Tíminn - 17.06.1966, Qupperneq 14

Tíminn - 17.06.1966, Qupperneq 14
14 TÍMINN Ævintýrl Hoffmanns Aðsókn á sýningar á óperunni Ævinfýri Hoffmanns hefur verið mjög góð að undanförnu. T. d. má gefa þess að Hver einasti miði var seldur á siðustu sýningu óperunnar s. I. sunnudag, óperan hefur nú ver ið sýnd 12 sinnum og verður eð- eins hægt að hafa fimm sýningar enn, þar sem senn líður að lokum þessa leikárs Næsta sýning verður á sunnudagskvöld. Myndin er af Guðmundi Jónssyni i einu af hlut verkum sínum í óperunni. HEIMILA SÍLDARSÖLTUN Síldarútvegsnefnd ákvað á fundi sínum í dag að heimila síldarsaltendum norðanlands- og austan að hefja söltun frá og með 18. þ m á takmörkuðu magni af sykursaltaðri síld fyrir Finnlands martcað. Jafnframt áikvað nefndin að heimila söltun frá sama tíma fyrir þá sænska og aðra síldarkaup endur, sem þess kunna að óska, enda samþ. þeir söltun síldarinn- ar skriflega jafnóðum og hún fer fram. (Frá Síldarútvegsnefnd). SEKTIN 1.5 MILLJÓN Framhald af 16. síðu. varningsins sýnir einbeittan vilja þeirra til brotsins. 3. Sýnt er að hinir 6 fyrsttöldu í ákæru höfðu stofnað með sér samtök um smygl og höfðu þeir verið í 'gæzluvarðhaldi á þriðju viku, þegar samstaða þeirra rofn- aði. MJÓLKURDREIFING Framhald af bls. 1 eru meðaltal ársins fyrir allt land ið. Tölurnar sýna, að prósentvís er dreifingarkostnaðurinn lægstur á íslandi, eða 23,3% af heildar vinnslu- og dreifingarkostnaði pr. lítra af mjólk. Sambærilegar tölur fyrir nágrannalöndin eru: Noreg- ur 32,1%, Svíþjóð 38,0%, Dan- mörk 44,5%, Belgía 50,2%, Þýzka land 46,3% og Frakkland 45,1%. í krónutölu er fsland aftur á móti í öðru sæti — aðeins Nor- egur hefur lægri dreifingarkostn- að í krónutölu, eða 1,98 kr. pr. lítra. Á íslandi er dreifingarkostn aðurinn 2,11 kr., í Svíþjóð 2,86, í Danmörku 2,29, í Belgíu 3,09, í Þýzkalandi 2,76, í Frakklandi 2,75 kr. LÖGÐU NIÐUR VINNU Framhald af bls. 1. skýrt, slitnaði upp úr samn- ingaviðræðum milli fram- kvæmdastjórnar Verkamanna sambandsins og atvinnurek- enda fyrir nokkrum dögum, en í ályktun, sem sambandsstjóm Verkamannasambandsins sam þykkti, og birtist í Tímanum á fimimtudag, var þess kraf- ist, að viðræður hæfust aftur án tafar. Var framkvæmda- stjórninni falið að vinna áfram að því að ná bráðabirgðasamn- ingum til haustsins, og mun það hafa verið í samræmi við þessa samþykkt að Eðvarð Sig- urðsson fór á fund Vinnuveit- endasambandsins í dag. Er við því búist, að viðræður hefjist brátt aftur. Hafnarverkamennirnir lögðu niður vinnu við Reykjavíkur- Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BöSvars Friðrikssonar frá Einarshöfn. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. höfn til þess að leggja áherzlu á, að þegar í stað yrði samið við verkalýðsfélögin. Eru þetta fyrstu „skæruhernaðar“aðgerð- irnar í sambandi við kjaraátök in nú í vor, en hafnarverka- menn munu sjálfir hafa skipu- lagt þessar aðgerðir, án þess að stjóm Dagsbrúnar hefði þar nokkur afskipti af. LEIGULÓDIR Framhald af bls 1 selt hana fyrir 900 þúsund krón- ur. Væri alvanalegt, að gróði braskaranna á fbúð væri um 100— 200 þúsund krónur. Síðar á fundi borgarstjórnar í dag flutti Jón Snorri Þorleifsson (Alþ.bl.) tillögu um, að skipuð yrði sérstök lóðanefnd, og eins að fastari reglur yrðu settar um hvernig lóðanefnd skyldi starfa. Þessari tillögu, ásamt breytinga- tillögu við hana sem Kristján Ben diktsson (F) flutti, og flutnings- maður samþykkti, var vísað frá með 8 atkvæðum borgarstjórnar- meirihlutans gegn 7 atkvæðum. SOVÉTBLAÐAMENN Framhald af 16. síðu. í flóanum svo eitthvað sé nefnt, en til gamans má geta þess, að sovézku blaðamennirnir sitja kvöld verðarveizlu Loftleiða ásamt 10 bandarískum blaðamönnum. Fjölda margir aðilar velviljað- ir Blaðamannafélaginu, einkum að ilar, sem viðskipti eiga við So- vétríkin, hafa stutt félagið og gert því kleift að taka móti hin- um sovézku blaðamönnum. AFURÐAVERÐ BÆNDA Framhald af bls. 16. Þá hafa ráðunautarnir unnið að undirbúningi og framkvæmdum vegna aukaframlagt til túnræktar á býlum með mnina en 15 hektara tún. Á aðalfundinum var gengið frá framboði til Búnaðarþings og kom einn listi fram og var því sjálf- kjörinn. Listann skipa þeir Þor- steinn Vigfússon, bóndi Sand- brekku, Sveinn Jónsson, bóndi Egilsstöðum, Sigurjón Friðriksson YtrÞHlíð og Hermann Guðmunds- son, Eyjólfsstöðum. Sveinn Jónsson hóf á fundinum umræður um verðlagsmálin og gerði Vilhjálmur Hjálmarsson, full trúi í Framleiðsluráði, grein fyr- ir ráðstöfunum ráðsins. Var til- laga allsherjamefndar, sem birt. var hér að framan samþykkt ein- i róma og urðu litlar umræður um j hana. Var kosin fimm manna i nefnd til þess að sitja væntan- i legan landsfund um verðlagsmál- in, en hana skipa þeir Páll Metúsa lemsson, Refsstað Steinn Jónsson, Egilsstöðum, Björn Jónsson, kaup- félagsstjóri, Egilsstöðum, Her- mann Guðmundsson, Eyjólfsstöð- um og Bragi Hallgrímsson, Holti. Aðrar ályktanir fundarins voru sem hér segir: Aðalfundur Bsb. Austurl. haldinn 11. til 12. júní ‘66 lýsir ánægju sinni yfir framkomnum frumvörpum um Bjargráðasjóð fs- lands og búfjártryggingar. Jafn- framt leggur fundurinn áherzlu á að Breytingartill. Búnaðarþings verði teknar til greina, við end- anlega afgreiðslu frumvarpsins.“ 3. „Fundurinn felur stjórninni að ráða þriðja ráðunautinn til sambandsins, og óskar þess ein- dregið að leitað verði samninga við Pál Sigurbjörnsson um endur ráðningu.". 4. Samþykkt var að hækka ár- gjöld sambandsfélaga til búnaðar- sambandsins í kr. 300,00 á ári fyr- ir hvern félagsmann. 5. „Aðalfundur Bsb. Austurl. mælir með því að leitað verði allra tiltækra ráða, til að auknar verði efnagreiningar á jarðvegi og teknar upp víðtækari efnagrein- ingar á uppskeru, til leiðbeining ar fyrir bændur." 6. „Aðalf. Bb. Auturl. felur stjóm sambandsins að vinna að því ásamt stjórnum ræktunarsam- bandanna að sameina ræktunar- sambönd á sambandssvæðinn eft- ir því, sem hagkvæmt þykir”. 7. „Aðalf. Bsb. Austurl. 1966 beinir því til Búnaðaiþings, að það beiti sér fyrir því að ferða- kostnaður dýralækna vegna sjúkra vitjana verði greiddnr af ríkinu þegar um langar og kostnaðarsam- ar ferðir er að ræða.“ 8. „Aðalf. Bsib. Austurl. 11. og 12. júní ‘66 lýsir þakklæti til ráðunautanna fyrir það framtak þeirra, að hefja dreifðar tilraunir og leggur áherzlu á, að þær verði auknar á sambandssvæðinu, svo að hægt verði að byggja á þeim leiðbeiningar og rannsóknir á kali.“________________________ LÖGREGLUKÓRAR Framhald af bls. 16 munu fjölmenna í Miðbæinn til að horfa á skrúðgönguna og hlusta á sönginn. Páll ísólfsson tónskáld hefur samið sérstakt lag við texta eftir Steingrím Thorsteinsson, sem er tileinkað mótinu. Heitir lag þetta Á samhljómsvængjum, og verður sungið i byrjun og enda útisöngsins. Á miðvikudaginn fara þátttak- endur í ferðalag, en á fimmtu- daginn verða tónleikar í Háskóla- bíói og að þeim loknum kveðju- hóf í Sögu. Lögreglukór Reykjavíkur er skipaður 28 söngmönnum, og stjómandi er Páll Kr. Pálsson. Formaður kórsins er Ingólfur Þor steinsson yfirvarðstjóri rannsókn- arlögreglunnar. Sérstakt merki hefur verið gert ír tilefni af söngmótinu, og átti Ólafur Guðmundsson, varðstjóri hugmyndina að því, en uppistað- an er íslenzka lögreglustjarnan. BXITJz^A. iddi 3 hraðar tónn svo af ber IZI HIJV BELLA MUSICA1015 Spilari og FM-útvarp i:i 7i : i x’ V AIR PRINCE 1013 Langdrægt m. bátabylgju Radióbúðin Klapparstíg 26, simi 19800 FÖSTUDAGUR 17. júní 1966 BRIDGESTONE HJÓLBARÐAR Síaukin sala BRIDGESTONE sannar gæðin. Veitir aukiS öryggi í akstri. BRIDGESTON E ávallt fyrirliggjandi. GÓÐ ÞJÖNUSTA — Verzlun og viðgerSir, sími 17-9-84. Gúmmíbarðinn h.f.4 Brautarholti 8. TREFJAPLAST PLASTSTEYPA Húseigendur! Fylgít með tímanum. Ef svalirnar eða þakið þarf að endurnýjun- ar við, eða ef þér eruð að öyggja, þá látið akkur ann ast um lagningu trefja- plasts eða plaststeypu á þók, svaiir, gólf og veggi á húsum yðar,: og þér þurf- ið eki að hafa áhyggjur af því í framtíðinni. Þorsteinn Gíslason, málarameistari, sími 17-0-47. Látið okkur stilla og herða upp nýju bifreiðina. Fylg- ! izt vel með bifreiðinni. BÍLASKOÐUN Skúlagötu 32, sími 13100. PÚSSNINGAR- ! SANDUR VIKURPLÖTUR Einangrunarplast Seljum allar gerðir af pússningasandi, heim- fluttan og blásinn inn. Purrkaðar vikurplötur og einangrunarplast. Sandsalan við Elliðavog sf. Elliðavog 115, sími 30120.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.