Vísir - 07.01.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 07.01.1975, Blaðsíða 9
t Vísir. Þriöjudagur 7. janúar 1975. Vísir. Þriöjudagur 7. janúar 1975. Alítalskt í sviginu í heimsbikarnum! — Gros sigraði í gœr og Thoeni varð annar. Gros er nú 19 stigum ó eftir Klammer í stigakeppninni í gær var keppt i svigi karla I keppn- inni um heimsbikarinn i Garmisch- Partenkirchen i Vestur-Þýzkalandi — og það varö alitölsk grein. ttalskir keppendur I þremur efstu sætunum og núverandi handhafi heimsbikarsins, Piero Gros, varð sigurvegari. Hinn frægi iandi hans Gustavo Thoeni varö - mm rti f/j WMí i mm K ttalinn Piero Gros, sem sigraöi I keppninni um heimsbikarinn I fyrra, vanu ainn þriöja sigur I gær i keppninni i vetur. annar og I þriöja sæti kom Fausto Radici, einnig ttaliu, á 82.88 sek., en vegna truflana I fréttaskeyti höfum viö ekki tima efstu mannanna. Pólverjinn Jan Bachleda „komst upp á milli ítalanna”, þvi hann náði fjóröa sæti á 83.86 sek. rétt á undan ltalanum Paulo de Chiesa, sem var tveimur hundruðustu úr sekúndu á eft- ir, 83.88 sek. 1 sjötta sæti kom spánski Olympíumeistarinn Francisco Fern- andez Ochoa á 84.12 sek. Þá Hans- Jörgen Schlager, V-Þýzkalandi, á 84.24 sek. Johann Kniewasser, Austur- riki, varð áttundi á 84.39 sek. og Willy Frommelt, Lichtenstein, varð niundi á 84.78 sek. Eftir fyrri umferðina var Sviinn ungi, Ingimar Stenmark, I fimmta sæti á 43.66 sek. — en hann var dæmdur úr leik i siðari umferðinni. Piero Gros náði beztum tima i fyrri umferðinni, 42.75 sek. en keppendur voru yfir hundrað. Thoeni fór á 43.24 sek. og Radici var með þriðja bezta timann 43.43 sek. 1 siðari umferðinni náðu keppendur mun betri tima. Eftir þessa keppni I gær er staða efstu manna i keppninni um heims- bikarinn þannig. 1. Franz Klammer, Austurriki, 94 stig. 2. Piero Gros 75 stig 3. Werner Grissmann, Austurriki, 55 stig. 4. Ingimar Stenmark 45 stig. 5. Gustavo Thóeni 34 stig. Paolo de Chiesa 33 stig. 7.-8. Fausto Radici og Sepp Walcher, Austurrlki, 30 stig. 9. Herbert Plank, ítaliu, 28 stig, og 10. Erik Haaker, Noregi, 24 stig. Næst verður keppt I Wengen 11. og 12. janúar. —hsim. Brunið Austurríkismanna Hinn tvitugi Franz Klammer, Austurriki, staöfesti vel i brunkeppn- inni I Garmisch-Partenkirchen á sunnudag aö hann er nú fremsti brun- maður heims. Hann sigraöi meö yfir- buröum og setti nýtt brautarmet á Austurrfkismaöurinn Werner Grissmann fær sér sopa úr kampavinsflösku eftlr hinn mikia sigur Austurrlkismanna I bruninu á sunnudaginn. Sigurvegarinn Franz Klammer er Imiðið, en til vinstri er Josef Walcher, sem varö þriöji. Aðeins 17 komust í gegn Aöeins 17 af 80 keppendum I svigi kvenna I keppninni um heimsbikarinn i Garmisch-Parterkirchen tókst að komast I gegnum hinar tvær umferöir, enda brautin afar erfiö meö svellbung- um víða. Hinar frægu féllu eins og Anna-Maria Pröll, sem var ofarlega eftirfyrriumferöina, og Cindy Nelson, Bandarikjunum, þannig, aö stigatala hinna efstu breyttist litiö. Átján ára svissnesk stúlka, Lise- Marie Morerod, sigraði i keppninni og er það i fyrsta skipti, sem hún sigrar á móti, sem telur i keppninni um heims- bikarinn — og jafnframt er þetta fyrsti sigur svissneskrar stúlku i keppninni um heimsbikarinn frá 1968. Morerod á heima i Les Diablerets i Vestur-ölpum Sviss við frönsku landamærin. Timi hennar samanlagt var 97.32 sek. Christa Zechmeister, V-Þýzka- landi, varð önnur á 98.26 sek. Torin Fjeldstad, Noregi, þriðja á 101.68 og Odile Chalvin, Frakklandi, fjórða á 101.78 sek. t næstu sætum komu stúlk- ur frá minnstu rikjum Evrópu. Elena Matus, San Marino, var fimmta á 103.73 sek. og heimsmeistarinn i svigi, Hanny Wenzel, Lichtenstein, sjötta á 103.78 sek. I niunda sæti varð Evi 1:43.31 sek. — þriöji sigur hans I brun- keppni heimsbikarsins i vetur. Fimm beztu menn i keppninni náöu betri tima en brautarmetið var, en þaö átti hinn frægi brunmaður þeirra Sviss- iendinga, Roland Collombin —• sett fyrir ári 1:45.17 mln. — en Collombin gat ekki keppt á sunnudaginn vegna meiösla. Klammer sýndi næstum fullkomna tækni i hinni 3140 metra löngu braut, þar sem fallhæð var 820 metrar. Það var skýjað, þegar keppnin fór fram, en bjart og snögg hitabreyting gerði það að verkum, að brautin „mýktist” að- eins, en fyrir var hún glerhál og hörö. Úrslit i keppninni urðu þessi: 1. F.Klammer, Austurriki, 1:43.31 2. Grissmann, Austurriki, 1:44.70 3. Walcher, Austurriki, 1:44.96- 4. B. Russi, Sviss, 1:44.97 5. H. Plank, ítaliu, 1:44.98 6. M. Grabler, Austurriki, 1:45.43 7. R. Tritscher, Aust. 1:45.60 8. Andy Mill, USA, 1:45.85 9. M. Jakober, Sviss, 1:45.90 10. R.Berthod, Sviss, 1:46.11 Yfirburðir Klammer i keppninni eru hreint ótrúlegir — i keppni hinna beztu iheimi i þessari iþróttagrein. Hann er i algjörum sérflokki. —hsim. Pröll, Austurriki, á 106.38 sek. og við rennum grun i, að hún sé yngri systir hinnar frægu Önnu-Mariu. í stigakeppninni er staðan nú þann- ig: 1. Anna-Maria Pröll, Austurrfld, 69 stig. 2. Cindy Nelson, USA, 56 stig. 3.-4. Rosi Mittermaier og Christa Zech- meister, báðar Vestur-Þýzkalandi, með 46 stig. 5. Wiltrud Drexel, Austur- riki, 42 stig 6. Fabienne Serrat, Frakk- landi, 38 stig. 7. Monika Kaserer, Austurriki, 32 stig. 8. Danielle Deber- nard, Frakklandi, 29 stig. 9. Maria- Therese Nadig, Sviss, 28 stig og 10. Lise-Marie Morerod, Sviss, 27 stig. Umsjón: Hallur Símonarson Karl Schnabl, Austurrfki, slgraöi f gær og h: laut þar meö sinn þriöja sigur f keppninni, en þaö nægöi þó ekki samanlagt. Þaö er stfil á pilti. Skíðastökkið er austurrísk grein — Kornungir austurrískir strókar komu algjörlega ó óvart í stórkeppni í Bischofshofen, sem lauk í gœr Kornungir austurriskir skiða- stökksmenn hafa algjörlega kom- ið á óvart á miklu stórmóti, sem að undanförnu hefur verið háð I Vestur-Þýzkalandi og Austurriki og lauk I gær. Flestir kunnustu skiöastökkmenn heims voru meöal þátttakenda, en samt sigr- uöu Austurrikismenn á öllum mótunum fjórum — I fyrsta skipti, sem slíkt á sér stað aö menn frá sömu þjóö vinna öll mótin frá þvl Norömenn léku þann leik um áramótin 1962-1963 — og áttu þrjá fyrstu menn samanlagt. Keppninni lauk I Bischofshofen I Austurríki i gær og þá hafði hinn 19 ára Karl Schnabl talsverða yfirburöi og sigraði I þriðja sinn. Hann stökk síðastur hinna 83 keppenda og hlaut gifurlegt lof fyrir slðara stökk sitt, sem mæld- ist 104 metrar. I þvi fyrra hafði hann stokkið 10 metrum styttra. Samtals hlaut hann 227 stig og varð vel á undan Karel Kodejska, Tékkóslóvaklu, sem hlaut 224.6 stig. 1 þriðja sæti I gær varð hinn frægi Hans-George Aschenbach, Austur-Þýzkalandi, með 220.9 stig — en hann átti lengsta stökkið I keppninni, 106 metra. Willi Puerstl, Austurríki, sem einnig er 19 ára og sigraði samanlagt, varð sjöundi i gær með 214.9 stig. Hann sigraði i fyrstu keppninni — hlaut svo tvivegis fimmta sæti — og það sjöunda i gær. Það nægði saman- lagt, þvi Karl Sehnabl varð aðeins I 35. sæti I fyrstu keppninni, sem háð var i Oberstdorf I Vestur- Þýzkalandi — og þrlr sigrar siðan i röð nægðu honum ekki. Norsku keppendurnir byrjuðu nokkuð vel I fyrstu keppninni og þeir Finn Halvorsen og Johan Sætre voru þá I fjórða og fimmta sæti. 1 Innsbruck gekk þeim ekki eins vel og þeir urðu ekki meðal 10 efstu samanlegt. Skiðastökkið er nú einnig orðið austurrisk grein og kemur það á óvart, þvi þar hafa þeir austur- risku ekki verið framarlega áður. Landsliðsþjálfarinn Baldur Preiml hefur náð undraverðum árangri með hina ungu pilta sina. Úrslitin samanlagt urðu annars þessi * 1. W. Puerstl, Aust. 879.0 2. Edi Federer, Aust. 874.2 3. K. Schnabl, Aust. 863.3 4. K. Kodejska, Tékk. 853.2 5. S.Bobek. Tékk. 839.4 6. R. Schmidt, A-Þýzk. 834.4 7. R. Hoehnl, Tékk. 831.7 8. J. Danneberg, A-Þýzk. 829.2 9. J. Kalinen, Sovét, 821.7 10. H. Wallner, Aust. 821.6 Hinn þrefaldi heimsmeistari Hans-George Aschenbach varð þvi ekki meðal hinna efstu og landi hans, Reiner Schmidt að- eins sjötti. Þeir voru taldir sigur- stranglegastir fyrirfram. Þá má geta þess, að Tékkinn Bobek, sem varð fimmti, er aðeins 18 ára. —hslm. Stúlkurnar i bandarlska iandsliöinu I handknattleik sem hér hafa dvaliö siöan fyrir helgi, létu sig ekki muna um aö leika tvo æfingaleiki viö 1. deildarliö i gærkveldi — og sigra i þeim báöum. Þær léku fyrst viö FH og slöan viö Ármann tveim timum slöar. Kom i ljós I þessum tveim leikjum, aö þær höföu mikiö lært á landsleikjunum tveim, og veröur þess áreiöanlega ekki langt aö biöa, aö þær komi hingaö til aö veita okkar landsliöi keppni I staö þess aö koma til aö iæra. Þessi mynd er frá landsleiknum á föstudaginn, sem var fyrsti landsleikur þeirra banda- risku I þessari Iþrótt. Hon- um lauk meö sigri islands 21:8. Ljósmynd Bj. Bj íslendingar inná lokamínútur leiksins! — Enn einn sögulegur leikur hjá körfuknattleiksmönnum, þegar þeir töpuðu fyrir Norðmönnum í gœrkvöldi. — Strákarnir unnu hins vegar íslenzka landsliðið í körfuknattleik lenti i enn einum sögulegum leik/ er það mætti norska landslið- inu f Bærum í Noregi í gær- kvöldi. I þetta sinn voru það ekki Danir, sem gerðu þeim lífið leitt/ heldur norskur dómari, sem dæmdi leikinn. Var hann slikur heimadómari, að menn höfðu aldrei séð annað eins. Sænskur dómari, sem dæmdi á móti honum, átti ekki orð til yfir framkomu hans og fór fram á að fá einhvern annan á móti sér i siðari leiknum, sem fram fér i kvöld. Sá norski dæmdi villur á allt, sem Islendingarnir gerðu á vell- inum — en varla eina einustu á sina menn. Undir lokin var allt komið á suðupunkt, en þá voru ekki eftir nema þrir Islendingar inni á vellinum, en allt norska lið- ið. Norðmennirnir höfðu 10 stig yfir i hálfleik — 45:35 — en þann mun vann íslenzka liðið upp og náði að jafna 69:69 þegar siðari hálfleikur var hálfnaður. Þá tók sá norski til sinna ráða, og i næstu fjórum upphlaupum dæmdi hann boltann af tslending- um á brot, sem enginn sá nema hann. Með þvi lét hann fylgja villur á beztu menn liðsins og tíndust þeir út af hver á fætur öðrum með fimm villur hver. Á 16. mlnútu leiksins voru aðeins 4 leikmenn eftir I islenzka liðinu, og mlnútu siðar voru þeir orðnir 3 — þar af tveir með 4 villur hvor. Þeir fengu að ljúka leiknum, enda var fólkið farið að baula svo á dómarann, að hann þorði ekki orðið að gera meira. Sigur hans manna var lika i höfn — þeir sigr- uðu i leiknum 88:81 — en litið voru þeir hrifnir af þvi að sigra á þenn- an hátt. Agnar Friðriksson átti mjög góðan leik á meðan að hann fékk að vera inn á — skoraði 22 stig og var langstigahæstur islenzku leikmannanna. Á eftir þessum leik léku ung- lingalandslið Noregs og Islands. Þeim leik lauk með sigri tslands 72:68, en i hálfleik var staðan 43:37 fyrir Island. Simon Ólafsson var stigahæstur I þessum leik með 20 stig. Pétur Guðmundsson skoraði 14 og Jónas Ketilsson (ekki Jón Ketilsson eins og mis- ritaðist hjá okkur i blaðinu i gær) skoraði 10 stig. Þessi sömu lið mættust i Norðurlandamótinu i Sviþjóð um helgina og sigruðu þá Norðmenn 93:67. —klp — Hér eru sigurvegararnir I hinum ýmsu flokkum á inýársmóti Tennis- og badmintonféiags Reykjavlkur, sem háövar um helgina. Frá vinstri Eirlkur ólafsson, KR, Jóhann Kjartansson, TBR, Haraldur Korne- llusson, TBR, Lovlsa Siguröardóttir, TBR, Kristin Kristjánsdóttir, TBR, og Bjarnheiöur ívarsdóttir, Val. Sá kjaftfori til Forest Brian Clough, sá frægi, kjaft- fori framkvæmdastjóri i ensku knattspyrnunni, er kominn I starf á ný. í gær var hann ráöinn fram- kvæmdastjóri Nottingham Forest I 2. deild og tekur viö af Alan Brown, sem rekinn var fyrir þremur dögum. t fjóra mánuöi hefur Clough litiö veriö I umferö — eöa frá þvi hann var rekinn frá Leeds eins og frægt var á slnum tima. Nottingham Forest hefur gengið illa I 2. deildinni siðan félagið féll niður 11. deild — og á nú að verða breyting með ráðningu Clough, þvi þó hann hafi flækzt milli félaga siðustu mánuðina — Forest verður fjórða félagið, sem hann er hjá siðustu 15 mánuðina — efast enginn um hæfileika hans til að stjórna knattspyrnuliði. Það hefur hann margsannað. Brian Clough var frægur leik- máður sem miðherji Middlesbro og Sunderland, en rétt eftir að hann hafði skipt um félag — fariö til Sunderland — og leikið tvo landsleiki fyrir England meiddist hann illa á hné og varð að leggja knattspyrnuskóna á hilluna á há- tindi getu sinnar. Það var erfitt. Hann gerðist framkvæmdastjóri Hartlepool, borg á austur- ströndinni milli Middlesbro og Sunderland, og þetta lið, sem alltaf hafði verið við botn 4. deildar fór allt i einu aö láta að sér kveða. Komst upp — og frami Clough var tryggður. Hann réðist til Derby, þar sem hann náði frá- bærum árangri og undir stjórn hans varð Derby Englands- meistari 1972. Eftir 5 ár hjá Derby sauö upp úr milli hans og félagsstjórnarinnar — en lengi höfðu átökin staðiö yfir. Clough þaut á brott ásamt aðstoðar- manni sinum Taylor og fór til Brighton i 3. deild. Vera Clough varð ekki löng hjá Brighton — freistandi boð kom frá Leeds eftir að Don Revie tók að sér stöðu landsliðseinyalds. Clough tók þvi sl. sumar, þó svo Brighton hótaði honum og Leeds öllu illu. En meisturum Leeds gekk mjög illa undir stjórn Clough og vera hans þar varð ekki löng. Hann var rekinn — enda tókst honum aldrei aö vinna traust hinna föstu leikmanna Leeds-liðsins, sem svo lengi höfðu verið i baráttunni saman. Þeir tortryggðu Clough, og þegar hann keypti þrjá nýja leikmenn stóðu þeir saman um að „svelta” þá i leikjum. Slikt gat ekki gengið — hvorki fyrir Leeds né Clough og þvi fór sem fór. En nú er þessi kraftmikli maður kominn i starf á ný — og það verður áreiðanlega fylgzt mjög með framgangi Nottingham Forest undir stjórn hans. -hsim. Þróttur fœr sérnýjan þjólfara! Þróttur hefur gert samning viö fyrrum leikmann meö Þrótti* — Sölva.óskarsson — um að hann taki viö þjálfun 2. deildarliðs félagsins i knattspyrnu. Sölvi er einn af bezt menntuðu knattspyrnuþjálfurum landsins. Hann hefur samt litið komiö nálægt islenzkum liðum á undan- förnum árum. Siöast var hann meö Breiöabfiki er iiðiö lék I 1. deild, en eftir þaö geröist hann þjálfari i Færeyjum og gat sér gott orð þar. Þróttur var ásamt Haukum eina liðiö i 2. deild i fyrra, sem veitti FH einhverja keppni, og nú ætla Þróttararnir sér upp I 1. deild, enda langt siðan þeir voru þar. -klp-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.