Vísir - 07.01.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 07.01.1975, Blaðsíða 7
Vtsir. Þiiftjudagur 7. janúar 1975. 2 — finnur brottförina ó sér óður en farið er að pakka niður og getur dóið úr sorg á viku, segir danskur hundasálfrœðingur „ Raunverulega er það auðveldara að fara frá börnum sínum heldur en frá hundinum sínum. Sumum börnum finnst það svolítið spennandi, þegar foreldrarnir fara í stutt frí. Þau fá þá kannski að vera hjá ætt- ingjum eða vinum og finnst það skemmtileg tilbreyting. Það gildir þó ekki um öll. En hvað um hundinn?" Þannig segir danski hunda- sálfræöingurinn Arne Sörensen meðal annars, og hann heldur þvi fram að hundur geti auðveldlega dáið úr sorg á einni viku. Og við höfum nærtækt dæmi. Eins og menn eflaust muna birti Visir fyrir skömmu frétt um hund knattspyrnumannsins Jó- hannesar Eövaldssonar, en sá hundur dó hreinlega úr sorg, þegar Jóhannes hélt utan. Stór hundur, litill hundur, hvers konar hundur sem er, heldur Arne Sörensen áfram. Allt i einu er hann kominn inn I fjöls'kylduna og krefst miklu meir en reiknað var með i upp- hafi. Sá timi er liðinn að hægt sé að rjúka af stað i frl eða i feröalag án nokkurs fyrirvara. Hundurinn veröur ekki svo létt skilinn eftir. Hann stillir sér upp með sorg- mædd augu og skilur ekki að nokkur skuli fást til þess að gera honum þetta. Hann finnur brott- förina á sér löngu áöur en hún rennur upp, meira aö segja áður en farið er að pakka niður i ferðatöskurnar. Það er lika sannað mál að hundur er gleggri sökum lyktar- skyns sins. A meðan manneskja hefur um það bil 5 milljónir lyktarfruma, hefur hundurinn 200 milljónir. Hann skilur oft aöeins á lyktinni, á meðan við menn þurfum meira til að gripa hlutina. Það er ekki nokkur vafi á þvi að hundi liður bezt þegar hann er með f jölskyldu sinni. En Arne er ekki alveg á þvi að fólk þurfi gjörsamlega að hætta við allar utanlandsferðir eða fri. En hvað er þá til bragðs. Mörg vináttubönd hafa slitnað vegna þess að maöur biður vin eða ættingja að gæta hundsins á „Erfiðara að fara frá hundinum en börnunum" En sumir hundaeigendur hafa fundið nokkuö góða lausn. Þeir biðja ættingja sem það geta, að flytja sig i þeirra eigið hús á meðan á leyfinu stendur. Þar er hundurinn áfram i sinu umhverfi og þekkir sig hvergi betur. En eitt verða hundaeigendur og þeir, sem hafa meö hund að gera, að muna vel. Hundur hefur nákvæmlega sömu tilfinningar og manneskja. Við höfum hins vegar lært að við getum ekki eingöngu látiö stjórnast af þeim. Það hefur hundurinn hins vegar ekki. Hann hefur miklar og djúpar tilfinningar og hann hlýðir þeim. Þess vegna er meðhöndlun •okkar svo mikilvæg, og þess vegna getur sorg hundsins oröiö svo mikil, ef hann er meðhöndlaður á rangan hátt. Kennið honum I tima að þurfa stundum að skilja viö aöstand- endur sina. Þaö geta jafnvel gamlir hundar lært, segir Arne. Ef honum er komið I skilning um, að ekki sé verið að yfirgefa hann að eilifu, er hann rólegur þegar haldið er af stað i fri. Hann veit aö komiö veröur aft- ur. En er ekki hægt að taka hundinn með i friið? Sjálfsagt er það hægt. En ef halda á utan verður málið öllu flóknara. Það er ekkert þægilegt fyrir hund að ferðast flugleiðis til dæmis. Fólk skyldi lika yfirvega það vandlega áður en það tekur hundinn með sér i slika reisu. Til ýmissa landa má koma með hunda, svo sem Italiu og Spánar. En þaö er ekki vist að hundinum liki það sérlega vel. Það getur lika kostað mikla fyrirhöfn. Ekki ætti til dæmis að taka hund með i bilferð á heitan stað. Feldur hundsins hefur það að segja að hitinn fyrir hann er um það bil 10 gráðum hærri en fyrir manneskju. 1 30 st. hita er hitinn 40 stig hjá hundinum! Ef farið er með hundinn I fri líður honum bezt I húsi eða i ibúð. Þá getur hann hoppað á milli margra herbergja og það er mikilvægt fyrir hund. Og munið að tvö litil herbergi eru fyrir honum miklu betri en eitt mjög stórt. I Danmörku er hundum komið fyrir á stofnunum, einskonar hundaheimilum ef eigandinn getur ekki haft hann með sér. En slik heimili verða þá að vera mjög góð segir Arne. „Margir hundaeigendur eru hræddir við sögur um heimili þar sem hundarnir fá hvorki að borða né drekka. Þeir fá aldrei að fara út... strjúka og þar fram eftir götunum. Slikir staðir finnast, og þvi miður er eiginlega ekki neitt eftirlit yfir þessum stööum.” En það má finna mjög góða staði heldur hann áfram. Og hann tekur það fram að það sé ekki mikilvægast að staðirnir séu vel innréttaðir, teppi á gólfum og þviumlikt. Það er ekki nauðsynlegt til þess að hundurinn þrifist. Nei, það þarf að sjá svo um að hundurinn geti séð aðra. Flottustu kassar geta virkað á hundinn eins og fang- elsi. „Raunverulega er það auðveldara að fara frá börnum slnum en hundi”, segir sálfræðingur- inn Arne Sörensen. meðan á leyfi stendur. Það ætti maður aldrei að gera, nema þá að um sé að ræða stað þar sem hundurinn er vanur að vera og kemur mjög oft. Hann þarf lika að þekkja og lika mjög vel við það fólk sem hann á að vera með. Að öðrum kosti er hætta á þvi aö hundur- inn strjúki. Hann strýkur létt frá þeim stað sem honum likar ekki og þar sem hann gengur um frjáls. Ef hundinum leiðist mjög getur hann gefiö allan mat upp á bátinn, og þá getur hann svelt sig i hel, ef ekki er þeim mun meiri aðgát á höfð. Það getur skeð á sex eða sjö dögum. Il\ll\l SÍÐAIM Slika ábyrgð ætti ekki að leggja á fólk sem ekki er vant þvi að umgangast hunda og veit ekki hvernig hægt er að stytta honum stundirnar. Umsjón: Edda Andrésdóttir ,Hann finnur brottförina á sér löngu áður en hún rennur upp.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.