Tíminn - 22.06.1966, Side 12

Tíminn - 22.06.1966, Side 12
12 TÍIVINN MIÐVIKUDAGUR 22. júaí 1966 UM VERNDUN Framhald af bls. 8. am þessum gauragangi gegn svart- baknum og losa ríkið við kostn- aðinn af honum. Æðarvarp telst ekki til atvinnuvega, heldur til hlunninda á jörðum, og það svo mikil að þau eru næstum „hlut ur á þessu landi.“ Það er því beint furðulegt að ríkið skuli ausa hundr uðum þúsunda til slíkra hluta, þótt einhverjif varpeigendur telji sig verða fyrir tjóni, og það á sama tíma, sem ekki verður annað séð, en verið sé að leggja í rúst, af ráðnum hug, að því er virðist, einn aðalatvinnuveginn, iðnaðinn, með 'skefjalausum innflutningi iðn- aðarvara, það er svo sem samræmi í hlutunum, ekki vantar það, en það er önnur saga. Búast má svo við eftir því sem á undan er gengið í hliðstæðum málum, að röðin komi að grágæs- unum og herferð hafin gegn þeim, og þær, þegar á næsta sumri, reknar hundruðum og þús- undum saman í girðingar, þegar. þær eru í sárum og eiga sér engr- ar undankomu iauðið, svo ómann- legt sem slíkt er, og drepnar þar á hinn villimannlegast hátt, vegna þess að þær eru með þeim ósköp- um gerðar að eta eitthvaf af grasi. Hvaða meindýr skyldi svo verða fyrir næstu atlögu? ef þess- Augiýsíð í íímanunv EYJAFLUG MEÐ HELGAFELLI njótið þér ÚTSÝNIS, FLJÓTRA OG ÁNÆGJULEGRA FLUGFERDA. AFGREIÐSLURNAR OPNAR ALLA DAGA. REYKJAVfKURFLUGVELLI 22120 FYRJR HEIMILI OG SKRIFSTOFUR DE LjUXE ■ FRÁBÆR GÆÐI ■ ■ FRlTT STANDANDI ■ ■ STÆRÐ: 90X160 SM ■ ■ VIÐUR: TEAK ■ ■ FOLÍOSKÚFFA ■ ■ ÚTDRA^SPIATA MEÐ ■ ■ SKÚFFUR ÚR EIK ■ HÚSGAGNAVERZLUN REYKJAVÍKUR BRAUTARHOLTI 2 - SÍMIJ1940 um skrælingjaskap á að halda áfram. Gæti það ekki t.d. orðið sólskríkjan? Hún tínir eitthvað af grasfræjum úr nýsánum túna- sléttum á vorin og trúlega þyrfti varla annað en einhver snakillur bóndi reiddist þvílíkum dónaskap og hnippti rösklega í viðkomandi þingmann. Málið yrðj þá væntan- lega komið til kasta Alþingis og skipulögð herferð hafin gegn sól- skríkjunni. Við hverju má svo sem búast? Eitthvað verða þing- menn líka að gera fyrir atkvæðin, annars getur e.t.v. farið illa fyrir þeim. Það hefur sýnt sig áþreifan- lega og eftirminnilega að þegar maðurinn ætlar að fara að ráðs- mennskast með breytingar í ríki náttúrunnar, hafa slík rassaköst ævinleiga leitt til ófarnaðar og í mörgum tilfellum haft allt önnur áhrif en til var ætlazt. Gott dæmi um slíkt er þegar hin nýja rík- isstjórn Kína tók á sig rögg og hóf skipulagða herferð gegn spör- fuglum landsins vegna þess að þeir átu af korni bændanna á ökrunum. Herferðin gekk að ósk- um, en þá ætlaði allt að fara á kaf í skorkvikindum, svo hún sá sér þann kost vænstan að hætta þeirri herferð, sem betur fer. Lög um eyðingu svartbaks á Alþingi á skilyrðislaust að afnema tafarlaust og öðrum svipuðum laga frumvörpum, sem Alþingi hefur til meðferðar á að vísa á bug. Það hefur mikið verið gortað af Alþingi íslendinga, sem elzta þjóð- þingi í heimi. Þerri stofnun er því lítill heiður að því að gefa út lög, sem fyrirskipa mönnum að drepa dýr á hinn ómannleg- asta og ruddalegasta hátt, svo sem með eitri, dýrabogum og fleiri aðferðum, sem ósæmandi eru siðuðum mönnum. Breytir það engu, þótt um svokölluð meindýr sé að ræða. Svartbakur, hrafn og kjói eru ófriðaðir allt árið, og því réttdræpir hvenær og hvar sem er, ekkert síður við hreið- ur sín frá ósjálfbjarga ungum, sem svo ekki bíður annað en kvalafull- ur hungurdauði. Sííkt er hrein og bein villimennska svo að engu tali tekur og keyrir þó alveg um þverbak, að íslenzka ríkið, sem telur sig menningarríki skuli veita verðlaun til þvílíkra og annara svipaðra óhæfuverka. Það ber því 'taíarlaust að hætta öllum verð- liaunaveitingum til dýradráps, hverju nafni sem það nefnist. fs- lenzku þjóðinni er, vægast sagt, lítill sómi að slíkum ráðstöfunum og vafaluast eru þær gegn vilja mikils meirihluta hennar. Á fjárlögum fyrir árið 1966 eru ætlaðar kr. 300.000 til svartbaks- dráps. Skifstofa laun og annar kostnaður við embætti „veiði- stjóra" getur varla verið minni en sú upphæð, eða kr. 300.000. Þá er eftir að telja verðlaunaveiting- ar og annan kostnað við dráp refa og minka, sennilegia ekki und ir kr. 400.000 (og svo á vist að fara að rækta mink aftur). ís- lenzka ríkið, mun þannig eyða 1 milljón króna árlega til þess að drepa og kvelj.a dýr. Slík er reisn þessarar stegurlátu þjóðar, sem aldrei þreylist á að raupa af menntun sinni, ættgöfgi og íslend ingasögum. En hvernig er svo háttað dýra- verndunarmálum á íslandi .Vil ég drepa á það með nokkrum orðum. AUar menningarþjóðir hafa öflug dýraverndunarfélög og eyða miklu fé tál dýraverndunarmála. Því mið- ur hafa margir íslendingar farið svo illa með dýr, og fara enn, þótt ástandið hafi í þeim efnum batn- að mjög hin síðari ár, að nauð- synlegt þótti að setja lög um dýra verndun og var loks gert fyrir þrotlausa baráttu góðra manna. í gildi eru lög um dýravernd, nýleg eða frá árinu 1957 allítarleg og á ýmsan hátt góð, en því miður dá- lítið götótt. Hvernig eru þessi lög svo haldin? Því er fljótsvarað, þau eru þverbrotin á ýmsan hátt og af mörgum að engu höfð. Löggæzlu- valdinu ber vitanlega skylda til þess að gæta að þessi lög séu hald- in svo sem önnur lög, en áhugi yfirvalda virðist harla lítil á þessum lögum. f kaupstöðum eru það lögreglustjórar og sýslumenn ásamt lögregluþjónum, en í sveit- um hreppsitjórar, sem þessara laga eiga að gæta sem annarra, svo og hinn almenni borgari, sem ber skylda til þess að kæra til við- komandi yfirvalda komist hann að því, að lagabrot séu framin. Skal ég nefna nokkur dæmi sem algeng brot á þessum lögum. Settur regl- ur um aflífun húsdýra eru víða ekki haldnar. Meirihluti slátur húsa á landinu fullnægir ekki sett- um reglum um útbúnað. Friðaðir fuglar eru víða drepnir miskunnar laust í sumum sveitum eru álftir drepnar í stórum stíl og viðkom- andi svo ósvífinn að fá jafnvel skrokka þeirra geymda í frystihús- um nærliggjandi kaupstaða - og sleppa með það, enda þótt lög- regla sé á þeim stöðum. Bóndi nokkur auglýsti í fyrr.a eftir mönn um til þess að drepa gæsir á frið- unartíma þeirra. Ekki heyrðist eitt orð frá löggæzluvaldinu, og er þó ólíklegt að auglýsingin hafi farið fram hjá öllum löggæzlumönnum. Ég er hræddur um að allmikið fjaðrafok hefði orðið í „hænsna- húsinu“ ef einhver hefði auglýst eftir mönnum til að selja brenni- vín eða tollsviknar sígarettur. Má þó ekki skilja orð mín svo að ég sé að mæla bót slíkum lögbrotum. Ráðuneyti það sem dýraverndunar lögin heyrir undir hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar veitt mjög svo neikvæðar undanþágur frá lögunum. Aliþind eitt getur breytt þessum lögum, en ráðuneyti hefur enga heimild til að veita und anþágur nema undanþáguheimild sé í lögunum sjálfum, en svo er ekkí í þessum tilfellum sem ég á við. Karl Kristjánsson og annar þingmaður til, berjast fyrir því að undanþága verði enn veitt til flekaveiða við Dangey, eða jafn vel bann við henni, svo sem er í lögum, verði úr gildi numið. Það er nóg til að eta á íslandi, þótt fuglar séu ekki veiddir á svo ógeðs- legan hátt. Vonandi ber Alþingi gæfu til þess að vísa á bug þessari óhæfu í eitt skipti fjrir öll. Engin menningarþjóð leyfir slíkan bar- barisma við fuglaveiðar. Verði slíkt leyft, yrði fsland eitt um því- líkan „heiður." Stuttu eftir síðustu aldamót afnámu Vestmannaeying- ar með samkomul. fyrir forgöngu Oddgeirs Guðmundssonar sem þá var sóknarprestur, þessa hrotta- legu veiðiaðferð. f mestu hrossasveitum landsins eru hundruð og þúsundir hrossa, sem hvorki eru til hús yfir né fóður handa þeim, enda þótt slíkt sé lögboðið. Það er oft ömurleg sjón, sem blasir við, ef farið er eft ir þjóðvegum norður um land snemma á vorin, að sjá þessa vesa linga skáldótta og horaða snult- andi meðfram vegunum, eftir að 'hafa bitið gaddinn allan veturinn og staðið úti í hvaða veðrum, sem er. Alls konar þjáningarfullar að- gerðir eru gerðar á dýrum til að reyna að halda í þeim líftórunni án deyfingiar af óhlutvöndum og oft klaufskum mönnum, og kall- aðar lækningar, en eru ekki ann- að en barbarismi af versta tagi. Oft og tíðum deyja svo skepnurn ar eftir ómælanlegar þjáningar, sem af slíkri meðferð hafa hlot- izt. Það er sjaldan að dæmt er í kærumálum vegna brota á dýra- verndunarlögunum, eru dómar í flestum tilfellum svo vægir, að engu er lífcara en að dómsvaldið sé að hæðast að málefnunum. Dæmj þess eru deginum ljósari. f þessu sambandi vil ég geta þess hér að fjárbyssur hafa ekki fengizt hér um margra ára skeið, þrátt fyrir hinn óhemjulega inn- flutning og allan heildsalaskar- ann og þó að í Reykjavík einni séu að minnsta kosti 7 sérverzl anir, sem selja skotvopn til fugla og dýraveiði svo og markskytteríis. Að vísu hefur ein verzlun haft til sölu sérstaka gerð af fjárbyss- um, en hún er fyrir sláturhús, en hentar alls ekki bændum vegna þess, hve nákvæma meðferð og hirðingu hún þarfnast. Þessi mynd, sem ég hef í fáum orðum dregið upp af því hvernig dýraverndunarlög eru haldin hér á landi, læt ég nægja að sinni, en af nógu er að taka. Alþingi veitir árlega kr. 25.000 styrk til dýraverndunarmála. Það er allægsta fjárveiting, sem sú virðulega stofnun veitir, og kvað þó ekki vera sparsöm úr hófi fram og mun vera einn íertugasti hluti þess, sem íslenzka ríkið kostar til þess að dreya dýr. Enginn sér- stakur eftirlitsmaður frá ríkinu með dýraverndun er til. En ríkið hefur sérstakan eftirlitsmann tii að annast dýradráp og líta eftir því að dýr séu drepin af öðrum. Mikil er sú menning Það sem gert er til þess að hamla á móti illri meðferð á dýr- um er að öllu leyti sjálboðavinna góðra manna í dýraverndunarfé- lögunum, en þau eru máttvana vegna fjárskorts fjárveitinganefnd Alþingis sér um það. Sjálfsagt er að leggja niður emb ætti „veiðistjóra" að þvílíku emb ætti er enginn vegsauki, sömuleið- is að ríkið hætti öllum greiðslum og verðlaunum, eða hvað annars sem slíkt heitir til þess að drepa dýr. Fjárupphæðum sem til slíks hafa runnið ber, og það strax, að veita, og það strax til dýravernd- unarmála. Öll lög sem ómannúð- leg eru gagnyart dýrum þer Al- Jiingi að nema úr gildi, og það tafarlaust. Skiptir engu máli þótt um svokölluð meindýr sé að ræða. Þýzki heimspefcingurinn Seliop- enhauer sagði, „það er öruggt mál, að sá maður, sem er grimmlyndur við dýrin er efcfci góður maður.“ Sama hlýtur að gilda um þjóð. Og íslendingar fara margir hverj- ir illa með dýr og ríksisvaldið gengur á undán slíku- í sumum tilfellum, ýmist með lagaboðum eða hirðuleyi og nízfcu. fslend ingar eru því eftir þessu ekfci góð þjóð og ekki menningárþjóð, með an svo er um breytni hennar gagn vart mestu og varnarlausustu smæl ingjunum, dýrunum. Breytir þar engu um allar hundruð milijón króna austur til skóla og mennta- mála og ekki heldur oflátungsleg- ur menningarlofsöngur forustu manna þjóðarinnar á helztu tylli- dögum hennar. Ýmsir þingmenn og ráðherrar hafa kvartað undan þverrandi virð ingu almennings fyrir æðstu stofn un þjóðarinnar, Alþingi. Það eru víst fá skiptj ef Alþingi hefur fjall að um mál er varða dýraverndun að það hafi ekki orið sér til van- virðu. Nægir að nefna lögin um aflífun húsdýra er tók tvö ár að koma í gegnum þingið 1920—22. Og lögin um vönun húsdýra tók það þrjú ár að fá samþykkt 1930 —1933. Á eiriu þinginu kostaði það miklar umræður um fraum- varpið og var síðan svæft. Svo sjálfsögð sem bæði þessi lög eru. Sumir þingmenn höfðu frammi í þess.um umræðum hinar furðu- legustu og óhugnanlegustu stað- hæfingar. Vonandi eykur Alþingi sjálft ekki enn á slíkt virð,ingarleysi með því að gefa út lög, sem stríða gegn siðgæðisvitund allra sæmi legra manna. Haukur Þ. Oddgeirsson. FALLEGT HÁR Framhald af bls. 8. litir eða litbrigði af Black head háralitnum, svo það er áreiðan- legt, að hver kona getur fengið þann ilt, sem hún óskar sér helzt. Nú í augnablikinu eru gullnir lit- ir og hlýir litir vinsælastir og mest í tízku, en mér virðist ís- lenzkar stúlkur hallast nokkuð mik ið að gráum litum enn sem kom- ið er. Ellen Hey ræddi síðan stuttlega um það, að hár kvenna væri mjög ólíkt, en af því leiddi, að öllum hentaði ekki sama tegund litar né annars, sem notað er í hárið. Á Norðurlöndunum er hárið t.d. mun fínna en hár kvenna í sunnan- veðri Evrópu. Þess vegna er það, að ég tel Black head, sem er þýzk framleiðsla, vera hentugara á margan hátt fyrir Norðurlanda- konur heldur en margar aðar teg- undi, því hár þýzku kvennanna, sem litunin er sérstaklega gerð- ur fyrir, undir vísindalegu eftir- liti, er líkast því, sem finna má á Norðurlöndunum. Heildverzlun Péturs Pétursson- ar hefur nýlega fengið einkaum- boð fyrir vörur Black heads á fs- landi, og verður framvegis hægt að fá þær á rúmlega 30 hár- greiðslustofum. Ekki verða vör- urnar seldar í buðum, heldur ein- ungis á hárgreiðslustofum, enda réð frú Hey konum eindregið frá því að vera að fást við að lita á sér hárið heima fyrir, að það gæti stundum heppnast, en oftar væru það misheppnuðu tilfellin, sem að lokum lentu hjá hár- greiðslustofunum, og þá væri stundum erfitt að bjarga málunum við. TUNGAN ER . . . Framhald af bls. 9. ritgerð. Mig langar mjög mikið að sfcrifa hana um SteþMn G., en ég veit ekki, hvort níér reyn ist það kleift. Eg hef alltaf haft sérstaka ánægju af verk um þessa manris og mér hefur fundizt hann eitt af stórbrotn ustu skáldum, sem ort hafa á íslenzku á síðari tímum. En nuér finnst svo margt á huldu uim hann og mig brestur full- næigjandi þekfcingu á honum, og það, að mig langar til að rita um hann dofctorsritgerð, kemur sumpart til af því, að mig langar til að kynhast hon um betur. Þetta er ennþá allt í deigluni hjá mér. Eg á eftir að ráðfæra mi-g við ýmsa menn og ég geng þess efaki dulin, að það verður mikil vinna fólgin í þessu. Það er heldur ekki víst, að ég geti samrýmt þetta mifcla verfcefni þeim störfum, sem ég þarf að ta'kast á hendur, þegar ég kem heim, en eins og ég gat um áðan hef ég lokið prófi í hollenzfcu við Háskólann £ Leiden, og ætla mér að stunda móðurmálskennslu þar heima. — Þú ert þá ekfci að hugsa um að kenna íslenzku? Paula brosir lítið eitt. — Vitanlega er ég ekki að afla mér þessarar menntunar til þess eins að hafa hana fyrir mig en við Háskólann í Leiden heyrir nútímaíslenzkan undir Skandinavíudeild og til þess að fá kennararéttindi við hana, þarf ég að kunna eitthvað í hinum Norðurlandamálunum, en það geri ég ekki. Til þess að kenna íslenzku, þarf ég þvi að komast að hjá einhverjum öðrum háskóla, og það geri ég vafalaust síðar meir. Eg er að hugsa um, að vera hér fram í ágúst að sinni. Núna les ég daglega uppi á lands- bókasafni, en er að hugsa um að bregða mér norður í Eyja fjörð seinna í sumar. Mig lang ar gjaman til að vera hér á landi í vetur líka, en veit ekfci hvort það er hægt. Mér finnst fsland öðrum þræði mitt ann- að heimaland. G. Þ. E.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.