Vísir - 07.01.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 07.01.1975, Blaðsíða 5
5 Vfsir. Þriðjudagur 7. janúar 1975. ORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Umsjón Guðmundur Pétursson Gull- œðið Þegar fjörutiu ára banni við gulleign einstaklinga I Banda- rikjunum var aflétt, varð uppi fdtur og fit á fyrstu uppboðun- um, þar sem Bandarikjastjórn bauð til sölu hluta af gullforða sinum. Menn héldu á fyrstu undir- tektum, að nýtt guliæði væri að gripa um sig. En þetta voru aðeins fyrstu viðbrögð. Siðan hefur áhuginn dofnað. Þeir, sem sækja upp- boðin, bjdða iágt I guliið, og minna hefur selzt en stendur tii boða. Sýnist þvi ætla að hrifa þetta ráð, sem Bandarikjastjdrn greip til, svo að heimsmarkaðs- verð á gulli iækkaði — eða að minnsta kosti hækkaði ekki, eins og horft hafði til. en kommúnistar hafa hafið þunga sókn á þessa miöstöð Phuoc Long- héraðsins. Þyrluflugmenn sáu það sföast til bardaga i gærkvöldi, að barizt var i návigi á strætum bæjarins. Virtist mannfall mikið og einkan- lega meðal borgara. Jafnvel herráöiö I Saigon gerir sér ekki lengur vonir um aö verja bæinn. — Þykir aðeins vera spurning um nokkrar klukku- stundir, áður en hann fellur i hendur kommúnistum, — ef hann er þá ekki fallinn þegar þetta er skrifað I morgun. Slæm fiugskilyrði hindruöu flugherinn i að veita varnarliðinu aðstoð i gær, en sjá mátti þó, að kommúnistar höfðu dregið aö ofurefli liðs. Beittu þeir skrið- drekum og stórskotaliði. Dr. Sakharov segir, að fjöl- skyldunni hafi borizt nafnlaust bréf 20. desember, þar sem þvi var hótaðj að tengdasonur hans, Yefrem Yankelevich, og sonur hans, Matvei, mundu hljóta verra af, ef kjarnaeðlisfræðing- urinn héldi áfram „andþjóðfélags hegðan sinni”. Dr. Sakharov stefndi blaða- mönnum til ibúöar sinnar i Moskvu til að skýra þeim frá þessum atburðum. Las hann þeim bréf, sem hann kvaðst ætla að senda Yury Andropov, yfir- manni KGB-lögreglunnar, en þar fullyrðir Sakharov, að fyrir- sátursmennirnir tveir hafr verið KGB-menn. 1 bréfinu segir Sakharov, að fjölskylda hans væri notuð sem gislar til þess að beita hann sjálfan þvingunum. Krafðist hann þess, að Yankelevich og stjúpdóttir sin Tanyafengju leyfi til þess að ferðast með son sinn til Bandarikjanna, og að kona hans Yelena mætti fara til lækninga til italiu. Sakharov segir, aö daginn áður en nafnlausa bréfið barst þeim, hafi Yankelevich verið tilkynnt að umsókn þeirra hjóna, sem hafði lengi beðið afgreiðslu, um ferðaleyfi til Bandarikjanna væri synjað. — Yankelevich hafði borizt tilboð frá tækniskóla Massachusetts. „Það getur ekki verið einskær tilviljun, hvernig þetta ber að á sama tima,” skrifar Sakharov i bréfinu til KGB og krefst þess aö hætt sé ofsóknum i garð fjöl- skyldu sinnar og venzlafólks. Dauðaþögn í Phuoc Binh bænum Phuoc Binh í S- Víetnam i gærkvöldi oghefur herstjórnin í Saigon ekkert samband haft viö leifar varnar- liðsins i nótt. — Harðir bardagar hafa verið á 'þessum slóðum undanfarna daga 3000 ára grafhýsi þykja varpa nýju Ijósi á Lin Piao! Kínverskir fornleifa- fræðingar hafa grafið sig niður á grafhýsi, sem talin eru vera 3000 ára gömul. — Fundust þau i suðvestur útjaðri Peking. Blaðið Kuangming segir/ að uppgröftur þessi hafi staðið í tvö ár. Hafi hann leitt til fundar 32 grafhýsa aðalsfólksaf Chou-ættinni. I grafhýsunum fundust beinagrindur þræla> hrossa og hunda auk listilega gerðra bronsvopna> helgi- gripa> potta og kyrna. Handbragðið á þessum gripum og mannvirkjunum þykir benda til þess að grafhýsin séu frá fyrstu veldisárum Chouættarinn- ar, er hófst til virðinga 1122 fyrir Krist, en þá stóö höfuðborg rikis- iris Yen skammt þar frá, sem nú er Peking. — Aletranir á brons- gripunum gefa það sama til kynna. Stærsta grafhýsið, sem er 4 metrar á lengd og 2 á breidd, hafði að geyma þrjú lög af likkist- um. Fundust bein þræla á milli laganna. Kuangming lýsir siöan fjölda gripa, listavel gerðum, sem allir beri vitni hagleik þræla þessara tima. Leggur blaðiö siðan út af þeim lærdómi, sem hafa megi af siðleysi forfeðranna, sem létu fórna þrælum sinum og grafa 1 verömæti i jörðu. „Uppgötvanir þessar leggja til nýjar upplýsingar, sem varpa skýrara ljósi á afturhaldssemina i helgisiðum Chou-ættarinnar og gagnrýnina á Lin Piao,” skrifar blaðið. Lin Piao heitinn var áður varnarmálaráöherra Kina, en féll i ónáö I menningarbyltingunni 1966 eftir Krist, og fórst hann með flugvél skömmu siöar. Var hald- ið, að hann hefði ætlað að flýja land. —Hafa þeir, sem i einhverj- um tengslum stóðu viö Lin Piao, átt hendur sinar að verja siöan. 1 einskonar viðbótarmenn- ingarbyltingu siðustu tveggja ára, þar sem öll áherzla hefur verið lögð á að fordæma kenning- ar Konfúsiusar og forn spakmæli Kinverja, er jafnan klikkt út meö þvi, að slikri forneskju hafi Lin Piao og hans nótar látið ánetjast. Olíufláki um allan sjó Leki úr strönduðu risaolíuskípi hefur þó verið stöðvaður Olíuflákar, sem breiða sig margar mílur um sjó- inn, ógna beztu baðströnd- um Singapore. Olían lak úr risaolíuskipi, japönsku, sem strandaði á rifi í Malaccasundi, en lekinn hefur nú verið stöðvaður. 237,698 smálestir af oiiu voru í oliuskipinu, sem heitir Showa Maru. Menn óttast, aö straumurinn þarna beri oliuflákann að höfn- inni i Singapore, sem er fjóröa umferðarmesta höfn I heimi. Yfirvöld hafa byrjaö undirbún- ing að þvi aö verja strendur Singapore gegn oliumengun. — Ætlunin er meðal annars sú að bjarga oliunni úr strandaða skip- inu. Engin hætta er talin vera á þvi, að skipið brotni á rifinu eða að sprenging verði um borö i þvi. Japanir kviða þvi, að slys þetta kunni að leiða til þess, að Singa- pore takmarki siglingar oliuskipa um Malaccasund. Mundi það hækka flutningskostnaö oliunnar, ef skipin yrðu að leggja lykkju á leiö sina framhjá Singapore. Frá Phuoc Binh. Stjórnarher- menn I skotgröfum sinum standa vörð, viðbúnir áhlaupi kommúnista. Myndin var tekin fyrir nokkrum dögum. Sátu fyrir tengdasyni Sakharovs Ta Istöðva rsa mband rofnaði við varnarliðið í Andrei Sakharov (faðir atomsprengju Sovét- manna), leiðtogi mannréttindabaráttunnar í Sovétríkjunum, sagði í gær, að tengdasyni hans hefði verið veitt fyrirsát skammt frá Moskvu í gær. Tveir menn stöðvuðu tengdason Sakharovs og 15 mánaða gamlan son hans. Hótuðu þeir honum ofbeldi ef hann hætti ekki mannréttindabaráttunni. Einnig óskar hann eftir þvi aö opnað verði á nýjan leik talsima- samband hans við útlönd. Hann segist ekki hafa fengið simhringungu frá útlöndum siöan i byrjun desember, sem honum finnst eitthvað vera bogiö við.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.