Tíminn - 17.06.1966, Qupperneq 5

Tíminn - 17.06.1966, Qupperneq 5
FÖSTUDAGUR 17 jóní 1966 TÍMINN Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastióri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur í Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Ein er sú stofnun, sem sjálfstæði lýðveldisins, viðgang- ur þjóðarinnar og menntasókn í framtíðinni er mjög und- ir komin. Það er Háskóli íslands. Þetta hefur þjóðin löngu skilið og sýnt hug sinn með því að efla hann eftir wætti. Háskólinn er stofnaður á aldarafmæli Jóns Sig- urðssonar 1911 og þannig einnig með táknrænum hætti tengdur sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Allir munu nú sammála um það, að framsókn þjóðarinnar og gengi verði mjög undir því komið, hvernig sú sveit, sem Hó- skólinn menntar til starfa á mörgum sviðum þjóðlífsins verður til baráttunnar búin, og hversu fær hún er um að kljást við vandamál líðandi stundar og svara þeim kröfum, sem ðr framþróun gerir til hennar. Þess vegna er við hæfi að minna á það á þessum degi, að stórefling Háskóla íslands er eitt af stórmálum næstu ára. Framsóknarflokkurinn hefur hvað eftir annað bent á það á síðustu árum, að brýna nauðsyn bæri tiLað snúast að þessu verkefni með skipulegum og framsýnum hætti, og á Alþingi í fyrra flutti Ólafur Jóhannesson, prófess- or, svohljóðandi þingsályktunartillögu ásamt átta öðr- um þingmönnum Framsóknarflokksins: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta semja í samráði við háskólaráð áætlun um skipulega efl- ingu Háskóla íslands á næstu tuttugu árum. Áætlunin skal síðan lögð fyrir Alþingi til samþykktar.” Hér er mörkuð sú leið, sem fara á, og hlýtur að verða farin í þessu mikilvæga máli, sem ekki þolir drátt, og er þess að vænta, að augu manna opnist fyrir því, þótt tíllagan fyndi ekki náð fyrir augum stjórnarflokkanna á sínum tíma. Mörg og mikilvæg rök hníga að því, að ekki má lengur dragast að taka með þessum skipulega hætti á málinu. Það er nú viðurkennd staðreynd, að vísindaleg menntun er ein öruggasta fjárfesting hverrar þjóðar, og í nútírna þjóðfélagi er sívaxandi þörf fyrir háskólamenntaða menn og hvers konar sérfræðinga. Stúdentafjöldinn fer vax- andi og verður enn að margfaldast á næstu áratugum. Allar þjóðir kappkosta nú að efla háskóla sína og vísinda- iega menntun, og er t.d. mikil hreyfing í þá átt á Norð- urlöndum. Við íslendingar megum sízt við því að dragast aftur úr í þessum efnum og eigum einnig nokkuð í land að ná öðrum Þess vegna er áætlunargerð þessi fullkom- lega tímabær, og efling Háskólans verður að gerast eftir slíkri áætlun en ekki af handahófi. íslendingar munu halda lýðveldishátíð sína í dag með fögnuði og reisn. Ýmsir eru þó þeir, sem ekki geta tekið þátt í hinum almennu hátíðahöldum, svo sem sjómenn á hafi úti og aðrir, sem skyldustörfum gegna á þeirri stundu fyrir þjóð sína. Þeim mönnum er sérstök ástæða til að senda hugheilar lýðveldiskveðjur og þakkir. Hina alla. sem hátíðar njóta heima og geta sótt sam- komur dagsins, er vert að minna á það, að íslenzk lýðveld ishátíð á að vera með reisn og manndómsbrag. Það ætti að vera metnaðarmál allra íslendinga að útilóka áfeng- ið úr gleði þessa dags og varpa ekki skugga á hann með því að lúta þeirri vansæmd. Munum, að áfengið og 17. júní eiga enga samleið. Lýðveldishátíðin Háskólinn og lýðveldið Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: Kemur stolt forsetans í veg fyrir lausn Vietnammálsins? f ritstjórnargrein The Ec onomist var fyrir skömmu fjallað um stríðið í Víet- nam. Var þar bent á að breytiiigar verði að gera á ríkistjórninni í Saigon. ef vel eigi að fara. í stjórnma hljóti að koma menn, sem Búddatrúarmennirnir geti treyst til fullnustu, en sú stjórn geti aldrei orðið Ky marskálki að skapi. Síðan segir m.a.: „Stjórnin hlýtur að verða skipuð mönnum, eða uncfir áhrifum manna, sem Hta öðrum augum á stríðið en Johnson forseti. Þeir hafa ekki sömu menningartengsl við Vesturlandamenn og kaþ ólskir menn hafa, eða hern aðartengsl herforingjanna. Sumir þeirra eru blátt á- fram örþreyttir orðnir á stríðinu, ofbýður mannfall- ið og hrýs hugur við að halda svona áfram í tvö ár enn eða meira. Aðrir halda að unnt verði að kljúfa Þjóðfrelsishreyfinguna (Vi- et Cong) með því að semja við hana og fá hina hófsam- ari áhangendur henr.ar til að fallast á hugmyndina um sjálfstætt og hlutlaust Suð- ur-Víetnam. (Þeir kunna að hafa á réttu að standa. en það skiptir ekki megin- máli. Hitt er aðalatriðið að þetta er ekki enn stefna Bandaríkjamanna). Þessir menn eru ekki kommunistar og vilja ekki taka upp stefnu, sem leiði til komm únistastjórnar. En þeir eru fúsari en nokkur ríkisstjórn í Saigon hefur nokkurn tíma verið að slá undan tii þess að koma á samkomu- lagi. Þeir fengjust tíl að fallast á að Þjóðfrelsishreyf ingin tæki þátt í samning- um og væru sennilega faan- legir til að ætla henni hlut verk í stjórnmálakerfi Snð- ur-Víetnam, en vonuðu inni lega, að hún léti sér nægja þjóðholla stjórnarandstöðu. Vel færi á með slíkum mönnum og Robert Kenne- dy, öldungadeildarþing- manni. Johnson forseti verð ur að læra að sætta sig við þá. — Ky marskálkur hefur brugðizt svo hörmuiega hiut verki sínu sem leiðtogi. að ekki verður komizi af með minni breytingu en þetta. -----Ávallt heíuT legið ljóst fyrir, að stríóinu hlýt- ur að ljúka með san'.komu- lagi. Bandaríkjamern eru nægilega sterkir I Víetiam til þess að sitja þar um kyrrt i stöðvum sinum til dómsdags. Suður-Víetnamar sem vilja vernd peirra gegn kommúnistum — þar á með al kaþólskir menn. bændur, sem ekki vilja samyrkju og miðstéttir borgaima, — skipa meirihluta þjóðarinn- ar að dómi flestra, ?em til þekkja og fylgzt iiafa rneð. En komið hefui æ betur ljós eftir því, sem styrjöld- in hefur staðið wngur. að , stór minni hluti stvður Víet — Cong. Hann kann að vera viðlíka stór og minnihlut- inn, sem studdi kommúnista í grísku byltingunni. í Víet nam getur hvorugur aðili vænzt svo fulkomms hernað arsigurs, að hann losni viö að taka tillit til hins, þegar yfir lýkur. Spurningin er því aðeins. hvort væntan- legt samkomulag vcrði með þeim hætti, að kommúnist- um reynist unnt að sölsa und ir sig öll völd eftii skamm an biðtíma til málamyndar (en samkomulagið sem Rússar virtust fáanlegir til að stuðla að fyrir hálfu öðru ári bar þann svipl eða hvort samkomulagið hsldur kommúnistum afram í stjórnarandstöðu og knýr þá til að láta sér nægja von ina eina æðistund enn (eins og grískir kommúnist- ar urðu að sætta sig við) „Ástæða er til að ætla, að óeirðirnar að undanförnu í Suður-Vietnam hafi haft veru leg áhrif, ekki aðeins í þing inu og meðal þjóðarinnar, held ur einnig hjá æðstu mönnum í ríkisstjórninni. Ekki þarf að fara í grafgötur um, að ræðan sem McNamara varnarmálaráð herra flutti í Montreal og sneri alveg öndvert við fyrri hugmyndum ríkisstjórnarinnar var sprottin af vaxandi van- trú og efasemdum um að við stefnum rétt í Asíumálunum. McNamara hefir sérstaka ástæðu til að gera sér ijósa grein fyrir, að þrátt fyrir fram sókn hersveita okkar í Viet nam eflast stöðugt þau öfl, sem gegn okkur berjast, og baráttu kjarkur þeirra og þrek lætur ekki á sjá, þrátt fyrir mikið mannfall og vonbrigði. Enn- frernur er honum manna kunn ast.i að hernaðarþunginn á herðum okkar Bandaríkja- manna eykst stöðugt, eftir því sem her Súður-Vietnam dregur sig meira og meira í hlé og hverfur á brott af sjálfum víg vellinum. Gegn þessum ástæðum til svartsýni vegur fátt eitt eins og sakir standa ,annað en trú forsetans sjálfs á, að einhvern veginn og með einhverjum hætti takist að breyta þessu lil batnaðar á næsta ári, með þægi lega fjölmennum her, nógu miklum vopnum og nógu miklu fé. Það er þessi trú, sem veld ur drætti á því — og kemur raunar í veg fyrir — að mótuð sé stefna, sem miði að því að binda endi á styrjöldina með samningum. GÓÐAR og gildar ástæður eru til að ætla að óhyggilegt sé og hættulegt að láta frum- kvæðið sér úr hendi sleppa. og fífldirfska sé að láta reka á reiðanum í styrjöldinni og atvikin móta sína eigin rás af sjálfu sér. Þetta er hættulegt vegna þess, að telja verður nálega fullvíst, að undir forustu Kys forsætisráðherra verður aldrei unnt að mynda í Suður-Viet- nam ríkisstjórn, sem fáanleg sé til eða fær um að gegna gildu hlutverki í ófriðinum. Þetta er hinn kaldi og harði veruleiki, og af þessum sökum munu Bandaríkjamenn standa einir og óstuddir í síauknum mæli. Og þetta er forleikur ó- faranna. Það er að segja, þetta er annað hvort forleikur þeirra ófara, að styrjöldin verði látin þenjast út um alla suð-austur Asíu og inn í Kína, eða hinna ófaranna, að við Bandaríkja- menn verðum að sætta okkur við framknúið og vanvirðandi brotthvarf hersveita okkar. LÁTI forsetinn bregðast að taka að sér frumkvæðið, og taki hann ekki fljótlega þá ákvörðun, að slá af hernaðar markmiðum okkar og draga úr hinum hernaðarlegu skuldbind ingum, leggur hann út í fífl- djarft áhættuspil. Og hvers vegna gerir hann það? Er það vegna þess, að hann trúi i raun og veru, að unnt sé að breyta þessu blóðuga þrá tefli í sigur, þegar búið sé að leggja af mörkum 400 þús und hermenn og nálgast Han oj og Haipong enn meira með loftárásum? Ég hefi ekki trú á, að einn af hernaðarráðunautum hans haldi fram þessari von. Legg ur hann þá í áhættuna vegna þess, að hann haldi, að Viet Cong og yfirvöldin í Hanoi og Peking séu að þreytast á styrj öldinni og verði fyrr en varir fáanleg til að semja frið við Ky marskálk? Hin raunverulega hindrun, sem kemur í veg fyrir að for setinn taki sér alvarlegt frum kvæði, — annað og meira en orðaðar áskoranir um samn- inga — , er einmitt sú, að styrj öldin er í algeru þrátefli. Við höfum ekki sigrað og enginn sigur er fyrirsjáanlegur. Vegna þess, að styrjöldin er í þrá- tefli, getur samin lausn aldrei borið blæ bandarískrar sigur farar, og Lyndon Johnson hefir megna óbeit á því að þurfa að láta undan síga. HVERJU, sem fram kann að fara í Vietnam á næstu mán uðum, verður það brennandi spurning hér heima fyrir, hvort og hvernig Lyndon Jonson get ur fengið af sér að sætta sig við nokkuð minna en fyllstu velgengni í fyrirtæki, þar sem hann hefir lagt eigin frægð og álit lands síns svo mjög í hættu sem raun ber vitni. Frá sjónarhóli sögunnar séð er ekkert óvenjulegt að leið togi mikils stórveldis lúti að minnu en fullum sigri og taki fremur þann kost að forða sér úr kviksyndi en að sökkva dýpra og dýpra. En þung yrðu þau spor fyrir jafn stoltan mann og Lyndon Johnson. Ef til. vill verður örlagarík ast fyrir land og þjóð, hvort forsetinn hafi sálarþrek til að sigrast svo á stolti sínu, að hann fái sig til að fallast á stefnu, sem heppileg sé og viturleg."

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.