Vísir - 07.01.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 07.01.1975, Blaðsíða 4
4 Vísir. Þriöjudagur 7. janúar 1975. VIÐ GENGIÐ Dagrún Kristjánsdóttir: HÖFUM TIL GÓÐS? Aramót eru ú margvislegan hátt tengd uppgjöri, áætlunum og fyrirheitum. Þau eru venju- lega tengdari tilfinningalif5 okkar en aörir árstimar, en þær hugsanir, sem áramótin vekja f brjóstum okkar, eru e.t.v. ólikar, vegna þess hve ólik við erum i okkur, kringumstæður misjafnar og það er svo marg- breytilegt hvers við óskum, hvers við krefjumst og hvernig lifi við viljum lifa. Sumir sækjast mest eftir auði og metorðum, aðrir eftir þvi að geta borizt sem mest á iannarra augum, þó að það sé aðeins á yfirborðinu og allt i kalda koli með efnahaginn. Enn aörir eru sáttir við lifið og tilveruna aðeins ef að þeim tekst að borga skatta og skyldur og hafa sæmi- lega i sig og á, — þrátt fyrir það að þeir geti ekki leyft sér utan- landsferðir, hvorki einu sinni eða oftar á árinu, geti ekki stundað hið svokallaöa menningarlif með þvi sem til- heyrir: leikhúsferðir, hlustaö á hljómlist, sótt myndlistar- sýningar, og það sem neðar er i menningarstiganum, — að fara i bió eða á aðrar skemmtanir tvisvar, þrisvar i viku. Og ekki má gleyma öllum klúbbunum og félögunum, sem geta hirt væna fúlgu úr buddunni, — en hverj- um, sem teljast vill viröingar- verður borgari, finnst hann þurfa að vera með þar sem annars staðar, þó fjárhagur hans sé tæpur. Hvaö um sálina Vissulega munu þeir vera sorglega fáir sem teljast til hinna nægjusömu og sætta sig við það eitt að fá að lifa i þessu landi og fá aðeins nægjanlegt sér til lifsviðurværis, án þess aö liða skort. Það er sannarlega sorglegt, að mestur hluti þjóöarinnar skuli ekki eiga sér neitt háleitara markmiö, neitt innihaldsrikara viðfangsefni en það að safna fé til þess aö geta veitt sér allan hugsanlegan munað. Það virðist æði oft vera þannig, aö því stærri sem inni- stæðan er, þvi minni er sálin — þó vissulega séu þar undantekn- ingar sem alls staðar annars staöar. En það er varla við ' þvi aö búast, að þeir, sem hafa hugann allan viö þaö eitt að safna fé til þess að geta veitt sér og sinum öll þau þægindi og skemmtanir, sem þessi heimur hefur upp á að bjóöa, hafi tima til þess aö sinna sinni andlegu velferð, hugsa um aðra, finna til meö náunganum eða igrunda til hvers allt þetta kapphlaup um veraldleg gæði leiöi. Hjartahlýjan og kær- leikurinn virðist ekki vaxa meö þykktinni á seðlaveskinu, öllu frekar mun eigingirnin og fégræðgin vaxa og jafnframt skeytingarleysið um aðra. Það eru sterkar likur fyrir þvi, að dæmisagan um úlfaldann og nálaraugaö og rika manninn og himnariki, eigi enn nokkurn rétt á sér — enginn getur þjónað tveim herrum — Guði og mammon. Auðlindum eytt — Við getum haldið okkur við jörðina og litiö i kringum okkur-, horft á fegurð náttúrunnar,' hugsað um auðlindir jaröar- innar, sem hvorutveggja er spillt og eytt, vegna þess að mennirnir krefjast sifellt meiri og meiri framfara, þæginda og bíllfis. Það er ekkert sem er nógu gott, nógu fullkomiö, og þægilegt svo aö hægt sé aö láta staðar numið. Mannkynið er að tortíma sjálfu sér i heimskulegu kapp- hlaupi um lifsgæði, sem hver hugsandi maðu.r veit að skipta I sjálfu sér ekki svo miklu máli, þvi enginn fær að njóta þess nema nokkur ár — örstutt augnablik af allri eilifðinni —• þvi, ,,þú flytur á einum, eins og ég allraseinast héðan”. En það sem við uppskerum, sem nú lifum, verða vart lofsamleg eftirmæli komandi kynslóða. Eins og nú horfir geta þau ekk: hljóðað á sömu lund og hefð- bundið er, þegar einstakl- ingurinn hverfur yfir i betri verö'd,einróma lof. Hvernig ætti þaö ao geta verið, fyrst núlifandi kynslóðir hugsa eingöngu um sjálfar sig, — eru um það bil að þurrausa auðlindir jarðarinnar, til þess að geta lifaö og látið eins og hugurinn kýs, I munaði og óhófi, en skeyta ekkert um þá, sem eftir eiga að lifa' og starfa, þó fyrirsjáanlegir erfiðleikar biði þeirra eingöngu vegna eyðslu og heimtufrekju þeirra er nú lifa. Dyr himnarikis eru of þröngar fyrir rika manninn, hann verður þvi annaðhvort að miðla fátækum af rikidæmi sinu og komast inn um dyrnar eða standa fyrir utan og hljóta sinn dóm. Mannkynið i heild hefur nú lika um þetta tvennt að velja. Ætlar það að halda áfram á braut eigingirninnar, hugsa aðeins um liðandi stund, þægindi og óhóf — halda áfram kapphlaupi um yfirburði allra tlma — jafnvel i hégómlegum smámunum, samanborið við það sem i húfi er, eða vill það geyma eitthvað af verðmætum og náttúrauðlindum handa eftirkomandi kynslóðum, svo að einnig þær geti lifað og starfað' við eðlileg lifsskilyröi? Vilja þeir sem nú lifa afsala sér einhverju til að milda dóminn — til að verða ekki að standa utan dyra? Við rembumst Það þjóðfélag, sem viö Islend- ingar lifum í, er spegill um- heimsins — litill að visu, en nógu stór þó, til þess aö endur- spegla flesta þætti hins mann- lega lífs frá hinum stóra heimi. Sumir eru góðir, aðrir illir — sumir eru nauðsynlegir og hæfa stóru þjóðunum, þær valda þeim fjárhagslega, en við erum fá og smá og höfum ekki efni á að fylgja svo þétt i kjölfarið. Vifi verðum að læra það að sniða okkur stakk eftir vexti, en apa. ekki skilyrðislaust allt eftir öðrum þjóðum. Við gumum af sjálfstæði og mikilleik þjóðarinnar, en hvar sér sjálfstæðið og manndómur- inn, þegar dæmin sýna og sanna, að við gerum fæst eins og hentar okkar litlu og fámennu þjóð, heldur rembumst við, eins og rjúpan við staurinn, að vera eins og aðrar þjóðir. gera það sama og aðrar þjóöir án tillits til þess hvort það er gott eða slœmt, nauösynlegt eða ekki, hvort við getum það fjárhagslega eða ekki. Islendingar hafa löngum þótzt vera menn fyrir sig, en hvar sést það, þegar allt þarf að sækja til annarra landa. Við I þessu kalda landi byggjum hús okkar, eins og hér rlki eillft sumar — fyrirmynd frá suðrænni löndum. 1 grimmdar frosti og stórhríðum norðursins, klæðum við okkur eftir nýjustu tizkunni I Paris — I næfurþunna sokka, hælaháa skó og pilsin vart sjáanleg og I stuttjakka. Þetta eru aðeins dæmi af óteljandi sem sýna ósjálfstæði okkar. Einnig er hér fylgt fordæmi annarra um það að vera að skipuleggja alla hluti, kosta milljónum og milljörðum I aö breyta þvi sem er og áöur en breytingarnar eru fullgerðar, þarf enn aö breyta þeim. Allt þarf að gera I einu, öllu þarf að koma I verk á sem skemmstum tíma til þess að hægt sé að rífa það eöa breyta þvl sem fyrst aftur. Hve lengi á það að ganga svo til? Er þjóðin svo rlk að hún geti þetta? Heldur þessi kynslóð, að hún sé sú slöasta sem byggi landið og geti eitthvaö gert? Er ekki skynsamlegra að byggja upp smám saman, eftir þvl sem getan leyfir, en reyna ekki að gleypa svo stóran bita I einu aö hann standi I okkur — kollvarpa ekki þjóðarskútunni vegna eintómrar græðgi I meiri lifsþægindi og makindalegri daga. Hverjum liður betur þó að lagðar séu hraðbrautir um allar trissur, ef siðasti eyririnn er kreistur úr höndum okkar og enginn hefur lengur efni á að eiga bíl — og njóta þess að aka á góðum vegum, vegna þeirrar gífurlegu hækkunar sem hefur orðiö á bifreiðum og reksturs- kostnaði þeirra, ásamt öllu öðru. ótalmargt mætti tilgreina sem gert er og kostar þjóðina milljarða, en engin lifsnauðsyn er að framkvæma allt I einu eða á skömmum tima. En margt nauðsynlegt mætti telja upp, sem látið er sitja á hakanum, og varðar líf og velferð þjóðarinnar, eins og t.d. sjúkrahúsbyggingar, endur- hæfingarstöðvar, heimili fyrir vangefna, heimili fyrir aldraða, sem hvergi annars staðar geta höföi sinu að hallað, bæta öryggisaðstöðu þeirra er búa fjærri þéttbýli o.fl. o.fl. mætti nefna. Heimta og heimta Rétt er það að meiri hluti þjóðarinnar samanstendur af einstaklingum sem krefjast sifellt meir og meir, þeir heimta þetta eða hitt áf stjórnvöldum lands og bæja svo að þeir geti lifað „mannsæmandi lifi”. En til hvers eru stjórnvöld i landinu ef þau eiga ekki að hafa stjórn I hendi? Eru þau aðeins til að framkvæma það sem mis- vitur Pétur eða Páll heimtar, hvað sem það kostar og hverjar sem afleiðingarnar eru? Er enginn, sem heimtar látlaust meiri þægirídi og félagslegar framfarir, svo hugmyndaríkur að vita ekki, að hann sjálfur og aðrir verða að borga það úr eigin vasa? Fyrir utan alla þessa þjónustu hins opinbera er krafizt hærri og hærri launa svo aö ekki þurfi að neita sér um neitt I einkalifinu, sem fyrr er minnzt á. Er ekki kominn timi til að spyrna við fótum, minnka einkaneyzluna, lækka kröfurnar á hendur rikis og bæja, draga úr ónauðsynlegum framkvæmdum hins opinbera, til varanlegri hagsbóta fyrir land og þjóð. I þeim anda ættu áætlanir og fyrirheit hvers fyrir sig og þjóðarinnar i heild að vera nú um áramót, svo að árið 1975 færi okkur meiri hagsæld og stöðug- leika en liðið ár. Dagrún Kristjánsdóttir. REUTER AP/NTB UTLOND Kafarar fundu 2 Kafarar hafa nú fundið tvo bíla af fjórum, sem fóru fram af Tasman- brúnni i Hobart í Tasmaníu í fyrrakvöld. Hafa þá fundizt sjö lik, en menn óttast, að um 20 manns hafi látið lifiö, þegar brúin hrundi, eftir að skip sigldi á tvo stólpa hennar og felldi hana yfir sig. Lik fimm manna af sjö, sem saknað er af skipinu, fundust strax. I öðrum bilnum, sem kaf- arar fundu, voru lik af konu og manni. Hins vegar sáu þeir ekki vel inn I hinn bllinn, en þó nógu vel til þess að gera sér grein fyrir, að hann var fullur af fólki (gizkað á sex). Tveir bilar eru ófundnir. BIl- arnir fóru allir fram af brotinni brúnni, þegar ökumennirnir gáðu ekki að sér i myrkrinu og náðu ekki að stöðva i tæka tiö. Þjóðvarðliðið kallað út Ríkisstjóri Wisconsin kvaddi í gærkvöldi til þjóð- varðliðiðtil að aðstoða lög- regluna gegn Indíána- flokki, sem búið hefur um sig í yfirgefnu klaustri skammt norður af bænum Madison. Lögreglan umkringdi klaustrið fyrir helgi og lokaöi fyrir allt raf- magn til klausturbyggingarinnar og aðflutninga á matvælum. Um 50 Indiánar, þar á meðal konur og börn, eru I klaustrinu. Um helgina var skipzt á skot- um, en síðan sett griö, meðan samingaviðræður voru teknar upp milli Indiána og yfirvalda. Slitnaði upp úr þeim snemma I gær, eftir að sprenging varð i byggingu, sem Amerlska Indi- ánahreyfingin notaði áður fyrir skrifstofur. Eyðilagðist húsiö i eldi, en yfirvöld vita ekki, hvaö olli sprengingunni. Indiánarnir telja sig eiga rétt til klaustursins samkvæmt klásúlu i samningum, sem geröir voru milli stjórnvalda hvitra og höfðingja rauðskinna á 19. öld. Þar segir, að yfirgefi hvitir menn einhvern tima land, sem Indiánar létu þeim eftir, þá fái Indiánar yfirráð þess aftur. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.