Keflavik og Njarðvik- um um, að móttaka islenzka sjónvarpsins væri trufluð af einhverjum ókunnum ástæðum. Eins og skýrt var frá í VIsi, iét Landsiminn kanna þessar truflanir, og kom i ljós, að þær áttu sin upptök I Grindavik. Fyrst var talið að fjarskipta- stöð hersins i Grindavik væri völd að truflununum, en við nánari athugun kom i ljós, að svo var ekki. Það reyndist vera sjónvarps- magnari I heimahúsi, sem olli truflununum. Að sögn Land- simans var þessi magnara- búnaður fyrst og fremst ætlaður i báta og ekki settur upp af fagmanni. Sennilega hefur það þó verið bilun i magnaranum, sem truflunum olli. Eigendurnir voru beðnir um að taka magnarann niður og hættu truflanirnar þar með. -JB. Guðmundur í Hastings Einn af ljósmyndurum Associated Press kom viö I Hastings I gær og tók þessa mynd fyrir Visi af Guö- mundi Sigurjónssyni viö skákboröiö. Ekkert var þó teflt I gær, þvi aö keppendur áttu frl, og veitti ekki af, eftir átta strangar umferðir. Guömundur hefur staðið sig vel og ekki tapaö skák, en tvær biöskákir átti hann þó eftir. Þaö verður þó upp brattann að sækja fyrir hann þaö, sem eftir er af mótinu, þvl aö hann á ýmsa skæö- ustu keppinautana eftir. — GP. Minnst hálfs árs fangelsi Fangarnir tveir sem struku af vinnuhælinu á Litla-Hrauni á fimmtudag, sitja nú innilokaöir á hælinu. Þeir mega búast við allt frá 6 mánaða til 3 ára refsivist vegna tilraunar sinnar til þess að strjúka. I 110. gr. hegningarl. segir að ef fangar sammælist um að hjálpast að til þess að strjúka úr fangelsi, þá varði þessi refsing við. Hins vegar er það út af fyrir sig ekki refsivert athæfi að ganga einn sins iiðs út úr fangelsi i heimildarleysi. Komið hefur i ljós, að annar fanganna lét einhvern timann þau orð íalla, að hann ætti farmiða til Kaupmannahafnar i fórum sin- um. Þótti þvi ástæða til þess að vakta sérstaklega flugferðir allar þangað, éftir að fangarnir struku. -ÓH. Ákveðið að óska eftir viðrœðum við vinnuveitendur Miöstjórn Alþýöusambands ts- lands hefur nú ákveöiö að draga ekki lengur aö óska eftir viöræöum við vinnuveitendur. Aöalsamninganefnd Alþýöusam- bandsins hefur nú fengið umboð frá 100 verkalýðsfélögum, sem i eru rifur helmingur þeirra launþega, sem aðild eiga aö Alþýöusambandinu. Fundur miöstjórnarinnar, sem haldinn var slödegis I gær, ákvað að hefja nú viðræður við vinnu- veitendur. Samninganefnd ASÍ sem skipuö er formönnum verka- iýösfélaganna, kom saman i morgun tii að ákveöa nánar hvernig staöiö yröi aö viöræöun- um og ósk um þær til vinnuveit- enda. -SH. HÆKKUN SÍMGJALDA í REYKJAVÍK ER 71,3% ~ „kemur ekki sem tekjur til stofnunarinnar," segir póst- og símamálastjóri — Gert til að jafna símkostnað um landið Raun veruleg hækkun sim- gjalda á Reykjavikursvæöinu er 71,3%. Þetta kemur fram, þegar lögð er saman hækkun fasta- gjaldsins, sem hækkaöi úr kr. 15001 kr. 2040, og gjaldið fyrir þau 100 slmtalaskref, sem felld voru niður sem innifalin I fastagjald- inu. Þau kosta kr. 530, svo Reyk- víkingar verða aö borga kr. 2570 fyrir það, sem þeir áður borguöu kr. 1500 fyrir. „Almenn hækkun simgjaida var 35-36%” sagði Jón Skúlas., póst- og simamálastjóri, i viðtali við Visi i morgun. „Hækkun á gjaldskrá Pósts og slma var heimiluð til þess að ná upp tekj- um til fjárfestingar, en þar sem þungi simgjalda er meiri i dreif- býlinu en i þéttbýlinu, ákváðu stjórnvöld að jafna þennan mun. Sú hækkun, sem verður á sim - gjöldum i Reykjavik, kemur ekki sem tekjur til stofnunarinnar, vegna þess að þær koma á móti minni hækkun á langlinugjöldum. Þetta er tilfærsla gjalda. Simnot- endur hér i þéttbýlinu hafa lengi notið lágra gjalda, þar sem staðarsamtöl hafa verið of ódýr miðað við langlinusamtöl, og nú var taliö rétt að jafna þetta. Hér á höfuðborgarsvæðinu eru fleiri en nokkurs staðar annars staðar, sem geta notið að hringja á staðartaxta. Breytingin nú er fyrsta skrefið til að gera aðstöðu simnotenda jafnari, og jafnframt er áætlað að samræma taxta á langlinum.” Á þeim stöðum, þar sem fjöldi simnotenda er minni en 20 þús- und, var skrefafjölda ekki breytt. Hann er þar 525 skref á árs- fjórðungi eftir sem áður, en á Stór-Reykjavikursvæðinu er hann nú 300 skref. Tekið skal fram, að simalega séð telst Mosfellssveit ekki til Stór-Reykjavikur. Simtöl þangað og þaðan kosta kr. 5,30 hverjar 45 sekúndur, meðan sam- talið varir. Staðarsamtöl — svo sem innan bæjarsimakerfisins — kosta kr. 5.30 hvert, óháð tima- iengd. Stytztu skref eru nú 6 sekúndur, og kostar þá hver minúta 53 krónur, og er það t.d. það gjald sem Akureyringar verða að greiða fyrir simtal til Reykjavikur. Við öll þau verð, sem að framan eru greind, bætist 19% söluskatt- ur. - SH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.