Tíminn - 22.06.1966, Síða 5

Tíminn - 22.06.1966, Síða 5
1 MIÐVIKUDAGUR 22. júní 1966 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur í Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Moldvörpustarf Skrif Þjóðviljans og forsprakka kommúnista undan- farna daga um söluvandamál landbúnaðarins og við- brögð bænda í þeim efnum, hafa vakið óskipta furðu m'anna, og bregða ljósi á hið rétta innræti og moldvörpu- störf þessa safnaðar. í þessum skrifum hafa kommúnist- ar látizt vera miklir bændavinir og bera hag bænda fyr- ir brjósti, en í stað þess að beina spjótum í rétta átt og stinga á því kýli, sem vandanum veldur, verðbólgustefnu og landbúnaðarpólitík ríkisstjórnarinnar, hafa þeir róg- borið forystumenn bændasamtakanna og afflutt og rang- túlkað á allar lundir málflutning þeirra og ráðstafanir. Frásagnir Þjóðviljans af fundum og skrif um málin hafa öll miðað að því að grafa undan stéttarlegri einingu um lausn vandans og sókn á hendur stjórnarvöldum lahdsins. Þannig hefur Þjóðviljinn og ýmsir forystu- menn kommúnista gerzt skjöldur ríkisstjórnarinnar gegn bændum, og nefndarmenn og ræðumenn bænda á fund um hafa ekki haft við að leiðrétta rangfærslur Þjóðvilj- ans og mótmæla og afþakka slíka „aðstoð“ við málstað þeirra. 'Lframhaldi af þessu básúna svo kommúnistar nú, eins og: Björn Jónsson í skrifum sínum um þessi mál, hve gullvægar tillögur Alþýðubandalagsmenn hafi flutt um ailsherjarlausn landbúnaðarmálanna á þingi, en þær til- lögur éru sem kunnugt er í algerri mótsögn við þá stefnu sem bændur hafa sjálfir mótað á fundum sínum og þingum. Aðalinntak þessara tillagna er það fyrst og fremst að skerða stórlega kjör bænda, t.d. með minnkun útflutningsuppbóta. Kommúnistar þykjast vera mikill verkalýðsflokkur og vinna þar að stéttarlegri og faglegri einingu. Hið rétta innræti kemur hins vegar fram í skrifunum um landbún- aðarmálin. Þeir veigra sér ekki við að grafa undan stétt- arsamstöðu bænda og rægja forystu þeirra til þess að skemmta íhaldinu og verja ríkisstjórnina. Bændur sjálfir hafa nú svarað kommúnistum eftir- minnilega með því að fylkja sér fast um forystumenn stéttarsamtaka sinna í sókn á hendur ríkisstjórninni, vegna stefnu hennar og aðgerða. Stefnan mörkuð Fundi þeim, sem héraðsnefndir bænda úr öllum lands- hlutum áttu með Framleiðsluráði um söluvandamálið, er nú lokið, og hefur stefna bænda í sókn, sem hafin er, verið mörkuð glögglega í ályktun, sem fundurinn sendi frá sér. Þar kemur fram, að mikil og ánægjuleg stéttarsamstaða er með bændum í málinu. Þessi góða samstaða er ánægjulegur vottur um mikinn stéttarþroska. Einnig sýnir ályktunin glögglega, að hér- aðsnefndirnar gera sér fullkomlega ljóst, hver kjarni vandans er, og að mestu máli skiptir að fá íram stefnu- breytingu, sem leiði til frambúðarlausnar, jafnframt því sem barizt er gegn því, að núverandi vandræðaástand leiði til kjaraskerðingar. Fundurinn lagði að sjálfsögðu mikla áherzlu á það, að tilgangur hans væri sá, að veita stjórn Stéttarsambandsins og Framleiðsluráði sem mest- an og beztan stuðning í samningum við ríkisstjórnina. í Vonandi gerir ríkisstjórnin sér nú loks l]óst, að ekki þýðir að segja aðeins nei og aftur nei við tillögum bænda, og hin mikla samstaða þeirra ætti að geta leitt hana í skilning um það, að ríkisstjórn ber að sýna aðra og já- kvæðan afstöðu til þjóðfélagsvandamála. TÍMINN Caccia lávarður: Hvers er að vænta af Kínverjum? HVAÐ ályktanir eigum við að dnaga af átökunum, sem nú fara fram í Kína? Á að gera ráð fyrir, að skarpri og strangri stefnu heima fyrir verði fylgt eftir með áleitni út á við ef „rétttrúnaðarmenn irnir“ verða ofan á? Vissulega hafa leiðtogar Kín verja fullyrt hvað eftir ann að á undangegnum árum, að þeir hiki ekki við að leggja út í stríð ef það geti orðið leið að settu stefnumarki. Heimskulegt væri að láta þess ar fullyrðingar sem vind um eyru þjóta, engu síður en það var á sinni tíð að skeyta ekk ert um aðvaranirnar í Mein Kampf. En ég held samt sem áður ekki að síðustu atburðir eða framvinda bendi til, að Kína sé árásarríki á sama hátt og Þýzkaland nazistanna var. Trúarjátning Hitlers var að Þjóðverjar þyrftu aukið lífs rúm og þeirri þörf ætti að fullnægja með landvinning um í austur. Kínverjum kann að vera nokkur vandi á höndum að tryggja hinum mörgu millj ónum íbúa bætt lífsskilyrði. En leiðtogar þeirra hafa aldrei staðhæft, að þennan vanda ætti að leysa með því að leggja undir sig land frá grannríkj unum. Leiðtogarnir hafa hvað eftir annað eggjiað íbúa landsins lög eggjan að leggja harðar að sér en áður við að nýta sín ar eigin auðlindir. Þegar ég kom til Peking árið 1961 sagði utanríkisráðherrann, Chen Yi marskálkur, með þeirri hrein skilni, sem nú tíðkast meðal kínverskra leiðtoga, að þetta væri einmitt það, sem Kín verjar hefðu einsett sér að gera, og þetta myndum við einnig gera ef við værum í þeirra sporum. Hvað hann snerti kom út á eitt, hvort ég tryði eða ekki. . JÁTA ber, að aðgerðir Kín verja í Kóreu 1950, Tibet 1959 og Indlandi 1962 sýna, að hernaðarafskipti verða ekki útilokuð. En segja verður blátt áfram og í hreinskilni frá skýringum Kínverja sjálfra á framferði þeirra í Kóreu og á landamærum Ind lands. Þeir segja, að þetta hafi verið ráðstafanir til að Mao Caccia Um höfundinn: Caccia lávarður hóf störf í utanríkisþjónustu Breta ár ið 1929. 1932 gerðist hann starfsmaður við brezku sendisveitina í Peking og starfaði þar nokkur ár. Hef ur hann ávallt síðan fylgzt vel með gangi mála austur þar og þykir fróður og margvís um málefni Kina. V* koma í veg fyrir að gerð væri alvara úr ógnunum að rjúfa heild landa þeirira, er hernám Tibets hafi verið ráðstöfun til þess að tryggja þau landa mæri, sem þeir telji sjálfir þjóðeriiislega rétt. Við höf um kveðið skýrt á um álit okkar á þessari skoðun, bæði með orðum og gjörð- um. En hvað sem þessu líður ómerkir framferði Kínverja í þessum tilvikum ekki þá skoðun, að þeir hafi ekki enn sýnt nein áþreifanleg merki þess, að þeir ætli sér að taka upp landvinninga- stefnu á borð við þá, sem Hitler lýsti fyrst yfir og framkvæmdi síðan. Þessu er í raun og veru þveröfugt var- ið. Þegar Kínverjar voru þar komnir í árás sinni á Ind land árið 1962, að slíkur land vinningur virtist þeim í lófa laginn í Assan, hurfu þeir aft ur til fyrri stöðva hátt í Him alayafjöllum. Varnarlínan, sem Kínverjar hurfu þá til, var að áliti Indverja og vina heirra Ind- landsmegin við hin réttu landa mæri þess og Kína en í því sambandi ber aftur að viður kenna, að kínverska ríkis- stjórnin hafði aldrei viður- kennt MacMahon-landamærin. Jafnvel mætti halda fram, að hógværð Kínverja gagnvart Indlandi og Burma sýni, að sérstök tálmunarstefna sé ó- þörf. Áð því er ég bezt veit er brotthvarf Kínverja til fyrri stöðva að unnum sigri á vígvelli fyrsta dæmi þess í sögunni, að voldugt stórveldi hafi ekki reynt að nota hern aðarsigur til þess að gera kröfu um meira en það hafði þeg- ar unnið SÁ HÆNGUR er hér á, að þó að vera megi að kínverska ríkisstjórnin óski ekki eftir landvinningum af sömu ástæð um og nazistar létu uppi, þá hafa þeir ekki aðeins rætt um stríð, heldur lagt út í stríð. Þeir hafa lýst vfir þeim á- setningi að boða og breiða út sína sérstöku tegund af kommúnisma. Þeir eru stað ráðnir í að koma sér upp kjarnorkuvopnum og búnaði til- að nota þau, þrátt fyrir það skarð, sem þetta hlýtur að höggva í auðlindir þeirra og útvegu. Allt gefur þetta átyllu til einhvers konar hindrunar og sýnir berlega, að sérhver ríkisstjórn, sem létist ekk- ert sjá, hlyti að sæta harðri gagnrýni fyrir vanrækslu. Rúss um er þetta jafn ljóst og Banda ríkjamönnum, eins og þau um mæli sýna, ,að Brezhnev við hafði nýlega í ræðu í Vladi vostok, er hann benti á þörf ina fyrir „mikils háttar og traustan varnaviðbúnað og ó- biluga hernaðarlegia árvekni.“ Spurningin er aðeins, hvem ig hentugast sé að koma hindr uninni fyrir. Stefna Banda ríkjanna í Víetnam er ein aðferðin og kínverska ríkis- stjórnin hefir ekki enn grip ið beinlínis til valdbeitingar gegn þeirri aðferð. Kínverj ar hafa til þessa látið sér nægja siðferðilegan og efna legan stuðning við Norður- Vietnama. Reynslan verður meðal annars að skera úr um, hvort þetta sé bezta að- ferðin eða ekki. EINN helzti annmarkinn á sigri Bandaríkjamanna, — jafnvel þó að sigur sé tak- markaður við tryggingu sjálfs ákvörðunarréttar Suður-Viet nama, — er fólginn í stjórn málalegum óstöðugleika í landinu. Fyrir skömmu er komin út ágæt bók, sem nefn ist: „Að sigrast á uppreisn kommúnista. Reynslan í Mal aya og Vietnam". Höfundur- inn, Sir Robert Thompson, lýs ir þar greinilega þeirri hættu, að tíðar breytingar á ríkis- stjórn geti leitt til þess, að ríkisstjórnin sem slík missi að lokum öll tök. Ef til þessa kæmi væru þar með úr sögunni eðlilegar og óhjá kvæmilegar stöðvar í barátt unni við uppreisnir innan lands. í átökunum í Vietnam byggja Bandaríkjamenn að mestu á þeirri kenningu, að ef Vietnam falli hljóti grann ríkin einnig að falla. Hvern ig um það fer veltur að verulegu leyti á, hvenær það yrði. Ef Biandaríkjamenn hyrfu frá Vietnam á næstunni, þrátt fyrir gefin heit og áfallið mann tjón, hlyti það að hafa veru leg áhrif á mat manna í fram tíðinni á öllum athöfnum Bandaríkjamanna á megin- landi Asíu. Allt vald varpar skugga fram fyrir sig. Veldi Pekingstjórnarinnar, með eða án kjarnorkusprengju, yrði þá hinn virki áhrifavaldur í suð-austur Asíu. En ef nægur frestur gefst er ekki ómögu legt að hugsa sér, að einhver ríki á þessu landsvæði geti notið nokkurs raunverulegs sjálfstæðis án þess að að bandarískar eða vestrænar hersveitir hafi bækistöðvar á landi þeirra. Meðan á stríðinu í Víetnam stendur tilheyrir þetta fremur fjarlægri framtið en þeim nútima, sem segja má að náð verði til. MEÐ ÞVÍ, sem sagt er hér Framhald á bls. 15

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.